Vaxtakrafa fyrir 10 ára bandarísk ríkisbréf fer upp fyrir 3%

Sjálfsagt eru ekki allir með á nótum með það - hvað þetta merkir. En vaxtakrafan hefur sl. 2 ár verið umtalsvert lægri en þetta á bandar. ríkisbréfum. Botni náði hún um sumarið 2011 þegar virtist virkilega hrikta undir stoðum samstarfs um evru.

Með öðrum orðum - - þegar menn óttast að allt sé að fara til fjandans, kaupa menn bandar. ríkisbréf!

Þannig að hækkun á markaði á föstudag í 3,04% sýnir - nýja tiltrú fjárfesta á framtíðinni!

Mikil bjartsýni virðist ríkja fyrir næsta ár, þ.s. fastlega er reiknað með hagvexti upp á rúm 3%.

Sem flúttar nokkuð vel við vaxtakröfu upp á 3% - ekki satt?

Að auki hefur "US Federal Reserve" lofað að halda vöxtum á bilinu 0-0,25% lengur en hingað til, sjá: Federal Reverve FOMC statement 19. December 2013

"The Committee now anticipates, based on its assessment of these factors, that it likely will be appropriate to maintain the current target range for the federal funds rate well past the time that the unemployment rate declines below 6-1/2 percent, especially if projected inflation continues to run below the Committee's 2 percent longer-run goal."

Það er sem sagt reiknað með því að US FED muni smá draga úr prentun á næsta ári, þar til henni er lokið nærri lokum nk. árs.

En síðan að últra lágir vextir verði áfram - líklega 2 ár til viðbótar.

Þessar væntingar hafa örugglega einnig áhrif á vaxtakröfu fyrir bandar. ríkisbréf!

 

Ætli að Bandaríkjaþingi takist að kippa teppinu undan þessu?

En ennþá stefnir í nýtt drama vegna svokallaðs skuldaþaks. Margir telja að skuldaþaksdeilur sl. árs, hafi skapað nægilegt efnahagstjón til þess, að halda hagvexti sl. árs vel innan við 3%.

En óvissan hafi dregið þrótt úr neyslu - þrótt úr fjárfestingum - þrótt úr áhættusækni almennt.

Það er þegar bandar. þingið kemur saman eftir jóla- og nýársfrí í janúar 2014. Sem að má reikna með því að þær deilur fari í gang. 

Deilur á bandar.þingi hafa reyndar upp á síðkastið verið minna í heimsfjölmiðlum - en árin 2 þar á undan. En ég hef ekki heyrt neitt sem bendir til þess, að allt hafi fallið í ljúfa löð milli fylkinga.

En rétt er að rifja upp að í upphafi þessa árs var einnig töluverð bjartsýni um horfur ársins!

Hver veit - - kannski að Repúblikanar og Demókratar muni nú loks ná sátt í upphafi nk. árs, svo að annað ár þurfi ekki að fara í súginn eins og það sem nú er að líða hjá.

Og kannski mun kreppan sem virðist voma yfir í Kína, þá og þegar, ekki koma á nk. ári.

Þannig að 2014 verði ár bjartsýni - og gróanda í efnahagslífi heimsins.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að skoða vaxtakröfu ríkja sem talin eru traust. Það er áhugavert að krafan á 10 ára ríkisbréf Japans er bara 0,72%. Fyrir 10 ára Svissnesk bréf 1,09%. 1,95% fyrir 10 ára þýsk ríkisbréf. 2,01 fyrir 10 ára dönsk. 3,08 fyrir 10 ára bresk.

Þetta er langt í frá tæmandi listi. Í tilviki landa sem þykja traust - þ.s. væntingar um líkur á greiðsluþroti eru afskaplega litlar. Þá hafa þær væntingar líklega sára lítil áhrif á vaxtakröfuna.

Heldur líklegar markist hún af væntingum um framtíðar verðbólgu. Það getur því verið að markaðurinn sé að spá meðalverðbólgu í kringum 3% bæði í Bandar. og Bretlandi. En miklu lægri í Japan. Og í kringum 2% í N-Evrópu.

 

Kv.


Siemens ætlar að hefja framleiðslu á íhlutum fyrir gas túrbínur með prentun!

Svokallað "Additive manufacturing" hefur verið í hraðri þróun undanfarið. Þ.e. að framleiða hluti í vélar og tæki - - með prent tækni. Það er einmitt magnað - finnst mér - að Siemens virðist hafa tekist. Að leysa þau vandamál sem tengjast því. Að framleiða íhluti fyrir gas túrbínur. Sem eins og gefur að skilja. Starfa undir miklu álagi og við mikið hitastig.

Sjá áhugavert kynningarmyndskeið frá Siemens!

3D printing becomes a solid reality

3D printing reshapes the factory floor

Sérfræðingar Siemns telja að framleiðsla íhluta með prentun geti verið sérstaklega gagnleg nálgun. En þá er hugmyndin, að framleiða - - varahluti með þessari tækni. 

Sem geti falið í sér umtalsverðan sparnað fyrir mörg fyrirtæki, með því að draga úr þörf fyrir að sitja með mikið magn varahluta á lager - - sem kannski verða notaðir eða ekki.

Þess í stað, þegar pöntun fyrir varahlut berist, sé hluturinn framleiddur. 

  • "Siemens will next month start printing spare parts for gas turbines,...The German electronics and engineering group will use 3D printing to speed up repairs and cut costs."
  • "In certain cases, the time taken to repair damage in turbine burners will be cut from 44 weeks to just four."
Ég var einmitt að velta fyrir mér hvernig væri mögulegt að prenta hluti úr málmum.
  • "The laser beam hits the bed of metal powder, releasing high energy in the form of heat and melting the metal, layer by layer. The metal then cools relatively quickly into a solid shape"
Nicolas Vortmeyer hjá Simens bendir á það að 3D-prentarar séu hægir. Það taki langan tíma að smíða hvern part. Það sé engin stærðarhagkvæmni til staðar í ferlinu. Líklega verði áfram hagkvæmara að fjölda framleiða með hefðbundnum aðferðum, hluti sem þörf sé fyrir í miklu magni.
  • "One of the challenges is the time it takes to print a part. “It’s quite a lengthy process. We have slow build-up rates and there is almost no economy of scale,” said Nicolas Vortmeyer, chief technology officer at Siemens’ power generation division. "
  • "“You can make one part in, say, 10 hours. If you have an individual part it’s economical but if you have 10,000 parts to make, milling or casting is probably better."

Enn fremur kemur fram hjá Financial Times, að General Electric stefni að því að framleiða aflúrtök fyrir nýja gerð þotuhreyfla frá 2016. Sparnaðurinn á að vera mikill.

  • "A 3D printed fuel nozzle has five times the lifespan of the traditionally manufactured product and weighs 75 per cent lighter, according to Greg Morris of GE Aviation’s additive development centre."
  • "Rival UK aerospace company Rolls-Royce last month said it planned to use 3D printing to produce components for its jet engines"

Ef þetta er rétt að prentað aflúrtak fyrir þotuhreyfla geti verið þetta miklu meir skilvirk, þá skil ég vel af hverju GE ætlar að standa í þessu.

  • Þetta er kannski einnig vísbending um það fyrir hvað 3D-prentun verði einna helst notuð.

Það er til framleiðslu á frekar dýrum hlutum sem þarf ekki að framleiða í miklu magni, vegna þess að þrátt fyrir allt virðist tæknin ekki enn komin á það stig, að vera ódýr - heldur sé hún enn dýrari en fjöldaframleiðsla. Ef um er að ræða framleiðslu á miklu fjölda.

En fyrir fyrirtæki sem ætla sér að framleiða lítið magn af sérhönnuðum eða dýrum hlutum - - þá getur 3D-prentun verið alger bylting.

3D-prentarar verði þó líklega til staðar á verksmiðju gólfinu. En til þess að þeir taki yfir heiminn, skipti út eldri framleiðsluaðferðum. Þurfi að takast að láta 3D-prentara vinna verulega hraðar.

Kannski tekst það eftir nokkur ár. En þessi tækni er enn ung!

 

Niðurstaða

Ég hef í gegnum árin lesið mikið af vísindaskáldsögum. Ein af framtíðarhugmyndum sem ég hef oft séð. Er hugmyndin um tæki - - sem getur framleitt nánast allt á milli himins og jarðar. Og fólk í framtíðinni lætur framleiða fyror síg þ.s. það langar í þá stundina.

3D-prentun á enn mörg ár í það að geta framleitt allt milli himins og jarðar í sama tækinu. Það kannski aldrei verður. En hver veit, kannski verður í framtíðinni á hverju heimili 3D-prentari sem framleiðir eftir þörfum gagnlega hluti til heimilisnota. T.d. föt.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. desember 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband