Seðlabanki Evrópu getur bjargað evrunni!

Kominn aftur til baka úr stuttu frýi. Það virðist að sl. fimmtudag og föstudag hafi átt sér stað stórt svokallað rallý á evrópskum og amerískum mörkuðum, út af ræðu sem Mario Draghi seðlabankastjóri evrusvæðis hélt í London sl. fimmtudag.

Í kjölfarið á föstudag, virtist mönnum á markaði sameiginleg yfirlýsing fundar Merkelar og Hollande, taka undir orð Draghi. Svo markaðir héldur fluginu áfram á föstudag.

Vonin mikla er að Seðlabanki Evrópu loksins - loksins, taki upp stóra prentunaraðgerð til björgunar fjármálakerfi evrusvæðis, og þar með til björgunar evrunni sjálfri.

En hvort raunverulega af þessu verður - er allt, allt annar handleggur.

En Draghi hefur a.m.k. sýnt fram á að orð hans geta enn haft áhrif.

Á hinn bóginn eru það áhrif, sem mjög auðvelt er að eyða - með því að skaða sinn trúverðugleika, sbr. ef hann endurtekið kemur með yfirlísingar án þess að nokkuð komi síðan í kjölfarið í formi aðgerða.

 

Orð Mario Draghi sl. fimmtudag:

Mario Draghi pledges to do 'whatever it takes' to save euro

""Within our mandate, the ECB is ready to do whatever it takes to preserve the euro. And believe me, it will be enough," ." - ""To the extent that the size of the sovereign premia (borrowing costs) hamper the functioning of the monetary policy transmission channels, they come within our mandate.""

Úr þessu má lesa, eða mjög margir lesa þau með þeim hætti, að Seðlabanki Evrópu sé með í farvatninu þá stóru aðgerð sem stjórnvöld Spánar og Ítalíu hafa verið að óska eftir nú mánuðum saman.

Það er að ECB hefji stórfelld kaup á ríkisbréfum beggja á markaði, í þeim tilgangi að tryggja þeim lánsfé á viðráðanlegum fyrir þau kjörum.

Þetta er þó mjög á lagalega séð gráu svæði, því skv. ákvæðum sáttmála ESB sem fjalla um ECB þá er ECB bannað að veita aðildarríkjum neyðarlán - sbr. "bailout." En á hinn bóginn er algerlega klárt að án þess að lántökukostnaður Spánar og Ítalíu er niðurgreiddur og það hressilega.

Þá sigla bæði löndin í strand, Spánn jafnvel fyrir nk. áramót, eða jafnvel einhverntíma í haust. Ítalía sennilega hefur ívið lengri tíma, sennilega a.m.k. fram á mitt nk. ár.

Fræðilega væri unnt síðar meir að skuldbreyta þeim lánum í langtímalán á lágum vöxtum, jafnvel 100 ára bréf eins og Bretar hafa þrisvar í sinni sögu gert.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/merkel_og_hollande.jpg

Hvað sögðu Merkel og Hollande sl. föstudag?

"France and Germany are fundamentally tied to the integrity of the euro area. They are determined to do everything to protect it."  - "“European institutions ... must fulfil their obligations”,"

Menn hafa sérstaklega verið að lesa skilaboð út úr seinni setningunni, á þá leið að þau væru að segja eitthvað á þá leið "yfir til þín Mario Draghi."

En enn einu sinni veit í reynd enginn hvort von er á aðgerðum, en þetta tvennt þ.e. orð Draghi og þ.s. menn lesa sem stuðningur Merkelar og Hollande við þau orð Draghi, lyfti mörkuðum mjög hressilega upp síðustu tvo dagana fyrir helgi, að auki lækkaði vaxtakrafa Spánar um rúmt prósent.

Þetta getur reynst mjög mikið skammtíma glaðningur - ef þessum orðum er ekki fylgt eftir frekar fljótt með aðgerðum.

En skv. Financial Times: Politicians back Draghi’s aggressive stance

"Still, senior eurozone officials cautioned market hopes that the ECB was preparing to restart its long-dormant bond-buying programme as soon as next week, when the ECB’s governing council meets in Frankfurt, were likely to be disappointed." - "Critically, several senior officials said the ECB was unlikely to dip back into Spanish and Italian bond markets unless it was preceded by action from the eurozone’s €440bn rescue fund, the European Financial Stability Facility, which last year was given the power to purchase bonds both on the open market and at auction." - "“The bank will want some guarantees now,” said the official. “They will want to see the governments are willing to act and that the Spanish government is committed to reforms.” - "“There are no plans in the pipeline,” said a second senior eurozone official. “One needs to remember that what Schäuble and Merkel really, really do not want is to get the Bundestag out of summer recess.”

Svo miðað við þetta - virðist í reynd ekki neitt hafa gerst. Málið sé á milli ECB og aðildarríkja statt á sömu slóðum og um sama leiti á sl. ári, þ.e. ECB vill að aðildarríkin taki á sig aukinn kostnað sbr. björgunarsjóðakerfi, sem ríkin standa straum af sameiginlega.

ECB vilji að pólitíkusarnir veiti forystu í málinu - en ef þetta er rétt, veit ég ekki alveg til hvers yfirlísing Draghi var. Nema að, upp sé að koma deilur innan sjálfs bankans um stefnuna. Menn greini á, þannig að menn tali ímisst norður eða suður.

Ég get sosum keypt það að ekkert sé að gerast á næstunni - það sé líklega rétt að Merkel og Hollande hafi ekki áhuga á að kalla eigin þing úr sumarfrýi, en þau koma vanalega ekki saman fyrr en mánaðarmót ágúst/september eða e-h eftir þau mánaðamót. En það virðist hefð í Evr. að allir taki frý í ágúst.

En þá má velta fyrir sér hvort Draghi er ekki að eyða trúverðugleika sínum út í loftið.

Jæja, þetta verður að koma í ljós hver hefur rétt fyrir sér.

Hvort eitthvað gerist á leiðtogafundi aðildarríkja ESB í nk. viku. 

Ef ekki þá pissar þetta rallý á mörkuðum hratt út aftur, og verð leita í það far er þau voru stödd í.

 

Niðurstaða

Það virðist ekki a.m.k. augljóst að skjótar aðgerðir fylgi að baki orðum Mario Draghi sl. föstudag. Ef tilvitnanir FT.com í þ.s. þeir kalla háttsetta embættismenn eru á rökum reistar, þá virðist í reynd ekki neitt hafa gerst. 

En eitt er þó ljóst að ECB getur bjargað evrunni - þ.e. með þeirri aðferð að baktryggja allt klabbið þ.e. bankana og aðildarríkin.

Og einfaldlega keypt stöðugt ríkisbréf á undirverði þannig tryggt ríkjum ódýrt lánsfé.

Samtímis getur ECB dælt peningum inn í banka, endurfjármagnað þá með seðlaprentun.

Ath. - ekkert af slíku þarf að vera skilyrðislaust. Að sjálfsögðu t.d. dældi "Federal Reserve" ekki peningum í bandaríska banka án nokkurra skilyrða, og það gerði "Bank of England" ekki heldur fyrir breska. Reyndar kvá bandar. bankar þegar vera búnir að endurgreiða það fé til seðlabankans.

Veiting ódýrs lánsfjár til aðildarríkja í vanda - getur verið gegnt sambærilegu kerfi eins og um AGS lán væri að ræða, nema að ECB getur veitt það fé t.d. á 1% vöxtum.

Auðvitað þarf ECB að taka yfir fulla ábyrgð á bankakerfi aðildarríkja evrusvæðis.

Það auðvitað bindur enda á það kerfi, að bankar séu "slush funds" ríkisstjórna, sbr. hvernig ríkisstjórn Ísland nýtir okkar lífeyrissjóði sem eru meginkaupendur ríkisbréfa og þannig fjármagna hallarekstur þess. Sama gera ríkin í Evrópu við banka starfandi í eigin landi, þess vegna myndast svo slæm víxlverkan milli skuldakreppau ríkissjóðs og banka sem sá ríkissjóður ber ábyrgð á.

En þá kemur vandi, að ríki sem sjálf eru ekki í vanda - eru líklega treg til að binda enda á þetta þægilega samband, sjá ekki af hverju þau eiga að gera það er þau eru ekki í vanda.

Leiðirnar til lausnar eru þekktar - en viljann hefur skort.

Og þ.e. ekkert endilega augljóst að sá vilji sé allt í einu kominn.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. júlí 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband