11.6.2012 | 18:20
Markaðir féllu á mánudag! Stefnir í að Spánn og Ítalía verði hrakin af lánsfjármörkuðum. Evrukrýsan komin á nýtt hættustig!
Það virðist ætla að fara með þeim hætti sem ég taldi líklegt sbr. Neyðarlántaka Spánar getur reynst TVÍEGGJUÐ!.
Öfugt við það sem margir héldu - þá féllu markaðir í dag. Ekki stórt. En samt fall.
Það var reyndar annað útlit á mánudagsmorgun, að fyrstu viðbrögð markaða voru að þeir fóru upp, en þannig var staðan enn við hádegi og fyrri hluta eftirmiðdags, en þá voru þeir þegar farnir að gefa eftir þó enn væru þeir upp, síðan þegar markaðir lokuðu um 4. leitið á evópskum tíma, þá enduðu þeir niður.
Hádegisfréttur RÚV voru því ekki rangar eins og staðan var - þá!
Lokastaða dagins á evrópskum mörkuðum:
- The (British) FTSE 100 lost 0.05pc,
- the (French) CAC dipped 0.29pc and
- Spain's IBEX slipped 0.54pc.
- Italy's FTSE MIB tumbled 2.79pc.
- Only the DAX escaped the gloom, gaining a modest 0.17pc on the day.
Staðan á evrópskum mörkuðum um hálf þrjúleitið evrópskum tíma!
- The FTSE 100 is up just 0.68pc,
- the CAC is 1.19pc higher and
- the DAX has gained 1.7pc.
- Spain's IBEX is up 1.95pc at 6676, having hit a high earlier in the day of 6937.
Staðan um 8 leitið á evrópskum tíma
- The FTSE 100 was up 1.6pc at 5,524 points shortly after opening,
- while Spain's IBEX jumped more than 5pc.
Sérstaklega er áhugaverð sveiflan á 10. ára vaxtakröfu Spánar, en skv. fréttum lækkaði um snemma í morgun niður í 5,5536% botnaði í þeirri stöðu, en endaði daginn 6.465% sem er mjög nærri því sama staða og sl. föstudag.
Þessi mynd sýnir hreyfingar 10 ára vaxtakröfu spænskra ríkisbréfa í sl. viku!
Eins og sést er lokastaða sl. viku nærri sú hin sama og loksastaða dagsins í dag!
Eins og fram kemur grein minni frá því um helgina, var ég ekki viss hvort það myndi verða svokallað "rallý" og spáði þá skammvinnu ef af því yrði - og skammvinnt var það sannarlega :)
Markaðir opnuðu í bjartsýniskasti sem síðan smá eyddist eftir því sem leið á daginn, og menn virðast hafa íhugað stöðuna betur.
Markaðir eru sem sagt fyrir rest að segja þ.s. ég sagði, að staða Spánar hefur ekki batnað við lánveitinguna.
Þvert á móti er aðferðin við hana verulega gölluð, eins og ég lýsi í grein minni frá því um daginn.
Í reynd hefur staða Spánar versnað!
Kathleen Brooks, research director at Forex, gives us her take:
The markets have whimpered to the finish line today after a bout of knee jerk euphoria post the announcement of the Spanish banking bailout at the weekend. The markets havent perceived the bailout as way to reduce credit risk in the periphery, in fact Spanish bond yields rose to their highest level since the end of May as investors digested the prospect they may not get all of their money back in the event of a Spanish default. And it didnt stop there. Italian 10-year yields are rising at an alarming rate, and have ended the European session above 6pc, for the first time since January.
Takið eftir orðum hennar, þó svo að vaxtakrafan hafi endað á svipuðum slóðum og fyrir helgi, sveiflaðist hún um hríð hærra.
Og krafan fyrir Ítalíu endaði í 6,004% sem er hærra en hún hefur verið síðan um mánaðarmótin desember-janúar.
Niðurstaðan er því, að lántakan hefur gert stöðuna verri ekki bara á Spáni heldur á Ítalíu einnig - alveg eins og var um fyrri lántökur Portúgals, Írlands og Grikklands; vegna þess að skuldir spænska ríkisins verða hærri fyrir bragðið.
Sveiflast nú upp í rétt rúml. 80% og stefna í átt að 90% við árslok.
Það er veruleg hætta á að Spánn endi í rusli áður en árinu er lokið, jafnvel áður en sumrinu er lokið.
Niðurstaða
Hreyfingar dagins á mörkuðum á mánudag voru áhugaverðar, þ.e. fyrst þegar virtist vera sterkt "rallý" á mörkuðum, en svo er eins og tvær grímur hafi runnið á menn. Og markaðir fóru að gefa eftir um eftir hádegi, en ein og sést voru enn upp um kaffileitið. En enduðu niður.
Niðurstaðan hvað varðar vaxtakröfu Spánar er sú að hún endaði daginn á nokkurn veginn sama stað og var lokastaða sl. föstudags.
Þannig að sýn markaðarins á útkomu helgarinnar, er eins og ég taldi líklegt - að staðan sé einfaldlega ekki betri en áður.
En eins og ég sagði sl. laugardag, þá er vandi við aðferðina að láta Spán bera ábyrgð á lántökunni, því það þíðir að skuldakrýsa spænska ríkisins versnar - afleiðing þess víxverkar svo aftur til baka til Spænsku bankanna, því þeir eiga svo mikið af spænskum ríkisbréfum. Þannig að frekara verðfall þeirra bréfa sem nú stefnir í, þá þíðir að myndast aftur fjárhagsleg hola í spænska bankakerfinu þó svo þeir fái fjárinnspýtingu, þannig að nettó staðan er ekki betri en áður.
Spænska ríkisstjórninni tókst ekki að sannfæra mótaðila sína við samningsborðið að lána beint til spönsku bankanna, án þess að spænska ríkið tæki ábyrgð á lántökunni. En fyrst að spænska ríkið náði því ekki fram. Þá fellur aðgerðin um sjálfa sig.
Staða Spánar er því nánast óbreytt - nettó. Og þ.s. Spánn er í kreppu, þíðir það í reynd að staðan er verri, því framvinda mála á Spáni er stöðugt verri meðan Spánn er í kreppu.
Það víxverkar svo yfir á stöðu Ítalíu. Óvissan á evrusvæði hefur því ekki minnkað. Og það má reikna með að það muni gerast einnig sem ég taldi sl. laugardag, að út vikuna muni vaxtakrafa Spánar halda áfram að hækka, og nálgast frekar 7%. Það sama ætti þá að gerast fyrir ítölsk ríkisbréf.
Stefnir þá óðfluga á að bæði ríkin verði hrakin af lánsfjármörkuðum!
PS: Staðan er auðvitað verri en áður, því aðgerðin sem átti að bjarga Spáni áður en kosið er í Grikklandi um næstu helgi, er ónýt á hálfum degi - sem hlýtur að vera nýtt met :)
Þannig að nú hlýtur paníkin að vaxa út vikuna. Ég bendi á Árni Páll var einn af þeim sem sáu að þetta var ekki góð aðferð sbr. Spánn þiggur risalán Öll lönd að skuldsetja almenning til að standa skil á vaxtagreiðslum til þýskra banka en eins og sjá má af athugasemdum á Eyjunni, fögnuðu dæmigerðu kjánarnir aðgerðinni - skildu ekkert í því hvað Árni var að fara með hans eer neikvæðni :)
PS2: Shit, ég var að skoða stöðuna í dag þriðjudag, og vaxtakrafa Spánar er komin í, argh, 6,74% það hæsta í 13 ár, þegar ég skrifa þessi orð. Ég skoða málið aftur seinna í dag. Krafan fyrir ítölsk 10 ára ríkisbréf er einnig upp, eða í 6,14%. Það virkilega virðist stefna í að þessum löndum verði ítt af mörkuðum.
PS3: Evrópskir markaðir hækkuðu aðeins þrátt fyrir að vaxtakrafa Spánar hafi farið upp í það hæsta sem sést hefur síðan Spánn tók upp evru, og vaxtakrafa Ítalíu hafi að auki einnig hækkað.
- The FTSE 100 rose 0.76pc on the day,
- Frankfurt's DAX was 0.34pc higher and
- the CAC in Paris gained 0.14pc during the session.
- Spain's IBEX has climbed 0.09pc.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2012 kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
11.6.2012 | 00:19
Snýst vald forseta um að segja "Nei"?
Skúli Magnússon dósent við Háskóla Íslands skrifaði í sl. viku áhugaverða lesendagrein á visi.is, sjá Forsetavaldið. En þar setur hann fram áhugaverða kenningu skv. hans skilningi á ákvæðum Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands.
Eins og við öll þekkjum þá er mikið deilt um hvert akkúrat er vald forseta, sem sumir vilja meina að sé nánast ekki neitt, meðan aðrir vilja meina að það sé jafnvel heilmikið.
En ef við segjum svo að vald forseta sé raunverulega töluvert, þá akkúrat hvað er það?
"Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum."
Þetta er mjög áhugaverður punktur hjá Skúla.
- "Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra."
- "Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra."
- "Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins formlegar með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar."
- Þetta er mjög áhugavert, en eins og Skúli leggur út af þessu, þá hefur forseti í reynd "STÖÐVUNARVALD."
- Forseti getur neitað að undirrita þær ákvarðanir sem skv. stjórnarskrá, taka ekki gildi nema hann og ráðherra undirrita sameiginlega.
Á hinn bóginn, þá geti forseti ekki tekið ákvarðanir um það vald, sem skv. stjórnarskrá ráðherra fer með, og ber ábyrgð á.
Eins og Skúli benti á, þá hafi forseti skv. stjórnarskrá mjög takmarkað "jákvætt vald."
Samkvæmt þessu er stöðvunarvald forseta mjög víðtækt!
Eins og Svanur Kristjánsson benti nýverið á, þá synjaði Sveinn Björnsson 1941 forsætisráðherra um þingrof, neitaði að undirrita forsetabréf þess efnis.
Fram kemur skýrt að forseti setur þing og rýfur það, þ.e. þingrof tekur ekki gildi nema forseti einnig undirriti beiðni forsætisráðherra um þingrof.
Eins og ég útlegg þetta sbr. "13. gr. Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt." þá er alltaf um vald forseta að ræða, sem forseti endanlega ræður yfir.
En eins og greinin segir, framkvæmir ráðherra það vald - og forseti er ekki lagalega ábyrgur.
En samt er þetta vald forseta!
En eins og Sveinn Björnsson sýndi fram á, þá er undirritun forseta ekki sjálfsagður hlutur.
Og á ekki endilega að líta svo á, að sé það.
Þar liggur ef til vill hið eiginlega vald forseta, í því að geta hafnað undirritun.
Ég er að tala um:
- Skipun ráðherra.
- Skipun embættismanna.
- Samninga við önnur ríki.
- Þingrof.
- Neitað útgáfu bráðabirgðalaga.
Jákvætt vald er mun takmarkaðra:
- Forseti getur náðað sakamenn, fyrir utan ráðherra sem dæmdir hafa verið af Landsómi.
- Forseti getur skipað dómstólum landsins að fella niður sakamál gegn tja, hverjum sem er.
- Forseti getur lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga.
Til hvers er þá unnt að beita valdi forseta?
Mér sýnist best að hugsa það sem "aðhald."
- Skipun ráðherra - við höfum stundum velt fyrir okkur af hverju einhver tiltekinn fær að vera ráðherra yfir tilteknum málaflokki, en vanalega er þetta pólitísk hrossakaup, en ekki svo að viðkomandi hafi nokkuð hundsvit á viðkomandi málaflokki - endilega.
- Spurning hvort forseti geti ekki beitt valdi sínu - til þess einmitt að knýja flokkana til að koma fram með, aðeins frambærilegri einstaklinga?
- Skipun embættismanna - við þekkjum ótal dæmi þess, að embættismenn eru ekki ráðnir skv. faglegu mati, heldur er oftast svo að ekki er besti maðurinn valinn heldur sá sem er pólitískt séð "sá rétti." Það hefur þá slæmu afleiðingu, að fylla ráðuneyti af þeim sem ekki eru þeir bestu sem völ er á, sem dregur úr hæfni þeirri sem ríkisvaldið hefur upp á að bjóða, þegar verið er að skipuleggja stjórnsýsluna - framkv. hennar og semja lög, reglugerðir og þess háttar. Þetta minnkar klárlega skilvirkni og skapar hættu á mistökum.
- Þarna getur forseti gripið inn í ráðningarferli, og sagt "Nei." Beðið um hæfari einstakling.
- Samningar við önnur ríki - þetta getur verið stærsta jarðsprengjusvæðið af öllum. Skv. þeim skilningi að forseti hafi rétt til að hafna undirritun. Þá ræður forseti í reynd mjög miklu um gerð samninga við önnur ríki. Og hefur því mjög mikið vald á sviði utanríkismála.
- Embætti forseta þarf því að vera í mjög nánu samstarfi við Utanríkisráðherra hverju sinni. Því skv. stjórnarskránni ræður forseti því, hvort af samningi endanlega verður.
- Þingrof - þetta er mjög einfalt, Sveinn Björnsson sýndi fram á, að forseti ræður yfir þingrofsréttinum, þ.e. vald forseta. Þó svo forseti geti ekki rofið þing nema skv. beiðni ráðherra, þá getur forseti hafnað þeirri beiðni.
- Svo þ.e. aftur forseti sem endanlega ræður einnig þeirri útkomu.
- Bráðabirgðalög - þau eru greinilega eins og lög gefin frá Alþingi, verða að lögum skv. undirritun forseta og ráðherra, svo skv. stjórnarskránni getur forseti hafnað slíkri undirritun.
- Þá eru afleiðingarnar aðrar virðist vera, en ef forseti segir "Nei" skv. ákvæðum 26. gr. Þ.e. að þá þarf lagasetning að bíða þangað til að þing er kvatt saman næst, eða ráðherra semur við forseta.
Skv. þessu er vald forseta mjög mikið - í reynd.
Hér er til staðar það sem við getum kallað "FORSETA-ÞINGRÆÐI."
Þ.e. millistigskerfi milli hreins þingræðis fyrirkomulags og hreins forsetaræðis fyrirkomulags.
Hvað með deiluna um vald forseta? Ég held að það sem raunverulega er í gangi, sé að Stjórnarráðið þ.e. embættismannavaldið, vilji ráða sem mestu.
En meðan ráðherrar eru yfirleitt skipaðir sem hafa lítið vit eða jafnvel ekki hundsvit á sínum málaflokkum, þá eru það embættismenn í reynd sem mjög - mjög miklu ráða um stjórnarathafnir, því þeir ráðleggja, og ráðherra sem ekki veit neitt - fylgir mjög líklega þeim ráðleggingum afskaplega oft.
Munum að embættismenn oft eru til staðar í sama ráðuneytinu um áratugi, og hafa hver og einn því langtímaáhrif á þá málaflokka sem ráðuneiti hvers og eins fer með.
Ef einhvers staðar er hætta á spillingu - þá er það slíkra langseta, sem í reynd svo miklu ráða.
- Það sem er í gangi, sé í reynd valdabarátta milli Stjórnarráðsins og Embættis Forseta.
- Og það sé Stjórnarráðið sem sé að leitast við, að afnema vald forseta - með því að skilgreina það í burtu.
Það sé Stjórnarráðið, sem oftast nær ráði Alþingi í gegnum vald ráðherra, sem foringjar ráðandi meirihluta hverju sinni - í gegnum vald ráðherra - sem embættismenn ráðleggja, og oftast nær hafi mjög mikið því að segja um, hvaða ákvarðanir eru í reynd teknar; sem sé að seilast eftir auknum völdum, með sem minnstum takmörkunum.
Það er akkúrat á vald Stjórnarráðsins, sem stöðvunarvald forseta er svo mikilvægt.
Þ.s. flest lög eru samin - þ.e. af embættismönnum.
Þeir sem vinna samninga við önnur ríki - og svo fjölda marg annað.
Niðurstaða
Ég er á því að sýn Skúla Magnússonar dósents, sé mjög áhugaverð á embætti forseta Íslands, það að forseti hafi mjög víðtækt stöðvunarvald meðan forseti geti lítt beitt sér á hinn veginn. Það ber að muna, að skv. 13. gr. stjórnarskrár eru ráðherrar að fara með vald forseta, þannig að þ.e. einmitt akkúrat - vald forseta. Það segir, einmitt vegna þess að um vald forseta sé að ræða, þá sé það í reynd forseti sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Því viðkomandi ákvarðanri taka ekki gildi, nema forseti einnig undirriti þær. Forseti getur því skv. þessum skilningi ávallt blokkerað slíka ákvörðun, þó forseti geti ekki tekið ákvarðanir um þá málaflokka sem ráðherra fer með, skv. 13. gr. að ráðherra fari með vald forseta, þá þíði það ekki að ráðherra geti valtað yfir forseta eða tekið honum sem sjálfsögðum hlut. Undirritun forseta hverju sinni sé í hvert skipti háð ákvörðun forseta. Í hvert skipti sé hún sjálfstæð ákvörðun forseta - sem forseti hefur fullan rétt skv. stjórnarskránni til að:
- Bíða með,
- eða hafna,
- sem felur í sér þann möguleika að ráðherra geti í tilvikum þurft að semja við forseta.
Þetta þíði ekki að ekki sé þingræði - þ.s. forseti getur ekki skipað ríkisstjórn nema þá sem Alþingi samþykkir að sitji. Þannig að Alþingi ræður einnig hvort ríkisstjórn situr eða ekki.
Að sama skapi, getur forseti ekki sett lög, því alþingi hefur alltaf síðasta orðið um alla lagasetningu.
Það er því skýrt skv. stjórnarskránni, og skv. ofangreindum skilningi, að okkar fyrirkomulag er þingræði.
Þó það sé ekki þingræði með akkúrat sama hætti og tíðkast t.d. í Svíþjóð. Heldur var valið að fela forseta í reynd heilmikið vald!
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggfærslur 11. júní 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869851
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar