14.9.2012 | 22:46
Af hverju gengur svo ílla að ná skatttekjum hinna ríku?
Þetta er umræða sem er mikið á döfinni í Evrópu í dag, m.a. í Frakklandi þ.s. Hollande forseti lofaði "réttlárara skattkerfi" sem þíðir skv. gildum jafnaðarmanna "skattkerfi sem stuðlar að aukinni tekjujöfnun." Sem jafnaðarmenn kalla gjarnan að "draga úr tekjumismunun."
Deilan snír að nýjum 75% skatti á tekjur umfram tiltekna upphæð. Rétt að taka fram, að það eru raunverulegar "hátekjur" sem við erum að tala um, og þó viðkomandi borgi svo hátt skatthlutfall, er viðkomandi ekki beint orðinn fátækur - er enn tekjuhár.
En þeir sem hafa þetta háar tekjur, finnst skatthlutfall sem er þetta hátt, vera ósanngjarnt.
Ég ætla ekki að fella dóm á hvort það er sanngjarnt að láta ofsaríka greiða miklu mun hærri skatthlutfall, en launafólk t.d. dæmigert millistéttarfólk á cirka miðtekjum.
Þetta fer algerlega eftir lífskoðun viðkomandi - en lífsskoðanir eru í eðli sínu ósannanlegar.
En ljóst er að margir þeir sem hafa tekjur langt yfir meðallagi, þeim finnst það ósanngjarnt.
Og þ.e. málið, að það eru í boði mjög mörg úrræði fyrir fólk með tekjur langt yfir meðaltali, ef það hefur áhuga á því að víkja sér undan skattheimtu - sem það upplifir sem ósanngjarna.
Af hverju er svo erfitt á ná í skatttekjur hinna ríku?
Uppbygging hins nútíma frjálslynda hagkerfis sem rýkir í heiminum - veldur þessu. En þ.e. nú talið eðlilegt að aðili geti átt heima í landi A en átt fyrirtæki í landi B, en fengið hagnað af starfseminni sendan til sín - í banka að eigin vali t.d. í landi A. En það getur einnig verið banki í landi C eða D eða E.
Þetta þíðir að ef t.d. ríkasti maður Frakklands vill losna undan 75% skatti, getur hann fengið ríkisborgararétt í öðru landi, þ.s. skattar eru mun lægri á ríka.
Þá er skv. reglum hins alþjóðlega kerfis, hann enn í fullum rétti til að eiga áfram fyrirtæki sín í Frakklandi, og fá tekjur af þeim á bankareikninga að eigin vali í landi að eigin vali.
- Er það raunhæfur möguleiki fyrir ríka að skipta um ríkisfang?
- Augljóslega - Já.
- Það eru til fjöldi lítill eyríkja t.d. í Karabíska hafi, þ.s. ríkur getur einfaldlega fengið ríkisborgararétt með hraða eldingarinnar, gegn tiltekinni greiðslu. Einnig í Kyrrahafi. Þá borgar sá skatta þar, sem er þá mun lægri en t.d. í Frakklandi. Þetta er rökrétt fyrir pínulitla eyrikið, því það græðir á þessu - - þeir sem tapa eru franskir skattgreiðendur. Sá ríki græðir einnig á þessu.
- Skv. nútíma reglum, er ekkert lögbrot í þessu fólgið.
- Hvorki skv. lögum einstakra landa né alþjóðalögum.
Við þessu er ekkert að gera?
En ef ætti að hindra þennan möguleika, þyrfti þá reglur á þeim nótum, að einungis einstaklingur sem á heima í landi A geti átt fyrirtæki í landi A, síðan sé unnt að veita undanþágur af hálfu yfirvalda.
Slíka reglu er ekki unnt að innleiða skv. lögum ESB um viðskiptafrelsi.
Sem þíðir einnig að ekki er unnt að setja slíka reglu skv. reglum EES.
Sennilega væri slík regla einnig brot á reglum "Heims Viðskipta Stofnunarinnar."
Sjávarútvegur er undanskilinn vegna þess, að erlendis er hann flokkaður með landbúnaði. Og landbúnaður er enn mestu leiti undanskilinn þessum frjálslyndu reglum.
Er þá ekkert unnt að gera?
Í raun og veru ekki, það er raunveruleg hætta á því að ofsaríkir færi ríkisfang sitt úr landi, en haldi samt sem áður fullum réttindum til að eiga í viðskiptum í því landi.
Það má alveg deila um það, hvort það er í reynd sanngirni í því að ofsaríkir borgi mun hærra skatthlutfall en aðrir - en reglan að allir séu jafnir fyrir lögum á við alla jafnt.
En hið minnsta virðist ástandið vera þannig, að það sé ekki unnt að setja hærri skatta á þá - en þ.s. þeir eru til í að borga til viðkomandi samfélags.
Með öðrum orðum - það sanngyrnissjónarmið sem ráði, sé þeirra eigið.
Þess hóps sem sumir aðrir vilja skattleggja mun meir - en þeir sjálfir telja sanngirni í.
Er brauðmolakenningin röng?
Það er algengt að vinstrimönnum að hæðast af því sem þeir kalla "trickle down" - sem þeir túlka sem afstöðu hægri manna, að það sé hagkvæmt að skattleggja ekki þá sem eru ríkir umfram þ.s. þeir sjálfir telja sanngjarnt.
Með öðrum orðum, einnig kallað í hæðnistón "brauðmolakenningin." Þarna er um afflutning að ræða, eins og hagkerfi heimsins er upp byggt. Þá geta þeir sem eiga fyrirtæki algerlega ráðið hvar þeir setja upp sín fyrirtæki. Þeir þurfa ekki að eiga heima í sama landi.
Spurningin er einfaldlega - hver er gróðinn af skattlagningu, sem leiðir til þess að skattstofninn flýr?
Sumir vinstrimenn segja - að þetta sýni skort ríkra á samfélagsábyrgð - - það sé réttmæt krafa að þeir borgi meira, eða jafnvel mun meira. Því þeir geti það.
En ég bendi á móti, að þarna er um "lífskoðun að ræða."
Það er engin leið að sýna fram á, að það sé ósiðlegt að borga minna en þú getur. Þarna er að ræða, deilu sem snýr að lífsskoðun - þ.e. A telur eitt og B telur annað. Hvorugt sjónarmiðið er sannanlegt.
Það má á móti, koma fram öðru sjónarmiði - - sem er það.
- Að við verðum að bera virðingu fyrir skoðunum annarra.
Það gangi ekki, að viðhalda kerfi, sem hópar telja ósanngjarnt - þá beita þeir brögðum til að komast framhjá. Ef hópur telur að sér vegið, finni sá hópur hjáleiðir.
Mér er kunnugt um það, að margir telja tekjuskiptingu ósanngjarna - en eins og nútímahagkerfi eru upp byggð.
Er ákaflega erfitt að þvinga fram tekjujöfnun - nema að mjög takmörkuðu leiti í gegnum skatta. Það kemur að því, að aukin skattheimta skilar nettó tapi - því þeir sem skatturinn beinist að, leita sér hjáleiða, og þeir geta fundið þær. Nútíma alþjóðakerfið býður upp á úrval hjáleiða.
Punkturinn að baki röksemdinni sem vinstrimenn hæðast að - - er að ekki sé skynsamt að haga skattheimtu með þeim hætti, að þeir sem eiga peninga færi þá í banka í öðrum löndum, eða flytji lögheimili sín úr landi.
Niðurstaða
Í dag er mikil pressa á velferðarkerfum Evrópu, einnig á Íslandi. Vegna kreppunnar. Margir sérstaklega á vinstri væng, telja vænlegt að auka skatta á "ríka" telja sig sjá þar næga peninga, til að minna þurfi að skera niður í velferðarkerfum. En þá einmitt reynir á þá staðreynd, að ríkir geta flust úr landi og áfram átt sömu fyrirtækin í landinu sem þeir áður áttu heima í. Þá hafa þeir vegna samninga landa á milli rétt til að fá arðinn sendan til sín, í það land sem þeir fluttu til. Innan ESB, gildir sama regla milli aðildarríkja ESB. Þekkt er að David Cameron hefur lofað því, að veita ríkum sem flýja til Bretlands góðar móttökur - rauða dregilinn. Atriði sem fer mjög í taugarnar á hinum nýja forseta Frakklands. Bretland vonast eftir að fá ríka einstaklinga frá Frakklandi til Bretlands, og skatttekjur þeirra. Þetta er algerlega í samræmi við reglur ESB, þ.s. fullt frjálsrlæði rýkir um kross eignaraðild fyrirtækja milli landa. Ríki Frakkinn er þó að íhuga að færa sig til Belgíu. Þ.s. ekki er þessi 75% skattur.
Þetta sýnir takmörkun skattlagningarleiðarinnar.
Burtséð frá því hvað fólki finnst þeir ríku ömurlegir að notfæra sér að þetta er gersamlega löglegt.
Málið er að það er ekki unnt að höfða til þeirra réttlætiskenndar - því einmitt henni er misboðið, þeir telja skattlagninguna ósanngjarna.
Eins og ég sagði í upphafi - hvað hverjum finnst sanngjarnt sníst um misjafnar lífsskoðanir.
Kv.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.9.2012 | 00:09
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur prentun að nýju!
Þetta er líklega meginfrétt vikunnar, að stjórn "Federal Reserve" skuli hafa samþykkt að hefja "QE3" þ.e. þriðju prentunaraðgerð sína, síðan að kreppan hófst á árinu 2007/8. Stjórnarformaður, yfirmaður bankans, Ben Bernanke kynnti ákvörðunin fimmtudagskvöld.
- "The Committee is concerned that, without further policy accommodation, economic growth might not be strong enough to generate sustained improvement in labor market conditions.
- "Furthermore, strains in global financial markets continue to pose significant downside risks to the economic outlook."
- "The Committee also anticipates that inflation over the medium term likely would run at or below its 2pc objective."
- "To support a stronger economic recovery and to help ensure that inflation, over time, is at the rate most consistent with its dual mandate, the Committee agreed today to increase policy accommodation by purchasing additional agency mortgage-backed securities at a pace of $40bn per month."
- "The Committee also will continue through the end of the year its program to extend the average maturity of its holdings of securities as announced in June, and it is maintaining its existing policy of reinvesting principal payments from its holdings of agency debt and agency mortgage-backed securities in agency mortgage-backed securities."
- "These actions, which together will increase the Committees holdings of longer-term securities by about $85bn each month through the end of the year, should put downward pressure on longer-term interest rates, support mortgage markets, and help to make broader financial conditions more accommodative."
Þeir eru í reynd að segja að eftirspurn sé svo slök í Bandaríkjunum, að þrátt fyrir alla þessa prentun, reikni þeir með því að verðlag hækki ekki umfram 2% á ársgrundvelli.
Þetta segir eiginlega, að hætta hafi farið vaxandi á þróun í átt að verðhjöðnun, sem líklega hefur kallað á þessi nýju inngrip.
"To support continued progress toward maximum employment and price stability, the Committee expects that a highly accommodative stance of monetary policy will remain appropriate for a considerable time after the economic recovery strengthens."
Sem segir eiginlega, að þessi heildarpakki geti haldið áfram um töluverðan tíma.
Eins og fram kemur að ofan, er ein af ástæðunum nefnd - að óvissa í alþjóðaumhverfinu sé að skaða ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum.
Við vitum vel hvaða vandi, hefur verið að skaða ástand mála í hagkerfum heimsins - evrukrýsan.
Bank og England hefur nú verið í prentunaraðgerð megnið af þessu ári - og ekki líkur á stoppi á næstunni.
- Líklegast er evrukrýsan meginástæða þess, að svo hefur hægt á hagvexti í Bandaríkjunum, að stjórnendur "Federal Reserve" telja sig tilneydda, að hefja fulla seðlaprentun á ný.
Því miður bendir flest til þess að evrukrýsan sé í besta falli hálfnuð - þ.e. ef maður gefur sér að evran hafi það af, á sama tíma því lengur sem hún stendur því líklegra að hún endi með hvelli.
Það þíðir væntanlega að hún mun halda áfram að skaða efnahagshorfur í heiminum.
- Þannig að prentunaraðgerð "Federal Reserve" og sú sama hjá "Bank of England" geta haldið áfram lengi enn.
- En ólíkt fyrri prentunaraðgerðum hefur nú "QE3" engin skilgreind tímamörk - heldur einungis skilgreint markmið, þ.e. aðgerðin haldi áfram svo lengi sem ástandið kalli á hana.
- Svo ef evrukrýsan heldur áfram í 2 ár, þá þíðir það væntanlega að "QE3" mun standa a.m.k. eins lengi yfir, jafnvel lengur.
Afleiðingar?
Þær hljóta að vera töluverðar.
- En síðast þegar "Federal Reserve" prentaði, þá hækkaði verðlag á alþjóðamörkuðum á olíu og annarri hrávöru - sem einkum helst er seld í dollurum.
Það var líklega afleiðing prentunar, sýndi að dollarinn var að verðfalla gagnvart hrávörum.
Líkur eru því á því, að sú saga endurtaki sig.
Það þíðir þá væntanlega að sú verðbólga sem þá var í alþjóðakerfinu er "Federal Reserve" síðast prentaði, mun koma aftur.
Það mun bitna á okkur hérlendis, sem og t.d. Evrópu.
En á evrusvæði gerðist það sama, að verðlag á hrávöru hækkaði - þ.e. á innfluttri hrávöru.
- Annað sem líklega gerist, er að evran mun rísa gagnvart dollar - - sem hugsanlega einhverjir kjánar munu túlka hérlendis sem traustyfirlísingu markaðarins á evrunni.
En það var ekki það síðast, og verður ekki svo nú, en málið er að með prentun verður peningastefna í Bandaríkjunum orðin mun "lausari" en í Evrópu, þ.e. ekki er a.m.k. þessa stundina enn hafin nein ný prentunaraðgerð, og vextir þó þeir séu þeir lægstu í sögu Seðlabanka Evrópu eru samt hærri en í Bandaríkjunum.
Málið er, að þessi hækkun gagnvart dollar verður ekki góð fyrir evrusvæði, því það mun skaða samkeppnishæfni útflutnings frá evrusvæði.
Að auki, þ.s. ég tel að verðbólgan í alþjóðakerfinu muni aftur koma til baka þ.e. hrávöruverðs verðbólgan.
Þá mun verðbólga aftur aukast á evrusvæði - - sem mun hleypa verðbólguhaukum á evrusvæði kapp í kinn.
Sem munu þá heimta vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu úr núverandi 0,75 í a.m.k. 1% jafnvel hærra, en á sama tíma mun þá hrávöruverðsverðbólgan vera að skaða hagkerfi evrusvæðis enn - enn frekar, dýpka kreppuvandan.
Ef haukarnir myndu ná að þvinga fram vaxtahækkun til að berjast við verðbólgu, þá myndi það dýpka kreppuna - - enn, enn frekar.
Síðan, er vert að muna að fj. evrusvæðisríkja eru í stífu aðhaldi, skv. kröfum um samdráttaraukandi niðurskurð.
----------------------------------
Þannig að prentunaraðgerð Seðlabanka Bandaríkjanna, eru mjög slæmar fréttir fyrir Evrópu.
Mjög slæmar fréttir fyrir evrusvæði - sérstaklega.
Niðurstaða
Það að "Federal Reserve" hefur á ný prentun, er líklega slæm frétt fyrir okkur einnig. En eins og fram kemur, reikna ég með endurtekningu hrávöruverðs verðbólgunnar sem síðast er prentað var í Bandaríkjunum átti sér stað í heimskerfinu. Líklega mun eitt enn einnig gerast, en þá voru hrávörulönd víða í vanda vegna gengis eigin gjaldmiðla - þ.e. það vildi hækka gagnvart dollar. Sem minnkaði samkeppnishæfni þeirra atvinnuvega.
Það rýkti um tíma veruleg spenna í gjaldmiðlakeri heimsins, sumir seðlabankar voru farnir að beita gagnaðgerðum til að berjast gegn því, að gengi eigin gjaldmiðla myndi hækka verulega gagnvart dollar.
Það verður áhugavert að sjá, hvort að í framhaldinu á þessu - skelli á "fullt gjaldmiðlastríð" í heimshagkerfinu.
En, ekki má heldur gleyma Japan, sem hefur verið í nokkrum hagkerfisvanda síðan stóri skjálftinn varð þar um árið. Jenið fór einnig hátt upp gagnvart dollar síðast, er Seðlb. Bandar. prentaði.
Enn er japanska hagkerfið ekki að ganga nægilega vel eftir áfallið, svo það má vel vera að seðlabanki Japan muni þá einnig hefja prentun.
Svo ætli að það stefni ekki í þ.s. margir hafa verið að spá - allsherjar útþynningu megingjaldmiðla heimsins, sem þá sé rökrétt afleiðing skuldakreppunnar í ríku hagkerfunum.
Endanleg afleiðin - lífskjarahrun í ríku hagkerfunum. En sennilega eru þau lífskjör í reynd fallin fyrir þó nokkru síðan - það sé hin eiginlega útkoma skuldakreppunnar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. september 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869834
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar