Spánn verður að yfirgefa evruna!

Stjórnvöld Spánar gáfu út ný fjárlög á fimmtudag, sem kveða á um 20ma.€ útgjaldaniðurskurð. Best að nefna, að þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem ríkisstjórn Mariano Rajoy gefur út tilskipanir um niðurskurð útgjalda. Þannig að aðgerðir næstu mánaða og næsta árs, koma ofan í harðar aðgerðir sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd - og verið er að þvinga í gegn.

Núverandi aðgerðir eru þegar að ógna samfélagsstöðugleika á Spáni, skv. yfirlísingu leiðtoga Katalóníu að efna til nýrra þingkosninga - sem samtímis yrði atkvæðagreiðsla um sjálfstæði.

En ríkisstjórn Spánar er harkan 7 sbr.: "Vice-premier Soraya Sáenz de Santamaría said the government has the means to stop a referendum on self-rule and “is willing to use them”."

Með öðrum orðum, að ríkisstjórn Spánar geti einfaldlega bannað að atkvæðagreiðslan fari fram - en skv. aðstoðarforsætisráðherranum, þá hafi foringi Katalóníu átt lögum skv. að tilkynna um kosninguna með tilteknum fyrirvara til stjv. Spánar - að hans mati væri atkvæðagreiðslan ólögleg nema stjv. Spánar legðu við henni sína blessun.

Það verður áhugavert að sjá viðbrögð "katalana" við þessu - - en mig grunar að leiðtogi Katalóníu geti notað slíka "valdnýðslu" sem afsökun, til að efna til mjög fjölmennra mótmæla um alla Katalóníu.

Ef það er rétt sem Katalanar sjálfir segja að 1,5 milljón hafi gengið um götur Barselóna fyrir tveim vikum, þá getum við verið að tala um ástand - - sem getur mjög hratt farið gersamlega úr böndum.

  • Sérstaklega, ef eins og flest bendir til, að deilan milli aðila "harðnar."

En sú deila getur vart annað en gert það, þegar ríkistj. Spánar gerir sig líklega til að beita ítrustu lagaúrræðum, og lögreglu - til að hindra að atkvæðagreiðslan fari fram.

  • Að auki, bæti ný fjárlög með enn frekari niðurskurði frekara salti í þau sár.

Mariano Rajoy var þrjóskan uppmáluð er hann aðspurður sagði "He brushed aside warnings that fiscal overkill – at a time when unemployment is already 25pc – could push the country into turmoil, saying he would listen only to the “silent majority” of responsible citizens."

Skv. erlendum fréttaskýrendum, bendir flest til þess að hin nýju fjárlög sem að sögn fjármálaráðherra Spánar eiga að minnka fjárlagahalla Spánar um 40ma.€ á nk. ári hafi verið samin í nánu samráði ríkisstjórnar Spánar og Framkvæmdastjórnar ESB.

En Ollie Rehn var ekki seinn að leggja fram sína blessun sbr. "Spain is facing important challenges to correct very sizable macroeconomic imbalances which require a comprehensive policy response. The measures announced today are a further important step towards addressing these challenges."

Vart að búast við öðru en að Framkvæmdastjóri efnahagsmála í Brussel, legði blessun sína við fjárlög sem hann hefur sjálfur átt þátt í að semja.

En það virðist vera veðmál í gangi milli Framkvæmdastjórnarinnar og ríkisstjórnar Spánar - - að með því að leggja fram svo hörð niðurskurðarfjárlög, geti Spánn fengið í gegn í samninga við aðildarríki evrusvæðis sérstaklega Þýskaland. Að samþykkt verði að Spánn fái aðgang að kaupum Seðlabanka Evrópu án nokkurra viðbótarskilyrða - sérstaklega, án þess að vera neydd til að afhenda lyklavöld að fjármálaráðuneyti Spánar til björgunarsjóðs evrusvæðis.

Einhvern vegin held ég - að Rajoy of Rehn muni tapa því verðmáli.

En fyrr í vikunni sagði talsmaður Þýskra stjv. að - björgunaráætlun yrði aldrei án skilyrða, hann sagði e-h á þá leið að þú afhendir aldrei peninga án trygginga. Og að ríkisstjórn Spánar yrði formlega að fara á leit um björgun, áður en formleg afstaða ríkisstjórnar Þýskalands geti legið fyrir.

Fyrir þetta fjárhættuspil - er Mariano Rajoy að leggja samfélagslegan stöðugleika Spánar að veði!

Viðbótar niðurskurður, fimmtu niðurskurðaraðgerðirnar í röð, munu að sjálfsögðu framkalla meira atvinnuleysi - og enn frekari samdrátt. Þ.e. af og frá, að aukning atvinnuleysis muni nema staðar þannig að það verði ekki meira á nk. ári. Að auki, alveg af og frá að samdráttur nk. árs verði minni en þessa árs. Miðað við allan viðbótar niðurskurðinn auk útgjaldaaðgerða.

En í þessum áætlunum, virðist gert ráð fyrir að ríkisstjórn Spánar muni geta þvingað héröðin - sem ráða yfir stórum hluta heildarútgjalda hins opinbera á Spáni, að skera niður að því marki sem stjv. Spánar heimta.

Þegar hafa tvö stór héröð þverneitað að spila með þ.e. Valencia og Katalónía - - og stjórn Katalóniu, fjölmennasta héraðsins og að auki það héraðanna sem hefur stærsta efnahaginn af þeim öllum, er komin í beina uppreisn gegn ríkisstjórn Spánar, og er líkleg til að gera allt í sínu valdi, til að spilla fyrir framkv. aðgerða spænskra stjv.

  • Það virðist því afskaplega ólíklegt að ríkistjórn Mariano Rajoy takist ætlunarverk sitt.

Nú þegar er sú ríkisstjórn rúin trausti - skv. nýlegri skoðanakönnun sagðist um 80% aðspurðra að vera óánægðir með aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Ef kosningar myndu fara fram í dag ætti sér stað mjög stórt fylgishrun stjórnarflokkanna - eftir um 10 mánuði við stjórn.

Mariano Rajoy virðist komin í stórfellt hættuspil - ekki síst með spænskt samfélag!

En ég reikna með því að deilur ríkisstjórnarinnar og einstakra héraða muni nú stigmagnast!

Deilan við Katalóníu er sérdeilis varasöm, vegna þess að stjórn Katalóníu virðist hafa íbúana í héraðinu með sér.

Það geta því átt sér stað mjög fjölmennar æsingar!

Ég velti fyrir mér hve langt spænsk stjv. eru til í að ganga - - að lýsa yfir herlögum í héraðinu? Senda inn herinn í kjölfarið til að skakka leikinn? Ekki myndi það draga úr andúð fólksins á svæðinu.

Síðan má velta fyrir sér - hvaða hérað næst? Baskaland?

 

Niðurstaða

Ríkisstjórn Spánar virðist komin út í sannkallaðan háskaleik - með því að ætla sér að gera sitt ítrasta til að þvinga samfélagið á Spáni til hlýðni, þegar það er þegar byrjað að rísa upp. En það voru mjög fjölmennar mótmælaaðgerðir í Madríd, og víða í borgum. Þær geta vart annað en orðið fjölmennari, og haldið áfram. Því örvæntingin knýr þær.

Síðan er það stigmagnandi ástandið sem er deilan milli stjórnarinnar og Katalóníu héraðs. Ekkert bendir til að héraðsyfirvöld séu á þeim buxunum að lyppast niður, með almenning í héraðinu með sér. Má líklega treysta því að fjölmennasta og ríkasta héraðið muni gera sitt ítrasta til að skaða aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Spánar. Það eitt gerir hana mjög hæpna. Fyrir utan að annað stórt hérað Valencia hefur einnig neitað að skera niður í samræmi við vilja stjv. Spánar.

Engin leið er að spá fyrir hve alvarleg deilan v. Katalóníu verður, eða getur orðið. En með almenning að baki sér, sýnist mér fullvíst að stjórnarflokkur Katalóníu geti í kjölfar vísbendinga þess efnis, að stjv. Spánar ætli sér að hindra að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði héraðsins fari fram - efnt til mjög fjölmennra mótmæla í helstu borgum Katalóníu.

Í reynd ætti héraðsstjórnin að vera vel mögulegt að stöðva nokkurn vegin nær allan efnahag héraðsins, til að hindra að skattar berist þaðan til Spánarstjórnar. Segjum, allsherjar-verkfall með fullum stuðningi héraðsstjórnarinnar.

Ég held að það sé nærri með fullu útilokað að ríkisstjórn Spánar muni geta náð fram yfirlístum markmiðum sínum í hinum nýju fjárlögum:

Spanish budget - as it happened, September 27, 2012

Niðurstaðan er - að það sé ekki þess virði fyrir Spán, að leitast við að halda landinu innan evrunnar, með þeim kostnaði sem nú bendir til að muni vera í formi "samfélagslegrar upplausnar á Spáni."

Eina leiðin til að stöðva það upplausnarferli - sér að taka Spán sem fyrst út úr evrunni.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. september 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869834

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband