19.8.2012 | 14:32
Lífskjarastandard vesturlanda verður að lækka!
Ástæða þess vanda sem Stefán bendir á, er samkeppnin frá Asíu!
Samkeppnin við Asíu hefst við upphaf 8. áratugarins, en við lok hans er samkeppnin við Japan sannarlega farin að vera tilfinnanleg fyrir fyrirtæki í Bandar. og V-Evrópu. síðan á 9. áratugnum byrjar samkeppnin frá S-Kóreu, og á sama tíma er Japan orðið verulega mikið sterkara en áratuginn á undan. Frá cirka 10. áratugnum hefst fyrir alvöru innreið Kína, hinir svokölluðu asísku tígrar þ.e. S-Kórea, Tævan, Malasía og jafnvel Indónesía komast á flug fyrir alvöru. Kína síðan verður að alvöru viðskiptastórveldi á fyrsta áratug núverandi aldar.
Punkturinn er sá, að samkeppnin frá Asíu tel ég að hafi verið að stuðla að lækkun launa í Evrópu og Bandaríkjunum, í starfsgreinum sem eru í beinni samkeppni við láglaunasvæðin í Asíu. Þ.e. dæmigerðar framleiðslugreinar. Eða a.m.k. að laun í þeim greinum hafi staðið í stað.
Í staðinn kom aukinn fókus á fjármálagreinar þ.s. Asía er ekki enn eins góð í að keppa við N-Atlantshafssvæðið. Og vöxtur þeirra verður mikill í Evr. og N-Ameríku í staðinn.
Mig grunar að verulegu leiti sé það samkeppninni við Asíu að kenna - en fyrirtæki hafa í óða
önn verið að færa framleiðslu á það svæði, til að síðan selja vörur í Evrópu og N-Ameríku. Stöðugt tap í störfum í framleiðslugreinum, hlýtur að skapa vaxandi þrýsting á laun í þeim greinum í Evrópu og N-Ameríku. Það tel ég að hljóti að stærstum hluta að skýra þessa öfugþróun.
En vegna eins og ég sagði, að stöðugt er að fjara undan framleiðslugreinum - eini möguleiki þeirra að halda velli er að halda niðri launum, á sama tíma og þær leitast við að bæta framleiðni án þess að laun hækki. Þá á sér stað þessi gríðarlega uppbygging fjármálagreina - en samfélögin þurfa að lifa á einhverju.
Eðlilega þegar fjarar undan framleiðslu samfélaganna og launatekjum starfsm. í framleiðslugreinum, fjarar undan hagvexti í þeim sömu samfélögum (sem skýrir fullkomlega lægri hagvöxt á vesturlöndum yfir tímabilið). Mig grunar, að lág vaxatímabilið sem hófst ath. cirka á 10. áratugnum, einmitt þegar samkeppnin frá Asíu er að verða virkilega grimm. Hafi verið tilraun til að hamla á móti þessari öfugþróun. Þ.e. lágir vextir hvetja til fjárfestinga. Vonast hafi verið að það myndi skila nýjum störfum - ekki síst í hátæknigreinum (einmitt draumurinn um hátæknigreinar).
En afleiðing var fjárfestingar- og neyslubóla. Gríðarleg aukning í eftirspurn eftir lánum, sem því miður fóru oft í svokallaðan óþarfa, en ekki í skynsamar fjárfestingar. Áratugurinn á eftir þeim 10. og sá síðasti hafi einkennst af vaxandi þróun í þá átt. Samtímis sem að gríðarleg aukning í eftirspurn eftir lánsfé stækkaði bankana mjög hratt. Auk þess að bankarekstur bar sig mjög vel - og eigendur þeirra urðu mjög ríkir.
Nú aftur á móti er komið í ljós, að sú mikla uppbygging var að miklu leiti byggð á sandi. Störf sem urðu til meðan almenningur var að auka neyslu gegnt aukningu í skuldum, sé ekki lengur að ganga. Í staðinn sé nú komin skuldakreppa og vandinn að störf fara til Asíu sé óleystur. Bankauppbyggingin hafi ekki framkallað nægilegt mótvægi á móti þeim störfum sem stöðugt eru að hverfa á brott.
Og Evr. ekki síst stendur aftur fyrir því, að vandinn sem uppbygging fjármálagreina faldi um hríð, er enn til staðar. Að samkeppnin frá Asíu er bein ógnun við lífskjör fólks í framleiðslugreinum - sem enn eru að flytjast til Asíu smám saman.
Við taki stöðugara ástand. En almenningur í bæði Evr. og Bandar. verði ívið fátækari almennt en í dag.
Það aftur á móti þíðir ekki endilega að, ríka fólkið lækki í kjörum. Því það á oft verksmiðjurnar sem staðsettar eru annars staðar.
Svo þá skýrist af hverju bilið milli ríkra og fátækra er stöðugt að aukast.
Sem er akkúrat það sem við höfum verið að sjá - ekki satt?
Ég tel að Evr. eigi af ofangreindum ástæðum, eftir að sjá sömu þróun á auknu bili milli ríkra og fátækra, eins og verið hefur að gerast í Bandar. af ofangreindum ástæðum, Evr. sé einungis ívið skemur komin í þeirri þróun en hagkerfi N-Ameríku.
- Þá sé ég einungis sú ein útkoma mögulega úr því sem komið er, að Vesturlöndin hin gömlu jafni lífskjör niður á við.
- Ég held að sú kreppa sem nú er skollin á, hljóti að ljúka með þeirri niðurstöðu.
- Málið sé einfaldlega að þau lífskjör geti ekki staðist lengur.
- En hugsanlegt að það sé unnt að lyfta allri plánetunni upp á hærra meðaltals lífskjarastig.
- En það geti ekki verið þ.s. vesturlönd hafa búið við.
Mig grunar að elíturnar í Indlandi og Kína hafi áttað sig á þessu, þess vegna séu bæði löndin með geim prógrömm, þó sumum virðist það undarlegt í tilviki Indlands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 19. ágúst 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 6
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 869839
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar