Kannski ástæða til hóflegrar bjartsýni um lausn deilunnar í Washington

Það getur vel verið að úr deilunni milli Demókrata og Reúblikana, komi gagnlegar breytingar. En Bandaríkin eins og á við um nokkurn fj. annara ríkja, standa frammi fyrir öldrunarvanda. Það þíðir m.a. að framreiknað hleðst upp kostnaður við öldrunarkerfið þar Vestan hafs, sbr. MedicCare og MedicAid, þangað til að tæknilega séð má halda því fram að ríkið sjálft geti sligast. 

 

Slíkum framreikningi þarf þó alltaf að taka með fyrirvara, þ.e. hann er gríðarlega háður því hver framtíðar hagvöxtur akkúrat verður og hvernig fólkfj. þróun raunverulega reynist vera.

En þ.e. samt ekki umdeilt, að það þarf að breyta kerfinu - til að draga úr kostnaðarhækkunum framtíðar, þegar fjölmennasti aldurshópur núlifandi Bandaríkjamanna gerist aldraður.

Fyrir utan þetta er umfang bandar. ríkisins ekkert sérlega mikið borið saman við aðrar vestrænar þjóðir, þvert á móti sem hlutfall af þjóðarframleiðslu er það einna minnst.

Og miðað við þegar samþykkar niðurskurðaraðgerðir framtíðar, verður það komið að umfangi á þessum áratug niður í ca. sitt meðalumfang, miðað við sl. 40 ár. 

"US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics 

Skv. fréttum virðast deiluaðilar komnir úr skotgröfunum og farnir að ræða tillögur um framtíðar tilhögun fjárlaga, og breytingar á m.a. MedicAid og MedicCare.

Republicans retreat from US budget hard line

ObamaRepublicans seek an end to fiscal impasse

Líklegt virðist að þær viðræður standi alla helgi, og líklega fram a.m.k. á mánudag, en málið þarf að afgreiða ekki síðar en nk. miðvikudag.

Svo skammur tími er til stefnu.

Skv. fréttum hafa tvær nýlegar skoðanakannanir hreyft við Repúblikönum, önnur könnunin sýndi að 2-falt flr. Bandar.menn höfðu ógeð á Repúblikanaflokknum, en þeir sem sögðust styðja þá - - hin stóra könnunin sýndi þá með hið minnsta fylgi sem þeir höfðu mælst hjá því fyrirtæki nokkru sinni, þ.e. hjá Gallup. 

Eins og þekkt er, er fátt sem stjórnmálamenn óttast meir en fréttir af fylgishruni.

Fjöldi fréttaskýrenda grunar að þessar tvær kannanir séu a.m.k. hluta skýring þess, að Repúblikanar sýna allt í einu aukinn sveigjanleika.

Þetta þíðir þó alls ekki að samkomulag sé öruggt.

En það gefur kannski - ástæðu til "hóflegrar bjartsýni."

En breytingar á "MedicCare" og "MedcAid" sem bæta framreiknaða sjálfbærni þeirra kerfa, munu að sjálfsögðu bæta traust á Bandaríkjunum.

Ef deilan leysist með þeim hætti, þá gæti sú útkoma - elft bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna..

Og það þannig séð sloppið fyrir horn, að þessi deila valdi einhverjum umtalsverðum skaða.

 

Niðurstaða

Ef þess verður gætt, að leggja ekki í nýjar niðurskurðar aðgerðir það skarpt, að það drepi hagvöxtinn sjálfan í Bandaríkjunum. En þ.e. mikilvægt að þjóðarkakan haldi áfram að stækka, þó svo það sé hægur vöxtur - er það betra en enginn, og miklu betra en samdráttur.

Svo fremi sem nýjar niðurskurðar aðgerðir drekkja ekki hagvextinum vestan hafs, ef slíkt samkomulag leiðir til þess að það verður betri friður um þau mál á Bandar.þingi þaðan á frá.

Og þær einnig fela í sér gagnlegar umbætur á "MedicCare" og "MedicAid" kerfunum. Þá má vel vera, að útkoman verði til þess að efla bjartsýni um stöðu Bandaríkjanna á næstu mánuðum.

En staðan er virkilega viðkvæm. Þ.e. vel hægt að klúðra stöðunni yfir í kreppu, sú útkoma mundi skaða langtímahorfur Bandar. mjög hressilega, þegar kemur að skuldamálum. Alveg burtséð frá því, hver harður niðurskurður væri lagður til. Enda er ákaflega erfitt að endurgreiða skuldir, þegar þjóðarkakan fer minnkandi, því þá stækka skuldirnar stöðugt í hlutfalli við kökuna vegna minnkunar hennar einnar, og við bætist að hrun í skatttekjum eykur hallarekstur - - þrátt fyrir niðurskurð.

Sú útkoma mundi örugglega leiða fram heimskreppu.

Þessi verri útkoma virðist þó minna líkleg nú en leit út fyrir um miðja vikuna. 

 

Kv. 


Spurning um skammtíma framlengingu skuldaþaks!

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa Repúblikanar boðið 5 vikna framlengingu á skuldaþakinu svokallaða, en þeirra tilboð hafi 2 galla:

  1. Svokallað "stopp" heldur áfram, þ.e. að alríkið reki sig á lágmarks fj. starfsfólks.
  2. Síðan, líklega stærri gallinn - "House GOP aides said their debt-ceiling proposal would include a permanent ban on the Treasury Department's use of extraordinary measures to avoid default." - "The provision would block practices, used by Democratic and Republican administrations for decades, which have effectively allowed the Treasury to limit investments in pensions and other funds when the government bumps up against its borrowing limit. These steps have extended the time that Treasury could continue borrowing and paying the nation's bills while Congress debated terms for raising the debt ceiling."

Seinni gallinn mun veikja varanlega samningsstöðu Alríkisins, í framtíðar skuldaþaks deilum. 

Áframhald svokallaðs "stopps" þíðir að rúml. 800þ. starfsm. alríkisins verða áfram í launalausu leyfi. Sem hlýtur að vera bagalegt. En þetta lamar margvíslega þjónustu á vegum þess, gerir þá starfsemi sem er í gangi - svifaseinni og minna skilvirka.

Það viðheldur einnig óvissuástandinu - - en skv. fréttum, hefur forsetinn ekki beint samþykkt þessa tillögu.

Ekki heldur hafnað henni, heldur boðið áframhaldandi samninga um málið.

Skv. fréttum vill Obama fá fram frekari tilslakanir þ.e. að svokallað "stopp" taki enda eða með öðrum orðum, að alríkisstjórnin verði fullfjármögnuð - á meðan.

Repúblikanar virðast hafa gefið eftir kröfuna tengda "Obama Care" þannig að það mál hefur verið aðskilið, sem hlýtur að vera viss ósugur "Te Hreyfingar-sinna."

Obama, GOP Open Talks Over Temporary Debt Fix

 

Þessi tillaga virðist þó duga til að gefa mörkuðum von!

Fyrstu óttamerki voru farin að sjást, en þegar fréttirnar bárust um formlegar viðræður Demókrata og Repúblikana, ásamt embætti forseta. Þá hækkuðu markaðir í Bandar. og dollarinn styrktist.

Þó svo að ekkert samkomulag verði klárað á morgun, þá sennilega dugar það að ekki slitni úr viðræðum yfir helgina, til þess að halda mönnum rólegum a.m.k. fram á mánudag.

En ef slitnar upp úr viðræðum fyrir nk. mánudag, þá má líklega reikna með - - stóru verðfalli þann dag.

Og öfugt, ef útlit er fyrir að samkomulag verði klárað um þessa framlengingu skuldaþaks, þá ganga hlutirnir væntanlega alveg í hina áttina.

  • Engin leið að átta sig á því eða spá fyrir hvort slíkt samkomulag verður klárað.
  • Eða hvort það virkilega stefnir í að alríkið rekist á skuldaþakið í næstu viku.

Repúblikanar verða þó örugglega tregir til að - sleppa alveg beislinu. Svo að líklega samþykkja þeir ekki, fulla fjármögnun þannig að svokallað "stopp" viðhaldist.

En það má vera, að Obama nái að knýja þá til að bakka frá seinna skilyrðinu.

En ég held að hann þurfi að a.m.k. fá þá til að falla frá því. Vegna þess hve það verður bagalegt fyrir framtíðina - - að veikja svo samningsstöðu Alríkisins gagnvart þinginu.

  • Rétt er að halda til haga að bandar. ríkið er alls ekki stórt á evr. mælikvarða eða "US federal spending has fallen from 25pc of GDP to under 23pc over the last two years, thanks to economic growth and most drastic fiscal squeeze since the Korean War." - "Another round of belt-tightening next year -- equal of 0.75pc of GDP -- will bring spending close to the average of the last forty years, and well below the OECD levels." - Factional conflicts have the power to destroy empires - and republics

Skv. því stefnir í að það verði ca. svipað að umfangi miðað við þjóðarframleiðslu, og meðaltal sl. 40 ára.

Stóri vandinn er ekki umfang hefðbundinna þjónustuverkefna ríkisins, heldur tengist hann "MedicCare" og "MedicAid" stuðningsprógrömmunum að stærstum hluta.

Kemur þarna til að stærsti aldurshópurinn í sögu bandar. er að nálgast ellilífeyrisaldur. Þá mun kostnaðurinn við það stuðningskerfi blása út - - vel umfram áætlaðar skatttekjur framtíðar.

Þetta er þó ekki sér bandar. vandamál, ríki Evr. eru einnig mörg hver í vanda með sín þjónustukerfi við aldraða.

Þetta krefst lausnar á allra næstu árum - - það absolút verður ekki að leysa það þetta kjörtímabil, þó það líklega væri kostur. Að stíga a.m.k. eitthvert skref í þá átt.

 

Niðurstaða

Rétt er að halda því til haga. Að sú staðreynd að Bandaríkin eiga sínar skuldir allar í eigin gjaldmiðli skiptir miklu máli. En það skapar Bandaríkjunum allt aðra stöðu gagnvart þeim skuldum. En tja löndum sem skulda í gjaldmiðlum sem þau ekki ráða yfir.

Þetta þíðir að Bandaríkin hafa valkosti sem slík lönd hafa ekki, þetta þíðir að samn. staða Bandar. er mun sterkari en annars væri, en einnig að þau geta beitt margvíslegum lagalegum úrræðum í neyð jafnvel ákveðið að virðislækka þær ef út í þ.e. farið með því að virðislækka gjaldmiðilinn sjálfan. Sem aftur beinir sjónum að sterkri stöðu þeirra gagnvar sínum skuldum.

Að auki er Bandaríkjamönnum enn að fjölga, og flest bendir til þess að það haldi áfram. Það skiptir einnig máli, því að lönd sem haldast í mannfjölgun fyrir það eitt - hafa hagstæðari framtíðar hagvaxtarstöðu. Þetta einnig dregur úr áhyggjum manns vegna framtíðar skuldastöðu Bandar.

En sögulega séð gengur löndum best að losna úr skuldum þegar hagvöxtur er til staðar.

Atriði sem allir ættu að geta séð! Meðan að skortur á hagvexti, ýtir undir skuldafjötra.

Stóra atriðið er að gæta þess að kæfa ekki hagvöxtinn sjálfan! Svo lengi sem sá viðhelst, þá geta Bandar. vaxið frá sínum skuldum.

Ef menn ganga of hratt fram í niðurskurði, þannig að hagvöxtur kæfist - - þá er hætta á því að Bandar. falli yfir i hjöðnunarspíral, við það geta skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu vaxið hratt.

Ef Repúblikanar knýja slíkt fram, með því að þvinga fram of hraðan niðurskurð þ.e. svo hraðan að hagvöxtur kafni, og samdráttur hefjist að nýju - - þá í kaldhæðni örlaganna.

Gætu þeir gulltryggt þá niðurstöðu að dæmið endi í óðaverðbólgu fyrir rest. En í slíkum spíral myndi dollarinn verðfalla stórt á einhverjum enda.

  • Meðan að leið varfærins niðurskurðar, sem gætir að því að kæfa ekki hagvöxt - - getur skilað hægri en öruggri skuldaminnkun.

Með offorsi geta menn skaðað sjálfa sig!

 

Kv.


Bloggfærslur 11. október 2013

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 869809

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband