22.3.2013 | 23:26
Kreppan dýpkar á evrusvæði!
Tek fram að þær tölur sem ég kem fram með í þessari færslu. Eru ekki mengaðar af hinni nýju krísu sem nú er skollin á þ.e. Kýpur krísunni. Um er að ræða svokallaða Pantanastjóravísitölu. Sem fyrirtækið Markit reglulega birtir. Sú er unnin með því að senda spurningar til pantana - eða innkaupastjóra helstu fyrirtækja í þeim löndum sem þátt taka. Síðan er unnið úr þeim svörum.
- Þau svör sem þessar niðurstöður eru unnar úr - voru þegar komin inn þegar Kýpur krísan hófst.
- Þannig að þær niðurstöður - - að evrukreppan er að dýpka.
- Eru með engum hætti undir áhrifum þess atburðar!
- Heldur er um að ræða undirliggjandi trend, sem hefur ekki nema í besta falli óbeint að gera með vanda Kýpurbúa!
Tölur yfir 50 er aukning, undir 50 er minnkun!
Markit Flash Eurozone PMI - Flash, vísar til þess að þetta eru bráðabirgða niðurstöður, unnar þegar 85% svara eru komin inn. Sem gefur tækifæri að sjá síðar í mánuðinum hvort Kýpur krísan hugsanlega er að hafa einhver áhrif, þegar restin af svörunum koma inn!
- Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 46.5 (47.9 in February). Four-month low.
- Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 46.5 (47.9 in February). Five-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI(3) at 46.6 (47.9 in February). Three-month low.
- Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 46.5 (47.8 in February). Three-month low.
- Samkvæmt þessu, er 3,5% samdráttur í pöntunum til atvinnulífs á evrusvæði skv. bráðabirgðaniðurstöðu fyrir mars mánuð, þ.e. aukning á samdrætti miðað við febrúar er atvinnulíf dróst saman um 2,1%. Takið eftir að þetta er mesti mældi samdráttur í 4 mánuði.
- Minnkun er í pöntunum innan þjónustugeira evrusvæðislanda skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum um 3,4% sem er aukning á samdrætti pantana miðað við febrúar er samdráttur pantana innan þjónustugeira evrusvæðis var 2,1%. Þetta er mesti mældi samdráttur í 5 mánuði.
- Pantanir til iðnfyrirtækja á evrusvæði skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum dragast saman um 3,4% sem er aukning í samdrætti pantana til iðnfyrirtækja á evrusvæði miðað við febrúar mánuð þegar samdráttur pantana var 2,1%. Þetta telst mesti mældi samdráttur í 3 mánuði.
- Iðnframleiðsla á evrusvæði dróst saman um 3,5% í mars sem er aukning í samdrætti hennar miðað við febrúar er samdráttur iðnframleiðslu var 2,2%. Það telst mesti samdráttur í 3 mánuði.
Rétt að vekja sérstaka athygli á tölum fyrir Frakkland!
Markit Flash France PMI -- Það er ekki hægt að segja annað en að þetta eru skelfilegar tölur!
- France Composite Output Index(1) posts 42.1 (43.1 in February), 4-year low
- France Services Activity Index(2) drops to 41.9 (43.7 in February), 49-month low
- France Manufacturing PMI(3) unchanged at 43.9
- France Manufacturing Output Index(4) rises to 42.8 (41.8 in February), 3-month high
- Samdráttur í pöntunum til fransks atvinnulífs upp á 7,9% er ógnvekjandi, þó þetta séu bráðabirgðaniðurstöður, þá kemur þetta ofan á samdrátt mánuðinn á undan upp á 6,9%. Og þetta er mesti mældi samdráttur í 4 ár. En tölurnar síðast voru einnig þær verstu í 4 ár. Frakkland virðist því vera að sökkva í kreppu - virkilega.
- Miðað við þessar tölur, er mesti samdrátturinn í innlendri eftirspurn, sem sést á mjög miklum samdrætti mældum í pöntunum til þjónustugeira. Þ.e. 8,1% samdráttur. Það er nokkur aukning í samdrætti miðað við febrúar sbr. 6,3% samdrátt. Þetta er einnig það versta í 4 ár.
- Pantanir til iðnfyrirtækja í Frakklandi haldast stöðugar í akkúrat sama samdrættinum og í febrúar þ.e. samdráttur upp á 6,1%. Það telst mikill samdráttur samt. En þetta bætist við samdrátt fyrri mánaðar að sjálfsögðu.
- Það mælist örlítið minni samdráttur í iðnframleiðslu í febrúar eða samdráttur upp á 7,2% í stað 8,2% í febrúar. En þ.e. samt mikill samdráttur og sá bætist einnig ofan á samdrátt fyrri mánaðar.
Til samanburðar er rétt að nefna tölur um iðnframleiðslu í Grikklandi frá febrúar:
Markit Greece Manufacturing PMI :"At 43.0 in February, the Markit Greece Manufacturing Purchasing Managers Index® (PMI®) signalled a further substantial deterioration in the health of the goods producing sector. That was its highest mark in nine months, however, up from 41.7 in January."
Takið eftir að Frakkland er nú statt í svipuðum samdrætti innan atvinnulífs - - og Grikkland!
Þetta er nú búið að gerast nokkra mánuði í röð. Að Frakkland er statt í mun meira samdrætti en Spánn og Ítalía, þegar skoðaðar eru óháðar tölur Markit yfir þróun pantana til fyrirtækja.
Það segir eiginlega, að atvinnulíf í Frakklandi sé að dragast meir saman, en atvinnulíf í þeim tveim löndum a.m.k. sl. 6 mánuði.
Og ef e-h er, virðist sá samdráttur vera að aukast frekar en hitt.
Greinilega er Frakkland í efnahagssamdrætti fyrri helming þessa árs. Það getur vart annað komið til greina. Og ekki neitt sérlega litlum samdrætti heldur.
Tölur fyrir Þýskaland eru einnig áhugaverðar!
Markit Flash Germany PMI -- Þetta eru auðvitað allt aðrar tölur en fyrir Frakkland.
- Germany Composite Output Index(1) at 51.0 (53.3 in February), 3-month low.
- Germany Services Activity Index(2) at 51.6 (54.7 in February), 4-month low.
- Germany Manufacturing PMI(3) at 48.9 (50.3 in February), 3-month low.
- Germany Manufacturing Output Index(4) at 49.8 (50.7 in February), 3-month low.
- Mælist 1% aukning í pöntunum í mars til þýsks atvinnulífs, sem er nokkuð óhagstæðari staða en í febrúar er mæld aukning pantana til þýsks atvinnulífs var 3,3%. Þó aukning sé enn til staðar er það áhyggjuefni að staðan er óhagstæðari í mars.
- Það er einnig óhagstæðari staða í pöntunum til þjónustugeirans í Þýskalandi þ.e. aukning pantana um 1,6% í stað aukningar pantana í febrúar um 4,7%. Spurning hvort að bjartsýni neitenda í Þýskalandi sé komin að þanmörkum.
- Smávegis samdráttur mælist í pöntunum til iðnfyrirtækja í Þýskalandi í mars þ.e. 1,1% samanborið við mælda aukningu pantana í febrúar upp á 0,3%.
- Örlítill mældur samdráttur í iðnframleiðslu í Þýskalandi í mars upp á 0,2% í stað mældrar aukningar í febrúar upp á 0,7%.
Samkvæmt þessum tölum er innlend neysla mjög greinilega að halda uppi hagvexti í Þýskalandi fyrri hluta þessa árs.
Þetta dugar líklega til þess að Þýskaland muni mælast í hagvexti fyrri helming þessa árs, þó sá muni líklega vera mjög lítill.
Gott veganesti í kosningabaráttuna fyrir Angelu Merkel. Þó óveðursský séu greinilega á himni, því það hægir á þó enn sé aukning almennt. En sogið frá kreppunni í hinum löndunum sést líklega í þróun pantana til iðnfyrirtækja - en Þýskaland getur vart annað en verið að finna fyrir samdrættinum í mikilvægum viðskiptalöndum innan Evrópu.
Að lokum yfirlit frá Markit frá febrúar, lokatölur þess mánaðar!
Countries ranked by Manufacturing PMI® (Feb.)
Eins og sést þá er kreppa alls staðar nema hjá efstu tveim!
- Ireland 51.5 3-month high
- Germany 50.3 13-month high
- Netherlands 49.0 3-month low
- Austria 48.3 2-month low
- Spain 46.8 20-month high
- Italy 45.8 3-month low
- France 43.9 2-month high
- Greece 43.0 9-month high
Það virðist mælast raunverulegur viðsnúningur hjá Írum. Þetta eru ekki fyrstu slíkar tölur sem ég hef séð. Heldur er þetta viðvarandi - trend. En líklega þó er þetta ekki nægilega öflugur viðsnúningur til þess að skuldir Írlands séu enn algerlega sjálfbærar. Ekki víst að svo öflugur viðsnúningur sé væntanlegur í ljósi erfiðrar stöðu megins af aðildarlöndum evrusvæðis.
----------------------------
Takið eftir því að Frakkland er næsta land við Grikkland!
Niðurstaða
Ég segi það aftur sem ég sagði í febrúar er ég skoðaði niðurstöður Markit þá. Að ef ég væri hagfræðingur innan stofnana ESB. Þá hefði ég miklar áhyggjur af stöðu Frakklands.
En Frakkland er hvorki meira né minna en annað stærsta hagkerfið á evrusvæði. Ef Ítalía og Spánn eru ómissandi. Þá er Frakkland það í enn ríkara mæli.
Ég hef sagt það frá upphafi ársins. Að mér finnst afskaplega líklegt að markaðir eigi eftir að ókyrrast vegna stöðu Frakklands.
Ég veit ekki af hverju þeir hafa ekki gert það fram að þessu. En þ.e. eins og menn hafi dálítið verið fljótandi á rósrauðu skýi. Kannski að Kýpur komi mönnum niður á Jörðina. Og þeir fari að taka betur eftir því. Að efnahagsstaðan hefur í reynd haldið áfram að versna á evrusvæði.
Það sé ekki því innistæða í reynd fyrir hinni háu stöðu sem markaðir hafa verið á, síðan markaðir fóru að hækka á ný í júlí 2012.
------------------------------
Ekki sé ég þann viðsnúning sem stofnanir ESB eru alltaf að spá að sé í kortunum!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2013 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2013 | 01:44
Seðlabanki Evrópu veitir Kýpur úrslitakosti!
Seðlabanki Evrópu gaf mjög skýr skilaboð til stjórnvalda Kýpur um miðjan dag á fimmtudag. Annaðhvort samþykkið þið björgunaráætlun þá sem lögð var fram sl. laugardag, eða komið sjálfir fram með tillögu að nýrri sem við og AGS getum sætt okkur við; eða Seðlabanki Evrópu hættir að veita grísku bönkunum neyðarfjármögnun. Sem þá mun þíða nær tafarlaust fall þeirra.
EU gives Cyprus bailout ultimatum, risks euro exit
"The European Union gave Cyprus till Monday to raise the billions of euros it needs to secure an international bailout or face a collapse of its financial system that could push it out of the euro currency zone."
ECB issues ultimatum to Cyprus
"Emergency liquidity to be suspended if no bailout plan by Monday"
Samkvæmt fréttum hefur hótun Seðlabanka haft mikil áhrif á Kýpur!
"Panicos Demetriades, Central Bank of Cyprus governor, said parliament would be asked to wind up Laiki, the islands second lender, and split it into a good and bad bank, with larger deposits folded into the latter."
Seðlabankastjóri Kýpur sagði, að hann muni óska eftir því við þing Kýpur, að næst stærsti banki Kýpur verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Stofnaður verði nýr banki undir sama nafni, sem mun innihalda innistæður upp að 100þ..
Innistæður umfram 100þ. verði eftir í þrotabúinu, og aðrar eignir.
The Cypriot government said party leaders had agreed to create a "solidarity fund" that would bundle state assets as the basis for an emergency bond issue, but the speaker of parliament, Yiannakis Omirou, insisted a revised levy on uninsured bank deposits was not on the table.
Kýpverskir stjórnmálamenn virðast vera að undirbúa formlega tillögu um endurfjármögnun a.m.k. einhvers hluta bankakerfis eyjunnar. Það getur verið að þá sé að dreyma um það, að það sé mögulegt að ná utan um vandann. Með því að taka niður verst setta bankann - "Laiki" og leggja þeim stærsta til meira fé, og hverjum hinna smærri sem taldir eru þurfa þess.
Á sama tíma virðist standa til að setja á takmarkanir á hve mikið fé má taka út af bankareikningum í einu.
Auk þess, virðist vera að rætt sé um að setja á "höft á fjármagnshreyfingar" sem væri mjög sérstakt, ef kýpv. stjv. fá að hrinda slíku í verk innan evrusvæðis.
"Officials at the Frankfurt-based ECB were preparing for possible capital controls and other measures to ringfence Cypruss financial sector once banks reopen next Tuesday. This included extending as much liquidity as needed to any solvent banks in the eurozone, including the smaller Cypriot ones."
Samkvæmt þessu búast starfsmenn "ECB" við þeim möguleika að sett verði á höft á fjármagnshreyfingar af stjv. Kýpur.
Auk þess, séu þeir viðbúnir því að áhlaup verði hugsanlega gerð á banka víðar um evrusvæðið eftir helgi, þegar búist er við því að kýpv. bankarnir opni á ný.
Eða, ef þ.e. svo að ljóst er að ekkert samkomulag næst v. stjv. Kýpur og hrun er útkoman eftir helgi á Kýpur.
Hvað ef bankarnir opna á þriðjudaginn, og stjv. Kýpur sætta sig við björgun?
Ég er ekki viss hvaða hugmynd er akkúrat á borðinu. En heyrst hefur tillaga um það að taka 2. stærstu bankana niður. Leitast við að verja restina af bankakerfi eyjunnar.
Ef þ.e. málið. Þá verður búið að fara mjög ílla með erlenda innistæðueigendur stærstu tveggja bankanna.
Og mér finnst þá afskaplega líklegt að þeir sem eru með innistæður í smærri bönkunum og eru ekki heimamenn, þeir muni vilja fara!
Seðlabanki Evrópu mundi þá verja þá smærri - þeir hefðu fengið viðbótar fjármögnun.
En innistæður Rússa eru ca. 1/3 af heildarinnistæðum. Og örugglega ekki eingöngu innan stærstu tveggja bankanna.
Þó svo leitast verði við að tefja fyrir fjármagnsflótta með trixum eins og að takmarka upphæðir sem unnt er að taka út hverju sinni, með því að láta afgreiðslutíma beiðna um flutning peninga í bankar í öðrum löndum verða langan.
Þá held ég að hann muni vera stöðugur - þó verið geti að hann verði ekki hratt flóð, heldur eins og mjór lækur. Þá verði sá óstöðvandi.
Fjármagnsflóttinn líklega muni klára það viðbótar fjármagn sem bönkunum verði lagt til - fyrir rest. Og þá verða stjv. Kýpur "krunk."
Búinn að klára það lánfé sem þau geta dregið sér.
---------------------------
En vandi Kýpur er að eyjan hefur nær ekkert hagkerfi að öðru leiti en ferðamennsku. Hagkerfið er svo grunnt - enn færri stoðir en hérlendis.
Skortur á dýpt hagkerfisins sjálfs - verði það sem komi í veg fyrir að mögulegt sé að endurreisa trúverðugleika.
Eins og á Íslandi, sé vandinn of stór miðað við umfang hagkerfisins.
Fyrir rest hrynji allir bankarnir eins og á Íslandi, þó verið geti að það ferli taki vikur allt upp í einhverja mánuði að spilast út til enda. Þ.e. ef beitt sé ýtrustu trixum til að hægja á peningaflóttanum og "ECB" samtímis veitir neyðarfjármögnun meðan þeir hafa einhver veð sem "ECB" taki gild.
Til samanburðar umfang fjármálakerfis ESB og Evrusvæðis!
m..........Bank assets.....GDP Bank assets as % of GDP
EU- 27.....47,300,859.....12,915,394...............366
EU - 26....37,184,359.....11,002,324...............338
EZ............33,915,923.....9,491,889...............357
- Umfang heildareigna bankakerfis ESB er 366% þjóðarframleiðsla.
- Umfang heildareigna bankakerfis ESB án Bretlands er 338% af þjóðarframleiðslu.
- Umfang heildareigna bankakerfis Evrusvæðis er 357% af þjóðarframleiðslu.
Deposits (m)..........Households.....NFCs.............Total.............Total as % GDP
Total Eurozone..........6,016,316.....1,700,764.....7,717,080.........81.30
Total EU...................7,892,236.....2,303,654.....10,195,890.......78.94
- Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 81,3% af þjóðarframleiðslu evrusvæðis.
- Heildarinnistæður sem þarf að tryggja eru 78,94% af þjóðarframleiðslu ESB 27.
"Similarly, total private sector deposits in the EU equal 10.2 trillion, with total deposits at
over 17 trillion roughly 6 trillion of which is covered by guarantee schemes under
national and EU law."
Ef tekin er heildarumfang innistæðna, þ.e. ásamt þeim sem eru umfram lágmarkstryggingu:
- Þá eru heildarinnistæður í ESB 27 131,8% af þjóðarframleiðslu.
Að lokum þessi tafla er jafnvel áhugaverðust:
2011.............................................EU..........USA..........Japan
Total bank sector assets ( trn)........42.9.........8.6............7.1
Total bank sector assets (% GDP).....349%.......78%.........174%
Eins og þið sjáið - - þá er umfang bankabólunnar í Evrópu miklu meira en í Japan og Bandaríkjunum.
Svona til gamans að þekkja umfang vandans í Evrópu:
The eurozone banking union: A game of two halves
Niðurstaða
Tragedían á Kýpur heldur áfram að spilast. Það verður spennandi að fylgjast með rás atburða fram yfir helgi. En það virðist ekki endilega augljóst að Kýpverjar velji að þiggja björgun. En þó má vera að þeir kjósi þá stefnu. En í báðum tilvikum tel ég fullvíst að gjaldþrot blasi við eyjunni. Meginmunurinn sé tímarammi. Ef þeir velja björgun. Taki það aðeins lengri tíma. En ef þeir hafna henni.
En þó mun styttri tíma en í tilviki Grikklands. Ég á ekki von á að það geti tekið flr. ár, heldur efast ég um það að Kýpur geti enst út þetta ár.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 22. mars 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 869816
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar