Ég er á því að "Full Reserve Banking" sé virkilega slæm hugmynd!

Þetta er hugmynd sem dúkkar upp við og við þegar það eiga sér stað stórar fjármálakreppur. Ein af þeim hugmyndum sem virðast við snögga sýn "hafa rök með sér" en þegar betur er gáð, er hún í reynd óskaplega gölluð. Einn kom með þennan hlekk til mín í athugasemd: http://betrapeningakerfi.is/

Þarna eru menn að einblína á "stöðugleika" markmiðið og einnig að losna við "verðbólgu."

En alveg eins og t.d. við upptöku evru fylgja margir slæmir gallar, þá fylgja þessari hugmynd nokkur fjöldi, yfirmáta alvarlegra galla.

Það er einmitt málið sem þarf ávallt að meta þegar menn koma með hugmyndir - - er, hvaða galla fá menn í staðinn? Þetta er alltaf lykilspurningin!

Að auki er eitt sem gleymist - - sem er að óstöðugleiki "fractional reserve banking" kerfis, hefur margvíslegar gagnlegar afleiðingar.

En þ.e. þumalfingursregla - - að ef þú sérð bara galla við fyrirkomulag sem lengi hefur tíðkast, ertu sennilega ekki að sjá það réttum augum.

Ekkert fyrirkomulag hefði getað enst svo lengi, ef það væri svo herfilega án kosta - eins og fylgismenn "Full Reserve Banking" vilja meina.

 

Hvaða kosti hefur "Fractional Reserve Banking"?

Sannarlega veldur þetta fyrirkomulag verðbólgu sem ávallt er fylgisfiskur þessa kerfis, sem og óstöðugleika, þ.e. kreppur.

En þess á milli, málið með óstöðugleika er að hann er ekki einungis slæmur - óstöðugleiki hefur einnig margvíslega kosti.

Sem dyljast mönnum gjarnan - þegar neikvæðu hliðarnar dynja yfir.

Til þess að átta sig á kostum þess að hafa kerfi sem í eðli sínu er óstöðugt, verða menn að fara aftur til þess tíma, áður en "fractional reserve" aðferðin var fundin upp.

En þá var einungis unnt eins og menn vilja meina að eigi að vera - að fá lánað fé hjá þeim sem eiga fé, ég bendi á að tryggingafélagið Loyds var lengi rekið með þeim hætti, að þegar seld var trygging var alltaf einhver einstaklingur eða hópur einstaklinga, með fulla bakábyrgð. Þeirra peningar og eignir voru 100% undir. Svo ef það var tap, tapaði ekki Loyds "per se" heldur þeir sem höfðu lagt fram eignir til Loyds, og fengið í staðinn greiddan arð. En þegar tapið skall á þeim, gátu ríkir menn verið öreigar eftir.

Svona vilja áhugamenn um "Full Reserve Banking" að öll fjármálastarfsemi fari fram.

Það þíðir auðvitað, að þ.s. alltaf er einhver persónulega 100% ábyrgur, hans eða hennar peningar hafa verið lánaðir, þá tapa þeir öllu því fé sem þeir lögðu til þegar það lán eða sú trygging sem þeirra ábyrgð var notið á móti tapast.

Augljóslega, er það mun heppilegra fyrir eigendur, að dreifa áhættunni - þannig að þeir hafa lagt fram fé - stofnað banka, að þeir deila áhættunni - þannig að það er aldrei einn sem er tekinn 100% fyrir, heldur missa þeir einungis sitt ef allt fé bankans tapast.

Annars yrði gríðarlega erfitt að fá lán! Ath. Þegar allt fé einhvers væri undir, væri einungis lánað til einhvers sem væri með mjög löng og góð viðskiptasamskipti við bankann - eða hefði langa viðskiptasögu sem væri auðsannanleg.

  • Sem þá skapar mjög mikla hindrun - fyrir sérhvern þann, sem vill hefja viðskipti.
  • Er ferskur með nýjar hugmyndir! 

Hlutafélagaformið í bankastarfsemi hefur verið ríkjandi nú síðan á 18. öld þ.e. dreifð áhætta - hver tekur á sig tap í hlutfalli við sitt eigið-fjár-framlag, og "Fractional Reserve Banking" einnig síðan þá.

En ef banki sem er hlutafélag, lánar meira fé en hann í reynd á - þ.e. á ekki fé fyrir öllu útistandandi fé sem hefur verið lánað út.

Þá um leið, getur sá haft miklu mun flr. lán útistandandi - en ef hann þyrfti að eiga fé fyrir öllu útlánuðu.

Sem þíðir að bankinn hefur meiri tekjur at útlánum! Og skilar meiri hagnaði.

Það þíðir um leið, að bankinn hefur efni á útlánatöpum að einhverju hlutfalli - því hagnaður leyfir það að einhverju marki, þannig að hann sé samt ekki í neinni verulegri hættu á að komast í vandræði.

-------------------------------------

Stóri kosturinn er einmitt sá - að mun flr. hafa aðgang að lánfé!

Sem þíðir, að aðili sem vill hefja viðskipti og hefur áhugaverða hugmynd, á mun meiri möguleika á fyrirgreiðslu í núverandi kerfi, en í því kerfi sem hugmyndasmiðir um "Full Reserve Banking" leggja til.

Það er kostur vegna þess, að þá komast mun fleiri hugmyndir á koppinn - en annars myndu.

Sem þíðir - hagvöxtur getur verið meiri, en ekki bara meiri, heldur miklu - miklu meiri.

En að auki - er það gríðarlegur drifkraftur fyrir tækninýjungar, að aðilar með góðar hugmyndir eigi greiðari leið að fjármagni.

Ég bendi á, að tímabilið frá fyrri hl. 18. aldar, hefur séð mestu umbyltingu sem átt hefur sér stað á högum almennings, á högum allra - á sviði tækniþekkingar o.s.frv.

Málið - er að það er eins og að setja "túrbó" á hagkerfið, að hafa "Fractional Reserve" kerfi.

Frá og með 18. öld, verður mjög róttæk breyting - þ.e. hraðinn á tilkomu tækninýunga eykst stórfellt.

Á sama tíma, hófst uppbygging hagkerfa mannsins á hraða, sem er í háu margfeldi miðað við það ástand sem rýkti fyrir þann tíma.

Þetta sýnir þann kraft sem þú leysir úr læðingi - - ef hagkerfið hefur alltaf nóg af fjármagni í umferð.

Ég hef heyrt mótbárur, að Evrópumenn hafi verið að græða svo mikið á nýlendum á þeim tíma, en nýlenduveldi Spánverja hófst á 16. öld - tveim öldum fyrr. Ekki hófst iðnbyltingin þar.

Hún hófst í Bretlandi, sem er það land sem tók við uppfinningu nútímabanka af Hollandi, og nýtti síðan þá aðferð - að dæla stöðugt peningum í uppbyggingu síns veldis. Til þess, að auka hraðann á útþenslu Bretaveldis.

Meðan Bretar sátu einir að þessari aðferð ásamt Hollandi, þá virtist á 18. öld ekkert geta sigrað þá, þ.e. þeir gátu smíðað stærri herflota en nokkurt annað Evrópuveldi, svo þeir náðu stjórn á heimsversluninni.

Þeir héldu uppi fjölmennum og vel búnum herjum, sem sigruðu í öllum stríðum sem Frakkar háðu við þá á 18. öld, en Franska ríkið tók ekki upp aðferðir Breta fyrr en eftir byltingu.

Þá auðvitað, fóru Frakkar mikinn - og saman lögðu þeir og Bretar undir sig ótrúlegt hlutfall af heiminum. Málið er þessi ógnarhraði á útþenslunni sem varð mögulegur.

Með því að það var nægt lánfé alltaf til staðar, var unnt að þenja út veldið miklu mun hraðar en annars hefði verið mögulegt, síðan greiddu þeir lánin með þeim auðlindum sem þeir náðu undir sig.

Þó aðfarirnar hafi ekki endilega verið fallegar - þá sáu aðrir hve öflugir þeir voru, og ekkert land sem vildi nútímavæðast gerði það án þess að taka upp nútímabankakerfi.

 

Hvað með kreppurnar?

Í "Fractional Reserve" er alltaf töluvert af því sem ég kalla "lofti." Þ.e. ávallt er meira fé í umferð, en nemur í reynd heildarumfangi hagkerfisins - þegar tekið er tillit til allra fjárhagslegra skuldbindinga.

Veikleikinn er að þegar of mikið er tekið af slæmum ákvörðunum um lánveitingar, sem gerist alltaf öðru hvoru.

Þá er of hátt hlutfall af lánum að fara í hluti sem ekki í reynd er gagn af, þá kemur að því að kreppa skellur á.

Fjármagn tapast - - ég vil meina að þau töp sem eiga sér stað, séu ekki raunveruleg töp.

Heldur minnkar magnið af lofti í kerfinu, það leiðréttir sig.

Það áhugaverða við kreppurnar er, að þær hafa einnig nokkra kosti - þó það geti virst mörgum erfitt að sjá þegar ein slík er í gangi.

  • Schumpeter kallaði þetta "creative destruction" þ.e. að í kreppum, fari þeir á hausinn sem tóku rangar fjárfestingaákvarðanir.
  • Eftir kreppu, séu þá eftir þeir sem tóku skynsamari fjárfestingarákvarðanir - þeir lifa af, þeirra starfsemi blómstrar í uppganginum sem þá hefst fljótlega.
  • Scumpeter vildi meina, að þessar reglulegu kreppur auki skilvirkni hagkerfisins.
  • Þær ryðji á brott því óhagkvæma - skilji eftir það hagkvæma.
  • Eftir standi hagkerfið - betra.

Þetta er eðlilega umdeilt, en hitt er ekki - að snöggu dýfurnar sem eiga sér stað, að þeim fylgir síðan hraður uppgangur á ný.

Hvað sem segja má um meinta galla, þá hefur hingað til það nær ávallt staðist, þá er ég að tala um tímabilið síðan um miða 19. öld í Evrópu, eftir að iðnbyltingin fer þar af stað fyrir alvöru, að næsta hagsveifla á eftir endar ávallt hærra en sú á undan.

Á sama tíma, hefur átt sér stað mesta bæting almennrar velmegunar í gervallri heimssögunni.

Þrátt fyrir þennan óstöðugleika - verðólguna sem skellur á við og við.

 

Málið er að stöðugleiki er stórfellt ofmetið hugtak!

Stöðugleiki er í reynd mjög varasamt fyrirbæri. Ég mynni á það, að þegar við skoðum söguna. Þá er ég að tala um sl. 5000 ár eða svo. Þá enda öll stórveldi á því að "staðna." Síðan rotna þau að innan. Síðan hrynja þau fyrir rest. Sá uppgangur sem átt hefur sér stað sl. 3 aldir, er algert einsdæmi.

Annað með stöðugleika, er að sá er vinur hefða - vinur hefðbundinna elíta.

Eitt af því sem sú stöðuga umbylting með hröðum vexti og kreppum á víxl hefur orsakað, er að sá mikli óstöðugleiki hefur grafið undan öllum þeim hefðbundnu samfélögum sem áður voru til.

En það fylgir eðli kreppanna, að þær eyðileggja.

Sá eyðileggingarmáttur - er mjög öflugur hvati fyrir breytingar.

Hann eyðir upp því sem fyrir er, umbyltir því, og gefur færi á að nýtt verði til.

Aftur "creative destruction" hugtakið. En ég er á því að Scumpeter hafi haft 100% rétt fyrir sér.

Hefðbundnu elíturnar ráða yfirleitt ekki við það umrót sem á sér stað, kaosið sem er innbyggt í kerfið - það kaos veldur því, að eldri hugmyndum er sópað til hliðar af nýjum, sem fá tækifæri eftir hrunið.

Þannig hefur þetta átt sér stað í hverju einasta landi, sem hefur tekið upp "nútíma hagkerfi."

Eins og ég sagði áðan - - óstöðugleikinn hefur margvíslega kosti.

-----------------------------------

Þessi stöðuga endurnýjun er held ég lykilatriði.

Hún verði að eiga sér stað - svo því sem alltaf gerðist áður þ.e. stöðnun sbr. "fossilization" verði ekki ofan á, svo það myndist ekki aftur samfélag ríkjandi hugmynda sem kæfir með of mörgum bönnum.

Hin stöðuga endurnýgjun, sé forsenda þess - að mannkyn geti sloppið við þær útkomur sem öll gömul samfélög lentu í, fyrir rest.

 

Niðurstaða

Ég held að "Full Reserve Banking" myndi endurvekja gamla drauginn sem mannkyn virðist nú a.m.k. um hríð hafa hrist af sér, þ.e. "stöðnun." En við það að minnka svo stórfellt aðgang að fjármagni. Þá um leið, minnkar mögulegur hagvöxtur ekki einungis umtalsvert, heldur mjög - mjög mikið. Að auki, eru þeir sem telja stöðugleika svo mikilvægt markmið, að gleyma sögunni. Þeirri staðreynd að öll gömlu samfélögin liðu undir lok, vegna þess að þau gátu ekki forðast "stöðnun" og síðan "fossilization" þ.e. innri hrörnun.

Hinar reglulegu kreppur, með því að skapa nægilegan óstöðugleika - tryggja tel ég að hættan sem öll hin gömlu samfélög fortíðar lentu í, sé líklega ekki til staðar.

Það sé einmitt eyðileggingarmáttur kreppa, sem viðhaldi þeim nauðsynlega ferskleika sem þarf til, svo sennilega elstu og verstu hættu mannlegra samfélaga - sé haldið frá.

Þ.e. hættunni á stöðnun.

-----------------------------

En er allt þá í lagi í dag? Ég legg til miklu mun vægari breytingar. Ég tel að rétt væri að bakka aftur fyrir "Seinni Styrrjöld" þ.e. afnema "innistæðutryggingar." Ég er á því að heldur mikið loft sé innan kerfisins, eins og þ.e. uppbyggt á seinni árum, en innistæðutryggingar með því að lækka áhættu banka, gera þeim kleyft að auka útlán enn meir en var mögulegt fyrir "Seinna Stríð." Er þá ekki enn betra að hafa enn meira af peningum? Ekki endilega, en með þessari lykilbreytingu, þá gátu bankar stækkað margfalt að umfangi. Því með minni áhættu, gátu þeir boðið lán á lægri vöxtum. Sem margfaldaði eftirspurn eftir lánsfé. Gömlu spekingarnir töluðu um að hafa ekki meira umfang peningakerfis enn 1,5-1,8 þjóðarframleiðslur. Í dag er sennilega heildarumfang peningakerfis evrusvæðis nær 5 þjóðarframleiðslum. Það er hægt að hafa "of mikið túrbó." En þetta magnar upp á enn hærra stig, óstöðugleika áhættuna - - og að sjálfsögðu stækkar hrunið er það loks verður. Kerfið fyrir stríð, var nægilega þanið - segi ég. Og óheppilegt hafi verið að þenja það meir út.

Ef innistæðutryggingar eru teknar af, þá um leið myndu innistæðueigendur krefjast hærri vaxta því áhætta þeirra hefðu aukist, sem myndi þíða að þá yrðu bankar að hækka vextina á útlánum, sem myndi minnka eftirspurn eftir lánum, sem myndi minnka umfang banka. Það umfang sem þeir höfðu var þá ekki það risastórt, að heilu samfélögin yrðu gjaldþrota v. þrots eins banka. 

Þá var gjaldþrot eins banka ekki alvarlegra, en t.d. gjaldþrot verksmiðju, eða hvers annars fyrirtækis.

Að fara þangað til baka, tel ég heppilegt. Það dregur e-h úr mögulegum hagvexti, en miklu mun minna þó en ef "fractional reserve banking" væri lagt af alfarið.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. september 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869834

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband