Frakkland ekki lengur kjarnaríki? Frakkland að bræða úr sér?

Það er merkilegur hlutur í gangi núna. Samkvæmt nýjustu upplýsingum um þróun efnahagsmála í Evrópusambandinu. Nefnilega, að Frakkland og Þýskaland virðast vera að sigla sitt í hverja áttina. Það hefur lengi verið talað um kjarnaríkin 2. Frakkland og Þýskaland. En nú virðist Frakkland ekki lengur tilheyra hinum Norðrinu - heldur suðrinu. Ef miðað er við hagþróun.

  1. Þýskaland virðist skv. fyrstu tölum þessa árs, ætla að rétta við sér á 1. ársfjórðungi, eins og það gerði á 1. fjórðungi 2012.
  2. En, Frakkland aftur á móti, virðist vera að sökkva í djúpa kreppu. Með samdráttartölur, sem verður að segjast, að eru ljótari en þær sem nú sjást stað á Spáni eða á Ítalíu. Nálgast tölur, sem maður sér á Grikklandi. Frakkland að bræða úr sér

 

Sjá - MARKIT Pöntunarstjóra vísitölu!

Fyrirtækið Markit hefur birt bráðabirgðatölur fyrir febrúar, sem gefa fyrstu vísbendingu um þann mánuð.

Yfir 50 er aukning, undir 50 er samdráttur!

Markit Flash France PMI

  • France Composite Output Index(1) drops to 42.3 (42.7 in January), 47-month low
  • France Services Activity Index(2) falls to 42.7 (43.6 in January), 48-month low
  • France Manufacturing PMI(3) climbs to 43.6 (42.9 in January), 2-month high
  • France Manufacturing Output Index(4) rises to 41.2 (40.8 in January), 2-month high
  1. Samanlögð vísitala, gefur að pantanir hafi dregist saman í frönsku atvinnulífi um 7,3%. Ath. það er samdráttur ofan á samdrátt janúar.
  2. Pantanir á sviði þjónustugreina, dragast saman um 7,3% í febrúar.
  3. Pantanir innan framleiðslugreina, dragast saman um 6,4%. Sem er samt smávegis minnkun í samdrætti pantana miðað við janúar.
  4. Mæling á iðnframleiðslu, gefur vísbendingu um 8,8% samdrátt í febrúar, þó það sé örlítil minnkun í samdrætti miðað við janúar. Þá er hvort tveggja skelfilegar tölur.

Þetta er skýr vísbending um hratt dýpkandi kreppu. Frakkland var í kröftugum samdrætti síðustu 3. mánuði sl. árs, en fyrstu 3 mánuðir þessa árs. Skv. þessum tölum, eru verstu 3. mánuðir sem mælast síðan, Lehmans krísan var í hámarki fyrir 4 árum.

Stefnir í mjög alvarlegt ástand í Frakklandi. Miðað við þetta.

 

Markit Flash Germany PMI

  • Germany Composite Output Index(1) at 52.7 (54.4 in January), 2-month low.
  • Germany Services Activity Index(2) at 54.1 (55.7 in January), 2-month low.
  • Germany Manufacturing PMI(3) at 50.1 (49.8 in January), 12-month high.
  • Germany Manufacturing Output Index(4) at 50.2 (51.9 in January), 2-month low.
  1. Samanlögð vísitala iðnaðar og þjónustu, gefur aukningu pantana í atvinnulífinu í Þýskalandi um 2,7%. Sem er örlítil minni aukning skv. fyrstu vísbendingum fyrir febrúar en í janúar. En skv. þessu, ef mars verður svipaður. Þá er útlit fyrir að Þýskalandi sé að takast að endurtaka það sem gerðist 2012. Að mældur samdráttur síðustu 3. mánuði 2011, snerist yfir í smávægilegan hagvöxt. Fyrstu 3. mánuðina á eftir þ.e. fyrstu 3. mánuði 2012. Þetta virðist ætla að gefa jákvæðan hagvöxt upp á t.d. 0,2-0,3% á móti 0,6% samdrætti mánuðina 3. á undan. Sem verður að segjast, að er kröftugur viðsnúningur.
  2. Aukning pantana innan þjónustugreina, er upp á 4,1% skv. þessum bráðabirgðatölum. Örlítið minni aukning en í janúar. En þó ágætar fréttir fyrir þýskt atvinnulíf. Greinileg bjartsýni meðal þýskra neitenda. Engin kreppustemming í Þýskalandi.
  3. Aukning pantana innan iðngreina, er nánast mælanleg þ.e. 0,1%. Þó betra en í janúar. En skv. þessu er það klárt, að það er neysla sem er að halda uppi þýska hagkerfinu þessa stundina. En iðnframleiðsla eðlilega finnur fyrir kreppunni í Evrópu vegna samdráttar sölu til annarra landa innan Evrópu. Meðan að innlendir neytendur virðast a.m.k. enn vera bjartsýnir.
  4. Bráðabirgðamæling fyrir iðnframleiðslu, einnig mælir mjög smávægilega aukningu þ.e. 0,2%.

 

Markit Flash Eurozone PMI

  • Eurozone PMI Composite Output Index(1) at 47.3 (48.6 in January). Two-month low.
  • Eurozone Services PMI Activity Index(2) at 47.3 (48.6 in January). Three-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI(3) at 47.8 (47.9 in January). Two-month low.
  • Eurozone Manufacturing PMI Output Index(4) at 47.5 (48.7 in January). Two-month low. 
  1. Aukning á samdrætti í atvinnulífinu á evrusvæði, samdráttur mælist 2,7% í febrúar skv. sameinaðri vísitölu pantana. 
  2. Samdráttur í pöntunum innan þjónustugreina á evrusvæði, mælist 2,7% þrátt fyrir kröftuga aukningu í Þýskalandi.
  3. Samdráttur í pöntunum á sviði iðnframleiðslu, mælist 2,2% skv. þessum bráðabirgðaniðurstöðum, sem er nánast sama mæling og fyrir janúar.
  4. Samdráttur iðnframleiðslu á evrusvæði, mælist skv. bráðabirgðaútkomu, 2,5%. Nokkru meiri samdráttur en í janúar.

Skv. þessum niðurstöðum sé líklega samdráttur á evrusvæði samt örlítið minni en síðustu 3. mánuði sl. árs, eitthvað á bilinu 0,3% líklega skv. hagfræðingi á vegum Markit.

Það getur verið, að viðsnúningurinn í Þýskalandi sé að vigta inn.

Áhugavert er að koma með samanburð Markit frá janúar, þar sem aðildarlöndum evrusvæðis er raðað upp, takið eftir stöðu Frakklands í janúar í samanburðinum, síðan íhugið nýju tölurnar að ofan:

Countries ranked by Manufacturing PMI® (Jan.)

  1. Ireland 50.3 9-month low
  2. Netherlands 50.2 4-month high
  3. Germany 49.8 11-month high
  4. Austria 48.6 2-month high
  5. Italy 47.8 10-month high
  6. Spain 46.1 19-month high
  7. France 42.9 4-month low
  8. Greece 41.7 2-month high

Takið eftir, að það þarf að seilast svo langt að koma með samanburð við Grikkland, til að sjá verri tölur yfir samdrátt. En þær sem nú sjást stað í Frakklandi.

Það er eins og atvinnulífið í Frakklandi, sé hreinlega að bræða úr sér!

Menn eru að tala um - ógn vegna hugsanlegs sigurs Berlusconi á Ítalíu. 

En kosið verður á Ítalíu nk. sunnudag!

En ef ég væri hagfræðingur í Framkvæmdastjórn ESB - væri ég að svitna yfir stöðu Frakklands.

 

Niðurstaða

Það er eitthvað alvarlegt að gerast í franska atvinnulífinu. En miðað við þá stöðu sem fram kemur í vísbendingum um pantanir. Þá er til staðar mjög kröftugur samdráttur í Frakklandi. Og sá er mældur töluvert verri, en samdráttur innan atvinnulífs á Spáni eða Ítalíu. Í reynd, eru tölur fyrir franskt atvinnulíf. Mun nær samdráttartölum fyrir Gískt atvinnulíf.

Þannig, að Frakkland er ekki einungis að skilja sig frá Þýskalandi.

Það er einnig að skilja sig frá Spáni og Ítalíu.

Miðað við þetta, getur vart þess verið lengi að bíða. Að markaðir fari að ókyrrast vegna Frakklands sjálfs.

Það eru mjög alvarleg tíðindi. Vegna þess, að þetta er næst stærsta hagkerfið innan evru. Með öðrum orðum, ber næst mesta ábyrgð innan kerfisins á skuldbindingum sem þar er að finna.

Svo þ.e. virkilega alvarlegt mál, að svo virðist vera að Frakkland sé við það að steyta á skeri.

 

Kv.


Bréf bandarísks forstjóra til fransks ráðherra vekur athygli!

Það er óhætt að segja að bréf forstjóra Titan International, Maurice Taylor, sem kvá hafa viðurnefnið "The Grizz" vegna samningatækni sinnar, hafi vakið athygli. En það sem málið snýst um. Er að Mitchelin fyrirtækið. Ætlar að loka stærstu verksmiðju sinni í Frakklandi. Ég reikna með því, að það sé vegna þess að hún sé rekin með tapi, og Michelin hafi ekki séð neina færa útleið aðra. Bréf Taylor er svar hans til Arnaud Montebourg, ráðherra iðnaðarmála í Frakklandi, sem hafði nokkru áður sent formlega beiðni til Titan International. Um það að það fyrirtæki myndi taka yfir verksmiðju Mitchelin í Amiens.

U.S. Executive Assails Unions in France, Causing Furor :"In January, Mr. Montebourg tried to entice Titan back to the negotiating table, saying he hoped unions would put “some water in their wine, that managers put some wine in their water, and that Titan would drink the wine and the water of both” and reach an accord.

But last month, as union workers protested en masse at the Amiens site, with a large police presence, Goodyear told workers it would close the plant and cut its French work force by 39 percent."

Það virðist að Titan International, hafi verið að velta þessari verksmiðju fyrir sér um nokkurn tíma. Á sama tíma, af fréttum að dæma, hafa stéttafélögin í Amiens klárt verið andvíg þeirri yfirtöku.

Á sama tíma, mótmæla þau hástöfum því, að Mitchelin, skuli ætla að leggja hana niður.

Þess utan, af því sem verður séð - þá hefur ákvörðun Mitchelin einnig aðdraganda. Og fyrirtækið hafi gert ítrekaðar tilraunir til að semja við stéttafélögin, um leiðir til að snúa tapinu við. En ekki náð fram samkomulagi, sem stjórn Mitchelin taldi ásættanlega.

Sem leiði fram þá ákvörðun að þess í stað - loka alfarið í Amiens.

Ef marka má bréfið - er virkilega mikið að í Amiens verksmiðjunni.

Takið eftir samanburðinum sem hann gerir við þær aðstæður sem sambærileg fyrirtæki í Kína búa við, og því hvað Taylor spáir fyrir um framtíð framleiðslu á dekkjum í Frakklandi.

Það er einmitt þessi samkeppni frá Kína - - sem ég tel vera hina raunverulegu ástæðu þess, að það er í dag kreppa í Evrópu. Það má rífast um það hvort sú samkeppni er ósanngjörn eða ekki. En tollar í dag milli Evrópu og Kína eru mjög lágir á iðnvarning.

Það liggur beint í því viðskiptakerfi sem búið hefur verið til - - að annaðhvort mun framleiðslustarfsemi flytjast frá löndum eins og Frakklandi, eða að lönd eins og Frakkland verða að gefa mjög mikið eftir af þeim þægindastandard, sem verkamenn hafa í gegnum árið knúið fram í gegnum kjarasamninga.

Í slíkri samkeppni geta miklu hærri laun og samtímis, miklu styttri vinnudagur - ekki gengið upp.

 

Sjá sjálft bréfið:

US Tire Maker Titan International CEO Maurice Taylor Derides French Workers As Lazy For Putting In ‘Three Hours A Day’

U.S. CEO to France: ‘How Stupid Do You Think We Are?’

---------------------------------------

Dear Mr. Montebourg:

I have just returned to the United States from Australia where I have been for the past few weeks on business; therefore, my apologies for answering your letter dated 31 January 2013.

I appreciate your thinking that your Ministry is protecting industrial activities and jobs in France.  I and Titan have a 40-year history of buying closed factories and companies, losing millions of dollars and turning them around to create a good business, paying good wages. Goodyear tried for over four years to save part of the Amiens jobs that are some of the highest paid, but the French unions and French government did nothing but talk.

I have visited the factory a couple of times. The French workforce gets paid high wages but works only three hours. They get one hour for breaks and lunch, talk for three, and work for three. I told this to the French union workers to their faces. They told me that’s the French way!

The Chinese are shipping tires into France - really all over Europe - and yet you do nothing. In five years, Michelin won’t be able to produce tire in France. France will lose its industrial business because government is more government.

Sir, your letter states you want Titan to start a discussion. How stupid do you think we are? Titan is the one with money and talent to produce tires. What does the crazy union have? It has the French government. The French farmer wants cheap tire. He does not care if the tires are from China or India and governments are subsidizing them. Your government doesn’t care either. “We’re French!”

The US government is not much better than the French. Titan had to pay millions to Washington lawyers to sue the Chinese tire companies because of their subsidizing. Titan won. The government collects the duties. We don’t get the duties, the government does.

Titan is going to buy a Chinese tire company or an Indian one, pay less than one Euro per hour and ship all the tires France needs. You can keep the so-called workers. Titan has no interest in the Amien North factory.

Best regards, 
Maurice M. Taylor, Jr.
Chairman and CEO

--------------------------------------- 

Þetta er hreint magnað bréf - þó það sé mjög ódyplómatískt.

Þá er þarna settur fram bitur sannleikurinn.

Ég er á því, að lífskjör á vesturlöndum muni óhjákvæmilega falla vegna samkeppninnar við lönd eins og Kína og Indland, sem og önnur Asíulönd.

Það verður að muna að heildarmannfjöldi í löndum við N-Atlantshaf, er innan við 1. milljarður.

Samanlagt eru Kína + Indland nærri 2 og hálfur milljarður. Ef við bætum við öðrum löndum SA-Asíu.

Er þetta 3 milljarðar manna.

Allur þessi fjöldi er í löndum sem eru að iðnvæðast í vaxandi mæli.

  • Það þíðir óskapleg aukning samkeppni frá öllum þessum aragrúa verkamanna í þessum löndum!

Það er engin leið til þess - að svo "monumental" breyting, hafi ekki mjög afdrifarík áhrif.

Kreppan sem nú er - tel ég vera, upphaf þess falls lífskjara á vesturlöndum.

Sem í reynd var skrifað þannig séð í skýin, um leið og þessi þróun fór af stað af krafti.

  • Verkamenn í Frakklandi fyrir rest, munu þurfa að vinna fullan vinnudag, eins og foreldrar þeirra gerðu, og það á örugglega ekki hærri launum - en þau er foreldrar þeirra fengu.
  • Kannski að það fari svo langt aftur, að við munum vera að tala um tekjur afa þeirra og ömmu.

Sósíalistar eru svo óheppnir að það er í þeirra tíð, sem þetta er loks að fara að gerast.

Ég á von á því að mikill samdráttur sé framundan í Frakklandi - tími uppgjörs eftir mörg ár af því að lifa um efni fram, sé kominn.

Sá tími verði ekki tími hamingju, og ég á von á því að Frakkland fyrir rest. Verði land í vanda.

Spurning einungis hvort það gerist á þessu eða næsta ári.

 

Niðurstaða

Ég er viss um það að Frakkland á framundan mjög erfið ár, þau hin næstu. Þau ár vegna þeirra menningar Frakka að fara í mjög fjölmennar mótmælaaðgerðir vegna lítilla tilefna. Munu örugglega ekki síst einkennast af gríðarlega fjölmennum mótmælum. Tja, má vera að þau verði í stíl við þau mótmæli sem voru '68 vorið fræga.

Hver veit. Það má vera að næsti forseti Frakklands. Verði Marine Le Pen.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. febrúar 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 869824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband