Hver er meginástæða gengissveifla hérlendis?

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, kennir um smæð krónunnar - en hún sé eins og hann segir það grunn, að lítið þurfi til að sveifla henni. Menn benda á til sönnunar að þegar gjaldeyrisstreymi eykst hækki hún, og síðan lækki aftur er það minnkar. Vilja meina að stærri gjaldmiðill myndi binda enda á slíkar sveiflur.

Ólafur Margeirsson er með áhugaverða greiningu á þessu: Gjaldeyrisneysla Íslendinga

Hann vill meina að það sé hömlulaus útlán bankanna, sem búi til þær þenslubólur sem við höfum svo oft séð, sem ávallt enda með gengisfellingu, því gjaldeyrir sé takmarkaður - þegar gengur á forðann verður krónan að falla. Annars lendir landið í vandræðum með það að tryggja að til staðar sé nóg magn af brýnustu nauðsynjum.

  • Þetta er áhugaverð kenning - og er líklega rétt.
  • Gengisfelling í þessu tilviki er redding - því annars myndi eiga sér stað skuldasöfnun hagkerfisins, síðan skuldakeppa.
  • ( í síðustu hagsveiflu, hélt útþensla bankanna erlendis dæminu uppi lengur en annars hefði gerst, dældu hingað fé hækkuðu krónuna, felldu hana svo aftur jafnskarpt)
  • (Þ.e. líklega uppbygging þeirra erlendis, sem varð möguleg með EES samningnum, sem gerði bóluna svo mikið stærri en vanalega.)
  • (spurning hvort við þurfum að losa okkur úr EES, til að bankar geti ekki lengur opnað útibú erlendis á okkar reikning, dælt hingað inn peningum, búið til aftur risabólu.)
  • (en slík risabóla að sjálfsögðu er jafnmöguleg innan evru, þá einfaldlega verður ekki leiðrétting með gengisfellingu, og líklega hleðst skuldafjallið upp enn hærra áður en allt springur.)

Ef greining Ólafs Margeirssonar er rétt, er það í reynd "hömlulaus útlán" sem sé stærsta orsök "gengisvandans."

Ef tekin væri upp annar gjaldmiðill - og "hömlulaus útlán" væru enn til staðar, eins og er reyndin innan evrusvæðis, myndi óhjákvæmilega verða til skuldabóla sem þá myndi enda með skuldakreppu í "sérhvert sinn".

  • Sem segir, að án hömlulausra útlána - geti dæmið hugsanlega gengið upp!
  • Vandinn er síðan, að ekki er unnt að stjórna útlánum erlendra banka - þannig t.d. lánuðu Þýskir bankar mikið inn í spænsku bóluhýtina.
  • "sem eiginlega slær á að upptaka evru sé lausn - meðan innan evru er ekki alls staðar takmörkun á útlánum banka."

--------------------------------

  • Ég held að Ólafur Margeirsson - sé í reynd hvorki meira né minna en búinn að útskýra vanda evrusvæðis, en þar átti sér stað á sl. áratug einmitt hömlulaus útþensla í lánastarfsemi banka.
  • Samtímis er hann einnig búinn að útskýra að miklu leiti - hinar tíðu gengissveiflur krónunnar. 
  • Grunnvandinn sé - hömlulausir bankar!
  1. Gengisfellingar hingað til að jafnaði komið í veg fyrir að lánabólur geti staðið mjög lengi, þ.e. gengisfall bindi á þær enda.
  2. En á evrusvæði, hafi þær í hverju landi fyrir sig ekki getað sprungið, fyrr en vandinn var kominn á hættulegra stig, þ.e. skuldakreppa.
  3. Það séu í reynd bankarnir sem hafi búið það vandræðaástand til - sem leitt getur til falls evrunnar.
  4. Á sama tíma, séu bankarnir meginástæða gengisóstöðugleika á Íslandi.

 

Niðurstaða

Pælingar Ólafs Margeirssonar eru mjög áhugaverðar. Eins og ég leiði mál frá hans pælingum. Þá sé það kerfi sem búið hafi verið til á evrusvæðinu - STÓRHÆTTULEGT. En það sé í reynd ekki beint evrunni sem slíkri að kenna. Heldur sé vandinn sá, að þegar engar hömlur eru á útþenslu útlána banka - eða of litlar. Á sama tíma, geti bankar í landi A lánað eins og þeim sýnist til einstaklinga í landi B. Þá fari hagstjórn að miklu leiti beint út um gluggann í landi B.

Eins og Ólafur Margeirsson sýnir með dæmum sínum, þá búi bankar til eftirspurn með útlánaþenslu. Þegar ástandið er þannig, að bankar geta lánað þvert á lönd. Þá geti bankar í næsta landi, búið til útlánaþenslu - og þannig hagkerfisbólu í næsta landi.

Þegar sú springur fyrir rest, þá kemur skellurinn á banka ekki einungis innan þess hagkerfis, heldur innan næstu hagkerfa - þ.s. til staðar eru bankar sem tóku þátt í veislunni.

En almenningur í landinu með bólunni, er síðan í rest - sá sem skellurinn bitnar mest á.

--------------------------------

Ég sé enga ástæðu af hverju, sömu útlánabólur og Ólafur Margeirsson greinir, halda ekki áfram - ef við tökum upp evru. Munurinn verði fyrst og fremst sá, að innan evru hafi einstaklingar betri aðgang að útlánum frá fleiri bönkum. Þannig að líklega þenjist upp jafnvel hraðar enn stærri útlánabóla. Áður en sprengingin kemur.

Þá sé ég fyrir mér, að Ísland lendi í sömu súpunni og Spánn eftir eina hagsveiflu. Eina leiðin til að stöðva þessar bólur.

Sé ef evrusvæði tekur upp sameiginlega yfirumsjón- og ábyrgð á bankastarfsemi, samtímis því að settar eru af þeirri sameiginlegu umsjón hömlur á útlán banka, ekki bara heilt yfir heldur í einstökum löndum. 

Mér sýnist af greiningu Ólafs Margeirssonar - - > Að ef Ísland gengur ekki inn í ESB. Og að ef ESB kemur ekki á sameiginlegri ábyrgð á bönkum af ofangreindu tagi með akkúrat slíkri stefnumótun á sama tíma.

Sé eiginlega nauðsynlegt - að segja upp EES.

Annars muni líklega bankabólan sem sprakk yfir okkur endurtaka sig!

Því í þessu frjálsa kerfi sem ríkir skv. reglum ESB, sé ekki unnt að koma í veg fyrir stórfelldar útlánabólur, eða - það sé ákaflega erfitt. Því ekki sé unnt fyrir land B að stýra útlánum banka sem hafa land A sem heimaland, innan lands B.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. ágúst 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 869839

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband