4.12.2013 | 23:38
Samningar við Íran geta leitt til verulegs verðfalls á olíu!
Það var OPEC fundur um daginn, þ.s. samþykktir voru óbreyttir framleiðslukvótar, sem m.a. þíðir að OPEC meðlimurinn Íran skv. því skal halda sinni framleiðslu óbreyttri. Þarna gætir örugglega áhrifa Saudi Arabíu, sem hefur engan áhuga á að gera Írönum nokkurn greiða.
Iran threatens to trigger oil price war
"Bijan Zangeneh, Irans oil minister" - Under any circumstances we will reach 4m b/d even if the price of oil falls to $20 per barrel. - We will not give up our rights on this issue,
"Tehran hopes to raise crude production quickly from levels of 2.7m barrels a day...to increase production by 1m b/d next year to 4m b/d."
Með öðrum orðum, Íran vonast til að komast í að framleiða svipað magn og áður fyrr - áður en viðskiptabann var sett á landið af Bandaríkjunum.
Íran vonast til þess að samkomulag við Vesturveldin, leiði til þess að viðskiptabannið verði annaðhvort mildað að stórum hluta, eða aflagt alfarið - - sem auðvitað á eftir að koma í ljós.
Mig grunar reyndar að Vesturveldin, muni einungis gefa það upp í smáskrefum, þó með einhverju tilliti til þess hve stóra eftirgjöf Íran hefur veitt.
Punkturinn með olíuverðið minnir mig á áhugaverð tengsl!
En það væri stórfellt hjálp fyrir hagkerfi heimsins, ef innkoma Írana að nýju að fullu inn á markaðinn fyrir olíu, leiðir fram umtalsvert verðfall. Það gæti glætt töluvert hagvöxt bæði í Bandaríkjunum og Evrópu.
Þetta er kannski viðbótar ástæða, af hverju Vesturveldunum er í hag - að semja við Íran. En í því kreppuástandi er ríkir, mun allt sem minnkar atvinnuleysi - bætir stöðu landanna. Vera mjög velkomið.
Helmingun á olíuverði t.d., þó svo það mundi kannski ekki standa mjög lengi. Gæti samt flýtt verulega fyrir endurreisn hagkerfa Vesturlanda upp úr núverandi kreppuástandi.
- Íranir eru þannig séð, mjög séðir - - að hafa vakið athygli á því að raunhæfur möguleiki sé á því, að innkoma þeirra geti verulega lækkað verðlag á olíu.
- Það getur vart annað en styrkt þeirra samningsstöðu, á þeim fundum sem eru framundan milli samningamanna Vesturvelda og Írans.
Margir gleyma því að Íran er ein af hinum fornu siðmenningum sbr. Persía, sem landið var nefnt til forna. Þekking Írana á samningatækni stendur á gömlum merg.
Siðmenning Írana er síst yngri en t.d. siðmenning Kínverja, svo dæmi sé nefnt.
Það væri óvarlegt að vanmeta þá við samningaborðið.
Niðurstaða
Svo það er ekki einungis undir, að forða hugsanlegri stríðsþátttöku Vesturvelda í enn einu múslimastríðinu - - stríð sem gæti ef af stað fer, valdið umtalsverðri verðsprengingu á olíumörkuðum. Útkoma er mundi líklega ýta hagkerfum Vesturvelda í djúpt kreppuástand.
Að binda hugsanlega endi á stríðið í Sýrlandi, með aðstoð Írana - - sem sannarlega hafa ítök sem geta skipt máli, ef Íranir kjósa að beita þeim með þeim hætti. En ég sé ekki að mögulegt sé yfirleitt að leysa borgarastríðið í Sýrlandi með samningum, án aðstoðar Írana. En því má ekki gleyma að þessi átök eru farin að breiðast til nágranna landa - - það er því ákaflega mikilvægt að stöðva þessi átök.
Heldur hangir nú frammi tilboð Írana, um að stórfellt lækka olíuverð á heimsmörkuðum, og þannig "lyfta" upp hagkerfum Vesturvelda.
Má segja að með þessu séu Íranir að sýna fram á, að einnig þeir geta hengt upp öfluga gulrót og veifað.
Kv.
4.12.2013 | 00:15
Er ESB að afskrifa Ísland sem framtíðar aðildarland?
Það vekur nokkra athygli ákvörðun skrifstofu Stækkunarstjóra ESB, að stoppa öll verkefni sem hafa verið í gangi, fyrir tilstuðlan svokallaðra IP styrkja ESB. Rétt að árétta þó, að þeim styrkjum er ætlað að aðstoða þjóðir við aðlögun að sambandinu, fela í sér að ESB tekur þátt í þeim kostnaði sem til fellur vegna þess aðlögunarferlis sem í aðildarferlinu sjálfu felst.
En aðildarsamningur telst kláraður, þegar gengið hefur formlega verið frá því með mjög ítarlegum samningi, þ.s. bindandi skuldbindingar liggja fyrir um það akkúrat hvenær Ísland skal hafa uppfyllt allt "acquis communautaire" sambandsins - - en annað af tvennu þarf allt að taka gildi frá fyrsta degi eða það vera frágengið með hvaða hætti Ísland mun síðar meir uppfylla þau atriði er upp á vantar.
En samningar fela gjarnan í sér frestandi aðlögun gagnvart einstöku atriðum; þegar aðildarþjóðirnar hafa samþykkt fyrir sitt leiti, Evrópuþingið og Framkvæmdastjórnin einnig - getur samningur farið í þjóðaratkvæðagreiðslu hér, og síðan eftir það í staðfestingarferli þjóðþinga aðildarríkja.
Tilkynning Utanríkisráðuneytisins: Evrópusambandið stöðvar IPA-verkefni á Íslandi
Kemur þessi ákvörðun á óvart?
Líklega hefur hún legið í farvatninu í töluverðan tíma, sbr. þ.s. fram kemur að farið hafi verið nákvæmilega með fulltrúum Framkvæmdastjórnarinnar yfir stöðu verkefnanna.
Það er samt sem áður áhugavert að þessi ákvörðun er tekin!
Ég hef tekið eftir þeirri umræðu á netinu, að Ísland á að hafa svo herfilega móðgað Framkvæmdastjórnina eða þá aðildarríki ESB, með því að stöðva aðildarferlið - - að þetta séu sjálfsögð viðbrögð þjóðanna.
Það finnst mér undarleg afstaða - - en það væri barnalegt frekar, að þær eða Framkvæmdastjórnin væri í einhverjum skilningi, að ná sér niðri á okkur þ.e. "hefna sín."
Svo segja sumir, að það sé frekja af okkur að ætlast til þess að þjóðirnar fjármagni þessi verkefni áfram - - þegar við ætlum ekki inn!
En er það rétt?
Liggur það algerlega pottþétt fyrir, að Ísland ætli ekki inn?
- Staða aðildarviðræðnanna er sú, að þeim hefur - - > ekki verið hætt.
- Þær hafa verið frystar um ótiltekinn tíma.
Að frysta viðræður er ekki sama og að hætta þeim, en að hætta - - þíddi að það þyrfti að leggja inn nýja umsókn, og landið þyrfti að endurtaka líklega undirbúningsferlið sem áður fór fram af hálfu stofnana ESB. Stofnanirnar þyrftu með öðrum orðum, að taka nýja ákvörðun um það - hvort Ísl. er tilbúið undir aðild; auðvitað þ.s. þetta hefur svo nýlega áður verið gert, væri sú skýrsla líklega fljótar unnin en sú fyrri. Undirbúningsferlið mundi líklega taka mun skemmri tíma.
En þ.s. meira máli skiptir, að það mundi þurfa að endurtaka viðræður frá "0" punkti - a.m.k. formlega, þó það geti verið að samningamenn mæti með gögnin frá fyrri viðræðum og geti notað þau, til að flýta fyrir vinnunni þannig að hún einnig mundi taka styttri tíma.
-------------------------------
Ok, þó svo það sé hugsanlegt að endurtekningin - - mundi vera fljótleg miðað við fyrra ferlið, þá er það samt raunverulegu punktur!
Að meðan aðildarferlinu hefur ekki formlega verið slitið - - er enn a.m.k. tæknilega mögulegt að hefja viðræður að nýju, á sama stað og var sett stopp.
Það er auðvitað fljótlegra, en að þurfa að fara yfir allt málið að nýju.
Er Framkvæmdastjórnin að afskrifa íslenska aðildarsinna?
Ég velti upp þeim möguleika, en ef þ.e. stöðumat stækkunarstjóra ESB núna, að litlar líkur séu á því að eftir kosningar á Íslandi 2017 verði myndaður aðildarsinnaður þingmeirihluti.
Þá geti það hugsanlega skýrt að einhverju leiti ofangreinda ákvörðun.
En hafandi í huga hve litlar fjárhæðir um er að ræða, sem fara í þau verkefni - sem voru í gangi, miðað við umfang rekstrar t.d. Framkvæmdastjórnarinnar sjálfrar.
Þá má koma með þá líkingu, að vera farinn að telja baunirnar í sekkjunum, en ekki bara sekkina.
- Punkturinn er sá, að ef stækkunarstjóri mundi meta að meiri líkur en minni væru á aðild Íslands, væri rökréttara að lofa þessum verkefnum að klárast.
- En ef þ.e. hans stöðumat, að minni líkur en meiri séu á því að Ísland gangi í ESB, getur í því falist skilaboð til Íslands, að binda nú enda á þessi verkefni.
Það getur bent til þess, að stækkunarstjórinn sé að nálgast þá ákvörðun!
Að leggja það til að aðildarferlinu verði sagt upp af hálfu ESB!
Niðurstaða
Væri það slæmt fyrir Ísland ef ESB sjálft hefur frumkvæði af því að segja upp aðildarferlinu? Það fer auðvitað eftir því hver svarar - - aðildarsinni eða sjálfstæðissinni.
Eitt er þó í því, að ólíklegt er að sjálfstæðissinnar í reynd muni harma þá útkomu. En þá mundi ESB taka þann kaleik af sjálfstæðissinnum að segja ferlinu upp.
Það var tekinn sá valkostur, að frysta ferlið í stað þess að slá það formlega af.
Ekki síst vegna þess, að ef sú ákvörðun hefði verið tekin að slá ferlið af, hefði sú ákvörðun skapað mjög erfiða pólitíska umræðu í samfélaginu á Íslandi. Ef mönnum hefur fundist hún eitruð fram að þessu, þá gildir "you ain't seen nothing yet."
En annað gildir ef það verða aðildarþjóðirnar sjálfar er taka þá ákvörðun.
Það gæti raunverulega drepið aðildarmálið í mjög langan tíma hér á Íslandi!
Kv.
Bloggfærslur 4. desember 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar