14.4.2012 | 13:40
Hrun fylgis aðildarsinnaðra flokka heldur áfram!
Það er áhugavert að bera saman kannanir, þ.e. könnun Fréttablaðsins á fylgi flokka kynnt í dag 14/4 og könnun Gallup á fylgi flokka kynnt þann 3/4 sl.
Athygli vekur mjög mikið fylgi Sjálfstæðisflokks, en benda ber samt á að sá flokkur hefur oft áður mælst mjög sterkur í skoðanakönnunum í gegnum árin, en virðist fá minna kosningafylgi.
Það getur verið vegna þess að hann hafi hærra hlutfall af fastafylgi en aðrir flokkar, og sama skapi eigi minna af óákveðnum eða lítt áhugasömum um stjórnmál kjósendum, en aðrir flokkar.
Annað, er að 54% taka afstöðu í þessari könnun. Sem er hátt hlutfall þeirra sem ekki taka afstöðu, hærra en oftast á árum áður. Það getur stafað af því að óánægja sé útbreiddari eða áhugi á stjórnmálum hafi minnkað.
En benda ber á að algengt á árum áður er að rúm 30% taki ekki afstöðu, þegar ár er til kosninga.
Ef þarna er um að ræða, að til staðar er óánægja, en restin þ.e. cirka 30% séu áhugalitlir kjósendur þeir sem almennt lítinn eða engan stjórnmálaáhuga hafa; þá er það ekki alveg svo að þarna úti sé endilega pláss fyrir nýtt framboð með mikið fylgi.
En hingað til hafa allir flokkarnir nema einna síst Sjálfstæðisfl. geta sókt sér fylgi meðal áhugalítilla kjósenda, þegar kosningavélarnar fara að mala.
Þ.e. ekki víst að heildarfj. eiginlega óánægra kjósenda sé það margir sem bjartsýnisfólk sem er að stofna nýja flokka heldur.
Niðurstöður sjá frétt: Sjálfstæðisflokkurinn með 43%
Könnunr Fréttablaðsins vs. könnun Gallup
- Sjálfstæðisflokkur.....43%........29 þingmenn........38%.....28 þingmenn
- Framsóknarflokkur....14,6%.....10 þingmenn........13%.......9 þingmenn.
- Samfylking...............14,6%.....10 þingmenn.......17%.....12 þingmenn
- Vinstri Græn..............9%..........6 þingmenn........11%.......8 þingmenn,
- Samstaða..................6%..........4 þingmenn..........9%......5 þingmenn.
- Björt Framtíð..............6%..........4 þingmenn.......<5%......0 þingmenn
- Dögun.......................2,1%........0 þingmenn.......<5%......0 þingmenn
- Hægri Grænir.............2,1%........0 þingmenn
- Lýðfrelsisflokkurinn.....0,9%........0 þingmenn
Áhugaverðar niðurstöður:
- Ríkisstjórnin skv. þessari könnun fær bara 16 þingmenn, og samanlagt tæp 24%.
- Til samanburðar fékk Samfylking ein, 29,8% atkvæða í síðustu alþingiskosningum.
- Sjálfstæðisflokkurinn fær skv. þessu bæði meira fylgi og fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir samanlagt.
- Sjálfstæðisflokkurinn, einnig skv. þessari könnun með pálmann í höndunum, og getur myndað 4 mismunandi meirihluta, sem setur þann flokk í mjög sterka samningsaðstöðu, en skv. þessari könnun þarf 5 flokka stjórn ef halda á honum utan stjórnar.
- Samstaða flokkur Lilju Mósesdóttur, fékk 21% fylgi í síðustu könnun Fréttablaðsins.
- Framsóknarfl. mælist jafn stór og Samfylking, sem eru ekki slæmar fréttir fyrir Framsóknarfl. því sá flokkur hefur hingað til ávallt bætt við sig fylgi í kosningabaráttu, um nokkur prósent a.m.k, svo 18-19% jafnvel 20% ætti að vera innan seilingar.
- Sérstaka athygli vekur að ný framboð eru ekki að fá mjög mikið fylgi.
- Einnig, að tilraunin til að auka fylgi aðildarsinna með fjölgun aðildarsinnaðra flokka - virðist mistakast og það herfilega.
Yfirlístir aðildarsinnar fá 21,5%.
Stefna Dögunar er ekki enn komin fram. Bæti þeim ekki við að sinni.
Yfirlístir sjálfstæðissinnar: Sjálfstæðisfl. + Framsóknarfl. eru samanlagt 57,6%.
Ef fylgi VG, Samstöðu, Hægri Grænna er bætt við er fylgi sjálfstæðissinna:74,7%.
Niðurstaða
Stóra niðurstaðan þegar sjónum er beint að stóra baráttumálinu, þ.e. sjálfstæði vs. aðild, er að hlutfall fylkinganna skv. könnun virðist vera 1/4 vs. 3/4. Aðildarsinnum í óhag.
Eiginlega virðist þarna vera fylgishrun aðildarsinna. Gambítturinn að fj. flokkum aðildarsinna, til að sækja aðildarsinnað fylgi sem talið var til staðar í öðum flokkum, virðist misheppnast.
Þvert á móti, virðist þetta meinta fylgi einfaldlega ekki vera til, að þess í stað mígi aðildarsinnaðir flokkar í skóna á hverjum öðrum, klofningur aðildarsinna í flr. flokka skapi einfaldlega veikari flokka.
Á sama tíma, virðist fylgisleg ógnun af nýjum framboðum ekki nærri eins mikil við eldri flokkana, og margir töldu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 14. apríl 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869858
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar