Aflandskrónur 60% af þjóðarframleiðslu - segir Árni Páll!

Það er mikið áfall ef þ.e. rétt að aflandskrónur séu þetta hátt hlutfall. En þetta er einmitt þ.s. ég óttaðist að myndi gerast, þegar ríkisstjórnin ákvað að herða höftin fyrir mánuði. En það var ljóst að sú leið myndi hækka skaflinn fyrir framan okkur íslendinga. Að auki, var einnig ljóst að sú aðgerð bjargar ekki lífskjörum okkar nema séð í skammtímaskilngi.

--------------------------------------------------

Þetta sagði ég í apríl: Nýleg herðing hafta býr til ný vandamál!

Lög um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

"2. gr.: Við 13. gr. j laganna bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo:
Þrátt fyrir 1. mgr. skulu afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa ekki undanþegnar bannákvæði 2. og 3. mgr. 13. gr. c."

Yngvi Arnar Kristinsson útskýrir vandamálið: "Í kjölfar þessara breytinga mun núverandi forði aflandskróna stækka töluvert. Innlendar eignir þrotabúa eða kröfuhafa þeirra hækka skarpt á næstu misserum og gæti fjáhæð þessara "nýju" aflandskróna numið 500-700ma.kr."

"Að mati Yngva eru margar leiðir færar til þess að setja aflandskrónurnar í endurgreiðsluferli, til að mynda með því að gefa út skuldabréf eða halda uppboð á hverju ári. Með slíku ferli þyrfti afnám hafta ekki endilega að taka mjög langan tíma - jafnvel aðeins þrjá mánuði."

Þetta kemur fram í Morgunablaðinu föstudag 23/3 - sjá bls. 18.

Þetta er alveg rétt hjá honum - að með þessari breytingu verði aflétting hafta erfiðari!

  • En vegna þess að nú fá ekki erlendir aðilar sem innlendir aðilar skulda, sjálfkrafa það fé sem þeim er greitt sent út úr landinu - jafnharðan.
  • Þá safnast upp það fé sem þeir eiga inni, héðan í frá í hvert sinn þegar er gjalddagi á þeirri skuld sem þeir eiga.
  • Svo eins og hagfræðingurinn góði segir, stækkar þá stöðugt það magn af peningum sem vilja mun út úr landinu, ef og þegar höft eru losuð.
  • Sem í reynd, stækkar þá sveiflu jafnt og þétt sem mun verða á gengi krónunnar - ef og þegar höftin verða losuð.
  • Mér finnst það vert íhugunar hjá hagfræðingnum sú hugmynd hans, að skuldbreyta þessu - þ.e. búa til skuldabréf. Búa til nýja skuld úr þessu fé. Þannig að  það flæði þá ekki allt í einum hvelli út á sama tíma.
  • Það er auðvitað óindis úrræði - en getur verið skárra en að láta það allt flæða úr í einu.

Það er nánast eins og að ríkisstjórnin vilji gera það að sannleik, þau orð sem hún hefur ítrekað haft uppi, um það að höftin verði aldrei losuð af krónunni.

En þetta gagnast eingöngu í takmarkaðann tíma, því ríkisstjórnin er í reynd ekki að verja lífskjör hér innanlands með þessari aðgerð - nema í mjög skammtíma skilningi.

Því þetta fé þarf að greiða fyrir rest, svo þá er ríkisstjórnin í reynd einungis að létta á málum til skamms tíma, meðan hún býrt til sífellt erfiðari vanda fyrir næstu ríkisstjórn.

En það mun enginn annar taka að sér að greiða þessa peninga fyrir okkur - ekki Seðlabanki Evrópu. Það eru draumórar að ECB muni taka þann kaleik af okkur.

Ekki mun heldur Seðlabanki Kanada gera slíkt fyrir okkur, ef við íhugum upptöku Kanada dollars. En í öllum tilvikum, verður ætlast til þess að skiptigengi krónu verði á raunvirði - sem auðvitað lækkar stöðugt því hærri veggur sem er hlaðinn upp fyrir framan.

  • Ríkisstjórnin er stöðugt að búa til stærri vegg sem þiðir stærra tímabundið lífskjarahrun, þegar loks verður tekið á þessu.
  • Eins og ég sagði, burtséð frá því hvort stendur til að taka upp annan gjaldmiðil eða halda áfram með krónuna - þarf að taka þennan vegg niður.
  • Og enginn annar en við munum borga fyrir þá aðgerð!

--------------------------------------------------

Hvernig getum við losað okkur?

Vitna í Árna Pál, sjá grein: Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta.

"Í haust leið lagði sérfræðingahópur á vegum Viðskiptaráðs fram ýmsa valkosti um afnám hafta. Þar var sett fram sú hugmynd að erlendum eigendum krónueigna yrði boðið að losna út, annaðhvort með því að lána ríkinu fyrir því til 30 ára eða með því að sæta því að einungis væri hægt að leysa fjárhæðir út í smáum skömmtum á löngu tímabili, svo sem 20 árum." - "Grikkir hafa nýlokið samningaviðræðum af áþekkum toga við skuldabréfaeigendur um afslátt á grískum ríkisskuldum, með ágætum árangri. Þótt þar hafi vissulega verið um ríkisskuldir að ræða, en hér sé um fjármögnunarvanda að ræða, er grundvallarviðfangsefnið ekki ósvipað. Hvaða umgjörð væri hægt að skapa í slíkum samningum um greiðslufresti og afslætti, fyrir ólíka hópa aflandskrónueigenda?"

Ég held að samlíkingin við vanda Grikklands sé alveg réttmæt!

  • Þetta sé í reynd fé sem við skuldum eigendum aflandskróna!
  • Því alveg réttmætt að skoða þetta sem skuldavanda.
  • Eins og Arnar Kristinsson hagfræðingur bendir einnig á, þá er ein af hinum mögulegu leiðum, að bjóða aflandskrónu-eigendum langtímaskuldabréf á ríkið.
  • Ríkið á móti skattleggur þjóðina fyrir þeim kostnaði - en sá kostnaður dreifist á langan tíma.
  • Með slíkum samningum að umbreyta þessu fé að verulegu leiti í langtímalán, má vera - ath. ekki unnt að segja það sterkar, má vera - að unnt sé að minnka þá niðursveiflu lífskjara sem annars myndi verða.

Það er ekki víst að ein leið dugi fyrir allar aflandskrónur - en mikilvægt væri að ná inn sem flestum í slíkt samkomulag.

Þeir eigendur sem ekki næst samkomulag við - þeir myndu þá taka þá áhættu sem því fylgir hvað þeir í reynd fá, þegar höftin eru síðan losuð.

En mér sýnist að 60% hlutfall aflandskróna sé of mikið - þannig að það þurfi að búa til einhvers konar skuldasamkomulag, til að lækka hlutfallið.

En þ.s. stendur af, ef tekst að fækka aflandskrónum sem vilja skipta yfir í gjaldeyri þegar í stað með slíkum aðgerðum að verulegu leiti, getur orðið viðráðanleg sveifla þannig að þá sé einfaldlega unnt að sleppa höftunum.

 

Til að bæta trúverðugleika þarf að koma af stað fjárfestingum

Ríkisstjórnin hefur dýpkað vandann verulega í stað þess að grynnka hann.

Og eitt er ljóst, að trúverðugleiki endurgreiðslugetu okkar er stórt atriði í svona samningum.

Og því miður eru ekki margar leiðir færar til að efla þann trúverðugleika.

Megin leiðin hlýtur að vera - að auka okkar framtíðar gjaldeyristekjur.

Því miður er ástandið orðið það svart - að óábyrgt er að fyrirfram hafna álvera uppbyggingu.

Ég veit að náttúrutjón er umtalsvert - alveg sama hvaða virkjunarkosti við veljum.

En, ef risaverkefni kemst af stað - þá risavirkjanir + risaálver.

Þær framkvæmdir eru undirritaðar með skuldbindandi hætti.

Þá um leið batnar okkar samningsaðstaða.

Þetta er því miður orðið enn mikilvægara atriði en áður.

Þ.e. vegna þess einmitt hve alvarlegt ástandið er orðið - að við verðum sennilega að sætta okkur við nokkra fórn á náttúrugæðum landsins, hinn valkosturinn er ástand sem getur reynst vera langvarandi kreppuástand á Íslandi, með áframhaldandi brottflutningi og skertum lífskjörum, sem og skertum framtíðartækifærum næstu kynslóðar íslendinga.

Þetta er einmitt mál sem sníst um framtíðina!

 

Niðurstaða

Það er að koma enn betur á daginn, hversu herfilega slæm ákvörðun það var af hendi ríkisstjórnarinnar, að herða höftin í sl. mánuði. Það blasti við að þetta myndi hækka aflandskrónu vandann verulega. Árni Páll segir þetta færa aflandskrónur úr 30% af þjóðarframleiðslu í 60%. Með öðrum orðum, vandinn 2-faldast. Sem þíðir einnig, að sú gengissveifla sem yrði ef höftin væru losuð hefur verið stækkuð all hressilega.

Þetta er alveg eins og ég sagði fyrir mánuði, einungis redding í miklum skammtímaskilningi.

En fórnarkostnaðurinn liggur í því að gera vandann framundan okkur, sífellt stærri og erfiðari.

Því lífskjarafórnina þegar loks verður tekið á þessu dæmi - sífellt stærri.

Að sjálfsögðu - ef þetta býður fram yfir nk. kosningar, munu núverandi stjórnarfl. fórna höndum og ásaka næstu stj. fl. fyrir þá lífskjara skerðingu sem mun orsakast a.m.k. til skamms tíma, meðan verið er að vinda ofan af þessari sí stækkandi vitleysu.

Ríkisstjórnin er búin að bregðast gersamlega í því að losa um höftin.

Þvert á móti, hækkar hún sífellt girðinguna og stækkar vandann.

 

 

Kv.


Bloggfærslur 12. apríl 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 869858

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband