11.11.2013 | 00:36
Klofningur innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu vekur athygli!
Það er ekki síst fulltrúar hvaða ríkja greiddu atkvæði gegn tillögu Mario Draghi innan Bankaráðs Seðlabanka Evrópu, um 0,25% stýrivaxtalækkun.
Punkturinn er, að þetta eru einmitt fulltrúar þeirra tilteknu ríkja, sem tæknilega eiga auðveldast með það að yfirgefa evruna, stofna sinn eigin gjaldmiðil.
En Mario Draghi varð að gera eitthvað, til að sporna við þróuninni í átt að verðhjöðnun, vegna þess hve hættuleg sú þróun er fyrir - - framtíð evrunnar.
En þ.e. einmitt málið, Mario Draghi er að berjast fyrir áframhaldi evrunnar.
Það eru tiltekin ríki sem nauðsynlega verða að vera meðlimir áfram, og Ítalía er sannarlega eitt þeirra.
Ítalía er sennilega í augnablikinu það land, sem mest á í hættu að hrökklast út, hafandi í huga að evran líklega getur ekki lifað brotthvarf Ítalíu af. Þá er það virkilegt alvörumál að tryggja stöðu lykillandsins Ítalíu. En Ítalía getur hæglega farið ekki síst vegna þess að Ítalía á öflugt útflutningshagkerfi, er mundi geta náð sér hratt í kjölfar gengisfellingar.
Sannarlega er Þýskaland einnig lykilland - en Þýskaland er ekki við það að hrekjast út, það getur auðvitað sjálfviljugt tekið aðra ákvörðun. En þ.e. ekki að hrekjast út.
ECB split stokes German backlash fears
- "Last week, two German members of the ECBs 23-member governing council led a six-man revolt against Thursdays move to cut the banks benchmark lending rate by 25 basis points."
- "Among those who voted with the two Germans on Thursday were the heads of the Dutch and Austrian central banks."
Tæknilega geta; Þýskaland, Austurríki, Finnland, Holland + hugsanlega einhver flr. ríki mjög nátengd inn í hagkerfi Þýskalands eins og Slóvakía, myndað sinn eigin gjaldmiðil.
Sá mundi verða sterkur - og líklega hækka verulega í virði sbr. v. evruna.
Málið er að þessi tilteknu lönd geta farið án þess að verða gjaldþrota, brotthvart þeirra er því ekki ógn við stöðugleika fjármálakerfis Evr. og þar með ekki við tilvist evrunnar, öfugt við brotthvarf Ítalíu. Þess vegna verður Ítalía að vera innan evrunnar ef evran á að vera til áfram, meðan að ríku löndin geta farið án þess að evran líði undir lok. Ef út í þ.e. farið er Ítalía sennilega hið eiginlega lykilland evrunnar.
- Það áhugaverða er, að ef þessi ríku tiltölulega vel stæðu lönd fara - þá líklega forðar það greiðsluþroti allra ríkjanna í S-Evr. þ.s. við gengisfall evrunnar er af yrði, mundu skuldir þeirra landa er eftir verða þar innan "raunlækka."
- Gengisfallið mundi líklega að auki duga til að endurreisa samkeppnishæfni þeirra landa.
Það verður áhugavert að fylgjast áfram með framvindu mála, en ég er fullviss um að þessi ákvörðun þ.e. stýrivaxtalækkun í 0,25% úr 0,5% dugar ekki til að stöðva þróunina yfir í verðhjöðnunarástand í S-Evrópu.
Mun róttækari aðgerðir þurfi til, en Mario Draghi gaf í skyn að hann ætti meira í pokahorninu sbr.:
Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 7 November 2013
"we continue to monitor closely money market conditions and their potential impact on our monetary policy stance. We are ready to consider all available instruments...."
Draghi getur ekki sagt það skírar, að hann fyrirfram útiloki enga þá aðgerð - sem "ECB" er fær um að grípa til.
Rétt er að muna loforð hans frá 2012 um að gera allt þ.s. til þarf til að tryggja framtíð evrunnar.
Ef evran á sér einhvern "champion" er það Mario Draghi.
Hann ætlar sér að halda þeirri baráttu áfram, en þ.e. líklegt að þær aðferðir sem hann mun þurfa að beita muni mæta síharðnandi andstöðu.
Og hann verður að halda Ítalíu á floti! Hann örugglega skilur það.
Ákvörðunin um lækkun vaxta, var mjög harkalega gagnrýnd innan Þýskalands meðal hægri sinnaðra hagfræðinga og hægri sinna í Þýskalandi almennt.
- Það er dýpkandi gjá milli Draghi, og þess sem þarf líklega til.
- Og þeirra sem vilja halda sig við hina gömlu stefnu Seðlabanka Þýskalands.
Og eins og ég sagði, verður þessi vaxtaákvörðun líklega hvergi næg eins og sér, þannig að Draghi mun þurfa að seilast dýpra í tólakistuna sína.
Spurningin er hvað gerist - þegar hann fer að prenta peninga?
Bendi einnig á áhugaverða grein í Telegraph:
Reports of the survival of the eurozone may have been greatly exaggerated
Ég er alveg sammála Roger Bootle að klofningurinn sem upp er kominn, muni líklega halda áfram að ágerast.
Það kaldhæðnislega er - að það besta sem hugsanlega getur komið fyrir evruna, er að best stæðu löndin í N-Evrópu fari út.
Að Evran verði að því sem mætti kallað "Líru hina meiri" eða "The Greater Lira."
Niðurstaða
Mér virðist líklegt að næsta ár geti verið örlagarýkt. En þróunin yfir í verðhjöðnun virðist líkleg að halda áfram. Munum að hluti af þessu eru vandræðin á Bandaríkjaþingi deilan um ríkishallann og beiting Repúblikana á skuldaþakinu svokallaða sem svipu. Þessi deila mun taka sig upp snemma á nýárinu. Ekkert er í kortunum annað en að hún haldi síðan áfram með hléum eins og á sl. ári. Og að sú deila þar með haldi áfram að skaða bandar. efnahag. Punkturinn er að þetta víxlverkar við vandræðin í Evrópu, minni neysla og hagvöxtur í Bandar. - - þíðir lakari útflutnings tækifæri fyrir Evrópu. Þetta með öðrum orðum á sinn þátt í því að skaða möguleika ríkjanna í vanda, að hefja sig upp.
Þetta þíðir líklega að "US Federal Reserve" heldur líklega prentun áfram á fullum dampi út næsta ár, þrátt fyrir vangaveltur um svokallað "taper."
Sem þíðir, að peningastefna Bandar. verði áfram "lausari" en peningastefna Seðlabanka Evrópu, svo að evran líklega heldur áfram að hækka á kostnað dollarsins.
Nema að Draghi geri e-h virkilega róttækt, eins og að hefja sjálfur - massíva prentun.
En getur hann það, án þess að valda mjög miklum klofningi meðal aðildarríkja evru um peningastefnuna?
Þetta er eins af þessum mikilvægu spurningum sem ekkert augljóst fyrirfram svar er við.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 11. nóvember 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 869805
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar