Ný ríkisstjórn Grikklands virðist vera að yfirgefa björgunaráætlunina!

Ég tek fram að ég átti ekki von á neinni byltingu með gömlu flokkana aftur við völd, en hin nýja gríska ríkisstjórn skv. frétt Wall Street Journal, virðist vera að taka þegar á fyrstu dögum ákvarðanir, sem líklegar eru til að stuða fólk í Brussel og Berlín.

En hún er samsett úr:

  1. Nýju Lýðræði, nokkurs konar Sjálstæðisflokki Grikklands.
  2. PASOK, sem er sambærilegur við Samfylkingu.
  3. Lýðræðislegt Vinstri, sem er hófsamur vinstrisinnaður flokkur, sem stofnaður var af hófsömum vinstrimönnum sem eru andvígir björgunaráætluninni. En þeir samt ákváðu fyrir rest að vera 3. flokkurinn, spurning hvort þeirra áhrifa sé að gæta, eða hvort að hinir tveir flokkarnir séu eitthvað sjálfir að söðla um. Má velta fyrir sér hvort Samstaða eða flokkurinn hennar Lilju, sé sá ísl. flokka sem stendur þessum flokki næst.

Greece Agrees on Tax Cuts, Other Stimulus

Það sem greinin er að vitna í, er nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Grikklands. En hann virðist gera ráð fyrir umfangsmiklum tilslökunum gagnvart Grikklandi:

  1. "the conservative New Democracy, the Socialists Pasok and the leftist smaller partner Democratic Left—agreed on the commitments, along with a plan to extend the terms of Greece's rescue package from the European Union and International Monetary Fund "by at least two years" beyond the agreed financing period that ends in 2014"
  2. "The budgetary targets for the end of the adjustment period will be spread over more years to support demand, growth and employment," the document said."
  3. "the government agreed this week to reduce the value-added tax on restaurants and farming-supply products and to support low-income pensioners by reversing some recently adopted cutbacks."
  4. "Other moves include reducing the public sector through retirement plans, rather than layoffs, gradually increasing the tax-free threshold to European averages and extending the payment of unemployment benefits by a year."
  • ""The general aim is for no more reductions to salaries and pensions and no more additional taxes," it said."
  • "Government spokesman Simos Kedikoglou said - "We need to help out small-to-medium-size businesses, this is where you can really hit out at unemployment," he said."

Það sem er að koma á daginn, er að þeir sem sögðu - "ný ríkisstjórn Grikkland mun ekki geta fylgt björgunaráætluninni" - er að reynast rétt.

  • En fyrirliggjandi kröfur frá svokallaðri þrenningu, eru um mjög umfangsmiklar viðbótar niðurskurðaraðgerðir.
  • Þar á meðal - stórar beinar launalækkanir, lokanir fjölda stofnana og uppsagnir þúsunda starfsmanna ríkisins á þessu ári einu, og hundruða þúsunda næstu 3 árin.
  • Meðan hin nýja ríkisstjórn Grikklands er að stefna í þveröfuga átt.

Það er ekki unnt að álykta með öðrum hætti - en að gömlu flokkarnir sjálfir hafi gefist upp á að fylgja fram björgunaráætluninni.

Og það þíðir - að enginn möguleiki, ekki einu sinni fræðilegur, er að mynda ríkisstjórn í Grikklandi sem það myndi gera.

Svo alveg sama hvað verður gert eða ákveðið á næstunni, þá er Grikkland að stíga ákveðin skref út fyrir þá björgunaráætlun, sem Grikklandi hefur verið skipað að fylgja.

Ég get ekki ímyndað mér, að þessum skrefum verði tekið fagnandi af hinni svokölluðu þrenningu þ.e. AGS, Seðlabanki Evrópu + aðildarríki evrusvæðis sem eiga ESFS (björgunarsjóð evrusvæðis).

Það skiptir í reynd engu máli þó svo að ríkisstjórn Grikklands myndi fá þann 2-ára frest sem hún er að biðja um, því ekki er hinn minnsti möguleiki að hún muni geta staðið við þau hallaviðmið um 3% ríkissjóðshalla, eftir önnur 2 ár.

Nema - aðeins nema, að jafnvel megnið af skuldum gríska ríkisins verði pent afskrifaðar.

Aðgerðir grísku ríkisstjórnarinnr munu þó líklega stuðla að samfélagssátt - að því leiti eru þær ef til vill skynsamlegar.

Þeim er greinilega ætlað að hægja á því hruni sem er í gangi í gríska hagkerfinu - en það hrun er að hratt auka á atvinnuleysi, og samtímis að orsaka frekara hrun í skatttekjum ríkissjóðs.

Það veitir í reynd ekki af því, að hefja baráttu við það hrun sem er í gangi - en ég stórfellt efa að þær aðgerðir muni njóta samúðar þeirra sem mestu ráða, þ.e. þjóðverja - sem einmitt hafa verið arkítektar þeirra efnahagsaðgerða sem hafa verið að efla það hrunástand.

En fram að þessu hafa þeir ávallt krafist frekari aðgerða af því tagi sem hafa verið að efla hraðann á samdrættinum og auka hraðann á hruninu - svo ég á von á því að þjóðverjar muni taka þá hörðu afstöðu, að gríska ríkisstjórnin sé ekki að standa við gerða samninga, ítreka með öðrum orðum kröfur um frekari niðurskurð - hafna ákvörðunum sem taka slíkar aðgerðir til baka; það væri a.m.k. í takt við þeirra fyrri afstöðu fram að þessu.

Svo mér sýnist stefna í harðan árekstur milli hinnar nýju ríkisstjórnar Grikklands og sérstaklega, ríkisstjórnar Þýskalands, sem mestu ræður um vald yfir peningum innan ESB.

 

Niðurstaða

Ný ríkisstjórn Grikklands kemur mér skemmtilega á óvart. Málið er að gríska hagkerfið er statt í mjög alvarlegu hrunástandi - ástandi sem er komið á svo alvarlegt stig, að stór hluti hagkerfisins getur lokað fyrir árslok. Þannig, að má segja - að ríkisstjórn Grikklands standi frammi fyrir rústabjörgun, að passa að lífsneystinn kulni ekki í því sem enn starfar innan gríska hagkerfisins.

En fram að þessu hefur afstaða þjóðverja alltaf verið - að krefjast enn frekari niðurskurðar, þegar grikkir fóru í kosningar, þá stóðu þeir frammi fyrir kröfum um mjög umfangsmiklar viðbótar niðurskurðaraðgerðir sem fyrri ríkisstjórn PASOK og Nýs Lýðræðis var búin að skrifa upp á - og sú krafa stendur enn uppi af hálfu þrenningarinnar.

Mig grunar að þessi þróun muni koma ráðamönnum í Berlín á óvart, sem væntanlega reiknuðu með því að ný ríkisstjórn Nýs Lýðræðis og PASOK, myndi verða þeim eins þægur ljár í þúfu og sú fyrri.

En þ.e. eins og að eitthvað hafi gerst, sennilega þeim í hinum tveim kosningabaráttum sem Grikkland hefur gengið í gegnum, og þeir sáu fylgi hins mjög svo vinstrisinnaða Syriza stóraukast, og aukast svo aftur.

Ekki síst að það er mikill og skýr meirihluti grikkja mótfallinn niðurskurðaráætluninni.

Svo þ.e. eins og þeir hafi séð sig um hönd - gefist sjálfir upp á þeirri áætlun.

Stefnir í árekstur milli Grikklands og Þýskalands á næstunni.

-----------------------------

Í reynd er ný ríkisstjórn Grikklands að biðja um "Björgun 3" því svo stór skref frá fyrri áætlun virðast þeir vera að taka, að klárt virðist að þau rúmast ekki innan hinnar nýlegu "Björgun 2."

Þá mun þurfa viðbótar lánsfjármagn - til að halda Grikklandi uppi, allt sem mun þurfa að afskrifa síðar.

Einhvern vegin í ljósi þess hver staðan er nú orðin á evrusvæði, með Spán í algeru klandri - þá verð ég að segja, að ég stórfellt efast að ríkisstjórn Grikklands fái þann nýja samning sem óskað er erftir.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. júní 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 869851

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband