Enn ein könnunin sýnir fylgissveiflu til Framóknar!

Ég er að tala um könnun MMR unnin á tímabilinu 7. - 12. mars sl. Sjálfsagt kallast það "punktkönnun" þ.e. könnun sem skoðar fylgi þá vikuna. Í stað þess að dreifa svörun t.d. yfir heilan mánuð eins og Gallup gjarnan gerir. En niðurstöður þessarar könnunar MMR. Eru þó ekki úr takt við aðrar kannanir undanfarið.

Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar enn
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar enn

  • Svörun í könnuninni virðist góð, þ.e. 79,9%. Óvissa 20,1%.
  • Þetta gerir þessa könnun trúverðugri til muna en annars!
  • Þess vegna vekur athygli - ákaflega lítið fylgi nýrra framboða.
  • En fjöldi þeirra sem að baki þeim standa, vonast til að ná til óákveðinna kjósenda, þess vegna er auðvitað áhugavert að sjá niðurstöðu könnunar með þetta háa svörun.

Að vísu, hafa þeir flokkar enn lítt kynnt sig - - en ef fólk man enn eftir forsetakosningunum, þá voru til staðar fjöldi aðila í framboði, flestir lítt þekktir, og þeirra fylgi var lítið frá byrjun.

En þ.s. meira var - > reyndist lítið alveg til enda!

-------------------------------

  • Annað sem vekur athygli, er lítið fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Miðað við það, að gjarnan fær Sjálfst.fl. minna úr kjörkössum en úr könnunum, þá ætti slík niðurstaða svo skömmu fyrir kosningar. Að vekja ugg hjá forystu þess flokks.

Á sama tíma fær Framsókn vanalega ívið meir úr kjörkössum.

Á hinn bóginn, má vera að v. þess hve svörun er há. Þá sé þetta nærri niðurstöðu, ef raunverulega væri kosið segjum - næstu helgi.

-------------------------------

  • Svo er það "TVÍBURARNIR" þ.e. Samfó + BF.

27,6% skv. könnun MMR kjósa Tvíburana. Þetta hlutfall hefur haldist svipað könnun eftir könnun.

Til sbr. þá fékk Samfylking 29,8% 2009. 

Svo bersýnilegt er, að það er ekki að virka að búa til 2-flokka í stað eins.

Vinstrimenn virðast ítrekað fá þá hugmynd, að unnt sé að auka fylgi vinstri manna. Með því að fjölga vinstriflokkum.

Ég man vart dæmi þess, að þær tilraunir hafi virkað fram að þessu.

-------------------------------

  • VG skv. þessu getur hugsanlega marið 10%.

Það sjálfsagt telst varnarsigur skv. þeim gamla frasa. En VG hefur nokkrum sinnum mælst lægra en þetta.


Niðurstaða

Ef kosning fer eitthvað nærri þessu. Þá er Framsóknarflokkurinn aftur kominn með sitt sögulega fylgi. Þannig að saman má jafna við kosningarnar 1995 þegar Framsókn fékk 23,3%. Nefna má einnig úrslitin 1974 og 1979 24,9%. Úrslitin 1971 25,3%. Og ekki síst 1967 28,1%.

Miðað við stöðu Sjálfstæðisflokks. Er það kannski ekki "brjáluð hugmynd" að Framsókn nái jafnvel að verða Nr. 1.

 

Kv.


Hver er raunverulegur sigurvegari Íraksstríðsins?

Ég rakst á áhugaverða umfjöllun í Financial Times, en nú þegar nokkuð er liðið síðan Bush sendi her sinn inn í Írak. Þá er unnt að fara að draga nokkrar ályktanir. Ein afleiðing sem hefur blasað við mörgum, er gróði Írans. Óvinaríkis Bandaríkjanna á svæðinu. En eins og er kunnugt, standa Bandaríkin í reynd í umfangsmiklu leynistríði við Íran. Og þar er nánast öllu tjaldað til, ekki ólíkt því sem var þegar Bandaríkin stóðu í köldu stríði við Sovétríkin.

Hluti af þessum átökum, er því miður stríðið í Sýrlandi.

Og almenningur í því landi, leiksoppar stærri þjóðanna í kring sem deila.

Það stríð líklega tekur ekki enda fyrr en, friður er saminn milli Bandaríkjanna og Írans.

En það getur verið mörg á í það enn, að sú stund komi.

Á meðan má reikna með því, að Bandaríkin haldi áfram eins og þau geta, að skaða tilraunir Írana til þess að afla sér "hugsanlega" kjarnorkuvopna, þ.e. viðleitni þeirra til að auðga úran að nægilegu marki.

Og samtímis, beiti Íran viðskiptabanni. Í von um, að veikja Íran innan frá.

Sennilega vill enginn aðilanna raunverulega "heitt stríð."

 

Hver hefur grætt mest á Íraksstríðinu?

Turkey emerges as true Iraq war victor

  1. "The Americans won the war,
  2. the Iranians won the peace,
  3. and the Turks won the contracts."

Daniel Dombey og Funja Guler, benda á að sl. áratug, hafi Írak orðið að 2-stærsta útflutningsmarkaði Tyrklands. Hvorki meira né minna, í öðru sæti eftir Þýskalandi.

"Turkey’s exports to Iraq have in the past decade soared by more than 25 per cent a year, reaching $10.8bn in 2012, making Iraq Ankara’s second-most valuable export market after Germany."

Þetta er slatti, og á sama tíma bendir fátt til þess. Að Íranir geti komið til skjalanna. Enda sé írönsku atvinnulífi örðugt um vik, m.a. v. viðskiptabannsins.

En ekki síst, sé Tyrkland orðið mun þróaðra hagkerfi. Þar sé framleiddur varningur, þ.e. dæmigerðar neysluvörur af margvíslegu tagi.

Sem næsta land við hliðina, sé það best staðsett, til þess að hagnýta sér þann vaxandi markað sem sé þarna í Írak. En Tyrkir muni líklega græða enn meir í framtíðinni, eftir því sem vaxandi olíuframleiðsla í Írak auki velmegun í landinu.

Þetta gerist þrátt fyrir samskiptin við Bagdad, sem séu stirð - og fremur en hitt, versnandi.

En stjv. í Bagdad virðast í dag, lítið meir en "fylgihnöttur" Írans.

En Tyrknesk menning, ekki einungis neysluvörur heldur að auki kvikmyndir og sjónvarpsþættir.

Munu í framtíðinni, í vaxandi mæli - verða ríkjandi í Miðausturlöndum.

Í efnahagslegum skilningi - er líklegt að Íran, verði hinn stóri tapari.

Sem eftir allt saman, sé ef til vill - þ.s. meira máli skipti fyrir framtíðina.

Tyrkland virðist stefna aftur á sinn fyrri sess, að vera öflugasta ríkið á svæðinu.

En í dag, er stefnan meir á að verða mesta efnahagsveldið - en að vera heimsveldi með þeim hætti sem áður var.

 

Niðurstaða

Þó að Íran hafi grætt verulega á útkomu Íraksstríðsins. Þá virðist að til lengri tíma litið. Sé það líklega Tyrkland sem muni fyrir rest. Hafa mestan hagnað af því að Bandaríkin á sínum tíma fóru inn í Írak. Og veltu Saddam Hussain úr valdastóli.

 

Kv.


Bloggfærslur 13. mars 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 869816

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband