Hvernig losum við okkur við 1000 milljarða af aflandskrónum?

Mér lýst ekki endilega á þá hugmynd, að tengja krónuna við evruna áður en höftin eru losuð, þegar 1000ma.kr. skaflinn er enn fastur inni - en hugmyndin virðist vera að ná tengingu við þær aðstæður fram á sem hæstu gengi, þ.e. sem næst núverandi skránignu.

Segjum að það næðist gegnt nokkurn veginn núverandi skráningu, draumurinn um að verja lífskjör virðist vera að rætast - - En, eða hvað?

Þ.e. nefnilega ekki alveg allt sem sýnist - eins og Sigmundur Davíð benti á um daginn, þá myndi þetta í reynd þíða að þá streyma milljarðarnir af aflandsfé út úr landinu, sem þá evrur.

Gott og vel segja ef til vil einhverjir, þ.e. redding - enn menn gleyma einu.

Þá þarf ríkissjóður Íslands að slá lán á móti í gegnum svokallað "Target 2" kerfi eða nánat tiltekið, Seðlabankinn gerir það en fær frá ríkinu skuldabréf til að afhenda þeim seðlabanka innan Seðlabankakerfis Evrópu, sem hefur lausafé upp á að bjóða.

  • Þetta þíðir þegnar góðir - - að þarna er ekki verið að verja lífskjör, þvert á móti fórna þeim.
  • En þeir sem eiga aflandskrónur - þeir fá allt sitt, þeim er reddað!

Því hvernig borgar ríkið þessa 1.000 milljarða til baka, nema í því formi að skattar verði stórfellt hækkaðir - stoðkerfi við almenning verði skorið að auki, í reynd endurtekið nákvæmlega sama ferlið og Grikkland, Portúgal og Spánn eru nú stödd í þessa stundina?

Pælið í því + 66% við skuldir ríkisins, sem þegar skuldar cirka 100% - - > skuldastaða nærri þeim stað þ.s. gríska ríkið var statt, áður en gríska ríkið fékk nokkurn niðurskurð skulda.

Sjá hérna umfjöllun um "Target 2" kerfið frá tveim hagfræðingum:

Hans Verner Sinn: THE EUROPEAN BALANCE OF PAYMENTS CRISIS.

Önnur góð grein: Sudden stops in the euro area.

 

Hvað eigum við þá að gera í staðinn?

  • Ímyndum okkur að höftin væru losuð af krónunni við akkúrat núverandi ástand.
  • Þá streyma 1.000 milljarðarnir út, þ.s. þetta er í kringum 66% af þjóðarframleiðslu, þá lauslega áætlað fellur gengið sennilega einhvers staðar á bilinu nærri 70%.
  • Sem segir okkur hið raunverulega virði þessara peninga, sé í reynd 300ma.kr.
  1. Ég segi að við eigum að miða út frá þessari tölu!
  2. Við eigum að gera aflandskrónueigendum tilboð, bjóða ívið betur.
  3. Einfaldast væri að þeir fái í skiptum fyrir aflandskrónur skuldabréf frá ríkinu, á hóflegum vöxtum.
  4. Viðmið sé að nafnvirði skuldabréfanna + vextir, fari ekki yfir cirka 50% þ.e. endanlegt virði 1.000ma.kr. verði cirka 500ma.kr. skv. núvirði krónunnar.

Þá er ég búinn að spara þjóðinni - 500ma.kr. + þann niðurskurð velferðar sem greiðslu þess fjár að viðbættum vöxtum myndi fylgja.

 

En okkur vantar svipu!

Hættan er sú að það taki ekki allir tilboðinu, svo það verður að hafa einhvern enda dag - og síðan afleiðingar sem séu verri, en það að taka tilboðinu.

Ein leið til þess að skapa það ástand, getur verið að taka upp hugmyndina hennar Lilju Mósesdóttur.

  1. Þ.e. að skipta um gjaldmiðil - tilkynna að eftir að endatíma er komið, verði farið í þá aðgerð.
  2. Í þessu tilviki er ég að tala um, skiptigengi 1/3 þ.e. 70% fellingu.

Hugmyndin er þá að skapa það ástand að aðilar standa á milli tveggja elda, sem sagt svipugöng, hafi þessa tvo valkosti A)taka tilboði um að fá greitt með vöxtum allt að 50%, eða B)að ef samkomulag næst ekki við þá fyrir tiltekinn tíma taki gjaldmiðilsbreyting gildi þá verði skiptigengi 30%.

  • Auðvitað þíðir þetta að það þarf að stjórnvöld verða að vera fullkomlega undirbúinn undir þá aðgerð - svo hótunin hafi fullan trúverðugleika.
  • Og ef svo vill til að aðilarnir samþykkja ekki, þá verði aðgerðin framkvæmd.

En þ.e. atriði aftur sem sníst um trúverðugleika!

 

Eitt atriði enn!

Sem taktík í samningagerð, verði beðið á meðan verið er að semja við aðilana, með það að tilkynna um stór atvinnutækifæri sem myndu hækka virði krónunnar.

 

Niðurstaða

Ég vil ekki borga 1.000ma.kr. þ.e. leggja á almenning þá skattpíningu eða niðurskurð velferðar sem því myndi fylgja að borga slíka upphæð. Ef samkomulag næst, þá losnar um þessa stíflu og 500ma.kr. miðað við núvirði sparast, og þá er unnt að losa höftin án umtalsverðrar gengissveiflu. 

Þó er heppilegt að bíða örlítið lengur með þá lokatilkynningu, og tilkynna fyrst um einhverja stóra framkvæmd, eða stórt tækifæri sem bindandi samkomulag hefur náðst um, sem hækkar framtíðargjaldeyristekjur þjóðarinnar.

En með aflandskrónuskaflinn frá + væntingar um aukna innkomu, þá er vel hugsanlegt að losun haft gæti orðið alveg án nokkurrar gengissveiflu.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. apríl 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 869858

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband