7.12.2013 | 20:11
Allt betra með öðrum gjaldmiðli!
Ég rakst á athugasemd eftir gamlan Framsóknarmann, hann Guðmund Inga, einn af þeim sem voru áberandi í flokknum á þeim árum sem Halldór Ásgrímsson stjórnaði honum. En það er mjög merkilegt hve margir virðast ekki skilja hvað það þíðir að "gjaldeyrir er takmarkaður" og að auki gjarnan á sama tíma virðast þeir hafa mjög takmarkaðan skilning á orsökum "verðbólgu."
En orsök verðbólgu er ekki ein, þ.e. eins og ætla mætti af mörgum "krónan sjálf."
En andstæðingar krónu virðast eingöngu horfa til gengissveifla, en gengissveiflur eru einungis - - > ein af a.m.k. 3-grunnorsökum verðólgu.
Nr. 2 mætti vera, víxlverkan launa og verðlags, þ.e. "launahækkun" eftir allt saman eykur launakostnað, þegar við erum að tala um verslanir og þjónustufyrirtæki, þá fá þau fyrirtæki þær tekjur sem þau hafa m.a. til að greiða laun, af þeim tekjum sem þau fá fyrir sölu á varningi eða þjónustu. Þannig, að það ætti ekki koma nokkrum á óvart, að hækkun launakostnaðar leiði til hækkana á verðlagi fyrir varning eða veitta þjónustu. Víxlverkan launa og verðlags virkar alveg eins burtséð frá gjaldmiðli.
No. 3 væri þegar hagkerfið er nærri toppi hagsveiflu, hagvöxtur er öflugur, atvinnuleysi er orðið mjög lítið - aukning eftirspurnar er kröftug - - og atvinnulífið fer að bjóða í þá starfskrafta sem eru á lausu, verslanir og þjónustufyrirtæki neyðast til að bjóða samkeppnishæf laun og verðlag hækkar því vegna þessarar þenslu. Þessi áhrif verða einnig áfram til staðar þó skipt væri um gjaldmiðil.
-------------------------Athugasemd Guðmundar Inga!
Einu varanlegu kjarabæturnar eru aÄ‘ gera fólki kleift aÄ‘ losna viÄ‘ þessa gagnslausu ruslkrónu sem er neytt uppá okkur. Ef fólk fengi borgaÄ‘ út í alvöru mynt myndi verÄ‘bólgan vinna meÄ‘ launafólki, og gegn atvinnurekendum og fjármagnseigendum.
ÞaÄ‘ eru ákvæÄ‘i í t.d. samningi rafiÄ‘naÄ‘armanna sem leyfa þetta.
Enda eru allar fjármálastofnanir og útgerÄ‘arfélög meÄ‘ sitt í erlendri mynt.
ÞaÄ‘ eina sem hindrar þetta er aÄ‘ stjórnvöld leyfa ekki undanþágu á gjaldeyrishöftum til aÄ‘ launagreiÄ‘endur kaupi gjaldeyrir fyrir launum.
Því miÄ‘ur er þaÄ‘ borin von aÄ‘ þaÄ‘ breytist þar sem núverandi stjórnvöld berja höfÄ‘inu viÄ‘ steininn og berjast viÄ‘ aÄ‘ halda krónuræflinum gangandi, þótt þaÄ‘ kosti alla íslendinga aleiguna, nema auÄ‘vitaÄ‘ þá íslendinga sem eru í forréttindahópnum og hafa aÄ‘gang aÄ‘ erlendri mynt.
---------------------------
Ef við ímyndum okkur að farið væri að tillögu hans, og fyrirtækjum væri heimilað að "kaupa" krónur og greiða út laun í gjaldeyri!
- Nú þurfa allir að muna þá grunnstaðreynd - að gjaldeyristekjur eru takmarkaðar.
- Það er ekki meiri gjaldeyrir en samsvarar þeim tekjum í boði!
- Nema auðvitað að landið mundi slá lán fyrir gjaldeyriskaupum!
- En það væri ekki framtíð í því að skuldsetja landið fyrir neyslu - - menn þurfa ekkert annað en að skoða skuldavandræði ríkja í S-Evrópu innan evrusvæðis, til að sjá þann vanda sem getur skapast ef hagkerfi skuldsetur sig til erlendra banka fyrir innflutningi neysluvarnings.
Ef farið væri eftir tillögu Guðmundar Inga fyrrum Framsóknarmanns, nema hann enn telji sig vera það.
- Í dag erum við að nota gjaldeyri til að borga af erlendum gjaldeyrisskuldum. Stór hluti gjaldeyristekna fer beint í vaxtagjöld af þeim skuldum. Það þíðir að minna er eftir, til að fjármagna neyslu - - því þurftu laun að lækka!
- Allur innflutningur krefst gjaldeyris, bið fólk aftur að muna það að gjaldeyristekjur eru takmarkaðar. Vegna aukningar gjaldeyrisskulda í kjölfar hrunsins, varð að minnka innflutning. En þetta virkar eins og ef við ímyndum okkur að Ísland sem heild væri einn einstaklingur. Skuldirnar aukast skyndilega, en tekjur ef e-h er minnka, það þíðir að neysla þarf að minnka verulega svo Ísland verði ekki greiðsluþrota - þ.e. sami vandi og einstaklingur stendur frammi fyrr ef tekjur minnka og skuldir aukast. Launin voru lækkuð með "gengisfellingu" og þannig dregið úr þeim gjaldeyri sem fór í innflutning.
- Skv. hugmynd Guðmundar Inga, er svo kominn 3-flokkur gjaldeyrisnotkunar. Þ.e. kaup fyrirtækja á gjaldeyri til þess að fjármagna launagreiðslur. Eins og gefur að skilja, þ.s. gjaldeyristekjur eru áfram þær sömu, þá leiðir þessi nýja gjaldeyrisnotkun til þess - - "AÐ LAUN ÞURFA AÐ LÆKKA." Hvernig stendur á því, muna eina ferðina enn að gjaldeyrir er takmarkaður, en málið er að við getum einungis dregið úr innflutningi - ekki heimtað að þeir sem eiga okkar skuldir, lækki þær vegna þess að það sé óþægilegt fyrir okkur hvað þær eru háar. Þannig að kaldhæðnin er sú, að hugmynd Guðmundar Inga, mundi leiða til "lífskjaralækkunar."
Niðurstaða
Ég velti fyrir mér af hverju svo margir Íslendingar eiga svo erfitt með að skilja einfalda hluti. Það er, gjaldeyrir sá sem til er - - virkilega er takmarkaður. Skuldir landsmanna hækkuðu verulega í hruninu, það leiðir til beinnar kjaraskerðingar Íslendinga því að eina leiðin til að fjármagna stórfellda aukningu vaxtagjalda í erlendum gjaldeyri, var að minnka innflutning. Þar með lækka verulega laun - - það breytir í reynd engu hvort þ.e. gert með gengisfellingu eða beinni launalækkun.
Þó hér væri annar gjaldmiðill, er Ísl. áfram haldið sama vandanum, að hér eru tekjur af utanríkisviðskiptum takmarkaðar. Þær tekjur, mundu áfram borga fyrir allan innflutning. Og það mundi áfram virka svo, að Ísland getur ekki fjármagnað "viðskiptahalla til lengdar" þ.e. viðskiptahalli mundi áfram eins og áður - - þvinga fram þörf á lækkun launa.
Það er mikill misskilningur að óstöðugleiki lífskjara á Íslandi stafi af því að hér sé rangur gjaldmiðill.
Ísland verður ekki fært um það allt í einu fyrir einhvern galdur, að lifa endalaust um efni fram - - bara fyrir það eitt að við förum að nota gjaldmiðl annarrar þjóðar.
Það að við notum t.d. gjaldmiðil Kanada, þíðir ekki að Kanada sé til í að lána okkur endalaust Kanadadollara út á krít - eða gefa okkur þá, eða borga okkar umfram neyslu fyrir okkur. Þannig virkar ekki heimurinn.
Það er enginn sem er þannig greiðasamur, það mun því áfram virka þannig að þróun yfir í viðskiptahalla valdi kollsteypum!
- Til þess að hér geti verið stöðugleiki í lífskjörum eða aukning þeirra, þarf:
- Stöðugleika í tekjum, eða aukningu þeirra.
- Og stöðugleika í skuldum, eða lækkun þeirra.
Ef við viljum forðast kollsteypur, þurfum við að gæta að viðskiptajöfnuðinum - - en halli veldur alltaf án nokkurrar undantekningar sl. 60 ár eða svo, kollsteypu fyrir rest ef sá er ekki stöðvaður áður en í óefni er komið.
Þetta gildir algerlega óháð því hvort hér er áfram notuð króna eða tekinn upp gjaldmiðill annarrar þjóðar!
Kv.
Bloggfærslur 7. desember 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar