Silvio Berlusconi endanlega búinn að vera?

Dramað á Ítalíu hefur fallið í skuggann af atburðum í Bandaríkjunum, en í sl. viku skipaði Berlusconi ráðherrum flokks síns að hverfa úr samsteypustjórn Enrico Letta. Flestir held ég að hafi búist við að stjórn Letta væri þar með fallin, og það stefndi í kosningar. En Letta var ekki að baki dottinn, heldur ákvað að halda atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu sem haldin var á miðvikudag.

Það merkilega er, að stjórn Letta stóðst - er ekki fallin.

En sl. sunnudag fór að bera á sterkum orðrómi um uppreisn meðal hluta þingmanna og ráðherra flokks Berlusconi. Á mánudag varð sú uppreisn opinber.

Fyrir atkvæðagreiðsluna á þingfundi sl. miðvikudag, bakkaði Berlusconi með allt málið - og lýsti yfir stuðningi við stjórn Letta.

  • Útkoman virðist benda til þess að Berlusconi sé að missa tökin á eigin flokki.
  • Sem hann hefur fram að þessu stjórnað með járnaga. 

Berlusconi U-turn secures Italian government survival

Silvio Berlusconi weakened after U-turn on Letta support

Letta Hangs On but Bigger Challenges Abound

Berlusconi's About-Face: A Vote of Confidence Will Not Suffice

 

Sá sem leiddi uppreisnina gegn Berlusconi er hans eigin skjólstæðingur í gegnum árin, maður að nafni Angelino Alfano!

Sjálfsagt hugsar Alfano, framkvæmdastjóri flokks Berlusconi, nú gott til glóðarinnar, eftir að uppreisnin heppnaðist - stefnir jafnvel á að verða nýr leiðtogi flokksins. Meðan að Berlusconi fari í fangelsi í 2 ár.

Ég reikna með því að Berlusconi líti á þetta sem rýtingsstungu. En sennilega eru þingmenn og ráðherrar, farnir að íhuga eigin hagsmuni. Í ljósi þess að karlinn er á leið í fangelsi.

Svo fremi sem meirihluti þingsins svipir hann þinghelgi, eins og til stendur.

En kannski bendir nú þessi skyndilega innanflokks uppreisn, til þess - að flokkurinn ætli ekki að hindra þá útkomu, þ.e. sviptingu þinghelgi svo gamli maðurinn fái að sitja af sér dóminn.

  • Málið er að þegar Berlusconi gaf sig, þá var orðið ljóst að stjórn Letta mundi ekki falla, og þegar Berlusconi lét uppi að hann mundi styðja stjórnina eftir allt saman á háværum þingfundi á miðvikudag, voru viðbrögð Letta:
"Letta...reacted with visible surprise to Berlusconi's climbdown, laughing slightly and shaking his head in disbelief."

Það hefði sennilega litið enn verr út - að hluti flokksins hefði kosið gegn stjórn Letta ásamt Berlusconi sjálfum, en nægilega stór hluti með stuðningsmönnum Letta til þess að yfirlýsing um stuðning væri samt samþykkt.

"Berlusconi covered his face with his hands after he sat down; in what may be one of his last acts in the Senate before the procedure for his removal begins on Friday, the 77-year-old then cast his vote for Letta, a prime minister whom he had accused a day earlier of lacking credibility."

  • "An opinion poll by the Ipsos institute conducted on Tuesday showed 61 percent of PDL voters felt the party should back Letta..."
  • "...and 51 percent that it should pick a new leader to take over from Berlusconi and renew the party."

"Berlusconi’s humiliating U-turn, in the face of the impending defection of some two dozen of his party’s senators, is an enormous boost to the prime minister and to his government. It leaves Berlusconi greatly weakened, and with the judicial noose tightening around him, his political star now looks to be firmly waning,” commented Christopher Duggan, history professor at Reading university."

Eftir klofninginn í flokki Berlusconi, virðist að sögn fréttaskýrenda - umtalsverð hætta á endanlegum klofningi.

Það kemur í ljós á næstu dögum, en einn möguleikinn til að lægja öldurnar, væri einmitt hugsanlega sa, að Berlusconi - láti formlega af völdum yfir flokkinum.

Það má vera að eftir átökin, væri það ekki til að halda flokknum saman, að Alfano taki við - fyrst hann leiddi uppreisnina gegn karlinum.

Fyrir það er ekki ólíklegt, að einlægir stuðningsmenn sem þar er enn að finna, geti ekki fyrirgefið honum.

Þannig að það yrði þá vera einhver 3-maður, nema að Berlusconi sjálfur mundi ákveða að styðja Alfano, ef hann segir allt fyrirgefið.

Hver veit! Það á örugglega eftir að vera verulegt drama innan flokksins fram á föstudag.

  • En á föstudag, verður greitt atkvæði um að - reka Berlusconi af þingi.
  • Kannski Berlusconi geti selt það til Alfano, að sá styðji sinn mann í þeirri atkvæðagreiðslu, og klofningsmennirnir - gegn því að Alfano verði næsti leiðtogi.

 
Niðurstaða

Sá sem tapaði stórt er augljóslega Berlusconi. Eftir að innanflokksátök gusu upp, í kjölfar þess að Berlusconi ætlaði að fella stjórn Enrico Letta og þvinga fram þingkosningar. Þá hefur staða gamla mannsins veikst afskaplega mikið. Og möguleikar hans því sennilega til þess - að forða sér frá því að vera rekinn af þingi nk. föstudag. Sennilega orðnir litlir.

Það er vart nema sá eini gambíttur eftir, að halda sér á þingi.

Nánast það eina sem hann enn á eftir til að versla með, er ef til vill - leiðtogasætið í eigin flokki.

Spurning hver fær það hnoss? Og ekki síst, hvort flokkurinn helst saman?

Eitt virðist þó nær öruggt, að Berlusconi sé loksins - loksins á leið út úr pólitík.

 

Kv.


Obama ætlar sennilega að keyra harkalega yfir Repúblikana!

Ég las áhugaverða greiningu eftir Jack Balkin við Yale háskóla: Shutdown versus default.

  1. Hann bendir á það, að Obama sé líklegur að hafa undirbúið neyðaráætlun, eftir sambærileg átök fyrir tveim árum. Þegar kom í ljós, að meirihluti þingmanna Repúblikana. Var tilbúinn að beita alríkið hótuninni um "tæknilegt" gjaldþrot, í pólitískum tilgangi.
  2. En að á sama skapi, til þess að hámarka samningsstöðu sína, sé líklegt - að hann segi ekki Repúblikönum frá þeim neyðaráætlunum.
  3. Þær neyðaráætlanir, líklega fela í sér - áætlun um það, að velja hverjum er borgað. Fræðilega er það ólöglegt að borga ekki öllum þeim sem teljast "mandatory" en bersýnilega í ástandi þegar peningur er ekki til fyrir öllum þeim greiðslum. Er ekki lengur hægt að greiða allar slíkar. Þá sé líklegt, að Obama og hans aðstoðarmenn. Séu búnir að sjóða saman áætlun - - um það hverjum er ekki greitt, sem líklegust sé að hámarka líkur þess. Að Repúblikanar neyðist fljótt til að láta undan.
  4. Eins og ég sagði, fræðilega er slíkur gerningur ólöglegur, en hugsanleg dómsmál munu taka langan tíma að fara í gegnum Hæstarétt "US Supreme Court" þannig að krísan verður löngu liðin, áður en dómararnir svara því - hvort Obama mátti þetta eða ekki.
  5. Eða eins og Balkin orðar þetta; "After all, if you stop paying Social Security and Medicare checks, lots of people in the Tea Party/ Republican coalition will start pushing for a quick settlement."

Það má jafnvel líta svo á, að Obama hafi undirbúið "gildru" fyrir Repúblikana.

Hann þurfi ekkert annað að gera til þess að smala þeim í hana, en að neita að semja um skuldaþakið - með öðrum orðum, akkúrat það sem hann er að gera.

Hann heimtar að Repúblikanar lyfti skuldaþakinu.

Hann hafnar því að semja um, hvort "Obama Care" fer í gegn, og verði fjármagnað.

Repúblikanar eru að beita skuldaþakinu, til þess að stöðva "OB" en Obama er líklega búinn að undirbúa krók á móti bragði. Sú taktík feli beinlínis í sér - að hann ætli að keyra málið alla leið.

Þ.e. alla leið að skuldaþaks deginum þann 17/10, þegar bandar. alríkið mun ekki hafa peninga til að greiða af öllum sínum skuldbindingum. 

Því hann sé búinn að hanna sérstaklega fyrir Repbúlikana afleiðingar í gegnum vel ígrundað val á því, akkúrat hvaða prógrömm verða ekki lengur - fjármögnuð.

Sem muni leiða til þess að þeirra eigin kjósendur, muni hringja í sína þingmenn - - og sjá um að smala Repúblikunum til eftirgjafar.


Núverandi meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni virðist fljótt á litið ekki líklegur að gefa eftir!

For House Republicans, confrontation is safer than compromise

Skv. greiningu Reuters, þá eru langflest þingsæti núverandi meirihluta Repúblikana algerlega örugg, þ.e. 205 af 232. Þeirra kjósendur séu haldnir viðhorfum sem séu mjög neikvæð til alríkisstjórnarinnar - - þeir þingmenn séu því ólíklegir að sýna nokkurn hinn minnsta samningsvilja.

Þeir vilja ekki sjá neitt nýtt alrikisprógramm - punktur. Og séu til að taka áhættu á tæknilegur greiðsluþroti Bandar., ef það skaðar hina hötuðu alríkisstjórn.

Þetta séu með öðrum orðum, aðilar komnir vel út fyrir meginstraum stjórnmála, en með snjöllum hagræðingum á kjördæmamörkum. Hafi tekist að búa til traust þingsæti um slíka afstöðu.

  • Það væri mun áhættumeira fyrir þessa Repúblikana, að virðast auðsýna alríkisstjórninni í Washington hina minnstu linkind.

Þetta sé vísbending þess, að Obama eigi í reynd ekki neinn úrkosta annan.

En að spila "hardball" og hafa sjálfur líklega ákveðið, að lofa Repúblikunum að súpa að fullu það seyði sem þeir eru að búa til. Og komast að því, hve þægilegt það í reynd er.

Skv. The Economis: Will voters punish the Republicans?

Hefur meðalkjósandinn þegar mikið ógeð á þingmeirihluta Repúblikana - - "Republicans in Congress already have a -44% unfavourable rating (68% unfavourable to 24% favourable),"

En þetta sé svipað og var fyrir síðustu þingkosningar, Repúblikanarnir eru kosnir í sínum héröðum, ekki af meðal-Bandaríkjamanninum. Þeim sé því líklega slétt sama um viðhorf hins þögla meirihluta.

Skv. Reuters: "A CNN poll released on Monday found that 46 percent of those surveyed would hold Republicans responsible, while 36 would blame Obama. The poll also found that two of three voters say it's more important to keep the government open than to block Obamacare."

 

Obama virðist kominn í "political campaign mode"

Hafið í huga, að sennilega sér Obama tækifæri að velgja Repúblikunum eftirminnilega undir uggum. Hann hélt ræðu í Washington, til að fagna lögunum um "Obama Care" eða "Affordable Care Act" þ.s. hann hélt eina af sínum tilfinningaþrungnu ræðum, og skoraði á Repúblikana. Að svipta ekki 30 milljón Bandaríkjamenn - aðgangi að heilsugæslu. Sem gert er ráð fyrir að þeim sé tryggður.

Obama er sennilega í afskaplega góðri stöðu, til þess að tryggja - - að almenningur muni kenna Repúblikunum um allt klabbið, þegar neyðarprógrammið sem Obama hefur örugglega rækilega undirbúið kemst til framkvæmda.

Afleiðingin fyrir flokk Repúblikana, verði sú - að fækka stuðningsmönnum enn frekar en orðið er. Minnka enn frekar líkur á því að Repúblikanar eignist forseta í náinni framtíð. Og að auki tryggja áframhaldandi meirihluta Demókrata í Öldungadeild.

En þ.e. aldrei að vita, kannski dugar "fallout"-ið til þess, að Repúblikanar sjálfir. Fái nóg af Tehreyfingunni.

  • Ef þ.e. svo að ofangreind kenning er rétt, að Obama er með tilbúna neyðaráætlun, sem er hönnuð til að skapa hávært ramakvein meðal kjósenda þingmanna í Fulltrúadeild, svo þeir smali þingmönnum sínum til að semja.
  • Þá er það alveg í samræmi við hana, að Obama sé nú dagana fram að 17/10 í "campaign mode" að smala þjóðinni, utan um sína afstöðu. Styrkja þá "impression" sem mest hann má, áður en hann reiðir til höggs - að þetta sé Repúblikönum að kenna.
 

Niðurstaða

Neikvæða hliðin á því - að ef kenningin er rétt. Að Obama sé með það undirbúið að sverfa til stáls við Repúblikana. Og keyra málið alla leið að 17/10 og jafnvel daga umfram það.

Að það verður ekki hjá því líklega komist, að afleiðingar þess "brinkmanship" verði umtalsverðar fyrir bandarískan efnahag.

Skv. lauslegu mati erlendra matsaðila, mun ein vika af núverandi ástandi - að ríkið er í lágmarksrekstri áður en kemur að 17/10. Skaða hagvöxt í Bandar. þetta ár um 0,3%.

Sem þíðir væntanlega, að þegar að stoppdeginum kemur þann 17/10 er alríkið á ekki lengur fé til að greiða af öllum skuldbindingum, og það þarf að velja þá þær sem mikilvægast er að greiða.

Þá mun efnahagslegt tjón klárt verða töluvert meira en ofangreind 0,3%. Hafandi í huga að hagvöxtur þ.s. af er ári hefur einungis verið milli 1,3-1,5%. Er vel hugsanlegt að við þetta högg, fari Bandaríkin í samdrátt lokamánuði ársins.

Þau muni þá væntanlega rétta aftur við sér upphafsmánuði nk. árs, en það getur vel verið að tjónsins muni áfram gæta í því að hagvöxtur verði lakari þá útmánuði, en nú er reiknað með.

Ég á þá von á því, ef kenning Balkin er rétt, að Obama hafi hannað slíka neyðaráætlun, að hún sé þannig útfærð að tryggt sé að greitt sé af skuldabréfum í eigu erlendra aðila, til að lágmarka hættu á alþjóðlegri fjármálakrísu. Hann beiti frekar svipunni heima fyrir, til að neyða þingmenn með hraði til uppgjafar.

En á móti með þeirri leið, hármarkar hann líklega efnahagstjón heima fyrir. Þannig að það má jafnvel vera, að Bandaríkin hefji nýárið í samdrætti, séu ekki nema að smáskríða til baka um mitt ár. 

  • Áhrif á Evrópu verða að sjálfsögðu slæm, þá fer hún örugglega einnig aftur til baka yfir í samdrátt fyrir lok þessa árs, ef Bandaríkin það gera. Að auki skaðar málið einnig hagvöxt í Asíu og víðar. Það yrði stórt verðfall á mörkuðum o.s.frv.
  • Varðandi Ísland, þá örugglega rætist ekki spá í nýju fjárlagafrumvarpi um hagvöxt milli 2-3%. Það er þá frekar svo að við værum heppin að mælast með nokkurn hinn minnsta hagvöxt, fyrstu mánuði nk. árs.
Það er eins og sagt er, ef Bandaríkin fá kvef fær heimurinn flensu.


Kv.

Bloggfærslur 2. október 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 869809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband