4.10.2013 | 22:52
Viðræður ESB og Bandar. um fríverslun - tefjast!
Skv. frétt Financial Times frestaði Obama forseti "annarri lotu" samningaferlis Bandaríkjanna og ESB um fríverslun. Skv. fréttinni, frestast sú samningslota svo lengi sem þingið heldur áfram að mistakast að ná samkomulagi um fjárlög. Þannig að fjármögnun alríkisstjórnarinnar sé tryggð næsta fjárlagatímabil.
Ekki er búist við því að þessi töf á viðræðunum muni reynast örlagarík.
Shutdown puts trade talks on ice
Það sem er talið alvarlegra, er að Obama hefur aflýst opinberri reisu til Asíulanda, sem lengi var búið að planleggja.
Þar á meðal, átti hann að koma við á ráðstefnu sem talin er mikilvæg fyrir framtíðar stefnumótun Bandaríkjanna gagnvart Asíuríkjum, en þetta snýst einnig um viðræður tengdar verslun.
Þetta er tengd viðræðuferli sem Obama hefur kallað "Trans-Pacific Partnership" sem snýst um eflingu viðskipta, 12 svokallaðra "Pacific Rim" landa þ.e. Ástralía, Brunei, Kanada, Chile, Japan, Malaysia, Mexikó, Nýja Sjáland, Perú, Singapore, Bandaríkin og Víetnam.
Þetta snýst um "strategíu" Obama um að efla samskiptin við þessi lönd á verslunarsviðinu m.a., en þetta er að sjálfsögðu þáttur í þeirri stefnu Obama að viðhalda áhrifum Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir vaxandi veldi Kína.
Ferð Obama átti að vera í þeim tilgangi að hitta leiðtoga þessara ríkja, á sameiginlegri ráðstefnu sem fer fram í næstu viku í Jakarta í Indónesíu.
Viðræður eru enn á viðkvæmu stigi, og vonast var til þess að þátttaka Obama á ráðstefnunni, mundi gefa það mögulegt - að ná frekari árangri í þeim viðræðum.
Þetta gæti valdið töluverðum töfum á þessu viðræðuferli, kemur fram í fréttaskýringu FT.
Ástæða þess af hverju þetta gerist, er auðvitað deilan á Bandaríkjaþingi!
Lawmakers Step Up Blame in Shutdown Fight
Republicans hang tough in standoff over U.S. government shutdown
Aðilar á markaði eru enn pollrólegir, en skv. Reuters eru þó aðilar á markaði farnir að íhuga þann möguleika, að deilan verði ekki leyst - áður en dæmið skellur á skuldaþakinu þann 17/10.
Deilur um skuldaþak hafa gerst nokkrum sinnum áður, og í nokkur skipti hafa leitt til "partial gov.shutdown" í nokkra daga. Ef deilan verður enn óleyst í lok næstu viku.
Fer þessi deila að nálgast að vera söguleg, og ef hún klárast ekki fyrir 17/10 verður það í fyrsta sinn, sem skuldaþaks dagurinn dettur á - án þess að ný fjárlög liggi fyrir.
Þá mun alríkisstjórnin ekki lengur hafa fjármagn til þess að standa straum af öllum skuldbindingum sínum - - en þá þarf Alríkið að ná jafnvægi milli tekna og gjalda, þegar í stað.
Punkturinn er, að þó svo að skuldaþaks dagurinn skelli á, þá eru alríkið enn með fjármagn.
Þ.e. skatttekjur, þ.s. Alríkið getur ekki gert ef skuldaþakinu er ekki lyft, er að gefa út ný skuldabréf.
Því verður alríkið þá að ná jafnvægi á útgjöld vs. tekjur "samstundis" - - hugmynd sem sumum Repúblikunum skilst mér, einfaldlega lýitist vel á.
Sbr. Krugman Rebels Without a Clue, þarf þá þegar rúmlega 4% af þjóðarframleiðslu niðurskurð, ef þetta gerist og ekki er nokkur von á samkomlagi.
Fræðilega er þetta hægt, en ekki án þess að mjög mikið sjái á verkefnum alríkisins.
Að auki mundi svo skarpur niðurskurður, leiða Bandaríkin inn í nýjan efnahagssamdrátt, líklega a.m.k. út nk. ár.
----------------------------
Enn reikna nánast allir með því að þetta gerist ekki.
Tja, einfaldlega vegna þess að þetta hefur aldrei gerst áður.
Mörg þau verkefni sem alríkið þá ekki getur nema að hluta fjármagnað, eru lögbundin verkefni - í reynd væri það lögbrot að fjármagna þau ekki að fullu.
Fræðilega geta Bandar. sleppt því að borga af skuldabréfum í eigu margvíslegra aðila um víðan heim, en það er talið muni valda mjög miklum óróleika innan alþjóða fjármálakerfisins, ef sá valkostur væri valinn. Því er sá að sjálfsögðu talinn minnst líklegur.
Líklegast ef á þetta reyni, að skorið verði á starfsemi alríkisins innan Bandaríkjanna sjálfra, en þess gætt að greiða að fullu af útgefnum ríkisbréfum alríkisins.
Niðurstaða
Deilan á Bandaríkjaþingi er farin að hafa sínar fyrstu heimspólitísku afleiðingar sbr. frestun á viðræðum Bandaríkjanna við Evrópusambandið um fríverslun, og það að Obama neyddist til að aflýsa mikilvægri viðskiptaráðstefnu í Indónesíu.
Enn virðist enginn bilbugur á deiluaðilum á Bandaríkjaþingi. Fátt benda til annars en að deilan haldi áfram a.m.k. fram í næstu viku.
Ég held að markaðir verði líklega rólegir a.m.k. fram eftir nk. viku, en það má vera að ef enn er staðan við það sama nk. föstudag. Þá hefjist eitthvert verðfall á mörkuðum fljótlega í kjölfarið á því.
Og ef 17/10 lýður án þess að deilan sé leyst, yrði líklega umtalsvert verðfall á mörkuðum, en þá líklega fara markaðir líklega að reikna með snöggum viðsnúningi Bandaríkjanna yfir í - samdrátt.
Ef það gerist, hefði það víðtækar afleiðingar. Ég er ekki að tala endilega um djúpa kreppu. Nema að deilan verði alls ekki leyst svona yfirleitt.
En meira að segja ég á von á því að hún endi með samkomulagi fyrir nk. mánaðamót, og ef það gerist. Þá muni markaðir róast fljótt, þó svo að greiðslur á einhverjum bréfum alríkisins dragist í nokkra daga.
En ef það gerist ekki, væru mál komin yfir á ókortlagt svæði - eins og sagt er.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2013 | 02:13
Spánn á uppleið?
Sá áhugaverða umfjöllun á vef Financial Times um meintan efnahagsuppgang á Spáni. En stjórnmálamenn í ESB eru farnir að horfa til Spánar sem "success" þ.e. eins og sjá má á mynd að neðan. Hefur tekist að ná nokkuð niður launakostnaði per einingu.
Eins og einnig sjá má, er farin af stað nokkur aukning á útflutningi, á sama tíma og einnig sjá má að öfugþróun hefur verið í gangi með útflutning Þýskalands - Frakklands og Ítalíu. Eitthvað hefur verið um það, að fyrirtæki hafi fært sig til Spánar frá nágrannalöndum.
Að auki hefur tekist að ná fram um 2% afgangi á viðskiptajöfnuði landsins.
Kannski - en Luis de Guindos efnahagsráðherra telur, að það muni mælast smávægilegur hagvöxtur á Spáni á 3. ársfjórðungi þessa árs, sjá tilvitnun í orð hans:
- "In past crises, he argues, Spain would habitually fall back on currency devaluations to bolster exports and draw more tourists to the beaches of Benidorm and Mallorca. Whatever advantage the economy gained, however, was soon eaten up by wage increases and inflation."
- "The [current] gain in competitiveness has been obtained not through currency devaluation but through internal devaluation, through a process of lowering unit labour costs, he said recently. This gain in competitiveness is much more permanent and much more sustainable than when you simply devalue your currency."
Þetta er hin dæmigerði fullyrðing evrusinna - - að gengisfelling sé að "pissa í skóinn sinn."
Einhverra hluta vegna, virðast þeir sannfærðir um það, að engin leið sé að varðveita hagnað af gengisfellingu, en greinilega er ómögulegt að hindra launahækkanir.
Meðan þeir álykta, með því að benda á tilvik Spánar, að víst sé unnt að pína niður laun.
Og sannarlega er það rétt - - að á Spáni er lítil verðbólga?
- En hvað um atvinnuleysið?
- Spánn...........27,9%.
- Ítalía.............12,2%.
- Frakkland.......11%
- Þýskalan..........5,2%
Því er þakkað að launakostnaður hefur lækkað að ríkisstjórn Rajoy gerði lagabreytingar, er auðveldaði vinnuveitendum það að reka fólk.
Gott og vel, þ.e. rökrétt að það hafi áhrif.
En málið er að til þess að slík breyting skili sér, þarf að auki að vera til staðar umtalsvert atvinnuleysi, þ.e. misjafnt eftir löndum líklega - en því minna sveigjanlegur sem vinnumarkaður er því meira.
- Það að tekist hafi að lækka launakostnað á Spáni, getur verið einfaldlega vegna þess, að atvinnuleysi er svo miklu - miklu meira. Þó það sé slæmt á Ítalíu og í Frakklandi.
- Hvað kostar þetta gríðarlega atvinnuleysi samfélagið?
Ef til þess að innri aðlögun virki það þarf því til að kosta, að það verði til mikið atvinnuleysi.
Þá er það eitt og sér mjög alvarlegt hagkerfistjón!
Þ.e. milljónir verkamanna eru án atvinnu - þeirra færni hrakar, þeirra þekking úreltist; á endanum verða mjög margir þeirra gersamlega ófærir yfirleitt um það að afla sér atvinnu.
Þannig, að þeir sem eru virkir á vinnumarkaði, fækkar.
Sem þíðir að það dregur úr mögulegum framtíðar hagvexti.
Að auki fylgir þessu aukin örorka, en fjöldi atvinnulausra veslast upp í orðsins fyllstu merkingu, hætta að vera virkir í samfélaginu.
Ekki gleyma hættu á samfélagsvandamálum sbr. glæpir og aukin róttækni þ.e. fylgi við öfgahreyfingar.
- Viðskiptajöfnuðinum var einkum snúið við - með sjálfu atvinnuleysinu.
Takið eftir því að atvinnuleysi rúmlega 2-faldaðist á Spáni þegar kreppan hófst. Síðan sem þáttur í útgjaldasparnaði ríkis og héraðastjórna, hafa bætur verið lækkaðar umtalsvert.
Þetta þíðir það að atvinnuleysis-aukningin hefur skilað heilmiklum samdrætti í neyslu.
Sá samdráttur í neyslu, hefur skilað minni innflutningi.
Sem þíðir að samanlögð áhrif atvinnuleysis og niðurskurðar bóta til atvinnulausra og öryrkja, hafa í megindráttum framkallað þann viðsnúning á viðskiptajöfnuðinum sem átt hefur stað á Spáni.
Þetta er afskaplega grimm aðferð við það að rétta af ytri jöfnuð landsins - - er hún virkilega, virkilega minna grimm?
Heldur en sú aðferð, að ná fram sama árangri með - gengisfellingu?
En miklu minni aukningu atvinnuleysis í staðinn?
- Útflutningur er að aukast!
Hann hefur aukist um 6% síðan á sl. ári, og menn búast við 5% aukningu þetta ár.
Útflutningur Spánar var 20% af hagkerfinu 2007 þegar byggingarstarfsemi var 13% af hagkerfinu, en er í dag 35% af hagkerfinu á sama tíma og byggingarstarfsemi hefur skroppið saman niður í að vera 5% af hagkerfinu. Að auki hefur verið umtalsverður samdráttur í neyslu og því í verslun.
Það er vandi fyrir Spán, að ætla að byggja sig upp á útflutningsdrifnum vexti skv. þýskri fyrirmynd.
Að útflutningshagkerfið er þetta lítið!
Á sama tíma er verslun og neysla enn í samdrætti, þ.e. byggingariðnaðurinn einnig.
Skuldir ríkisins eru í stöðugri aukningu, þ.e. nálgast hratt 100%.
Og Spánn þrátt fyrir harkalegan niðurskurð er enn statt í halla á frumjöfnuði fjárlaga, það þíðir að Spánn á engan afgang til þess að hefja niðurgreiðslu skulda.
Heldur bætist hallinn stöðugt ofan á þær skuldir sem fyrir eru.
Staðan með svo afspyrnu lélegar hagvaxarhorfur er sú, að skuldastaðan verður ákaflega viðkvæm gagnvart ytri áföllum af hverju tagi.
Ef Spánn hefði enn haft pesóinn?
Málið af hverju laun yfirleitt hækka aftur næstu ár í kjölfar gengisfellingar. Er vegna þess, að hagkerfið kemst miklu fyrr til baka í ástand hagvaxtar. Þá er meiri eftirspurn eftir vinnuafli.
Og því hækka laun aftur! Þetta er gott - ekki slæmt.
Það "gain" eða árangur sem Luis de Guindos er að vitna til, getur einungis haldist - - ef það mikla atvinnuleysi sem viðheldur þrýstingi á launþegar. Heldur áfram!
Hans fullyrðing því að sá árangur sé mun líklegri að haldast, en ef það hefði verið gengisfelling. Er þá rétt - ef þ.e. svo að mjög mikið atvinnuleysi verði áfram í mörg ár til viðbótar.
Og málið er, að það er akkúrat líklegt að svo verði.
----------------------------------
Það er rétt hjá Luis de Guindos að ef það hefði verið stór gengisfelling 2008, þá hefði störfum fjölgað verulega í ferðamannageiranum.
Það hljómar þannig að Luis de Guindos hafi nokkra fyrirlitningu á þeim störfum, en vandinn er sá að Spán skortir störf í dag, og mun skorta störf með þessu áframhaldi í mörg ár til viðbótar.
En útflutningsdrifinn hagvöxtur með svo lítið útflutningshagkerfi, mun taka mjög langan tíma að eyða upp atvinnuleysinu - ef það þá tekst yfirleitt.
- Ekki síst - - margir þeir sem töpuðu störfum í byggingariðnaði, og fá þau líklega aldrei aftur.
Þeir búa ekki yfir þekkingu sem útflutningsfyrirtækin í vexti líklega geta hagnýtt sér, en þeir hefðu getað fengið störf við ferðamennsku - sem eru verður að viðurkennast að eru "low skill" eða lágþekkingarstörf mikið til.
En það hefði ekki verið slæmt, því þá a.m.k. er staða þeirra skárri, en að vera án vinnu. Og líklega aldrei geta fengið vinnu.
Aukning í ferðamannaiðnaðinum, er hefði getað tekið við mörgum þeim, sem ekki hafa þekkingu fyrir þau nýju störf sem er að skapast við útflutning, hefði að auki með því að takmarka atvinnuleysi almennt.- Einnig viðhaldið neyslu.
- Og því að auki, viðhaldið betur störfum við verslun.
Með öðrum orðum - - umsvifin í hagkerfinu hefðu verið meiri.
Sem hefði þítt, að skattstofn ríkisins hefði verið styrkari, og því ríkið betur fært um að standa undir skuldum.
Að auki hefðu skuldirnar aldrei hlaðist eins ört upp, því hallinn á ríkinu hefði verið minni.
Líklega væri enginn að tala um hugsanlegt gjaldþrot Spánar.
- Gjaldið fyrr allt þetta hagræði - - hefði sannarlega verið allnokkur verðbólga.
- Líklega einnig - - hærri vextir á lánsfé.
Og það þíðir auðvitað að miklu skárra er að hafa 27% atvinnuleysi í stað þess að hafa kannski bara svipað atvinnuleysi og í Frakklandi. En atvinnuleysi var ca. það áður en kreppan hófst. Og að auki hættuna sem vaxandi fer á greiðsluþroti Spánar.
Svo mikið böl sé verðbólga og hærri vextir.
Niðurstaða
Er þessi stefna líkleg að virka á Spáni? Ég hef ekki enn nefnt einn veikleika til viðbótar. En líklega er stór hluti ástæðu þess, að útflutningur er að aukast þetta mikið á Spáni sá. Að Spánn er nokkuð á undan með það að framkvæma þær lagabreytingar, sem Ítalía og Frakkland eiga eftir - sem gera vinnuveitendum auðveldar um vik með að reka fólk.
Ef launakostnaður per einingu í Frakklandi og Ítalíu mundi fara í lækkunarferli, ætti maður að búast við því. Að fyriræki í Frakklandi og Ítalíu. Mundu hætta að færa sig til Spánar.
- Punkturinn er sá, að í eðli sínu er "innri aðlögun" ekkert öðruvísi en "gengisfelling" með það, að fleiri geta gert svipað og þar með étið upp það forskot sem þú hefur náð.
Það getur verið einnig hluti af svari við fullyrðingu Luis de Guindos.
--------------------------
Síðan að auki má nefna það, að minnkun neyslu í S-Evrópu vegna hins aukna atvinnuleysis, hefur leitt til minnkunar á innflutningi varnings frá Kína og öðrum Asíu ríkjum. Sem hefur dregið úr þeirra hagstæða viðskiptajöfnuði er þau fram að þessu hafa haft.
Það blasir við sá möguleiki, að Asíuríkin svari með því - að lækka gengi sinna gjaldmiðla.
Til þess að auka aftur innflutning Evrópuríkja, þar með endurreisa sinn stóra jákvæða viðskiptajöfnuð.
Það áhugaverða er að Indland sem komið var í viðskiptahalla, hefur séð gjaldmiðil sinn falla nærri 30% á þessu ári.
- Ég er ekkert endilega sammála því að "internal devaluation" sé "immune" gagnvart sambærilegri samkeppni, og gengisfellingar geta lent í þ.e. "competitive devaluation."
Höfum ekki síst í huga, að Evrópa er nú sem heild komin með stærsta jákvæða viðskiptajöfnuð í heimi, löndin í N-Evr. eru ekki að auka sinn innflutning á móti.
Þ.e. lélegur hagvöxtur í Bandaríkjunum, og havarýið í gangi þar getur skaðað þann vöxt frekar.
Samdráttur útflutnings til Evrópu leiðir einnig til minnkaðs hagvaxtar í Asíu. Kaupmáttur eykst þar þá minna, störfum fækkar þá jafnvel við útflutning.
- Evrópa er ekki að búa til nýja eftirspurn - til að mæta þörf S-Evrópu fyrir nýja eftirspurn.
- Evrópa virðist ætlast til þess, að restin af heiminum borgi fyrir efnahagslega endurreisn Evrópu í gegnum hagstæðan viðskiptajöfnuð Evrópu.
Ég er eiginlega handviss að þetta gengur alls ekki upp.
Það geti ekki gengið upp, að gervöll S-Evrópa api eftir Þýskaland, þ.e. að lama innri eftirspurn - tékk - og á sama tíma auka sem mest útflutning - tékk.
Þetta hljóti að enda í viðskiptaárekstrum milli Evrópu og Asíu. Einhvers konar viðskiptastríði. Sem líklega tekur það form, að þau mæta Evrópu með því að hagræða sínu gegni.
Þannig að gengi Evrunnar muni styrkjast þá gegn asískum gjaldmiðlum, og það éta upp tilraunir S-Evr. til þess að skapa viðsnúning í gegnum útflutning.
Þetta sé kannski ekki að gæta ýkja mikið enn, meðan þ.e. nær einungis Spánn sem sé farinn af stað í þá tilraun. En þ.e. stöðugt verið að þrýsta á hin löndin, að apa eftir Spáni ef þau geta.
Kv.
Bloggfærslur 4. október 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 869809
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar