8.4.2012 | 14:35
Gallar við íbúalýðræði - hvernig má vinna á þeim?
Ég tek eftir því að á Eyjunni er reglulega flaggað dæmum frá Bandaríkjunum til að sanna galla íbúalýðræðis, sjá: Los Angeles stefnir í gjaldþrot ef íbúar samþykkja ekki skattahækkanir.
Nokkrum sinnum hefur einnig verið komið með dæmi frá Kaliforníu.
Deilan snýst um það hvort réttmætt sé að heimila íbúum að hafna skattheimtu.
Talið líklegt af ímsum að íbúar taki óskynsama ákvörðun - að hafna skatti án þess að gera ráð fyrir þeim tekjum sem þarf til að reka þau þjónustusvið við íbúa sem íbúar gjarnan krefjast einnig að séu rekin 100%.
Spurning hvernig má ef til vill komast framhjá þessum vanda!
Veita fullnægjandi upplýsingar!
Ef við gerum ekki ráð fyrir því að "fólk sé fífl" - heldur því að óskynsöm ákvröðun sé frekar vegna rangrar framsetningar eða rangrar upplýsingagjafar.
Þá verður þetta frekar spurning um að setja málið fram með "réttum" hætti.
Að veita fullnægjandi upplýsingar.
Ég miða þá við þá kenningu að fólk sé almennt séð skynsamt, en að það þurfi að fá allar upplýsingar sem máli skipta, svo það sé fært um að taka skynsama ákvörðun.
Það má hugsa sér að sett sé upp óháð stofnun til að meta hugmyndir sem fram koma!
- Þegar tillögur koma fram þ.s. lagt er til að íbúar samþykki að gjöld, útsvar eða skattar verði lækkaðir; þá þurfi þeir sem leggi fram slíkar tillögur, að koma fram með mótaðar tillögur um það - hvar skal skorið niður, um hvaða upphæðir og hvernig, hvaða þjónustu á að leggja niður, o.s.frv. Með öðrum orðum, sýna fram á hvernig skal skorið niður til að mæta tekjulækkun.
- Þegar tillögur koma fram þ.s. lagt er til að íbúar samþykki að útgjöld séu aukin til einhvers tiltekins málaflokks, eða að hafnar séu kostnaðarsamar framkvæmdir af einhverju tagi. Þá þurfi þeir sem leggja fram slíkar tillögur, einnig að koma fram með tillögur sem hluti af útgjaldaukningar tillögunni, um það hvernig hin auknu útgjöld skulu fjármögnuð, þ.e. hvaða gjöld skal hækka, eða útsvar eða skatta - eða hvað annað skal skera niður á móti.
- Kenningin er sem sagt sú - að íbúar séu líklegri að taka skynsama ákvörðun þegar allar upplýsingar liggja fyrir, svo þeir geti fellt mat á heildaráhrif þeirra tillaga sem þeir standa frammi fyrir.
Þetta er örlítið flóknara þegar til staðar er fjárlagavandi og valkostir eru allir slæmir, þá má vera að það þurfi að hugsa þetta - öðruvísi:
- Einn möguleiki er að íbúar fái valkosti - þ.e. niðurskurð vs. hækkun útgjalda, hækkun útsvars eða hækkun skatta.
- Það verði búið að áætla og fara yfir þær áætlanir af óháðri stofnun, hve mikið þarf að skera niður - ef vandann skal leysa með niðurskurði eingöngu.
- Að sama skapi, verði búið að áætla hve miklar hækkanir gjalda, útsvars eða skatta, þurfi til - ef vandann á að leysa með þeim hætti eingöngu.
- Það mætti hugsa sér að einnig væri boðið upp á þriðja valkostinn - blandaða leið.
- Til þess að þetta gangi upp sem skildi - þarf trúverðugan matsaðila - spurning hvort Ríkisendurskoðun getur haft það hlutverk.
Niðurstaða
Sumir hafa tilhneigingu til að vera dómharðir gagnvart hugmyndum um íbúalýðræði. Kastað er upp dæmum frá Bandar. þ.s. íbúalýðræði er víða hvar ástundað í miklu mun meira mæli en hér á landi.
Ég held að rétt sé að læra af Bandaríkjunum í þessu tilliti, þá á ég við með þeim hætti, að dreginn sé lærdómur um það - hvernig gallar slíks fyrirkomulags verði lágmarkaðir.
Ég held það sé vel mögulegt að lágmarka þá galla - að hámarka líkur á því að íbúar taki skynsamar ákvarðanir.
En ég er ekki þeirrar skoðunar að "meðalmaðurinn sé fífl."
Því miður virðist það svo að nokkur hópur sé einmitt á þeirri skoðun.
Vandinn snúist um rétta framsetningu og veitingu fullnægjandi upplýsinga.
Aukið íbúalýðræði hvort sem er í borgum og bægjum, eða Íslandi sem heild.
Sé mjög íhugunarverður valkostur.
En þá sé rétt að taka mið af reynslu t.d. Bandaríkjanna, sem hafa ástundað íbúalýðræði í yfir 100 ár. En þar má sjá mjög mörg dæmi um bæði kosti og ókosti þess. Þessa reynslu þarf að meta og draga lærdóm af, svo ókostirnir verði lágmarkaðir en kostirnir að sama skapi hámarkaðir.
Ég segi - vel skoðunar vert!
Kv.
Bloggfærslur 8. apríl 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869858
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar