Lækkum frekar virðisaukaskatt en að hækka laun!

Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka Verslunar og Þjónustu SVÞ stakk upp á sambærilegri hugmynd fyrr á árinu. En nú dregur nær kjarasamningum. Eins og allir vita - þá hækka launahækkanir ávalt verðbólgu. Þetta er gersamlega óhjákvæmilegt.

En fyrir þá sem segja að þetta sanni hve við búum við lélegan gjaldmiðil, bendi ég á móti á - að verðbólguaukning mundi einnig verða þó við værum t.d. með Kanada dollar.

En verðbólga er ekkert annað en verðhækkanir - verslanir sem greiða sínu fólki laun af sölutekjum, eru gjarnar á að hækka álagningu, til að mæta hækkun launakostnað.

Ríkið með hallarekstur, þó stefnt sé að afgangi á næstu fjárlagaári er sú útkoma langt í frá gefin, líkur eru einnig miklar á því að ríkið hækki "gjöld" á móti hækkun launakostnaðar.

Sama um sveitafélög.

Ég sé ekki af hverju augljóslega slíkar hækkanir mundu ekki gerast, ef við skiptum um gjaldmiðil.

 

Hverjir væru kostir við kaupmáttaraukningu með lækkun virðisaukaskatts?

Sá augljósi er sjálfsögðu að þá verða engar verð- eða gjaldahækkanir, þ.s. launakostnaður hækkar ekki. Sem að auki hjálpar ríkinu við það verk að skila hallalausum fjárlögum.

Vísitalan ófræga hækkar þá ekki lán landsmanna, sem verður að skoðast sem sterk rök.

Að auki - minnkar VSK lækkun verðbólgu, í stað þess að auka hana, þ.s. verðlag lækkar í stað þess að hækka.

Kannski lækka meira að segja lán smávegis, í skamman tíma, ef við náum niður í verðhjöðnun.

Þetta er fræðilega unnt að gera í eitt skipti þ.e. þetta kjörtímabil, bjóða langtíma samning við verkalýðsfélögin, gegnt því að VSK sé lækkað t.d. úr 24,5% í t.d. 14,5%.

Þetta getur farið fram í áföngum, má vel skipta lækkuninni í t.d. þrennt eða jafnvel fernt.

  • Þá ætti dæmið að haldast innan ramma þeirrar kaupmáttaraukningar sem ríkisstjórnin miðar t.d. við í núverandi fjárlagaramma.

Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar eru að segja að höfuðmáli skipti - - að standa vörð um kaupmátt, framkalla a.m.k. einhverja raunverulega aukningu hans.

Það virðist benda til þess að þeirra væntingar til kaupmáttaraukningar séu hóflegar.

Sem aftur er vísbending þess, að slík skipting á svo stórri VSK lækkun, gæti vel verið ásættanleg.

  • Ekki má heldur gleyma þeim mikilvæga punkti, að VSK lækkun mun bæta samkeppnishæfni innlendrar verslunar.
  • Sennilega dragar úr þeim mun á almennu vöruverði sem er hér vs. þau lönd sem eru tiltölulega nærri okkur.
  1. Sem gæti leitt til þess, að verslunarferðum erlendis fækkar.
  2. Þannig að verslunin fari frekar fram hér innanlands.
  3. Þannig að kaupgleði landans, skapi frekar störf hér en erlendis.

Fjölgun starfa við verslun gæti hjálpar til við að minnka atvinnuleysi.

  • Þetta er að sjálfsögðu aðeins unnt að gera í eitt skipti.
  • En hví ekki?

 

Munu kaupmenn hirða lækkunina?

Ég bendi fólki áður en lengra er haldið, að íhuga dæmigerðar launahækkun. Hvað gerist.

Stofnanir ríkisins undir stífu aðhaldi, munu og ég virkilega segi - munu hækka gjöld, til þess að standa undir launakostnaðarhækkunum.

En eins og á sl. kjörtímabili, hefur í fjárlögum verið ákveðin - krafa um aðhald. Fljótt á litið hljómar þetta svipað og flati niðurskurðurinn á sl. kjörtímabili. En ég vona að dýpri hugsun sé að baki niðurskurðinum í þetta sinn.

En punkturinn í samhenginu er sá, að án þess að forsvarsmenn stofnana fái fyrirmæli um það - að skera frekar niður í starfsemi stofnana sinna, en að hækka gjöld. Þá hækka þeir gjöld.

Fjárlög miða við 2% aukningu launakostnaðar á nk. ári, hefur komið fram í fréttum.

  • Síðan má ekki gleyma að verslanir munu hækka verð, til að standa straum að launakostnaðarhækkunum.
  • Mjög líklega hækka sveitafélög gjöld.
  • Útkoman að vísitala hækkar lán.

------------------------------------

Sannarlega getur það verið að kaupmenn taki hlutfall af lækkun VSK til sín, en í staðinn sleppum við kannski við:

  1. Tap launþega vegna hækkunar lána.
  2. Tap launþega vegna gjaldahækkana ríkisins.
  3. Tap launþega vegna gjaldahækkana sveitafélaga.
  4. Og tap launþega vegna verðhækkana verslana.

Miðað við það að í gegnum þessi ferli tapast gjarnan um helmingur af launahækkun, þá sé ég ekki að það sé endilega svo að það eyðileggi fyrirfram þá tilraun, að líklega taka kaupmenn til sín hlutfall af þeim gróða sem til verður. 

Ef þessi tilraun er gerð með það að lækka VSK.

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu gildir það sama um kaupmáttaraukningu með lækkun VSK og með launahækkunum, að borð þarf að vera fyrir báru á gjaldeyristekjum okkar. Einmitt vegna þess hve viðkvæm sú staða er, legg ég til að lækkun VSK sé dreift yfir kjörtímabilið. 

Að það verði gerður langtímasamningur um þetta.

Ekki skammtímasamningur í 1 ár eins og sumir vilja.

Það mun þá vera verkefni ríkisstjórnarinnar að skaffa grundvöll fyrir þá kaupmáttaraukningu, sanna stóri orðin um það - að það hafi verið léleg ríkisstjórn á sl. kjörtímabili sem sóaði tækifærum í stað þess að nýta þau.

Ef tekst að auka gjaldeyristekjur, á þessi VSK lækkun alveg að geta gengið upp.

Bætt samkeppnisskilyrði innlendrar verslunar ætti þá virkilega að skila sér í fjölgun starfa.

Verðbólga ætti þá að geta verið, ekki bara lát út kjörtímabilið, heldur jafnvel - ákaflega lág.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. október 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 869809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband