17.6.2012 | 00:24
Ég vona að Þýskaland átti sig á því, að það er ekki ódýrari kosturinn að láta hagkerfi S-Evrópu hrynja saman!
Ég ber ekki brigður á að gríðarleg hagkerfissmistök voru framin af stjórnendum S-Evrópu ríkja, nærri því án undantekninga, á sl. áratug. Við getum bætt við Írlandi -- og Íslandi. Í öllum þessum löndum, sváfu hagstjórnendur á verðinum.
Mistökin voru ekki í öllum tilvikum eins - í Grikklandi eins og við þekkjum, er það hamslaus spilling innan opinbera kerfisins; sem bjó til launastrúktur sem einungis innanbúðarmenn í kerfinu nutu, auk launa langt umfram meðalgrikkja var lífeyriskerfið sem þeir sömu fengu, miklu mun gjöfulla en gerðist og gekk á Grikklandi. Má eiginlega segja að grískur almenningur hafi verið rændur eins og ísl. almenningur.
Þetta framkallaði mikinn kostnað, sem bjó til rekstrarhalla - sem bjó til opinbera skuldasöfnun; sem bjó til skuldakreppu.
Á sama tíma, var einnig fjárfestingagleði almennt í hagkerfinu, innflutningur árum saman umfram rauntekjur hagkerfisins - samtímis að útflutningi hnignaði, er í dag einungis um 26% af heildarhagkerfinu.
Í Spáni og Írlandi, var dæmið ótrúlega líkt okkar krassi - þ.e. hamslaus skuldasöfnun í einkahagkerfinu t.d. skuldar einhagkerfið spænska miklu mun meira en spænska ríkið gerir - þannig var það einnig á Íslandi og á Írlandi. Gríðarleg gersamlega hömlulaus fjárfestingarbóla varð í einkahagkerfinu, og samtímis var gríðarleg húsnæðisbóla í öllum þrem ríkjum.
Í öllum þrem löndunum sváfu hagkerfisstjórnendur á verðinum - eer, þeir vissu hvað var að gerast, en sú nýfrjálshyggju hagfræði sem ríkti, kenndi að skuldir einkahagkerfisins kæmu ríkinu ekki við - sem reyndist óskapleg skammsýni; en í öllum þrem löndunum, er uppruni krassins einmitt hrun fjárfestingarbóla sem á sér uppruna viti menn í einkahagkerfinu, og afleiðingar eru síðan víðtæk skuldakreppa sem gegnsýrir sjálf hagkerfin - í meira mæli en ríkið. En í öllum þrem tilvikum hefur það ástand reynst einnig gríðarlega skaðlegt fyrir sjálft ríkisvaldið - en ríkið getur ekki þrifist án hagkerfis, svo það kemst ekki upp með annað en að gera sitt besta til að bjarga því, þá kemur kostnaður, meðan lamandi skuldakreppan innanlands framkallar tekjumissi sem sífellt ágerist - lagt saman er það ástand sem nær örugglega endar í ríkisþroti án utanaðkomandi aðstoðar.
Einhvern veginn virðist sem að, nýfrjálshiggju hagfræðin hafi tekið þá afstöðu, að fyrirlíta Kanesíska jafnvægishagfræði, sem hefur verið mjög ríkjandi áratugina á undan - sem leggur einmitt áherslu á að láta hagkerfin hvorki sjóða upp úr né koðna of mikið niður. Með öðrum orðum - jafnvægisleitandi.
Þegar allt lék í lindi, og hagvöxturinn var að aukast - fjárfestingarbólan að magnast, var gersamlega litið framhjá hættumerkjum; of mikill innflutningur var þá sagður dæmi um aukna fjárfestingu - vaxandi hagvöxtur og fjárfesting, var sagt sönnun þess að hagstjórnin væri að virka.
Þetta var þannig í öllum þessum þrem ríkjum - Ísland er öðruvísi að einu leiti, þ.e. hvorki meðlimur að ESB né inni í evrusvæði. Þannig að stórt gengisfall varð hér - sem sumir segja að hafi verið slæmt, en sem virðist raunverulega hafa mildað til muna hagkerfisáfallið með því að dreifa því jafnt á alla.
En hin tvö löndin, þurfa að framkvæma innri verðhjöðnun sem er miklu mun tímafrekari aðferð við aðlögun samtímis sem að engin leið er fyrirfram að vita hvort hún heppnast, meðan gengisfellingar hafa 100% sögu um að skila því sem þær skila.
Írland er komið nokkuð áleiðis með slíka, hefur náð örlítið jákvæðum viðskiptajöfnuði - en líklega ekki nægilega mikið jákvæðum til að geta greitt af skuldum sem sést í því að vaxtakrafan í boði á lánamörkuðum er enn mjög há, Írland stefnir því óðfluga á "björgun 2" - það er árangur baráttu sem hófst 2009. Meðan að Spánn, er mun skemmra á veg kominn.
En Írland er ekki eiginlega besta dæmið, heldur er það Eystrasaltslöndin - sem eru dæmi um að svokölluð innri aðlögun hafi virkað, raunverulega - sjá:
The Baltics are growing after austerityand they resent Mediterranean bail-outs
- Baltnesku löndin lentu öll í harkalegri kreppu - eins og við, og þar varð samdráttur lífskjara mjög sambærilegur við þann sem varð á Íslandi - nema að sá var framkv. með launalækkunum.
- Kringum 40% skilst mér í Eystland, sbr. er Steingrímur J. segir rétt frá, að lífskjör hér árið 2011 voru 33% lægri það ár, en okt. 2008.
- Fram kemur í greininni að lettneska ríkið skuldar í kringum 44% af þjóðarframleiðslu í dag. Annað sem kemur fram í greininni, er að erlendir bankar dóminera þau lönd. Einkum sænskir, og þeir kusu að vera og fara sem sagt ekki - en þeir voru undir nokkrum þrýstingi frá sænskum stjv. um að vera áfram - svíar veittu því óbeina aðstoð. Margir lettneskir bankar hrundu, en þeir voru minni hluti heildar útlána. Svíþjóð er að taka þarna langtímasýn. Stefnir á að Eystrasalt verði aftur sænskt yfirráðasvæði.
- Löndin sluppu því við okkar stórfellda fjármálahrun, en þar varð sambærileg skerðing lífskjara a.m.k. og hagkerfin súnkuðu saman milli 20-25%, áður en viðsnúningur hófst.
- Eystland er búið að taka upp evruna, gerði það eftir hrunið. Lettland stefnir enn að evru-upptöku. Lettland eins og Eystland, héldur gengjum sinna gjaldmiðla föstu - þ.e. engin gengisfelling.
- En ath. aftur - ekki samt minni skerðing lífskjara. Hagvöxtur hófst í þeim öllum 2011 á ný.
Af hverju gekk þetta upp?
Þessum löndum er hampað sem sönnun þess, að Ítalia með 120% skuldir og Spánn með 90% skuldir ef hann tekur tiltekið björgunarlán sem ríkisstj. Spánar samþykkti um sl. helgi að taka við; geti leikið sama leikinn.
En lykilmálið er einmitt miklu mun minni skuldir - það breytir öllu hvort land skuldar 30% áður en kreppa hefst, eða hvort það skuldar 120% eða 70%.
Ímyndum okkur, að Ítalía súnki saman um 25%, þá hækka ríkisskuldir þess í 180%. Í 160% ef þ.e. 20% minnkun á hagkerfinu. Ef við bætum við björgunarpakka upp á 40% af hagkerfinu, erum við að tala um skuldastöðu á bilinu 200-220%. Búbbs.
Spánn með 90%, sömu tölur væru 135% eða um 120%, síðan 160 - 175%.
Af hverju björgunarpakki? Miða við að þau þurfi sambærilega endurfjármögnun bankakerfa og Írland, björgunarpakki sé því sambærilega stór miðað við hagkerfið. Þó svo hann væri minni í tilviki Ítalíu - ef bankarnir standa þar skárr, t.d. 20%. Þá erum við samt að tala um gersamlega augljóslega ósjálfbæra skuldastöðu. Eystrasalt-löndin sluppu einnig tiltölulega vel, því þar ríkja erlendir bankar. Sænsk stjv. sáu til þess, að sínir bankar fóru hvergi, og veittu áfram þjónustu við íbúa. Svíar með langtímasýn á það dæmi.
Punkturinn er - að sú hugmynd að láta S-Evrópu fara í gegnum sambærilegt aðlögunarferli, og Eystrasaltlöndin létu ganga upp; er dæmt til að enda ílla.
Mér sýnist óhjákvæmilegt að S-Evrópa hrynji saman í "depression!"
S-Evrópa þarf miklu frekar mjög kostnaðarsama aðstoð - en að vera pínd til að greiða þ.s. hún í reynd getur ekki endurgreitt. Marshall áætlun fyrir S-Evrópu, væri mun skynsamari nálgun - en þ.s. nú er í gangi.
Merkel hefu sannarlega rétt fyrir sér, að herfileg mistök voru gerð - það neyddi engin skuldirnar upp á S-Evrópu.
Á sama tíma, eru hagkerfin mun minna skilvirk en það þýska, og myndu sannarlega hafa mikið upp úr umbótum af margvíslegu tagi.
En sú hugmynd - að þessum löndum verði að halda á bjargbrúninni, með svipuna á lofti - mun ekki ganga.
Málið er að í ástandi eins og nú rýkir, verða umbætur nærri ómögulegar - því trúverðugleika stefnunnar skortir.
Þá halda fjárfestar að sér höndum, þeir vita að hagkerfin eru að koðna niður og eignir verða ódýrari seinna, en einnig að meðan staðan er augljóslega ósjálfbær - er lítil framtíð í því að fjárfesta.
Eftir því sem samdrátturinn ágerist, því verri verður þessi framtíðarsýn - því flr. ákveða að hætta við fjárfestingar eða draga sig í hlé; þetta er ferli sem stigmagnast meðan framvindan er bersýnilega ósjálfær.
Málið er, að þegar ástandið er þannig, þá virðast umbætur engu skila - nema hraðari hruni, og andstaðan magnast hratt - sbr: Italy's Monti raises specter of crisis amid protests.
Það er einmitt þ.s. Monti er að finna fyrir, að þegar fólkið sér enga von, sér það heldur engan tilgang í breytingum.
Meðan Merkel og þýska elítan virðist halda það þveröfuga - kannski á það við fyrirtæki, en almenningur hefur ekki sömu hegðunarferli endilega og hluthafar eða fjárfestar.
Evrópa stendur nú frammi fyrir sinni 11. stundu!
Hrun S-evrópu, mun hafa mjög miklar afleiðingar. Merkel og þýska elítan verður að muna eftir eigin reynslu Þýskalands frá 4. áratugnum, þegar frá og með 1928 - 1932, varð stórfelld aukning á atvinnuleysi innan Þýskalands, sem var komið í rúml. 30% er nasistar unnu sinn kosningasigur 1932.
Þýskaland þá er að mörgu leiti líkt Spáni í dag. Í Þýskalandi átti sér stað mjög alvarlegt efnahagshrun, og það ástand versnaði stöðugt þau ár, fram að valdatöku nasista.
Augljósi punkturinn er sá, að ef S-Evr. hrynur niður í "economic depression" en það mun vera réttnefni þess ástands sem mun ríkja, ef hún hrynur saman?
Þá getur skapast mikil hætta á því, að pólitík reiðinnar gjósi upp - og öfgaöfl af margvílegu tagi nái völdum.
- Engin leið er að vita það fyrirfram, hve hættulegar þær öfgar geta verið.
- Að keyra S-Evr. niður í svaðið, er að ana út í óvissuna, gersamlega.
Siryza flokkurinn í Grikklandi, er mjög mildur miðað við þ.s. upp getur gosið. Þetta er því leikurinn að eldinum, og það kemur manni mjög á óvart, að Þýskaland allra þjóða - skuli vera að keyra á þannig helstefnu.
Niðurstaða
Evrópa stendur frammi fyrir stund sannleikans. Stund, sem segir hverjir raunverulega eru leiðtogar, og hverjir ekki. Ef S-Evrópa hrynur saman, sem virðist yfirvofandi. Þá verður mesta efnahagsstjón sem heimurinn hefur orðið fyrir síðan á 4. áratugnum - sem hratt af stað heimskreppu sem stóð fram að Seinni Styrrjöld. Sú kreppa átti örugglega mikinn hluta að sök, að það varð Styrrjöld.
Í slíku ástandi, eflast væringar milli þjóða. Vinir sem áður voru, verða að óvinum. Og óvinir geta farið að berjast. Það nánast má segja, að öllu megi til kosta til að koma í veg fyrir þetta hrun.
Það ástand mun líklega binda enda á Evrópusambandið, því vinskapur myndi ekki vera sá sami á eftir.
Og ég segi, að gervöll S-Evrópa þarf að fara í einhverskonar björgunarferli. Samtímis má ekki ganga hart fram með kröfur um endurgreiðslu skulda.
Helst þyrftu lán verða víkjandi, þar til í ljós kemur hve öflugur framtíðar viðsnúningur verður.
Ef maður ber saman aðgerðir bandarískra stjórnvalda gagnvart General Motors á sínum tíma, sést hve hróplegt misræmið er. En GM var tekið í greiðslustöðvun - meðan endurskipulagning fór fram. Greiðslur lána lágu þá niðri meðan endurskipulagning var framkv., og síðan var samið við banka - þegar búið var að búa til það framtíðar vaxtarplan sem til stóð að byggja framtíð fyrirtækisins á.
Það þarf að taka upp sambærilega hugsun gagnvart S-Evrópu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 17. júní 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869851
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar