Eitraðar sparperur - væri ekki betra að sleppa þessu?

Það kom fram í vikunni sem er liðin að á næstunni verða gamaldags glóðarperur "bannaðar" og einungis heimilað að nota svokallaðar "sparperur" sem innihalda "kvikasilfur." Það er einmitt vandi, því kvikasilfur er mjög eitrað - ekki einungis að það sé hættulegt heilsu fólks, heldur getur það eitrað grunnvatn. Því má ekki farga slíkum perum með venjulegum aðferðum. Og - - þ.s. er mjög mikilvægt ÞAÐ MÁ ALLS EKKI BEITA RYKSUGUNNI Á BROTIN, EF ÞAÐ ER SPARPERA SEM DATT OG BROTNAÐI, ÞVÍ ÞÁ DREIFIRÐU EITRINU Í LOFTIÐ Í ALLRI ÍBÚÐINNI.

Hér má sjá ágæta lýsingu á sparperum: Compact fluorescent lamp

Leiðbeiningar um hreinsun frá bandarískum heilbrigðisyfirvöldum: Cleaning Up a Broken CFL

  • Það á að opna strax alla glugga í herberginu.
  • Bannað að ryksuga brotin upp, því þá dreifirðu eitrinu enn meir í loftið.
  • Þú slekkur á lofthreinsibúnaði ef slíkur er til staðar, sví sá dreifir eitrinu víðar.
  • Þú átt að hreinsa brotin upp með rökum klút, eða kústi og sóp.
  • Brotin á síðan að setja í lokaðann poka eða krukku með loki - því eitrið heldur áfram að seytla frá brotunum.

Maine Compact Fluorescent Lamp Breakage Study Report

  1. Mercury concentration in the study room air often exceeds the Maine Ambient Air Guideline (MAAG) of 300 nanograms per cubic meter (ng/m3) for some period of time, with short excursions over 25,000 ng/m3, sometimes over 50,000 ng/m3, and possibly over 100,000 ng/m3 from the breakage of a single compact fluorescent lamp.
  2. A short period of venting can, in most cases, significantly reduce the mercury air concentrations after breakage.
  3. Concentrations can sometimes rebound when rooms are no longer vented, particularly with certain types of lamps and during/after vacuuming.
  4. Mercury readings at the one foot height tend to be greater than at the five foot height in non vacuumed situations.
  5. Flooring surfaces, once visibly clean, can emit mercury immediately at the source that can be greater than 50,000 ng/m3.
  6. Flooring surfaces that still contain mercury sources emit more mercury when agitated than when not agitated.
  7. This mercury source in the carpeting has particular significance for children rolling around on a floor, babies crawling, or non mobile infants placed on the floor.

Mercury leaks found as new bulbs break

"...created localized concentrations as high as 0.025 mg/m3 in air close to the carpet, even weeks after the initial breakage."

Takið eftir, að þó herbergið sé hreinsað vel og vandlega, er enn til staðar kvikasilfur eitrun í minnkuðum mæli, en eitrun er meiri skammt fyrir ofan gólf - en ofar.

Skv. því er hættan mest fyrir smábörn sem skríða á gólfi, og sleikja gjarnan leikföng sem þau þess á milli láta liggja á gólfinu.

Stóra málið - láta ekki fjandans perurnar brotna!

Þetta er þó klárt - að með því að skipta út gömlu perunum fyrir hinar nýju orkusparandi, er verið að auka á heilsufarsógnanir á heimilum, sérstaklega fyrir smábörn!

Emissions from compact fluorescent lights

"The Agency's view is that open (single envelope) CFLs shown in Fig. 1 should not be used where people are in close proximity - closer than 30 cm or 1 ft - to the bare light bulb for over 1 hour a day."

Þetta er áhugaverður viðbótarpunktur - en þetta beinist að vinnuljósum sem fólk hefur t.d. á borðinu sínu, og hefur því afskaplega nærri sér, eða rétt yfir sér sem lýsir beint á vinnusvæði - er mjög nærri starfsmanni.

Ef ljósperurnar eru þannig, að þetta eru óvarðar pípur t.d. í vafning, en ekki með glerhjúp utan um allt dæmið, þá gefi þær frá sér útfjólublátt ljós.

Þetta sé þó ekki varasamt, nema ef ljósið er cirka innan við 30cm. frá viðkomandi, að ljósið er notað klukkustundum skiptir daglega.

Það á einmitt oft við um vinnuljós að þau eru gjarnan afskaplega nærri, og margir vinna við þau klukkustundum saman á degi hverjum.

Það þarf sem sagt að kaupa þessa týpu:

Image of typical designs of encapsulated (double envelope) compact fluorescent light bulb

Í stað þessarar hérna:

Image of typical designs of open (single envelope) fluorescent light bulbs  

Í öllum tilvikum er þó sama hættan af kvikasilfurseitrun.

Nema að magnið af kvikasilfri er breytilegt eftir stærð og umfangi peranna, meir auðvitað í löngum ljóspípum en litlum sem eiga að komast í venjuleg skrúfuð ljósastæði.

Ljóspípur eru þó oft bakvið hlífðarhjúp en þó ekki alltaf.

 

Niðurstaða

Málið með þetta er að jafnvel þó eitrunarhættan sé ef til vill ekki alvarlegri en mörg önnur eitrun sem við höfum í nær umhverfinu, þá er þetta viðbót - og þ.s. meira er, óþörf viðbót.

En hérlendis þarf ekki að spara rafmagn, eins og þarf að gera í Evrópu og Bandaríkjunum.

Á kolasvæðum þ.s. rafmagn er framleitt í kolaorkuverum minnka sparperur líklega kvikasilfurs mengun í lofti almennt, því það fylgir kvikasilfursmengun kolaorkuverum.

En á svæði þ.s. orka er framleidd með vatnsafli megni til, þá er þetta augljós "hrein viðbót" við mengunarhættu.

Að auki - algerlega óþörf heilsufarshætta.

Nýting sparpera hér - sparar ekki gramm af CO2.

Fyrir okkur er tvímælalaust skynsamara - að nota áfram gömlu perurnar, spara þannig mikinn kostnað við sérstaka förgun hinna nýju pera og að auki að spara þá viðbótar mengunar- og heilsufarshættu sem sparperunum fylgir.

Að eigi að síður þvinga upp á okkur þessar erlendu reglur - það er einfaldlega "tegund af fanatík."

En við þurfum ekki að taka upp þessa reglugerð, þó svo hún sé hluti af EES dæminu, en þ.e. afskaplega ólíklegt að þó við heykjumst við að framfylgja henni að við værum beitt gagnaðgerðum eða mótaðgerðum.

Sparperur eru líklega skynsamur kostur á kolasvæðum, t.d. Bretlandi og Þýskalandi, og í Bandaríkjunum þ.s. einnig er víða knúið með kolum eða olíu.

-------------------------------

Svo hefur komið fram að þeir sem framleiða- eða vinna beint við förgun eru í sérstakri hættu. Þarf að viðhafa allar varúðarráðstafanir í tengslum við förgun eiturefna. Ef þess er ekki gætt hefur komið í ljós t.d. í Kína, að starfsmenn hafa orðið fyrir heilsufarsbresti í fyrirtækjum sem starfa við framleiðslu eða förgun slíkra pera. 

 

Kv.


Bloggfærslur 1. september 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 869834

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband