Er ekki til betri leið en að setja upp bláar sorptunnur hjá okkur öllum?

Mér lýst eiginlega ekki á þá hugmynd, þó hún hafi ótal erlendar fyrirmyndir, að krefjast þess að Reykvíkingar flokki pappír í sérstakar tunnur fyrir utan hjá sér, sem þýðir að fjölga þarf tunnum. Ég á ekki einungis við að víða er ekki endilega pláss fyrir aðra tunnu. Heldur, að þó svo þessi leið hafi verið farin í miklum fjölda borga í Evrópu, þá tel ég vera til staðar önnur og mun snjallari aðferð.

Sjá tilkynningu á vef borgarinnar: Meira val í endurvinnslu hjá Reykjavíkurborg

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/blar_sorptunna.jpg

Hvað legg ég til í staðinn?

Bendi á að kostnaður hlýtur að vera umtalsverður, þó nefndur sé meintur sparnaður - þá kostar að kaupa allar þessar tunnur, síðan mun vera lagður kostnaður og óþægindi á almenning, við það að gera þær breytingar sem þarf svo flr. tunnum sé viðkomið þ.s. ekki er gert ráð fyrir plássi fyrir flr.

Svo er það viðurlögin sem krefjast eftirlits - ekki bara með sorptunnum almennings, heldur með sorpmeðferð í sorptílát borgarinnar víða dreif um borgarlandið.

Ég legg til að sleppa öllu þessu dæmi:

  1. Engar bláar tunnur.
  2. Engin sorplögga.
  3. Ekkert nýtt eftirlit með viðurlögum.
  4. Umtalsverður sparnaður fyrir almenning.
  • Setjum skilagjald á pappír!

Að hafa skilagjald á gosdósum og öðrum endurnýtanlegum drykkjarílátum hefur virkað mjög - mjög vel, og fjöldi fólks hefur tekjur af því að tína þær úr sorpílátum borgarinnar.

Og að auki, almenningur og fyrirtæki sjá sér hag af því, að safna slíkum ílátum og mæta með á söfnunarstað.

Það sama er mjög vel unnt að gera fyrir pappír.

Að setja á hann skilagjald - en líklega væri hentugast að borga skv. kílóverði.

  1. Í stað þess að skapa óþægindi og kostnað fyrir almenning, setja upp dýrt eftirlitskerfi á vegum borgarinnar.
  2. Er skapað sambærilegt umhverfi og rýkir um gosdrykkjarílát, þ.s. fjöldi sjálfstæðra aðila sér hag í því, að safna og mæta með þ.s. safnað hefur verið á söfnunarstað, gegn greiðslu.
  • Það er ekki nokkur minnsta ástæða að ætla að þetta fyrirkomulag myndi ekki virka eins vel.
  • Eftirlit, boð og bönn verða óþörf; því það mun stórfellt minnka eins og á við um gosílát að þeim sé hent; þó eitthvað verði um það.
  • En þá í staðinn, má reikna með því að þeir sem safna úr sorptunnum borgarinnar, fari þá einnig að hirða úr þeim pappír.


Niðurstaða

Ég held að borgarfulltrúar séu örlítið að vaða blint í að fylgja erlendu fordæmi, án þess að íhuga hvort ekki sé til betri leið. En fjölgun sorptunna er alls staðar þ.s. þeirri aðferð er beitt - umdeild. Þó sannarlega njóti sú leið víða hvar umtalsverðs samþykkis íbúa á móti. Þá sýnist mér líklegt að þetta sé bara fyrsta skrefið. Næst verði bætt við brúnni síðan kannski bleikri. Í sumum borgum í Evr. eru menn jafnvel með 3-5 tunnur.

Í staðinn tel ég mun heppilegra að setja skilagjald á pappír.

Hann hækkar þá eðlilega eitthvað í verði - þ.e. skilagjaldið verður hluti af kaupverði á pappír hverju sinni alveg eins og á við um þegar fólk kaupir sér gos.

En skilagjaldsaðferðin hefur reynst vel - sannarlega er ekki hirt 100%, en hlutfallið hérlendis hefur verið harla gott, og ég sé ekki ástæðu til annars en að fólk myndi sjá sér hag í því, að safna pappír og mæta með og fá pening í staðinn; eins og reynslan hefur verið með hirðu gosíláta.

Þetta fyrirkomulag er einnig miklu mun minna íþyngjandi fyrir almenning.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. júlí 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband