4.8.2012 | 13:00
Best væri að loka Hörpu sem fyrst!
Það er ljóst að ekkert hefur gengið upp af rekstraráætlunum hörpu hvað kemur að tekjum af rekstrarþáttum, en skv. fréttum virðist að tekjur séu minni af öllu því sem átti að gefa húsinu tekjur, á sama tíma og kostnaður við rekstur hússins er meiri en reiknað var með. Niðurstaða er 400 milljóna króna rekstrartap. Eða það segja fréttir.
Til samanburðar bendi ég á, að 400 milljónir er hvað ný mjög mikilvæg greiningarvél myndi kosta, sem Landspítalinn er í vandræðum með í dag, önnur biluð hin sögð gömul geta bilað þá og þegar. Krabbameinssjúklingar þurfa á henni að halda, svo þeir hreinlega haldi lífi - stikkið á 400 millur.
Og Spítalinn hefur ekki efni á þessu - skv. frétt að neðan sýnist mér að í stað þess að reka Hörpu væri unnt að endurnýja báðar vélar Landspítalans, sitt hvort árið.
Svo menn átti sig á því hvað það kostar - að bæta 400 milljóna kostnaði á ríkið, af kostnaði sem er gersamlega óþarfur, hjá ríkissjóði þ.s. rekstur er í járnum - hvarvetna verið að beita aðhaldi!
Yfir 400 milljóna króna tap af rekstri Hörpu í ár
"Þetta þýðir með öðrum orðum að Harpa tapar 1,1 milljón króna á sólarhring eða tæplega 50.000 krónum á hverri einustu klukkustund allt árið um kring. Í skýrslunni segir að ástæður þessa taps séu þær helstar að fasteignagjöld verði hærri en áætlað var, rekstur hússins sé dýrari en gert var ráð fyrir og að tekjur af ráðstefnum, veitingasölu og bílastæðahúsi skili sér hægari en gert var ráð fyrir."
Ég á þó ekki von á því að húsinu verði lokað - - enda líta menningarvitar svo á, og þeir hafa mikil áhrif innan Samfylkingar - - að menning sé mikilvægari en mannslíf.
Eða það er það sem við stöndum frammi fyrir - mannslíf eða menning.
Og mér sýnist valið vera augljóst - það verður - - > menning.
- Ég var alltaf þeirrar skoðunar að opnun hússins ætti að bíða nokkur ár.
- Á sínum tíma var Þjóðleikhúsið opnað nokkrum árum eftir það sem upphaflega var áætlað - ekki varð húsið verra fyrir það.
- Það er ekki of seint að taka þá ákvörðun, og spara nokkur hundruð milljónir af taprekstri nk. árs og kannski 150 millj. af taprekstri þessa árs.
- En ég held að öruggt sé að vinir hússins, muni tryggja það með ítökum sínum innan Samfylkingar, að sá valkostur verði ofan á - - að þetta hús verði samt haldið í rekstri, þó ástandið á sjúkrahúsum landsins sé svo alvarlegt sem það er.
- Að auki hefur vel komið fram í fréttum, að t.d. Útlendingastofnun hefur ekki næga peninga, svo mál eru ekki afgreidd svo mánuðum skiptir, reyndar nálgast að tafir fari í ár eða þar um bil, meðan er fólkið sem á í hlut í óvissu og örvæntingu - niðurstaðan sem við höfum orðið ítrekað vitni að, að hælieleitendur reyna hvað þeir geta til að smygla sér til 3 landa. Til að laga þetta þarf mun minna fé en 400 millur per ár.
Þessar 400 millur per ár - ef dreift á stofnanir í vanda, geta í reynd lagað eitt og annað í rekstri þjóðmikilvægra stofnana. Stofnana sem raunverulega eru mikilvægar - þ.s. mannslíf eru í húfi.
Ekki má gleyma lögreglunni - og sjúkrabílum, bílafloti beggja er að úreldast hratt - að verða of gamall, fram hefur komið í fréttum að meirihluti sjúkrabíla landsins eru reknir á undanþágu, því þeir eru orðnir og gamlir reglum skv. - lögreglan er ekki í betri málum.
Svona má lengi telja - víða um rekstur ríkisins eru þættir að hrörna, því fjármagn er of lítið svo unnt sé að sinna hlutum svo vel sé.
Á sama tíma á samt að reka þetta hús - Hörpuna!
Ég er svo 100% viss að það verður ofan á - að loka því ekki, þó augljóslega ábyrgðalaust sé að viðhalda hýtinni meðan mál eru víða svo erfið sem þau eru.
Það er rangt að kreppan sé búin - þó fiskverð hafi verið há sl. ár, vel hafi veiðst af loðnu og makríl, ferðamönnum hafi fjölgað sl. ár og þetta ár, enn sé vel veitt af makríl.
Þá eru óveðursský uppi - vegna kreppunnar í Evr., fiksverð eru þegar lægri þetta ár en sl., óvíst er að Ísland komist upp með að veiða áfram svo mikinn makríl sem það gerir, svo að auki þá hafa Norðmenn og Rússar ákveðið að auka afla á þorski úr 750þ. tonnum í kringum 1 milljón tonn í Barentshafi. Það er viðbót í þorski sem kemur inn á Evr. markaði á nk. ári sem er meiri en nemur öllum okkar þorskafla.
Mér sýnist klárt að hrun í fiskverði blasi við á nk. ári - sem verður þá stórt efnahagsáfall fyrir Ísland, ekki eins stórt og bankahrunið en samt verulegt.
Það getur farið saman við að Ísland verði neytt til að minnka veiða á makríl.
Þannig að það er rangt hjá talsmanni reksturs Hörpu eins og kom fram í fréttum - - að fáránlegt væri að loka húsinu, þegar það versta er afstaðið - - málið er að það er langt í frá ljóst að það versta sé afstaðið.
Ástandið í Evr. er það dökkt framundan! Og við erum svo háð Evr. mörkuðum!
Þvert á móti er það skortur á ábyrgð að halda rekstri Hörpu áfram - meðan ástandið er sem það er.
Við eigum því að loka húsinu sem fyrst!
Halda því við að sjálfsögðu - ekki láta eignina skemmast.
En opna það ekki fyrr en raunverulega er farið að ára betur -- þá þarf fyrst auðvitað vera búið að laga eitt og annað sbr. endurnýja tæki spítala, bifreiðakost sjúkraflutninga og lögreglu, sjálfagt eru e-h annað sem einnig ætti að hafa hærri forgang.
Svo þegar búið er að laga bráðavanda af slíku tagi í ríkisrekstrinum - þá fyrst væri ábyrgt að opna Hörpu aftur, og síðan að reka það með halla per ár.
En það er það sem þarf að muna, að rekstur slíkra húsa - er lúxus.
Ekki nauðsyn!
Við höfum ekki efni á lúxus - fyrr en staðan er komin í frekar gott lag!
Niðurstaða
Það átti aldrei að opna Hörpu mitt í ástandi verstu kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum síðan á 4. áratugnum. Að sjálfsögðu á að loka Hörpu sem allra fyrst. Enda eru alvarleg vandræði víða í ríkiskerfinu, mjög víða er ljóst að grunnþjónusta stefnir fyrirséð í alvarlegann vanda af völdum fjárskorts. Á sama tíma er mannslíf eru í hættu, í vaxandi hættu vegna fjárskorts, vilja menningarvitar halda rekstri Hörpu áfram - - ljóst er að þeir eru að velja rekstur Hörpu í stað mannslífa. Ég er ekki að íkja neitt er ég held því fram.
Þvert á móti væri það ábyrgt að loka Hörpu.
Meðan að óábyrgt er að reka hana mitt í alvarlegu kreppuástandi.
Nei kreppan er ekki búin - - það sem við höfum verið að upplifa í ár, er meir líkt því að vera stödd í auga fellibylsins.
Stormurinn er við það að skella aftur á af fullum þunga - vegna kreppunnar á evrusvæðinu sem er versnandi, þannig að verð fyrir okkar afurðir fara nú lækkandi eftir hækkun sl. árs og ljóst að stefnir í frekari lækkanir af völdum kreppunnar þar.
Svo bætist við að þorskveiði í Barentshafi mun fara úr 750þ. tonnum í um milljón á nk. ári, þessi mikla aukning ofan í versnandi kreppuástand þíðir augljóslega stórt verðfall á okkar mikilvægustu útflutningsafurð.
Þetta þíðir ekkert annað en að Ísland verður aftur í efnahagsstormi á nk. ári - þ.s. ofan í erfiðan niðurskurð undanfarinna ára þarf stórfelldan viðbótar niðuskurð.
Og menn vilja reka Hörpuna!
Horfið í augun á þeim þegar þeir segja þetta?
Kv.
Bloggfærslur 4. ágúst 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 869839
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar