Er komið að endamörkum þanþols sjálfs Þýskalands?

Ræða Angelu Merkelar á þýska þinginu á fimmtudag vakti nokkra athygli, svo meira sé ekki sagt. En þar brá við nokkuð nýjum tón. En fram að þessu hefur hún talað í þeim dúr, að Þýskaland sé tilbúið til að verja evruna falli. En nú segir hún að Þýskaland hafi ekki ótakmarkaða getu!

Merkel stands firm on tackling crisis

"Germany is strong, Germany is the economic engine and ... the anchor of stability in Europe," - "Her country was putting its strength and its power to use for the wellbeing of people, nost just in Germany, but also to help European unity and global economy. But Germany's strength is not infinite."

"The key to an end to the crisis, she said, was not for Germany to guarantee the debts of its partners, but to agree on sweeping new rules of a political union in Europe to complete the process of monetary union."

"Europe has set out to complete economi and monetary union" ... "here we are certainly in a race with the markets."

Í umfjöllun Financial Times kemur fram að hún hafnar eftirfarandi:

  • evrubréf - "which she decribed as counter productive and illegal under German constitution."
  • sameiginleg innistæðutrygging.
  • hugmyndum Hollande ætlað að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika, en hann ásamt Mario Monti, og Marihano Rajoy - vill veita lánasjóði evrusvæðis heimild til að lána milliliðalaust til evr. banka í vandræðum - - sleppa þannig einstökum ríkjum við það að taka á sig þann kaleik.

Punkturinn um þanþol Þýskalands er þá væntanlega sá, að Þýskaland hafi ekki efni á því - að heimila aðgerðir af slíku tagi.


Vandamál við þessar hugmyndir er annarsvegar:

  1. Tímarammi.
  2. Og hvað hún kallar "political union."


Tímarammi!

Tíminn er hlaupinn frá Evrópusambandinu og leiðtogum þess. Það er einfaldlega ekki tími til stefnu, að búa til þ.s. væri í reynd algerlega nýr grundvallarsáttmáli, sem síðan þyrfti að ganga í gegnum staðfestingarferli - þar á meðal þjóðaratkvæðagreiðslur í Þýskalandi, Írlandi, Danmörku og örugglega e-h fleiri ríkjum.

Eins og sést í frétt Financial Times, náði vaxtakrafa Spánar nýju meti í dag, sbr. lokastöðu dagsins.

Spanish Crisis Deepens :"The yield on Spain's 10-year government bond ended Thursday's active trading at a euro-era record 6.931%, up from 6.184% before the deal was announced last weekend."

  • Það þarf róttækar reddingar!
  • Síðan má íhuga framtíðar lausnir.
  • En Merkel hafnar öllum reddingum - og vill bara tala um framtíðar lausnir.

Ef engin leið er framhjá þeirri hindrun, þá verður engin framtíð fyrir evrusvæði og fyrir ESB heldur.

 

Það sem Merkel vill, er dálítið undarlegt "political union"

Það merkilega við hennar hugmyndir, er að þetta er ekki þ.s. venjulega er kallað efnahags-samband, þ.e. ekki gert ráð fyrir sameiginlegum fjárlögum sem yrðu verulega umfangsmeiri en þ.s. nú er til staðar. Þannig að eiginlega er þetta ekki þ.s. vanalega er kallað efnahags-samband fyrir bragðið.

Ambrose Evana-Pritchard hefur líkt hugmyndum Merkelar við "punishement union" en það virðist fyrst og fremst, beinast að eftirliti með fjárlögum aðildarríkja - síðan er gert ráð fyrir í hugmyndum ríkisstjórnar Þýskalands, sjálfvirkum refsingum ef ekki er farið eftir ströngum reglum um ríkishalla.

Svo á að samræma skattamál, atvinnumál og hvenær fólk fer á ellilaun. 

Svokallaður "Stöðugleika Sáttmáli" á þá að falla inn í það dæmi, verða hluti af honum. Þannig, að hin ofuríhaldsama fjármálastjórn sem Merkel hefur verið að þrýsta í gegn - vill hún halda áfram með.

Reynd yrði slík hagstjórn gersamlega "pro cyclical" þ.e. nánast ekkert svigrúm gefið til eyðslu í kreppu, jafnvel þó viðkomandi land hefur lága skuldastöðu. Í reynd mynna þær hugmyndir mjög mikið á hugmyndir sem uppi voru á 4. áratug sl. aldar, þá vinsælar meðal eyðslu-hauka, sem töldu það öllu skipta að ríkið væri ekki með halla, slík hagstjórn skar alltaf mjög grimmt ef kom kreppa.

Kanes kenndi þeirri hagstjórn að verulegu leiti um það, hve djúp heimskreppan varð á 4. áratugnum.

Benti á að það hefði verið mjög grimm niðurskurðar hagstjórn, ríkisstjórnar Þýskalands frá 1928 - 1932 sem hafi ítt atvinnuleysi í kringum 33-35%.

Sem hafi búið til það fylgi við pólitískar öfgar, sem kom nasistum til valda.

Ímsir vilja meina að þýsk hagstjórn, sé komin aftur til baka til þess tímabils, og sé að endurtaka nákvæmlega sömu hagstjórnarmistök sem þá voru framkv. - og áhrifin verði aftr þau hin sömu.

Þ.e. stórfellt hrun - síðan ný bylgja af hættulegum öfgum á pólitíska sviðinu í Evrópu.

 

Þetta er ekkert annað en hrun-stefna!

Ég sé ekki nokkurn minnsta möguleika á því, að stefnumörkun Merkelar geti gengið upp. En öfugt því sem margir telja, held ég að Merkel og hennar ríkisstjórn - meini það sem þau segja.

Það er, engin prentun - engin evrubréf - engin sameiginleg innistæðutrygging - ekki tekið heldur í mál að heimila björgunarsjóði evrusvæðis að lána beint milliliðalaust til banka - ekki heldur tekið í mál að björgunarsjóði evrusvæðis sé umbreytt í banka svo hann geti fengið lausafé frá Seðlab. Evr.

  • Ég sé ekki betur en að ríkisstjórn Merkelar vendilega loki hverri einustu leið sem geti bjargað evrunni frá algeru falli - og heiminum frá heimskreppu.

Og málið er, að ég held raunverulega að Merkel og það lið sem næst gengur henni, haldi að þessar leiðir sem þau leggja til, séu líklegar til að virka.

Ég hallast að því, að þau séu blinduð af hugmyndafræði af hafræðilegu tagi, í reynd trúarbrögð. Er þannig því sammála Arnaud Montebourg nýjum iðnaðarmálaráðherra Frakklands:

"Certain European leaders, led by Mrs Merkel, are fixated by blind ideology." 

Það er einmitt málið - mér sýnist þetta snúast um rétttrúnað!

Merkel ætli sér að halda áfram að stappa í gólfið - og engin verði meir hissa en hún og hennar samstarffólk, þegar hrunið hefst!

 

Niðurstaða

Þeir sem leggja til evrubréf, benda gjarnan á þær stærðir sem má sjá á síðu Seðlabanka Evrópu - sjá Statistical Data Warehouse. Ekki síst að ef evrusvæðið er tekin sem heild, og landframleiðslan lögð saman og skuldir allra ríkissjóðanna. Þá fæst fram 87,3% af þjóðarframleiðslu.

  • Þetta benda þeir á sem leggja til evrubréf!
  • Að sem heild sé evrusvæði ekkert sérdeilis skuldsett - t.d. töluvert minna en Bandaríkin. 
Þessi röksemd hefur hingað til ekki sannfært ríkisstjórn Þýskalands, og það virðist ekkert benda til þess að það breytist - jafnvel þó að evrusvæði sé á barmi hruns.

Því miður virðist blindur réttrúnaður af hagfræðilegu tagi, vera að drepa evruna. Talsmenn þess rétttrúnaðar, virðast ekkert vera að bila í trúnni.

Þegar fólk er komið í hugmyndafræðilega blindgötur, getur stundum ekkert bjargað því.

Slíkir leiðtogar eru þeir sem, leiða sínar þjóðir fram af bjargbrúnni - óafvitandi að það sé bjargbrún framundan, jafnvel þó þeir hafi verið varaðir við.

Þetta er magnaðasta dæmi um hugmyndafræðilega blindu sem ég hef orðið vitni að, tja - síðan kommúnisminn var og hét.

En hagfræði getur verið mjög hættuleg fræði - ef hún er gerð að rétttrúnaði.

-------------------------

Það var unnt að bjarga evrunni. Fræðilega er það enn mögulegt. Eina sem ég sé - síðasta hálmstráíð, væri að Hollande - Monti og Rajoy, skipuleggi valdarán innan Seðlabanka Evrópu. Og taki ráðin af Merkel og þeim sem styðja hana að málum. Taki síðan til sinna ráða - láti Seðlabanka Evrópu baktryggja allt heila klabbið þ.e. bankana, og ríkin - með ótakmarkaðri prentunarheimil.

Annars sé ég ekkert nema hrun framundan - virkilega mjög stórt.

Og í kjölfar þess, sjáum við sennilega pólitík reiðinnar!

Það er öfgar af ímsu tagi spretta upp!

 

Kv.


Moody's lækkar mat á lánshæfi Spánar í eitt þrep ofan við rusl, horfur neikvæðar!

Þetta er sennilega megin frétt miðvikudagsins, að eftir að Fitch Rating lækkaði Spán í sl. viku, hefur Moody's nú gert hið sama. Og þeir fella Spán um 3 þrep, úr neðsta stigi A flokks í einungis eitt þrep ofan við þ.s. gjarnan er kallað - "ruslflokkur." 

  • Horfur sagðar neikvæðar sem skv. því sem Moody's gefur upp, þíðir helmings líkur á lækkun eftir 3 mánuði.
  • En það á við venjulegt ástand - miðað við það hve ör niðurspírallinn á evursvæði er þessa dagana, getum við verið að tala um að Spánn verði lækkaður í ruslflokk, mun fyrr en innan næstu 3 mánaða.

 

Moody's áréttar ábendingu fjölda annarra aðila þess efnis, að það sé sjálf lántakan sem sé bein osök versnandi horfa fyrir skuldastöðu spænska ríkisins!

Sjá tilkynningu Mooy's: Moody's downgrades Spain's government bond rating to Baa3 from A3, on review for further downgrade 

"The first key driver underlying Moody's three-notch downgrade of Spain's government bond rating is the government's decision to seek up to EUR100 billion of external funding from the EFSF or ESM... it is clear that the responsibility for supporting Spanish banks rests with the Spanish government. EFSF funds will be lent to the government which will use them to recapitalise Spanish banks. This borrowing will materially worsen the government's debt position: Moody's now expects Spain's public debt ratio to rise to around 90% of GDP this year and to continue rising until the middle of the decade. Stabilising the ratio will be a key challenge for the Spanish authorities, requiring years of continued fiscal consolidation. As a consequence, the government's fiscal and debt position is no longer commensurate with a rating in the A range or even at the top of the Baa range."

Í reynd er Moody's að segja að skuldastaða spænska ríkisins framreiknist yfir í rúml. 100% af þjóðarframleiðslu næstu árin, en segir nú að staðan við næstu áramót verði við 90%.

Þessi nýja staða sé ekki lengur í samræmi við A klassa lánshæfi.

 

"The second driver of today's rating action is the Spanish government's very limited financial market access, as evidenced both by its reliance on the EFSF or ESM for the recapitalisation funds and its growing dependence on its domestic banks as the primary purchasers of its new bond issues, who in turn require funding from the ECB to purchase these bonds. In Moody's view, this is an unsustainable situation. In the absence of positive developments that shore up investor sentiment, such as a resumption of growth or rapid progress in achieving fiscal consolidation objectives, neither of which is likely in the current environment, the government is likely to become increasingly constrained with regard to the terms under which it is able to refinance maturing debt. If unchecked, Moody's believes that the risk of the government losing access to private debt markets on affordable terms and needing to seek direct support from the EFSF/ESM will continue to rise."

Mér finnst reyndar merkilegt miðað við þessa lýsingu, af hverju Spánn er ekki felldur í rusl þegar. En þeir segja sjálfir, að staðan sé ósjálfbær. Á sama tíma, að umtalsverð bót þess ástands sé ekki sjáanleg í náinni framtíð. Þannig að núverandi ástand sé því líklegt að ágerast áfram.

 

Moody's decision to leave the government's rating in investment grade reflects the underlying strength of the Spanish economy and the government's clear desire to reverse the debt trajectory through a strong fiscal consolidation programme. Moody's also acknowledges several factors that differentiate the current programme from the support packages extended to Ireland, Portugal and Greece. In particular, the size of the support package is significantly smaller than it is in the other cases. The maximum amount of EUR100 billion equates to around 10% of Spain's GDP, compared with more than 54% of GDP in the case of Ireland, 114% of GDP in Greece and 46% of GDP in Portugal. Moody's therefore also considers the issue of subordination of bondholders to the senior creditor EFSF/ESM to be less of a negative factor. Senior creditors account for 37% and 40% of total public debt in Ireland and Portugal, while the respective share in Spain is 11% (in case the maximum amount was drawn).

Ég tek undir að þrátt fyrir allt er spænska hagkerfið merkilegra hagkerfi en t.d. hagkerfi Grikklands. Og ríkisstjórnin hefur fullan áhuga á að snúa málum við í betra horf.

En eitt er vilji til verks - annað er geta til þess að skila því verki af sér.

Það þarf nánast kraftaverk til þess að ríkisstj. Rajoy takist að fylgja niðurskurðaráætlun sinni - líkur virðast það háar að það geti talist næsta öruggt, að hann muni ekki ná markmiðum um minnkun halla.

Þá er framvinda skuldamála því líklega enn óhagstæðari starfsm. Moody's nefna í þessu skjali.

Auk þess að það virðist stefna af nær fullkomnu öryggi á að spánarstj. verði hrakin af mörkuðum fyrir skuldabréf.

Þá auðvitað blasir við allt annar og miklu mun stærri björgunarpakki, eða vart undir 40% af þjóðarframleiðslu.

En þeir sjálfir benda á að núverandi ástand er ósjálfbært og ekki í augsýn nein skjót bót þar um.

 

Niðurstaða

Staða mála er í frjálsu falli á evrusvæði þessa dagana. Svo alvarleg er hún, að það þarf að grípa til harkalegra ráðstafana ekki seinna en í næstu viku, beint í kjölfar kosninganna í Grikklandi. En þá munu úrslit liggja fyrir.

Evrusvæði er að bíða eftir þeim kosningaúrslitum, og sagan gengur er sú að hratt versnandi vandi Spánar og Ítalíu sé "contagion" vegna ótta í tengslum við grísku kosningarnar, svo hagstæð úrslit þar fyrir evrusvæði - muni róa ástandið á Ítalíu og Spáni.

En þetta er fantasía, því Spánn er kominn í sinn eigin spíral - sem mun ekki nema staðar þó svo Grikkland kjósi stjórn sem heldur svokölluðu björgunarplani áfram.

Og ef evrusvæði tilkynnir ekki mjög yfirgripsmiklar aðgerðir alls ekki seinna en í á mánudaginn, helgina eftir næstu helgi. Þá óttast ég að allsherjar fjármagnsflótti geti hafist þ.e. stjórnlaust hrun.

 

Kv.


Bloggfærslur 14. júní 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 869851

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband