19.2.2013 | 23:47
Getur Berlusconi unnið næstkomandi sunnudag?
Svarið er einfalt - Já. En þar kemur margt til. Þetta snýst ekki bara um það að Berlusconi er mjög góður í því að reka kosningaherferðir. Heldur, kemur einnig til að hann er heppinn - ekki bara heppinn, heldur mjög svo. Það kemur þannig til sú heppni, að helsti andstæðingurinn. Sá sem lengi hefur litið út fyrir að vera nær öruggur með sigur. Hans flokkur er nú hamlaður af alvarlegu hneykslismáli.
Skv. síðustu skoðanakönnunum - hefur vinstrifylgin Bersani enn að meðaltali um 5% forskot.
En kannanir undanfarið benda til þess, að fylgi vinstrifylkingarinnar sé á niðurleið.
Á sama tíma, er hneykslið vatn á myllu mótmæla flokks náunga sem heitir Grillo, og það má vel vera að þeir vinstrimenn sem séu að yfirgefa vinstrifylkinguna. Séu að ganga til liðs við hann.
Útkoman getur því í reynd verið frekar á þá leið, að Bersani tapi kosningunni yfir til Berlusconi.
Hvaða hneyksli er þetta?
Þetta snýst um elsta banka í heimi, þ.e. Monte dei Paschi í borginni Síena, sem rambar nú á barmi gjaldþrots. Og borgarstjórn Síena, virðist djúpt innvikluð í hneykslið tengt falli bankans. Og þar fer flokkur Bersani með völd.
Þó Bersani beri enga ábyrgð beint, þá virðist þetta skaða ímynd vinstrifylkingarinnar, sem nokkurs konar tiltölulega "heiðarlegur" valkostur.
-----------------------------
Það er mjög mikil heppni fyrir Berlusconi, að þetta mál virðist vera að blossa upp af sífellt meiri krafti - einmitt þegar kosningabaráttan er á fullum gangi.
Þó má vel vera, að fjölmiðlar þeir sem eru í eigu Berlusconi sjálfs, séu að gera sitt besta - til að magna upp málið í augum kjósenda.
Þetta er samt hvalreki fyrir hann.
Óttinn við Berlusconi er farinn að valda skjálfta í Berlín!
Tja Merkel kvá algerlega fyrirlíta Berlusconi - þannig að með Berlusconi mun aftur vera frost á milli Berlínar og Rómar. Der Spiegel: Berlin Warns Italians against Berlusconi
German Finance Minister Wolfgang Schäuble...in an interview with the Italian newsmagazine l'Espresso late last week... "Silvio Berlusconi may be an effective campaign strategist," ... "But my advice to the Italians is not to make the same mistake again by re-electing him."
"German Foreign Minister Guido Westerwelle told the center-left Süddeutsche Zeitung - "We are of course not a party in the Italian campaign," "But whoever ends up forming the next government, we are emphatic that (Rome's) pro-European path and necessary reforms are continued."
Þó Westerwelle tali undir rós, þá er ljóst að vegna þess, að Berlusconi hefur með mjög áberandi hætti, beint kosningaherferð sinni gegn, niðurskurðarstefnu ríkisstjórnar Mario Monti á sl. ári; að hann er að segjast vonast eftir því að einhver annar en gamli bragðarefurinn nái kjöri.
Síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar má engar kannanir birta!
Ítalía er eitt af ríkjum Evrópu með þessa reglu. Þannig að síðustu kannanir sem heimilt var að opinbera, komu fram fyrir tveim vikum.
Það verður nú kosið um næstu helgi. Engin leið að vita hvort að áfram hefur fjarað undan vinstrifylkingunni hans Bersani. Eða hvort að honum hefur tekist að ná vopnum sínum, lokadagana.
Kosningin getur því farið þannig að Berlusconi vinni meirihluta í neðri deild ítalska þingsins, þ.e. nauman meirihluta.
Á hinn bóginn, þ.s. flestir fréttaskýrendur eru sammála um. Að nær útilokað sé að hann sigri í efri deildinni, sem eins og Öldungadeild Bandaríkjaþings eru fulltrúar einstakra héraða. Þannig að þá þarf að vinna í hverju héraði fyrir sig. Til að ná þar meirihluta.
Og vegna þess, að bæði Mario Monti sem fræðilega myndi hafa fylgi er dygði í því tilviki til að mynda meirihluta samsteypustjórn, og Bersani. Hafa algerlega hafnað samstarfi við Berlusconi.
Reyndar hefur Bersani sagt e-h á þá leið, að þá verði kosið aftur.
Þá getur Ítalía staðið frammi fyrir 2-földum kosningum með 3-mánaða millibili. Eins og Grikkland gekk í gegnum á sl. ári.
Og á meðan, ríki pólitískt kaos.
- Ótti manna er augljós - að slík útkoma myndi starta evrukrísunni aftur!
Niðurstaða
Sannarlega má einnig vera, að vinstrifylking Bersani sigri með nokkrum yfirburðum. En a.m.k. 1/3 ítalskra kjósenda er enn óákveðinn, eða var það fyrir tveim vikum. En eins og staðan var þegar lokakannanirnar komu fram. Virtist vera að fjara undan vinstrifylkingunni, vegna tjónsins sem hún hefur orðið fyrir af völdum hneykslismáls tengt elsta banka í heimi, í borg undir stjórn flokks Bersanis.
Flokkur Grillo, sem hefur risið upp sem allsherjar mótmælaflokkur gegn spillingu í bankakerfinu - innan pólitíska kerfisins, og einnig sem hróp hluta almennings gegn hnignandi lífskjörum. Yrði sannarlega sigurvegari kosninganna. En sá flokkur virtist í síðustu könnunum, vera á siglingu. Sennilega einna helst að græða á tilteknu hneykslismáli.
Ef flokkur Grillo tekur nægilega mikið fylgi af vinstrifylkingu Bersani - en flokkur Grillo virðist alls ekki höfða til líklegra kjósenda hægri fylkingar Berlusconi; þá getur vel farið þannig að Berlusconi vinni nauman sigur í neðri deild ítalska þingsins.
Sem líklega þíðir pólitískt kaos á Ítalíu. Þ.s. hinir flokkarnir hafa gefið út. Að þeir neita að vinna með Berlusconi. Margir óttast, að slík útkoma geti startað evrukrísunni á ný.
- Fylgjast með á sunnudaginn nk.
Kv.
19.2.2013 | 00:35
Reiknað með að Frakkland komi undir þrýsting!
Þetta kemur til af því að skv. fréttum þá mun Framkvæmdastjórn ESB birta nk. föstudag spá sína um framvindu efnahagsmála í einstökum aðildarríkjum, ásamt spá um stöðu reksturs einstakra ríkissjóða. Frakkland er þegar búið að viðurkenna, að yfirlíst markmið um lækkun halla. Munu ekki nást sbr.: Low growth forces Hollande retreat. En það kemur til vegna þess, að spá ríkisstjórnar Frakklands um framvindu efnahagsmála er augljóst ekki að standast - og er það sennilega nokkuð víð gjá milli.
- Það getur því verið nokkuð forvitnilegt að sjá, hvað Framkvæmdastjórn ESB telur framvindu efnahagsmála líklega vera, og að auki hve mikill hún telur halla franska ríkisins verða í ár.
- Útlit er fyrir að franska ríkið ætlist til þess, að samt verði ekki farið fram á við Frakka að frekar verði skorið niður - til að ná fyrirhuguðu viðmiði.
- En það er einnig atriði sem áhugavert verður að fylgjast með, hvort Framkvæmdastjórnin mun krefjast - frekari niðurskurðar. Eða hvort að frönsk stjv. ná að fá fram vægari meðferð.
Sem setur í skemmtilegt samhengi, að á þriðjudag 19/2 mun Hollande koma í opinbera heimsókn til Grikklands, þ.s. reiknað er með því - að Hollande muni leggja ríkt á við grísk stjv. að standa við undirrituð markmið m.a. um niðurskurð: Hollande wrestles with austerity demands.
"Jörg Asmussen, German member of the European Central Banks executive board, left no doubt about what he thought last week. (I) believe personally that it is particularly important that France reduces its deficit below 3 per cent this year, he said, adding that France and Germany have a particular responsibility to set an example to the rest of the eurozone."
Ljóst um viðhorf fulltrúa Þýskalands í stjórn Seðlabanka Evrópu.
En þetta er auðvitað punktur - að sama skuli gilda um alla.
Fyrst að löndin 2, þ.e. Frakkland og Þýskaland séu að krefja ríki í vanda um niðurskurð og launalækkanir, þá líti það ekki sérlega vel út - ef þau sjálf neita að beita sig því sama.
Þetta má kalla "sanngirnisrök" - á hinn bóginn, er óvíst að þetta sé hagfræðilega snjallt.
En niðurskurður Frakka, auðvitað bætist ofan á niðurskurðaraðgerðir í S-Evrópu. Og þá enn frekar minnkar eftirspurn innan Evrusvæðis.
Sem meðan að einkahagkerfið er klárt skv. hagtölum ekki í vexti, myndi að líkum auka á samdrátt enn frekar.
Aftur á hinn bóginn, ef Frakkar bersýnilega eru að láta aðrar reglur gilda um sig - þá getur það minnkað enn frekar vilja ríkisstjórna í S-Evrópu. Að fylgja kröfum Frakka og Þjóðverja.
Niðurstaða
Þó staða Frakkland sé áhugaverð, þar sem sterkar vísbendingar eru um samdrátt. Þá verður einnig áhugavert að sjá spá Framkvæmdastjórnarinnar um framvindu mála fyrir önnur aðildarríki. Ekki síst Þýskaland, sem var með enn meiri samdrátt á síðustu 3. mánuðum 2012 þ.e. -0,6% en Frakkland eða -0,3%.
En spennan verður ekki einungis um það, hvort Frakkland hangir ofan við 0% þetta ár, heldur ekki síður hvort það mun eiga við sjálft Þýskaland.
Ég þykist nokkuð viss um að Frakkland verður með samdrátt. Kannski ekki meiri en á bilinu 0,5-1%. Jafnvel, á bilinu 0,2-0,6%. En ekki er síður áhugavert - hvort að Þýskaland verður einnig togað niður af kreppunni á evrusvæði.
Þá vegna samdráttar í útflutningi til S-Evr. landa. Sem hafa verið mikilvægir markaðir fyrir bæði löndin þ.e. Frakkland og Þýskaland.
Kv.
Bloggfærslur 19. febrúar 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 869824
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar