18.6.2012 | 21:34
Evrusvæði er statt í endatafli! Leikjum í stöðunni fækkar ört!
Það hve svokölluð "relief rally" í dag, og sl. mánudag hafa enst afskaplega stutt. Það er, einungis hluta af degi. Bendir til þess að evrusvæði sé komið inn í endataflið. Skammtímareddingar séu hættar að virka. Markaðir vilja - raunhæfar lausnir, ekki seinna - heldur strax!
Annars er mjög raunveruleg hætta á því að fari ílla - þetta sést á viðbrögðum markaða í dag!
Segi það aftur, að evrusvæði verður fljótlega að koma fram með stórt útspil!
Spanish Yields Surge; Greek Relief Wanes
- The U.K.'s FTSE 100 rose 0.2% to 5491.09 and
- Germany's DAX ended up 0.3% at 6248.20,
- while France's CAC-40 fell 0.7% to 3066.19.
- The IBEX-35 closed down 3% at 6519.90,
- while the FTSE Mib slid 2.8% to13,009.63.
- "...the focus soon turned to Spain, where the 10-year government bond yield hit a fresh euro-era high, rising 0.3 percentage point to 7.17%,..."
- ""The bigger worry is Italy," Mr. Spiro said. Indeed, Italy's 10-year government bond yield also rose sharply Monday, up 0.12 percentage point to 6.04%."
Lántökukostnaður Spánar er kominn í 7%, og lántökukostnaður Ítalíu er kominn í 6%.
Þessar hækkanir gerast þrátt fyrir að evrusvæði hafi fengið svokallaða "rétta" kosninganiðurstöðu í Grikklandi.
Big Greek risk morphs into more economic uncertainty
Dálítið áhugaverð skoðun: "Ian Harnett, managing director at Absolute Strategy Research, a London consultancy, expects Greece will still be in the euro at the end of 2012." - "It was time, he said, for markets to recognize that the political will exists in the euro zone to do all that is needed to keep the single currency intact." - "To that end, Harnett believes the minimum requirement over coming weeks is to flesh out the idea of euro-wide bank deposit insurance to forestall the risk of destructive bank runs." - ""It strikes us that if you don't have deposit insurance you will have to have capital controls. Which would you prefer?" Harnett asked."
Það er töluvert mikið til í þessu hjá Harnett, þó ég taki ekki undir bjartsýni hans. En í augum greinenda blasir þetta við sem lausn - að aftengja víxlverkunina milli skuldakrýsu einstakra aðildarlanda og banka, með því að búa til sameiginleg innistæðutryggingakerfi.
Ég er algerlega sammála honum, að það stefnir í að Spánn taki upp höft á fjármagnsflutninga úr landi, og þá líklega fer Ítalía fljótt í það far einnig - í kjölfarið myndi líklega fylgja öll S-Evrópa.
Eftir það, yrði líklega "contagion" vagninn ekki stöðvaður, dómínóin myndu falla hvert eftir öðru.
Aftaða Harnetts er að þetta sé ólíklegt - vegna þess hve þ.e. augljóslega slæmt, og gerlegt að komast hjá því.
En vandinn er, að stundum er pólitík "disfunctional" og leiðir fram niðurstöðu sem allir tapa á - besta dæmið er alveg örugglega, atburðarásin frá tiltekinni morðárás í Sarajevo þar til Fyrri Heimsstyrrjöldin var skollin á. Þá spruttu málsmetandi menn upp sem gorkúlur um alla Evrópu, vöruðu við hildarleiknum sem virtist á næsta leiti - að afleiðingarnar yrðu ægilegar var gersamlega ljóst fyrirfram. Samt varð af því.
Því miður, geta mál farið einmitt þannig á evrusvæði, vegna þess að pólitíkin er skammsýn - að þau endi í útkomu sem allir tapa á.
Ég er farinn að hallast að því sem líklegri útkomunni!
Sjá svar Fredrik Reinfeldt: Þýskir ráðherrar hafa einnig tjáð svipuð sjónarmið!
Forsætisráðherra Svíþjóðar má segja að hafi svarað þessu fyrir sitt leiti, þó hann hafi sjálfsagt ekki vitað af þessum orðum Ian Harnett:
Fredrik Reinfeldt - says eurobonds are a "very bad idea" and the EU deposit guarantee scheme is the "wrong way".
Þýskir ráðherrar hafa sagt svipaða hluti, ekki ólíkt hljóðandi andstaða hefur heyrst frá Hollandi, Finnlandi og Austurríki.
Svo mikið þarf að gerast, ef slíkar hugmyndir eiga að verða ofan á!
Hvað hugmyndir sem slíkar mæta fljótt harðri andstöðu - er ein ástæða þess, að ég er farinn nú að efast um að evran hreinlega hafi það af.
Ríkisstjórnir Ítalíu og Spánar kröfðust aðgerða:
Spain, Italy demand action as debt pressure mounts
Ríkisstjórnir Spánar og Ítalíu - kölluðu eftir aðgerðum, þegar viðbrögð markaða lágu fyrir!
- Mario Monti - "We can see that the markets are not convinced," - "We must draw up a definitive and clear road map with concrete actions that make the euro more credible."
- Spanish Treasury Minister Cristobal Montoro - "The ECB must respond firmly, with reliability, to these market pressures that are still trying to derail the joint euro project,"
Ríkisstjórn Spánar vill að Seðlabanki Evrópu hefji stórfelld kaup á spænskum ríkisbréfum - og þannig haldi niðri lántökukostnaði Spánar. Fræðilega mögulegt sannarlega.
Meðan að Monti er ekki enn kominn í svo erfiða stöðu, að hann sé að biðja um svo nánast örvæntingarfulla ráðstöfun. Hans áskorun er um langtímalausn.
Orð þeirra og síðan orð Reinfeldts að ofan, sýna klofninginn innan ESB.
En löndin í vanda æpa eftir kostnaðarsömum aðgerðum - meðan að ríkari löndin, öll með tölu eru treg til að taka á sig kostnað.
Ég hef allan tímann sagt - að unnt er að bjarga evrunni, en til þess að sú björgun eigi sér stað, þurfa aðildarþjóðirnar að vera tilbúnar til að taka á sig þann kostnað - sem sú björgun mun kosta.
Hún verður mjög dýr - S-Evrópa þarf í reynd, nokkurs konar Marshall plan, frekar en núverandi björgunaráætlanir með dýrum lántökum, sem í hver skipti gera íllt verra.
En fall S-evrópu inn í ástand "economic depression" verður einnig mjög dýrt. Ekki bara fyrir löndin í vanda, heldur mun Evrópa öll tapa á þeirri útkomu - stórfellt.
En skammsýni pólitíkur hvers lands, sem horfir fyrst og fremst á þ.s. hver og einn skilgreinir sem sína sérhagsmuni, getur valdið því að - útkoman verði það sem í reynd er öllum í óhag.
Því enginn stígur fram - sem hefur næga yfirsín og samtímis nægt fylgi, til að vinna á sitt band þá sem eru skeptískir.
Eða hvernig í ósköpunum ætti Barroso að gera það, sem sagði eftirfarandi í dag, en hann hreytti þessu í kanadískann blaðamann? Hver getur borið virðingu fyrir slíkum manni?:
"Canadian journalist "why should North Americans risk their assets to help Europe?""
Barroso - "Frankly, we are not coming here to receive lessons in terms of democracy or in terms of how to handle the economy." - "By the way this crisis was not originated in Europe [...] Seeing as you mention North America, this crisis originated in North America and much of our financial sector was contaminated by, how can I put it, unorthodox practices, from some sectors of the financial market."
Hann varð að koma því að "petty" að fjármálkrýsan hófst í Bandaríkjunum.
En þ.e. gersamlega rangt, að tala um að "Lehmans" dæmið hafi "contaminated" Evrópu, en Evrópa var einfaldlega viðkvæm fyrir - alveg eins og ísl. bankarnir voru viðkvæmir fyrir, og þoldu ekki að þeirra aðstæðum væri ruggað.
Það er vandamálið, að við stjórn eru litlir kallar eins og Barroso - sem skapa frekar fyrirlitningu en hrifningu, og eru gersamlega ófærir um að - taka upp einhvers konar leiðtoga kyndil.
Og leiða mál til farsælla lykta!
Niðurstaðan á Grikklandi er ekki endilega sigur fyrir Evrópu!
Relieved Europe hints at more time for Greece
Það virðist allur sveigjanleikinn í boði fyrir Grikkland, að bjóða eitthvað meiri tíma sbr.:
- German Foreign Minister Guido Westerwelle - "I am very relieved by the results of the Greek elections. It's a vote for Europe. What's imperative is that a government is quickly formed that is capable of acting ... it's about more than fiscal discipline, it's about growth and competitiveness. The result of the Greek elections is that there are no concessions because what has been agreed is now what we will implement. There can be no substantial changes to the agreement." - "We're ready to talk about the timeframe as we can't ignore the lost weeks and we don't want people to suffer because of that,"
- Angela Merkel - sunnudagskvöld - "German Chancellor Angela Merkel has telephoned Antonis Samaras to congratulate him on his victory "- "She stated that she would work on the basis that Greece will meet its European commitments," said a government statement recounting the conversation."
- Austrian Chancellor Werner Faymann - "The conditions that were negotiated have to be observed but we also need to give the Greeks room to breathe,"
Þessi sveigjanleiki er klárt miklu mun minni en þ.s. stjórnarflokkarnir vonast líklega eftir - en eitt er víst af niðurstöðu grísku kosninganna, að tæp 60% kjósenda kusu gegn björgunaráætluninni.
Greek Coalition Talks Begin :"The new government will face huge hurdles, with a central administration threatened by a cash crunch within weeks, an economy in free fall and an angry public exhausted by two years of austerity measures." - "The first task facing the new government will be to come up with 11.5 billion or more of new austerity measures demanded by the country's creditors, which could further inflame public opinion."
Akkúrat, ef þ.e. enginn verulegur afsláttur gefinn af björgunaráætluninni, getur hin nýja ríkisstj. reynst skammlíf - þ.e. fallið saman innan nokkurra mánaða, undir stórfelldum mótmælaaðgerðum og niðurbroti samfélags.
Greek leaders seek coalition, want to ease bailout
Divided Greece "risks social explosion"
Greek government will be forced to seek third bail-out
Á sama tíma, lofuðu formenn PASOK og Nýs Lýðræðis að, leita eftir verulegum breytingum. Það er klárt að einhver á eftir að verða fyrir sárum vonbrigðum.
Eins og einn málsmetandi Grikki sagði:
""My biggest fear is of a social explosion," said a senior adviser to the country's likely next prime minister, New Democracy leader Antonis Samaras." - ""If there is no change in the policy mix, we're going to have a social explosion even if you bring Jesus Christ to govern this country.""
Þessi orð eru alveg örugglega - sannleikurinn í sinni hreinustu mynd!
Meðan að annar málsmetandi grikki sagði:
"Dimitrios Tsmocos, a senior economic adviser, said Mr Samaras intends to "honour Greece's contractual obligations but will actively and aggressively renegotiate the memorandum"."
Á meðan mun Syriza bíða á hliðarlínunni - eins og einn sagði "government in waiting."
Og ef útlit er fyrir að þ.s. grikkjum stendur til boða í sveigjanleika, sé langt undir því sem Grikkland í raun þarf á að halda.
Þá má treysta því, að Syriza flokkurinn mun ekki hika við að standa fyrir gríðarlega fjölmennum mótmælum á götum úti.
Að auki er ekki ástæða að efast, að sá flokkur hefur getu til slíks.
Fyrir utan, að grikkir margir hverjir myndu líta á nýju ríkisstjórnina sem svikara - ef hún skrifar undir samkomulag, sem gengur að flestra mati alltof skammt.
Brotthvarf Grikklands úr evru, var líklega einungis frestað!
Útlir er fyrir að ný ríkisstjórn verði samstjórn PASOK og Nýs Lýðræði - eingöngu, og með mjög takmarkað lýðræðislegt umboð.
Sú stjórn mun leita hófana eftir samkomulagi við ESB um, umtalverðar breytingar á björgunaráætluninni. Og mér virðist ólíklegt að hún verði fær um að framfylgja henni nær óbreyttri.
Eins og Robert Peston segir - Greece: Euro exit delayed?
Ef Evrópa treystir sér ekki til að koma til móts við grikki - mun kosningin nú, ekki vera nema gálgafrestur um brotthvarf Grikklands úr evrusamstarfinu, og síðan sennilega algert gjaldþrot.
Hverjar eru líkurnar á samkomulagi? Því miður ekki miklar, því ef gefið er eftir gagnvart Grikklandi, þá koma aðrir bankandi að dyrum - þ.e. Portúgal og Írland. Þá stendur Evrópa frammi fyrir eiginlega, að þurfa að endurskoða öll 3 björgunarprógrömmin. Sem alveg örugglega er enginn vilji til að gera - jafnvel þó krýsan sé komin fram á 11. stund.
Þá líklega velur Evrópa frekar að láta Grikkland verða gjaldþrota - en eitt er ég algerlega öruggur um, að Grikkland verður ekki neytt til að yfirgefa ESB sjálft. En Grikkland er í ESB, vegna legu sinnar - og sú grunnstraðreynd er óbreitt enn sem fyrr.
- En það getur verið afskaplega áhættusamt að heimila Grikklandi að hverfa úr evrunni - því þá er rofið stóra tabúið um evruna að hún sé óafturkræf.
- Þá er evrusamstarfið eftir allt saman - ekkert annað en útlra niðurnjörvað gjaldmiðilssamstarf.
- Brotthvarf Grikklands getur sett fordæmi - sem ef til vill er óskynsanmlegt að setja.
- Þannig að snjallara, væri að endurskoða öll 3 björgunarprógrömmin, en að láta grikki hverfa út.
- En verið getur, að óskynsamari leiðin verði ofan á!
Niðurstaða
Niðurstaða dagins er að evrukrýsan í reynd magnaðist eina ferðina enn. Ég hef nú æði oft sagt þessi orð. En nú er komið svo nærri bjargbrúninni - að það eru ekki mörg skref eftir, fram að endalokum - ef ekki er gripið inn í, og framkvæmd einhvers konar björgun á ástandinu, sem hefur einhvern lágmarks trúverðugleika.
Því miður lítur ekki sérdeilis vel út með það, að verði af því að slík björgun komi til skjalanna.
Grikkland mun líklega hrekjast út úr evrunni á næstu vikum.
Og á næstu vikum, getur hafist slíkur fjármagnsflótti frá Spáni - að ríkisstjórn Spánar verði nauðbeygð til að setja á höft á flutning fjármagns yfir landamæri.
Sú aðgerð myndi setja af snjóbolta - sem líklega yrði ekki stöðvaður, fyrr en að evran er öll!
Sú þróun getur þó tekið eitt til tvö ár, að spila sig út á enda.
Ég ítreka - enn er unnt að bjarga evrunni. En ég er að verða frekar úrkula vonar um það!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.6.2012 | 03:27
Enginn gálgafrestur fyrir evrusvæði vegna "réttra" kosningaúrslita á Grikklandi. Evrukrýsan geysar áfram!
Þegar búið er að telja 99% atkvæða, virðist ljóst að Nýtt Lýðræði og kratarnir í PASOK geta myndað meirihlutastjórn, a.m.k. í prinsippinu. Skv. fréttum, ætla formenn beggja flokka að hittast þegar mánudagsmorgun, og hefja umræður um stjórnarmyndun.
----------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig er staðan nú?:
Niðurstaða þriðjudagsins virðist ætla að vera að, það "relief rally" á mörkuðum er hófst sl. nótt, hafi fjarað út að mestu þegar við hádegi, eins og átti sér stað í sl. viku. Nú þegar nálgast kaffileitið, virðast markaðir í Evrópu að vera að falla. Vaxtakrafa Spánar og Ítalíu hefur hækkað.
Þannig að "rétt" niðurstaða í Grikklandi er ekki að róa ástandið - greinilegt að það er eins og mig hefur grunað undanfarið, að krýsurnar á Spáni og Ítalíu séu komnar í sinn eigin farveg.
Þannig að hvernig mál fara á Grikklandi séu hætt að skipta verulegu umtalsverðu máli, um það hvernig Spáni og Ítalíu farnist.
Krýsan undanfarið á Spáni sé ekki "contagion" eða eitrun frá Grikklandi, heldur algerlega eigin krýsa Spánar - sem verður að læknast með þeim hætti, að sérvandi Spánar sé leystur.
Útlit er því fyrir að Evrópa fái í reynd engan gálgafrest - með þeirri niðurstöðu sem vonast var eftir á Grikklandi!
Greek pro-bailout parties look to forge coalition
Úrslit kosninga: Center-Right New Democracy Wins Greek Election: Final Results
- Nýtt Lýðræði..........29,6%.........129 þingmenn.
- Syriza....................26,9%..........71 þingmenn.
- PASOK...................12,3%..........33 þingmenn.
- Sjálfstæðir Grikkir...7,51%..........20 þingmenn.
- Gullin Dögun...........6,9%...........18 þingmenn.
- DIMAR....................6,25%.........17 þingmenn.
- KKE........................4,5%...........12 þingmenn.
Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnmálamanna í aðildarríkjum ESB, virðist að gert sé ráð fyrir að þetta þíði að Grikkland muni standa við svokallaða björgunaráætlun.
Merkel: "Chancellor Angela Merkel called Mr. Samaras to congratulate him but her office said she "expected Greece to stick to its European commitments,""
En rétt er að halda til haga, að kosningafylgi flokka sem andvígir eru björgunaráætluninni er 57%.
Á hinn bóginn hafa PASOK og Nýtt Lýðræði 162 þingmenn, þ.e. meirihluta upp á 12 þingmenn.
Svo fræðilega geta þeir tekið þá ákvörðun, að ganga gegn vilja meirihluta grikkja.
Mig grunar þó, að slík niðurstaða myndi valda mjög miklum þjóðfélagsóróa í Grikklandi.
Svo er það einnig spurning hvort flokkarnir tveir eru raunverulega til í það, en eftirfarandi fyrstu viðbrögð formanns PASOK er áhugaverð: "PASOKs new leader, Evangelos Venizelos, said any coalition has to include SYRIZA as some 57 percent of Greeks had voted against austerity and the two once-dominant parties."
Meðan formaður Nýs Lýðræðis, talaði dálítið í öðrum dúr: The Greek people voted today to stay on the European course and remain in the Eurozone there will be no more adventures, Greeces place in Europe will not be put in doubt, Samaras said.
Klárt er formaður PASOK hræddur við Syriza flokkinn, sem er allt í einu orðinn megin flokkur á vinstri væng stjórnmála í Grikklandi, hefur þannig tekið yfir það hlutverk frá PASOK.
PASOK getur einungis gengið inn í sæng með Nýju Lýðræði, með það í huga - að fremja enn frekara pólitískt sjálfsmorð.
Fjöldi fréttaskýrenda, telur að það sé ekki raunhæfur möguleiki fyrir flokkana tvo, að framfylgja björgunaráætluninni.
Reyndar lofuðu báðir tveir, að gera tilraun til að endursemja um þá áætlun.
Það verður áhugavert að sjá, hvort þeir fá nokkur viðbrögð um slíkt frá ESB, eða hvort að viðbrögðin verði bara í tón við viðbrögð Merkelar - við ætlumst til að þið standið við gerða samninga.
Wall Stree Journar áminnir á eftirfarandi: "The Europeans have insisted that Greece find 11.5 billion in fresh budget cuts for the coming years by the end of this month. If that goal stays, Mr. Samaras may not have the political strength to make those cuts and keep his infant government alive"
Akkúrat!
Það verður að slaka á klónni - annars verður kaos í Grikklandi!
----------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig er staðan nú?:
Vísbendingar eru uppi núna að ekki standi til að sýna nokkurn sveigjanleika gagnvart Grikklandi, þannig að grikkir fái í mesta lagi - mjög smávægilegar lagfæringar á "björgunaráætluninni.
Markaðir eru þegar byrjaðir að sýna viðbrögð: Þetta var staðan í nótt
Nikkei hits 1-month high as Greece fears fade
GLOBAL MARKETS-Euro, shares jump in relief rally after Greek vote
Oil rises as pro-bailout Greek parties set for majority
London copper rises to near 3-week high on Greek vote
TREASURIES-U.S. bonds slip after Greek pro-bailout victory
Það er því útlit fyrir að markaðir muni hækka um heim allan á mánudag, verður þó forvitnilegt að sjá hver sterkt það "rallý" verður, og ekki síst - hve langvarandi.
En ef stjórnarmyndun dregst á langinn í Grikklandi?
Ef aðilar innan stofnana ESB, og meðal meðlimaríkja þess - sýna því lítinn áhuga að koma til móts við grikki? Sem getur gert nýrri ríkisstj. mjög erfitt með að taka til starfa.
Ef kosningaúrslitin hafa lítil áhrif, til að milda sýn manna á alvarleika krýsunnar t.d. á Spáni?
Þá getur þetta "rallý" eins og mörg fyrri, gengið til baka - þó má vera það endist lengur en hálfan dag, eins og "rallýið" í sl. viku.
Kannski jafnvel eina til tvær vikur.
Kemur í ljós.
En ESB og Evrusvæði, virðist hafa fengið frá grikkum - a.m.k. einhvern gálgafrest.
Þeir aðilar geta kosið að nota þann frest - vel, eða kosið að eyða honum.
Gríska tragedían er langt í frá búin að spila sig út á enda.
-----------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig er staðan nú?:
Niðurstaðan stefnir í að "relief rally" á mörkuðum ætli að reynast eins skammvinnt og það sem átti sér stað í sl. viku, þ.e. markaðir hafa gefið eftir frá cirka hádegi. Og eru nú um kaffileitið að falla.
Svo að útkoman á Grikklandi virðist ekki vera nein lausn á evrukrýsunni.
Evrópa sleppur ekki við að koma fram með einhvert stórt útspil - ef bjarga á evrunni.
Niðurstaða
Best er að ESB og evrusvæði, fari varlega í að fagna stórt kosningaúrslitunum í Grikklandi. En þó svo að tæknilega séð hafi "pro bailout" flokkar meirihluta á gríska þinginu. Þá á sama tíma, er lýðræðislegt umboð þeirra afskaplega veikt. Því eftir allt saman, fengu þeir ekki nema 41,6% fylgi samanlagt.
Báðir flokkarnir lofuðu grískum kjósendum, að björgunarprógrammið myndi verða endurskoðað - sem sagt, mildað. Formaður Nýs Lýðræðis, sagði "There is no time to waste,"..."A national salvation government must bring economic growth and reassure Greeks the worst is over,"
Erfitt að sjá að slík þróun geti átt sér stað, nema að mjög mikil breyting verði til mildunar á björgunaráætluninni.
Í reynd virðast grikkir því ekki hafa kosið að halda áfram með björgunaráætlunina - en skv. loforðum hafa meira að segja svokallaðir "pro bailout" flokkar ekki umboð, til að halda áfram með hana, án umtalsverðra breytinga.
En mig grunar sterklega, að hver sá sveigjanleiki sem þeir mæta hugsanlega frá mótaðilum við samningsborðið, verði miklu mun minni en það sem almenningur í reynd er að fara fram á.
Ef það virðist sem að þessi tveir flokkar séu að svíkja hátíðlega gefin loforð - má reikna með miklu ramakveini meðal grísks almennings.
Þá getur óróinn á götum hafist fyrir alvöru.
Gríska tragedían er greinilega ekki enn komin á endapunkt.
------------------------------------Þannig var staðan í nótt, hvernig eru mál að þróast síðan?:
PS: "Rallýið" á mörkuðum virðist vera að fjara út, þegar í kringum hádegi. Þannig að stefnir í að það verði eins skammvinnt, og það "rallý" sem átti sér stað í sl. viku, þegar lýst var yfir meintri lausn fyrir Spán - sem þvert á móti gerði hlutina verri.
Markaðir á Spáni og Ítalíu eru þegar að falla. Og vaxtakrafa Spánar hefur náð nýju hámarki 7,13%.
Svo útlit er fyrir að evrukrýsan haldi áfram viðstöðulítið - atkvæðagreiðslan í Grikklandi sé ekki að skila því sem vonast var eftir, að evrukrýsan myndi fjara út.
Greinilega er vandi Spánar dóminerandi, og víxlverkan þess vanda við Ítalíu. Svo hættan á evrusvæði virðist lítt eða ekki hafa minnkað.
------------------------------------
PS2: Markaðir að falla enn frekar, sjá stöðuna nú: Breski, franski voru enn upp við hádegi. Sá þýski hefur einnig lækkað miðað við stöðuna frá því í morgun, sem var veruleg hækkun. Getur endað niður fyrir lokun í dag, og mig grunar að það sama muni sennilega henda þann breska.
14.07 Quick update on the markets:
- British FTSE 100 flat
- French CAC -0.9pc
- German DAX +0.1pc
- Spanish IBEX -2.5pc
- Italian MIB -2.7pc
Svo útkoman á Grikklandi hefur ekki róað stöðuna!
Krýsan á Spáni, og Ítalíu - sé nú í algerlega sjálfstæðu ferli, þ.e. ekki "contagion" eða eitrun frá Grikklandi, eins og vonast var greinilega eftir af áhrifaaðilum innan ESB.
Evrópa kemst ekki hjá stórum ákvörðunum, ef hún vill bjarga evrunni!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 18. júní 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869851
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar