26.2.2013 | 19:30
Framsóknarflokkur í lykilstöðu íslenskra stjórnmála á ný!
Þetta virðist blasa við eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem tekin var svo einörð afstaða í aðildarmálinu. Að samstarf við aðildarsinnaða flokka virðist ekki raunhæfur möguleiki.
Það gefur Framsóknarflokknum óvænt - pálmann í höndina.
Því þar með er Framsóknarflokkurinn kominn með sína gömlu stöðu, að vera ráðandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Ég á við, að það er Framsóknarflokkurinn sem skv. þessu, ræður því hvort þ.e. vinstristjórn eftir kosningar eða hægri.
Aðildarsinnar munu mjög líklega ekki geta myndað starfhæfan meirihluta án Framsóknar - og á sama tíma, virðist Sjálfstæðisflokkur skv. ályktun landsfundandar í reynd hafna öðrum samstarfsmöguleikum.
Áhugaverð eru viðbrögð Össurar:
"Einangrunarhyggja Sjálfstæðisflokksins eru athyglisverð í ljósi þess að Framsókn hefur tekið mun mildari afstöðu. Hún vill líka ljúka viðræðum og leyfa þjóðinni að kjósa, svo fremi meirihluti þjóðarinnar samþykki framhald þeirra í þjóðaratkvæði. Það er því Sjálfstæðisflokkurinn einn sem hefur einangrað sig kyrfilega frá Evrópu um leið og formaðurinn tók enn eitt flipp-floppið varðandi evruna."
Mér finnst klárt mega lesa úr þeim orðum, að Össur geti gleypt kröfu Framsóknarflokksins, um 2-falda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó svo að áður hafi Samfóar ávallt hafnað því, að láta fyrst framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja þjóðarinnar - til þess að standa í aðildarviðræðum í fyrsta lagi.
Þetta er ekki furðulegt - - því vegna þess hve kyrfilega Sjálfst.fl. lokar þar með á hugsanlegt stjórnarsamstarf með aðildarsinnuðum flokkum; þá er ekkert um annað að ræða fyrir forsvarsmenn Samfóa, en að mæta þeim kröfum sem Framsókn setur fram.
Sjálfst.fl. hefur stórfellt styrkt samningsstöðu Framsóknarflokksins.
Meðan að á sama tíma, hann hefur veikt sína eigin.
Í framhaldinu, veikist einnig til muna samningsstaða Samfylkingar sem og annarra aðildarsinnaðra flokka.
En aðildarmálið er mál 1, 2 og 3 hjá þeim flokkum. Miðað við afstöðu Sjálfst.fl. og líkleg kosningaúrslit.
Er Framsókn eini hugsanlega möguleikinn - - þannig að það er þá ekki val um annað, en að mæta kröfum Framsóknarmanna!
Sjá niðurstöður glænýrrar könnunar MMR!
"814 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára tóku þátt í könnuninni og tóku 78 prósent afstöðu."
- Framsóknarflokkurinn næst stærstur.
- Samfylking dottin niður í að vera 4. stærst.
- 28,1% skv. þessu myndu kjósa BF + Samfylkingu, sem miðað kosningafylgi Samfó 2009 sem var 29,8% þíðir að 1,7% vantar upp á sameiginlegt fylgi þeirra flokka. Með klofnun aðildarsinna í flr. flokka, virðist ekki eiga sér stað nein fjölgun aðildarsinna.
- Áhugaverð, léleg fylgisstaða Sjálfstæðisflokks.
Þetta er þó dagana fyrir landsfundi VG og Sjálfst.fl. um sl. helgi.
Verið getur að þeir hafi haft e-h jákvæð áhrif á þá flokka fylgislega séð.
Niðurstaða
Mér virðist að skv. nýjustu tíðindum. Geti Framsóknarmenn horft mjög bjartsýnir til næstu kosninga. Staðan hefur ekki verið þetta sterk - síðan í tíð Steingríms Hermannssonar. Þegar Framsókn gat horft hvort sem var til hægri eða vinstri. Það er þ.s. felst í því að vera miðjuflokkur. Að flokkar til hægri eða vinstri koma hvort tveggja í senn til greina í augum Framsóknarmanna.
Sigmundur Davíð, á að sjálfsögðu að ræða við Sjálfstæðisfl. og aðildarsinnaða flokka eftir kosningar.
Enda felst hámörkun samningsstöðu flokksins í því, að leiða fram keppni hinna flokkanna um að fá Framsókn til liðs við sig.
Ef rétt er haldið á spilum, á flokkurinn að geta komið í gegn - öllum stefnumálum sínum.
---------------------
Taka sér nægan tíma í stjórnarmyndun.
Semja mjög ítarlegan stjórnarsáttmála, þ.s. allt er neglt niður.
Það er engu að treysta - nema það standi svart á hvítu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2013 kl. 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 26. febrúar 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 20
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 225
- Frá upphafi: 871732
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 209
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar