Trúuðum fækkar hratt - er þá guð þá ekki raunverulega til?

Eyjan var að vekja athygli á könnum sem finna má tilvísun inn á, á eftirfarandi vef: 57% Íslendinga telja sig trúaða, 17% fækkun síðan 2005. Þetta er í takt við þróun heiminn vítt, að svo virðist að trú sé á undanhaldi. En er það þá að standast sem vantrúaðir halda fram, að upplýsing sé leiðin til að útrýma trú? Þetta er ein af stóru spurningunum, og snýr að þeirri lífsskoðun að trú sé fíflaleg.

 

Er guð ekki til?

Ég ætla að setja fram eina guðshugmynd sem ég hef síðan ég fékk þá hugmynd fyrst fyrir u.þ.b. 10 árum, komið að við nokkur tækifæri á veraldarvefnum. Þó einna helst á erlendum vefjum.

Þetta er einfaldlega sett fram í þeim tilgangi að sýna fram á, að guð getur verið til.

Það er í reynd fullnægjandi að sýna fram á slíkt!

Eitt af þeim meginvandamálum sem margir benda á, er sú staðreynd að alheimurinn sem við búum í, virðist sérstaklega hentugur fyrir líf - þ.e. mögulegt í okkar alheimi.

En það er auðvelt að sýna fram á, að ef frumkröftum er breitt, hlutföll þeirra milli væri önnur, sumir veikari en þeir eru í alheiminum, aðrir sterkari.

Þá gæti t.d. það verið svo, að kjarnasamruni væri ekki mögulegur - því ekki myndun stjarna, af því leiðir ekki myndun pláneta heldur, né nokkurs efnis umfram vetni.

Það má einnig benda á vatn, en það hefur mjög einkennilegan eiginleika nefnilega að fast form þess flýtur ofan á vökvaformi þess. Það er ekki venjan með vökfaform efna, að fasta formið sé eðlisléttara.

Dæmigerða lausnin á þeim vanda, er að gera ráð fyrir því að alheimurinn sé í reynd endalaus keðja "alheima" sem alltaf hefur verið til - þ.s. nýir alheimar verða stöðugt til, og taka enda - hvernig sem það verður.

Þá auðvitað - er guð óþarfur, segja menn.

Það er í reynd þ.s. andstæðingar guðs hugmyndarinnar leitast statt og stöðugt að sýna fram á, að það þurfi ekki guð til - allt sé útskýranlegt án tilstillis guðlegrar handar.

Og fjölmargt upplýst fólk í dag, hallast að þeirri skoðun - að guð sé ekki til, allt sé útskýranlegt án guðs. Tilvist guðs sé óþörft - - ergo, guð sé líklega ekki til.

 

Uppástunga að guðshugmynd!

Ég hef smávegis gaman að því að koma fram með þessa guðshugmynd - því hún byggist á því að alheimurinn sé af því tagi, sem fljótt á litið virðist ekki krefjast tilvist guðs.

Ég aftur á móti álykta að - röksemdin "guð sé óþarfur" sýni í reynd ekki fram á nokkuð annað, en það - - með öðrum orðum, segi ekkert til um það hvort tilvist guðs sé líkleg eða ólíkleg.

Málið er, að í uppástungu minni er guð ekki nauðsynlegur fyrir þá tilvist sem ég geri ráð fyrir að sé til staðar, þ.e. "multiverse" með óendanlegum fj. alheima, sem alltaf hefur verið til.

Heldur er guð "rökrétt afleiðing þess" að það sé ekkert upphaf og enginn endir.

Guð sé "emergent phenomena" eða með öðrum orðum, afleiðing þess að það sé til staðar óendanlegt "multiverse" - og ég álykta, rökrétt afleiðing.

 

Forsendur:

  1. Alheimurinn sé í reynd keðja alheima sem alltaf hefur verið til, og alltaf verði. Það sé stöðug nýmyndun þess sem við þekkjum sem alheim, alheimar séu í reynd óendanlega margir og verið til óendanlega lengi.
  2. Ég geri ráð fyrir því, að þrívíðir alheimar séu til í vídd sem einnig skilgreinir rými, sem við getum kallað 4 rýmisvíddina. 
  3. Að auki geri ég ráð fyrir því að tími tilheyri heildar-tilvistinni, þannig að allt alheimadæmið þróist í tíma. Tími sé því ekki "emergent" innan okkar alheims, heldur flæði tími um allt kerfið þ.s. óendanlegur fj. alheima er til staðar nýmyndist og þróist í tíma. Samhengið milli tíma og alheima, sé þá svipað og mans sem stendur úti í læk. Hann er blautur, það er allt sem er í læknum annars staðar en hann stendur. Vatnið hægir á sér næst honum þ.s. það flæðir um fætur hans. Hann hefur áhrif á rennslið þ.s. hann akkúrat er. En alls staðar fyrir ofann og neðann, er vatnið til staðar án hans áhrifa. Þannig flæði tíminn um allt kerfið, sem þíði þó ekki að innan samhengis hvers alheims fyrir sig, séu ekki "local" áhrif af því tagi sem við sjáum þ.s. massi t.d. virðist geta haft áhrif á tíma.
  4. Þar sem við erum að tala um óendanlegar stærðir, þá þíðir það í reynd að þó svo líffænlegir alheimar séu einungis lítið brotabrot, þá einnig eru þeir óendanlega margir og hafa alltaf verið til.
  5. Til að dæmið gangi upp hjá mér, þarf fimmtu forsenduna. Nefnilega þá, að í einhverju litlu brotabroti lífvænlegra alheima hafi vitsmunalífi sem þá byggði, tekist að finna sér leið til að sleppa út fyrir sinn 3 víddar alheim, og sleppa út í 4 víddar-rýmið, sem 3 víddar alheimar eiga sína tilvist í. Þar sem við erum í óendanlegum stærðum, hefur þetta átt sér stað óendanlega oft, og vitsmunalíf á einhverju óþekktu formi hefur því ávallt hafst við í 4 víddinni.
  6. Næsta forsendan er sú, að þessu vitsmunalífi hvort sem þ.e. lifandi skv. okkar forsendum, þá a.m.k. sé það vitiborið, er hafi til að bera alla reynslu og þekkingu óendanlega margra alheima; hafi tekist að hafa áhrif á það ferli sem nýmyndar 3 víddar alheima inni í 4 víddinni. Geti stýrt því ferli. Enn einu sinni þ.s. við erum að tala um óendanlegar stærðir. Hefur sú alheims vitund eða líf, skipt sér af nýmyndun 3 víddar alheima út frá 4 víddinni í endalaust langan tíma, og í óendanlega mörg skipti.
  7. Þessi vitund hafi áhuga á vitsmunalífi, þess vegna stilli hún alheima til að hafa þá blöndu lögmála sem geri líf mögulegt, í von um að vitsmunalíf verði til í þeim alheimum. Og það vitsmunalíf, geri sér far um áður en þeirra alheimur líður undir lok, að sleppa út úr honum, og ganga inn í eða blandast saman við þá vitund sem fyrir er þar.
  8. Þar sem vitsmunalíf sé spennandi, geri alheima-vitundin sér far um að fylgjast með því, og skipta sér af þróun þess að því marki, sem auki líkur þess að það þróist áfram til meiri fullkomnunar. Þó þegar slík inngrip eiga sér stað - sé það gert að eins litlu leiti eins og mögulegt er, til að skemma það ekki að hver þróun fyrir sig sé að einhverju leiti sérstæð á sinn hátt. Tilgangurinn sé ekki að steypa allt í sama mót. Né að hafa meir vit fyrir þeim verum, en þ.s. að lágmarki telst nauðsynlegt.
  9. Ég geru ráð fyrir að viðkomandi vitund hafi þótt það þægileg aðferð, að beita sér í gegnum fólk sem við þekkjum sem mikla trúboða, sem hafa stofnað nokkur þeirra heimsstrúarbragða sem við þekkjum. Og þannig hafi þau verið notuð til að stýra að takmörkuðu marki þróun t.d. mannkyns.
  10. Varðandi spurninguna um líf eftir dauðann, þá hefur mér í samhenginu dottið í hug, að þ.s. ofangreind vitund hafi þá þekkingu óendanlegra alheima þar á meðal á tækni, sé henni í lófa lagið að láta það virka með þeim hætti, að við höldum áfram í einhverju formi eftir dauðann. Það væri þá í 4 víddinni. Það væri ekki órökrétt endilega í samhenginu, þ.s. tillaga mín er að tilgangurinn sé að safna frá hverjum alheimi fyrir sig - frekari reynslu og þekkingu, og það sé skilvirk leið að tryggja að það sé líf eftir. Og að auki, það geti verið að það sé til staðar val - - að loforð trúarbragðanna þess efnis að fólk sem lifir með þeim hætti að það sé sæmilega gott fólk, því sé bjargað - (ekki sé tilviljun að trúarbrögðin innihaldi öllu jafnaði formúlu af því hvernig á að fara að því að vera góður, né að þeim formúlum svipi nokkuð saman, inniberi sambærilega þætti) - hvernig sem sú björgun frá dauðanum fer fram. Þetta hafi verið í gangi óendanlega lengi í óendanlegum fjölda alheima, og að sjálfsögðu alls staðar innan okkar alheims. Það - þeir - hitt, hafi ákveðinn standard um það líf sem það getur hugsað sér að, verði hluti af því sjálfu. Sem þannig séð væri skiljanleg afstaða! Þú viljir ekki eytra sjálfan þig!

Sjálfsagt munu margir koma og kalla þetta "steypu."

En miðað við okkar þekkingu í dag - er þetta fullkomlega mögulegt, eða a.m.k. hugsanlega mögulegt.

Að auki uppfyllir "guð" á þessu formi, öll skilyrði:

  • Er eitthvað risastórt ofan okkar skilningi.
  • Tekur okkur svo langt fram, að samanburðurinn á pöddu vs. manni, dugar eiginlega ekki.
  • Sé "almáttugur."
  • Er fyrir utan alheiminn - þ.e. okkar.
  • Var til áður en alheimurinn varð til - þ.e. okkar.
  • Bjó til okkar alheim, skilgreindi hann.

Í reynd er það sem ég segi eftirfarandi:

Spurning um trú eða ekki trú á tilvist guðs og líf eftir dauðann.

Snýst ekki um þekkingu eða vitsmuni.

Heldur er þetta einfaldlega lífsskoðun.

Fólki er í sjálfvald sett hverju það vill trúa.

En annar hópurinn er ekki betri eða verri en hinn, vitlausari eða óvitlausari, sá sem trúir eða trúir ekki.

Hvorugur hópurinn hefur efni á að hýja á hinn - er það sem ég er að segja.

Auðvitað er ég einungis að tala um trú að því marki að hún stenst vísindalegar staðreyndir - sem sannarlega eru staðreyndir.

En staðreyndir eru sem dæmi verulega færri en margir halda?

Við gerum ráð fyrir fjölmörgu - t.d. að stjörnuþokan Anrdomeda sé raunverulega í nokkurra milljón ljósára fjarlægð á leið til okkar vetrarbrautar, og þær tvær muni rekast á eftir nokkra milljarða ára.

En vandinn við ljóshraðann er að allar upplýsingar eru gamlar, við getum ekki vitað hvernig fyrirbærinu lýður akkúrat í dag - - sem dæmi ef alheimurinn tók enda t.d. fyrir 10 milljörðum ára, gæti alveg verið að við værum hér enn án þess að vita af því, ef sá endir virkar þannig að "ekkertið" færist áfrm á hraða ljóssins. Þá er engin leið að aðvörun berist til okkar. Andromeda gæti þannig verið löngu horfin - set þetta fram til gamans. Við myndum hverfa er ekkertið næði til okkar - án þess að vita nokkru sinni af því að hætta vofði yfir. 

Punkturinn af því er ekki sá að alheimurinn sé þegar búinn - heldur sá að okkar vísindaþekking er á grunni fjölmargs þess, sem við reiknum með að sé satt án þess að geta beint sannað að svo sé.

Við setjum traust á að vísindakenningar sem virðast ganga upp skv. okkar bestu reikningum og að því marki sem við getum látið á þær reyna, og treystum svo á að meðan að við sannarlega getum ekki sannað að módelin hafi veilur - - þá sé líklega þ.s. þau gera ráð fyrir fyrir hendi. 

 

Niðurstaða

Mér kemur ekki til hugar að halda því fram að sú hugmynd um "guð" eða alheims vitund "sentience of the multiverse" sem ég set fram sé hin eina rétta. En ef einhverjum finnst þessi hugmynd sennileg, er viðkomandi velkomið að nota hana. Segja öðrum frá henni o.s.frv.

 

Kv. 


Bloggfærslur 11. ágúst 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 869839

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband