15.10.2013 | 22:57
Stutt í að Fitch Rating lækki lánshæfi Bandaríkjanna!
Skv. erlendum fjölmiðlum hefur fyrirtækið Fitch Rating sett Bandaríkin á neikvæðar horfur. Út af ítrekuðum deilum í tengslum við svokallað skuldaþak. Skv. fréttum af atburðum dagsins á Bandaríkjaþingi. Liggur samkomulag ekki enn fyrir. En tilraunir til þess að ná fram einhverju samkomulagi, hafa þó ekki hætt. En það lýtur því miður þannig út - - að það getur verið að þingmennirnir nái ekki að klára málið fyrir miðnætti á miðvikudag. Þó það sé hugsanlegt að þeir nái því innan einhverra daga þaðan í frá, eða jafnvel fyrir helgi. Ef það ástand varir bara í örfáa daga - - getur vel verið að hlutir sleppi fyrir horn. En skv. erlendum fréttum er áætlað að alríkið eigi 30ma.$ lausafé á miðvikudag. Það þíðir, að eiginleg vandræði hefjast ekki endilega á fimmtudaginn, Þó Bandaríkin skelli á skuldaþakinu. En talið er þó að lausaféð klárist fyrir mánaðamót hið minnsta.
US rating put on negative watch on default fears
Fitch warns it may cut U.S. credit rating from AAA
- The repeated brinkmanship over raising the debt ceiling also dents confidence in the effectiveness of the US government and political institutions, and in the coherence and credibility of economic policy."
- "It will also have some detrimental effect on the US economy.
- In the event of a deal to raise the debt ceiling and to resolve the government shutdown, which Fitch expects, the outcome of a subsequent review of the ratings would take into account the manner and duration of the agreement and the perceived risk of a similar episode occurring in the future.
- Þetta þíðir líklega að mjög miklar líkur séu á lækkun lánshæfis ríkissjóðs Bandaríkjanna.
- Vegna þess að allt útlit er einmitt fyrir að þessar deilur haldi áfram, þær halda þá áfram að skaða efnahag Bandar.
- Líkur að auki á að þessar síendurteknu deilur um skuldaþakið, leiði til hækkunar vaxta á bandar. ríkisbréf - - álags vegna pólitískrar áhættu.
En skv. þeim hugmyndum sem eru til umræði, stendur til að hækka skuldaþakið einungis fram til febrúar 2014.
Það myndaðist deila á þriðjudag milli Repúblikana í Fulltrúadeild annars vegar og hins vegar í Öldungadeild, en það virðist að Repúblikanar í Fulltrúadeild treysti sér ekki að ganga alveg eins langt til móts við Obama og Repúblikanar í Öldungadeild.
Skv. tillögu Repúblikana í Öldungadeild. Felur framlenging skuldaþaks til febrúar nk. í sér fulla fjármögnun alríkisins á meðan.
Sem er töluverð eftirgjöf gagnvart Obama, sem ávallt hefur heimtað "fulla fjármögnun" svo að starfsmenn alríkisins sem hafa nú verið í launalausu leyfi í nærri 2. vikur, komi til starfa.
En Repúblikanar í Fulltrúadeild, vilja ekki bjóða fulla fjármögnun nema fram í desember, þ.e. mánuði skemur. Þó skuldaþakinu væri lyft fram í febrúar.
Að auki eru þeir enn að þvælast með hugmyndir, sem þrengja að heimildum alríkisins til að forgangsraða greiðslum, sem alríkið hefur getað beitt - - til að spara sér fé svo það hafi meira svigrúm í samningum af þessu tagi áður en peningarnir klárast.
Viðbrögð demókrata við tillögunum voru:
"Democrats quickly rejected details of the latest plan from House Republicans. "The bill the Republicans are putting on the floor today is a decision to default," House Minority Leader Nancy Pelosi (D., Calif.) said after a White House meeting between Democrats and President Barack Obama. Among other objections, Democrats have resisted efforts to limit the Treasury's abilities to maneuver around the debt ceiling. House Minority Whip Steny Hoyer (D., Md.) called the latest provision on that front "very, very damaging.""
Markaðir eru farnir að sýna fyrstu greinilegu óttamerkin, þetta sést á því að vaxtakrafa fyrir skammtíma ríkisbréf frá alríkinu hefur rokið upp, vegna þess að eftirspurn er að þorna hratt upp.
Bankar eru nú á fullu að takmarka sína áhættu, og hafa t.d. stöðvað frekari kaup á bandar. skammtímabréfum.
Það er þó ekki eiginleg paník enn - - en skammt er í hana, held ég.
Niðurstaða
Þó svo að bandar. þingið nái 11. stundar samkomulagi á morgun. Þá í ljósi þess, að það samkomulag sem er líklegast, framlengir deilurnar um skuldaþakið fram á nk. ár. Þannig að óvissan sem þeim fylgir heldur þá áfram að skaða bandar. efnahag. Þá líklega mun Fitch Rating láta verða af hótun sinni um lækkun lánshæfis Bandaríkjanna.
Mér virðist einnig líklegt að þessar síendureknu hörðu deilur, muni að auki hækka vaxtakröfu á bandar. ríkisbréf - - af völdum þeirrar pólitísku áhættu sem fylgir þessum deilum.
Það muni skaða getu alríkisins til að lækka niður, þann halla á rekstri alríkisins sem deilan ekki síst snýst um. En hækkaðir vextir, munu auka þann halla með því að gera nýtt lánsfé dýrara. Þau áhrif muni þó skila sér einungis smám saman, eftir því sem ríkisbréf renna út og ný eru gefin út í staðinn.
Að auki séu hin neikvæðu efnahagslegu áhrif þeirra deilna, skaðleg tilraunum til að vinna á ríkishallanum. En öflugur hagvöxtur mundi afnema hann fljótt.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.10.2013 | 00:04
Kosningasigur flokks Marine Le Pen skapar titring í Frakklandi!
Fljótt á litið virðist þetta úlfaldi úr mýflugu. En flokkur Marine Le Pen "National Front" á einungis 2 þingmenn á þjóðþingi Frakklands, þar á meðal Marine Le Pen sjálfa. Nú eftir sigur helgarinnar, á flokkurinn nú 2 sæti af 4000 meðal svæðisstjórna Frakklands. Ef sigurinn er settur í samhengi.
French far-right victory stirs fear among mainstream parties
Þessi sigur vakti samt mikla athygli fjölmiðla:
French far-right pulls ahead in local election -"Its candidate Laurent Lopez took 40.4 percent of the vote in the canton of Brignoles, near Toulon, late on Sunday versus 20.7 percent for the UMP candidate and 14.6 percent for the Communist."
Það sem er áhugavert við þessa kosningu - - er að leiðtogar stærstu flokkanna í Frakklandi, þ.e. forseti Frakklands sjálfur og leiðtogi stærsta hægri flokksins í Frakklandi, beittu sér með formlegum hætti gegn "National Front."
Eftir að Laurent Lopez hafði auðveldlega fellt út frambjóðanda sósíalista, þá skoraði Hollande á sitt fólk að láta frambjóðanda hægri manna fá sín atkvæði í seinni umferð kosninganna.
En allt kom fyrir ekki, og frambjóðandi flokks Marine Le Pen vann öruggan sigur.
Kastljósi fjölmiðla var með öðrum orðum beint að þessari kosningu. Og helstu heims fjölmiðlar hafa fjallað um hana.
- Þetta virðist vera klassísk óánægjukosning.
En skv. fréttaskýrendum, hefur Marine Le Pen verið að sækja mjög fylgi til vinstri kjósenda. Þó einhverjum geti virst það koma spánskt fyrir sjónir.
En hún hefur beint gagnrýni sinni mjög harkalega gegn niðurskurðastefnu stjórnarinnar, kennir henni um aukið atvinnuleysi - - hafandi í huga vonbrigði margra franskra kjósenda með Hollande.
Getur verið að þessi kosningaáróður Le Pen sé að virka.
Skv. skoðanakönnunum hefur fylgi National Front rokið upp.
En á næstunni verður kosið til Evrópuþingsins, og "NF" hefur verið að mælast með allt að 24% fylgi. Gæti orðið stærsti þingflokkurinn frá Frakklandi á Evrópuþinginu."
Sem væri skemmtileg kaldhæðni.
Best að muna að Marine Le Pen fékk 18% sem forsetaframbjóðandi.
"NF" virðist um þessar mundir vera sá flokkur er helst græðir á almennri óánægju með svokallaða "hefðbundna flokka."
En hægri flokkarnir hafa ekki náð sér eftir tapið í síðustu forsetakosningum, og sjaldan hafa vinsældir fallið eins hratt hjá nokkrum forseta eins og Hollande.
Nú þegar á lýður virðist sífellt minni munur á stefnu hans og Sarkozy, sem kannski hvetur óánægju kjósendur til að flykkjast um flokk Marine Le Pen.
Niðurstaða
Flokkur Marine Le Pen er ósvikinn "þjóðernissinnaður" flokkur hvort sem hann telst öfga slíkur eða ekki. Hann hefur lengst af talist til öfgaflokka til hægri ekki síst í tíð stofnanda síns, föður Marine Le Pen. Þá má einnig segja að þjóðernissinnuð afstaða flokksins hafi verið ákaflega hörð á þeim árum. En síðan Marine tók við flokknum, hefur hún tónað niður þann harða tón er áður var á honum. Til að breikka hans fylgisgrundvöll. Það er umdeilt hvort það sé raunveruleg breyting eða "cosmetísk."
"FN" a.m.k. er enn með þá stefnu, að herða innflytjendalöggjöf. Hann er ekki frjálslyndur í efnahagsstefnu, heldur vill verja þ.s. franskt er - er því hallur undir verndarstefnu.
Og hann hefur í seinni tíð verið að leitast við að veiða einnig fylgi frá vinstri flokkum, svo það á ekki að auka sveigjanleika á vinnumarkaði, eða losa um tök verkalýðsfélaga.
Spurning hvort þetta geti gengið upp, að veiða jafnt fylgi frá vinstri sem hægri.
- Þetta er a.m.k. ekki ný nasistaflokkur í stíl við Gullna Dögun.
- Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort Marine Le Pen verði næsti forseti Frakklands.
- Ef allt gengur áfram á afturfótunum.
Bendi á umfjöllun Ambrose Evans-Pritchard um "Front National" eins og flokkurinn heitir á frönsku:
Time to take bets on Frexit and the French franc?
Hann fjallar nokkuð ítarlegar um stefnu Marine Le Pen.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. október 2013
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 869809
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar