24.9.2012 | 22:11
Joseph Eugene Stiglitz segir Evrópu vera að renna út á tíma!
Stiglitz er í reynd að vara við því sem hann verður vitni að þessa dagana í Brussel, sem er að því er virðist "skortur á getu til að taka ákvarðanir." Með öðrum orðum að hans mati sé Evrópa í stórfelldri hættu á því að glata enn einu tækifærinu - - sjá:
Bloomberg - Nobel Winner Stiglitz Says Time Is Running Out for Europe
Það er nánast lokatækifærið til að bjarga evrunni - það þarf að taka stórar ákvarðanir á næstu mánuðum, en samtímis er ljóst að í reynd hefur ekkert verið leyst af þeim vanda sem álfan stendur frammi fyrir.
Yfirlísing Mario Draghi Seðlabankastjóra Evrusvæðis, er í reynd það eina sem hefur um "hríð" - ath. það verða skammtímaáhrif ef markaðurinn sér ekki fljótlega eitthvað af hinum stóru ákvörðunum gerast - dregið úr spennunni sem hefur rýkt.
En sjá má þess merki að farið er að reyna á þá þolinmæði, rétt að taka fram að markaðir eru enn í hástöðu miðað við megnið af árinu fyrir utan upphaf þess, en sl. daga hefur nokkuð lækkun samt átt sér stað - - augljós vísbending að þolinmæðin er farin að dala.
Ef ákvarðanir dragast frekar, eru líkur sterkar á frekari falli - að spennan smám saman snúi til baka, ég á ekki von á því að þessi biðtími sé meiri en kannski út nóvember.
Ef enn hefur ekki verið tekin ein af hinum mikilvægu ákvörðunum, þá grunar mig að markaðir muni hratt leita aftur til baka í það far er þeir voru í, fyrir nokkrum vikum síðan.
Joseph Eugene Stiglitz - "European nations must share past debts to lift the burden of high interest rates on Spain and Greece and implement a banking union with deposit insurance to prevent capital flight, said Nobel Prize-winning economist Joseph Stiglitz" - "If you dont do that, you have this adverse dynamic: the weak countries get weaker and the whole system falls apart,"
Hann tók einnig stórt upp í sig um daginn, er hann var staddur á málþingi á Spáni: The Nobel Prize in economics Stiglitz: If Spain asks the rescue could be a suicide for the country
Stiglitz er greinilega ekki sá eini sem hefur áhyggjur af því, að það virðist ekkert óðagot á pólitísku stéttinni innan Evrópusambandsins - sbr.:
Herman Van Rompuy: "Europe is on the way out of the crisis, but there is still work to do. I see a tendency of losing the sense of urgency both on short-term policies and on (the) longer term. This must not happen. As long as 25m people are looking for a job and as long as we have not fully stabilised the euro, we cannot sit back."
Þetta hefur áður gerst, þ.e. þegar dregur úr spennunni í smá tíma - þá einhvern veginn missa pólitíkusarnir viljann til að leita sátta, að ná málamiðlunum.
Það er eins og að pólitíska baklandið innan Evrópusambandsins sé orðið þannig, að ástand mála verði nánast að vera statt á blábrúninni -- svo að pólítíska stéttin þori að taka "óvinsælar" ákvarðanir.
Þá á ég við, að andstaða innan landanna meðal almennings við aðgerðir af því tagi sem þarf að grípa til ef evrunni á að bjarga, virðist hafa aukist - og þ.s. verra, fara vaxandi.
Einungis er gjáin blasir við eina ferðina, finna menn hjá sér á 11. stundu smá "hugrekki."
Það vantar í reynd að því er virðist fullkomlega í þessa krýsu innan Evrópu, leiðtoga - sem "leiðir" í stað þess, eru allir að taka ákvarðanir í ljósi skoðanakannana - og annarra vinsældakannana, meira að segja Merkel.
Það getur verið að sagan sé að endurtaka sig - - að enn eitt skiptið sé verið að misnota tækifærið. Og síðan standi menn aftur frammi fyrir gjánni.
Spurning hve oft geta menn endurtekið þann leik - án þess að hrapa framaf?
Niðurstaða
Ótti er að byrja hjá aðilum, að eina ferðina enn muni leiðtogar aðildarríkja evru, misnota tímabundið hlé á krýsunni, til töku mikilvægra ákvarðana.
Ástæðan er auðvitað sú, að hver einasta af þeim stóru ákvörðunum, er stórpólitísk.
Að auki, líkleg til að skapa verulega andstöðu.
Hættan er augljós að útkoman verði svo útþynnt að niðurstaðan bjargi ekki nokkrum hlut, gefi einungis enn eina smápásuna, spurning hve oft er unnt að sparka boltanum áfram?
T.d. standa menn frammi fyrir vanda Grikklands - - en ljóst virðist að þeim bolta er ekki unnt að sparka áfram frekar, annaðhvort þarf að framkv. frekari niðurskurð skulda þess lands eða veita meiri peningum, eða í þriðja lagi - heimila Grikklandi að verða gjaldþrota.
Sú ákvörðun verður vart dregin mikið lengur, en ljóst er að stór hola er enn einu sinni í gríska prógramminu - a.m.k. 20ma. skv. Der Spiegel um helgina. Kemur til meiri samdráttur tekna en gert var ráð fyrir og hitt að aðgerðir sem átti að framkv. komust ekki til framkv., stoppuðu í gríska embættismannakerfinu.
Lítill vilji til að moka meira fé - en samtímis, verður Spánn að óska eftir aðstoð ef tilboð Seðlabanka Evrópu um ótakmörkuð kaup, á að virkjast. Og Spánn er að hanga á málinu, í von um að fá hagstæðan samning um "akkúrat hvaða skilyrði." Annars gæti grískur "exit" valdið mikilli hættu innan evru.
Útlit er því fyrir að krýsan sé aftur á leið í stigmögnun - hve lengi það getur staðið yfir, er ég ekki viss. En ekki fram yfir nýárið - er mín tilfinning. Ákvörðun verði að liggja fyrir - fyrir nk. áramót í síðasta lagi, grunar mig. Annars geti farið af stað "stór boðaföll."
Kaldhæðnislega - er það nokkurn veginn það ástand sem evran stóð frammi fyrir akkúrat um sl. áramót.
Kv.
24.9.2012 | 02:31
ASÍ að draga til baka fyrri fullyrðingar að lífskjaraskerðing hér hafi verið verst?
Það kom áhugaverð frétt á um helgina þ.s. vitnað var í hagfræðing Alþýðusambands Íslands, en hann hefur verið einn af þeim sem hafa hvatt til þess að evra sé tekin upp á Íslandi sem allra fyrst, m.a. vísað í þá "miklu kaupmáttarrýrnun krónunnar í kjölfar hrunsins - ath. alltaf sagt kaupmáttarýrnun krónunnar, eins og það hefði ekki orðið kaupmáttarrýrnun ef það hefði orðið bankahrun og við hefðum verið stödd innan evru!
Áróðurinn m.a. í ASÍ en mörgum öðrum hefur einmitt verið á þá leið, að þegar kaupmáttur féll um svipað leiti og bankahrunið var, að þá hafi krónan verið sökudólgurinn - hún hafi tekið lífskjörin niður ekki bankahrunið.
Því hefur verið margsinnis haldið fram, að ísl. króna gegni fyrst og fremst því hlutverki að rýra kjör almennings - fullyrt hefur verið margsinnis síðan okt. 2008 að lífskjarahrapið hafi verið hvergi verra innan Evrópu verið en á Íslandi einmitt vegna krónunnar.
Þeir "ágætu menn og konur" virðast vera að halda því fram "án þess að segja það beint" að án krónu hefði ekki orðið kaupmáttarhrun - - eða, ekki verður það skilið með öðrum hætti, þegar krónan er sögð sökudólgur lífskjaralækkunar í kjölfar bankahrunsins en ekki að það hafi verið bankahrunið sjálft.
Því hefur verið statt og stöðugt haldið fram, að Ísland hefði komið miklu mun betur út innan evru.
Hvað segir nú allt í einu hagfræðingur ASÍ? - Kaupmáttur hefur rýrnað
- "Alþýðusambandið hefur reiknað út fyrir fréttastofu breytinguna sem orðið hefur á kaupmætti dagvinnu launa frá því í desember 2007. "
- "Laun hafa hækkað um tæp 33 prósent á tímabilinu."
- "Verðbólgan hefur hins vegar verið meiri eða 41 prósent."
- "Niðurstaðan er sú að kaupmátturinn hefur rýrnað um nærri 6 prósent."
- "Ólafur Darri segir að enn sem komið er séu því lífskjörin hér lakari en fyrir hrun."
- "Í hruninu hafi tapast ein króna af hverjum tíu af verðmætasköpun okkar, þ.e.a.s. samfélagsins í heild. "
- "Mjög margir hafi orðið fyrir þungum búsifjum í hruninu og það mun taka langan tíma að vinna okkur upp úr því mikla áfalli sem við urðum fyrir 2008."
Hvað er þessi skerðing kaupmáttar launa í sbr. v. ástand mála á evrusvæði?
Takið eftir að mælt í evrum hefur kostnaður per vinnustund lækkað um:
- 20% á Írlandi.
- 25% í Grikklandi, mjög ört hrap í seinni tíð!
- 4% lækkun á Spáni.
- Eins og sést er örlítið lækkun á launakostnaði per vinnustund einnig í Portúgal.
- Engin lækkun hefur enn orðið í launakostnaði per vinnustund á Ítalíu.
Það sem verður að muna, að í þessum samanburði - að lífskjör eru enn að lækka mjög hratt í Grikklandi í frjálsu falli á þessu ári eins og sést, síðan fara þau enn lækkandi á Írlandi, áhugavert hve lítið laun virðast enn hafa lækkað í hinum löndunum í vanda innan evru.
Ekki neitt enn á Ítalíu - sem bendir til þess að enn sé vart hafið það ferli þar, að snúa launakostnaði við, til að lækka viðskiptahalla landsins.
Spánn er staddur í efnahagssamdrætti, vitað er að mikill niðurskurður er í farvatningu hjá stjv. - einnig að til stendur að lækka laun frekar en orðið hefur, þetta eru ekki endanlegar tölur.
Sama um Portúgal, miðað við það hve menn hafa verið að lofa niðurskurðaraðgerðir stjv. Portúgals, kemur á óvart hve lítil lækkun launakostnaðar hefur átt sér stað, en Portúgal er enn statt í kreppu og frekari niðurskurði, þannig að það sama á við í því landi, að þetta eru ekki endanlegar tölur yfir lækkun lífskjara.
- Við berum okkur gjarnan við Írland - vegna þess að landið er á sambærilegu þróunarstigi og Ísland, og lenti einnig í bankakreppu, hefur evru.
- Aðgerðir írskra stjv. hafa verið lofaðar í hástert af mörgum evrusinnum erlendis, vegna þess hve viljug þau hafa verið að standa fyrir beinum launalækkunum.
- Vísað hefur verið í fordæmi Írlands - sem sönnun þess að S-Evrópa geti framkv. svokallaða innri aðlögun, vandinn er að S-Evr. er fyrir utan Grikkland, vart hafin í því ferli, að lækka launakostnað per vinnustund.
- Það á því enn eftir að koma í ljós, hvort að það tekst að framkv. sambærilegar lækkanir og írum hefur sannarlega tekist, en Írland er nú komið í jákvæðan viðskiptajöfnuð, þó sá plús sé ekki stór í prósentum talið, árangurinn því smærri en sá er Ísland náði á einni klukkustund með gengisfalli.
Þó þetta sé ekki endilega akkúrat jafnt og "kaupmáttur launa" þ.e. launakostnaður per vinnustund, en hugsanlegt er að inni í þessu sé einhver aukning á skilvirkni per unna vinnustund.
Þá væntanlega er ekki neitt stórt bil milli þessara talna og þess hlutfalls sem laun hafa lækkað.
Málið er að Ísland er statt í klassískum viðsnúningi í kjölfar gengislækkunar!
Ég bendi á áhugaverða rannsókn "BIS" sem gefin var út 2010 sjá umfjöllun mína frá
"On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
Takið eftir þessari tölu sem þeir ná fram með samanburðarrannsókn á tugum raunverulegra tilvika.
Skv. því er Ísland akkúrat statt nú á miðjunni hvað rýrnun kaupmáttar varðar. Sem segir, að rýrnun kaupmáttar sé algerlega dæmigerð fyrir stórar gengissveiflur.
Við getum einungis gískað á stöðu Íslands ef það hefði verið statt innan evru - og ef ekki hefði verið mögulegt að fella gengi til að snöggminnka innflutning - svo viðskiptajöfnuður yrði þá þegar nægilega stór í plús til að standa straum af þeirri aukningu skulda er skall yfir okkur.
Í staðinn hefði þá þurft að lækka laun - sem aldrei hefði verið eins fljótleg aðferð.
Þannig að Ísland hefði óhjákvæmilega lent í neikvæðum viðskiptajöfnuði því innkoma hagkerfisins hrapaði um leið og bankahrunið átti sér stað - þá hvarf innistæðan að hluta fyrir lífskjörum á landinu.
Sá halli óhjákvæmilega hefði orðið að viðbótarskuldum.
Sem ég sé enga leið en að greiða til baka með með þeirri einu aðferð, að lækka lífskjör enn frekar en núverandi staða mála.
Sjálfsagt er einhver þessu ósammála að Ísland væri statt í verri stöðu.
Hið minnsta er það afsannað nú að staða okkar sé sú versta lífskjaralega af öllum löndum í Evrópu.
En í samanburðinum að ofan vantar Eystrasaltlönd, þ.s. einnig hefur átt veruleg lækkun lífskjara, þar voru laun lækkuð á bilinu 30-40%, en síðan 2011 hafa laun hækkað e-h aftur, hef ekki séð neina nýlega samantekt.
Niðurstaða
Ég velti fyrir mér hvort ASÍ sé búið að ákveða að gleyma þeim fullyrðingum sem tönnslast var á fyrstu 2 árin eftir hrun, en síðan um mitt ár 2011 hefur jafnt og stöðug hallað undan fæti á evrusvæði. Lækkun lífskjara er greinilega komin í gang í nokkrum ríkjum. Eins og sést að ofan, sums staðar innan Evrópusambandsins eru dæmi um umtalsvert óhagstæðari stöðu lífskjaralega séð. Engin þjóð er þó í eins slæmum málum og aumingja Grikkir.
Spurning hvort að "allt er verst hér" fullyrðingin muni nú hverfa eins og dögg fyrir sólu úr umræðunni?
Kv.
Bloggfærslur 24. september 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869834
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar