Mun samrunaferlinu ljúka hvort sem evran hefur það af eða ferst?

Það hafa komið alvarlegar aðvaranir um það, að endalok evrunnar geti leitt til endaloka ESB. Meira að segja frá Delors fyrrum framkvæmdastjóra sambandsins. En hvað gerist, ef evran hefur það af?

En ef evran hefur það af, þá geta ríkin í ESB sem ekki eru í evru verið komin í afskaplega skrítna stöðu. Það veit í reynd enginn hvað gerist síðan.

Sjá hér aðvörun hugmyndaveitunnar sem Delors stofnaði eftir að hann hætti sem framkvæmdastjóri ESB, hann skrifar formálann:

Completing the Euro - A road map towards fiscal union in Europe

"Today, the members of the “Tommaso Padoa-Schioppa Group” consider that the European social contract is at risk. A break-up of the euro area can no longer be excluded. We are concerned that a possible process of monetary disintegration, once started, could prove impossible to stop and would therefore run the risk of leading to the process of political and economic disintegration in the euro area and the European Union." - bls. 1 í skýrslu.

 

Evrópuríkið!

Málið er að það blasir við, að til þess að evran hafi það af. Þarf að stíga mörg og stór skref í átt að myndun ríkis. Ef það gerist, að evrusamstarfið er í reynd komið langleiðina í átt að því að vera í reynd sambandsríki, eða að skrefið er stigið til fulls.

Við skulum láta vera að ræða líkindi þess að það gerist, að evrunni verði bjargað.

En spurningin sem ég velti upp beinist að aðildarríkjum, sem munu ekki treysta sér til að stíga þau skref með þeim hópi, sem ákveður að taka hið stóra stökk "alla leið."

Ljóst er sem dæmi, að Bretland mun líklega þá ganga út úr ESB. En t.d. sameiginlegt bankaeftirlit eitt og sér, ef af verður - getur dugað til þess. 

Augljóslega, renna stofnanir ESB inn í ríkið, og verða að ríkisstofnunum. 

Málið er, að mig er farið að gruna að ESB sé feigt í báðum tilvikum þ.e. ef evran ferst, og ef evrusvæðið myndar ríki.

En ég sé ekki að það sé sanngjarnt gagnvart hinum ríkjunum, að búa við það að vera undir stofnunum - sem verða þá orðnar þjónustustofnanir innan nýs ríkis.

Nema auðvitað að það væri búið til 2-falt stofnanakerfi, en mér finnst afskaplega ólíklegt að ríkin myndu vera til í að standa straum af kostnaði við slíkt 2-falt kerfi.

 

Hvað er ég að stinga upp á að verði?

ESB flosni upp í báðum tilvikum. Að hin meðlimaríkin, endi þannig séð umkomulaus. Því stofnanir sambandsins séu orðnar að ríkisstofnunum, þannig að þá missi þær trúverðugleika sem óháðar þjónustustofnanir við svæðið allt. En þær muni óhjákvæmilega velja, að ganga inn í ríkið. Því það sé framtíðardraumurinn.

Þá sé ekki um annað að ræða, en að það myndist nýtt frýverslunarsvæði.

Þó verið geti að stungið verði upp á því að hin löndin endi í EES, þá er mig farið að gruna að það gangi ekki heldur upp.

En samrunaferlinu væri þarna lokið með myndun ríkis - löndin sem eftir væru, hefðu hafnað þátttöku í því skrefi.

Þá er EES ekki lengur rökrétt, því það er í reynd fordyri að ESB, þess vegna með svo mikið sambærilega stofnanauppbyggingu auk þess að sjálfvirkt þurfa að taka við lögum frá ESB.

Að auki væri Bretland lykillandið fyrir utan - mig grunar að Svíþjóð og Danmörk fari ekki heldur inn, þó að ég haldi að Finnland endi inni fyrst og fremst vegna ótta við Rússa, jafnvel að Eystrasaltlöndin fari einnig inn af sömu ástæðu. Þau kjósi frekar Evrópuríkið en að lenda á Rússn. yfirráðasvæði, eða eiga það í hættu.

Bretar myndu hafa mest um málið að segja, auk þess að þarna væri Svíþjóð, Danmörk, sennilega Úngverjaland, Tékkland, Búlgaría, Rúmenía, Pólland - - og mig grunar, Grikkland sem sennilega verði hent út úr evru.

Þetta yrði því öflugt frýverslunarsvæði - sem yrði að sjálfsögðu í nánum tengslum við Evrópuríkið, en ekki lengur þessum beinu tengslum sem fylgir EES. Nær EFTA fyrirkomulaginu.

 

Niðurstaða

Hvað halda lesendur að sé líkleg þróun? En þetta er eitt af þeim vandamálum sem munu koma upp, ef Evrusvæði tekur þau stóru skref sem þarf, ef það á að hafa það af. Þ.e. hvað með ríkin fyrir utan evru?

En ljóst er að myndun ríkis, verður augljós vandi fyrir Evrópusambandið. Þó það sé sigur eða væri sigur samrunaferlisins. 

Mig grunar að upphaf nýs ríkis þíði einnig endalok ESB. Að þau lönd sem kjósi að hrökkva frá, endi fyrir utan. 

Ísland verði þá í góðum hópi.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. ágúst 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 869839

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband