7.3.2012 | 22:56
Kína að vega að drottnunarstöðu Bandaríkjadollars?
Ég rakst á áhugaverðar fréttir á vef Financial Times um nýjann ógnarstórann gjaldeyrisskiptasamning sem skv. heimildum FT er í burðarliðum milli eftirfarandi ríkja:
- Kína,
- Indland,
- Brasilía,
- S-Afríka, og
- Rússland.
Svokölluð BRIC lönd!
Sjá fréttir: China offers other Brics renminbi loans - - China: RMB credits for the Brics
- Bendi á að þetta vegur ekki síður að stöðu evrunnar - en dollarsins!
- Þeirri von sumra að evran taki við af dollarnum, sem megin gjaldmiðill heimsins.
Það sem virðist í býgerð, er að seðlabankar ofangreindra landa, lána hverjum öðrum fé í þeim gjaldmiðli sem hver seðlabanki um sig ræður yfir - skipti á gjaldeyri.
- Hugmyndin virðist vera að efla viðskipti milli þessara tilteknu landa!
- Þau viðskipti fari fram í þeirra eigin gjaldmiðlum.
Í reynd vegur þetta að stöðu allra vestrænna gjaldmiðla!
En öll eru þessi lönd, fyrir utan ef til vill Rússland, mjög vaxandi hagkerfi!
Reyndar er hagvöxtur S-Afríku ekki ógnar hraður heldur, en þ.e. land með mikla möguleika!
Sjá t.d.: Brazil becomes sixth biggest economy
- Skv. því er Brasilía nú á þessu ári orðin 6. stærsta hagkerfi heims, komin fram úr Bretlandi!
Málið er, að þessi viðskipti sem verða lokuð inni í þeirra eigin gjaldmiðlum, geta orðið gríðarlega umfangsmikil! Eftir allt saman eru þetta tvær fjölmennustu þjóðir heims, og megin hagkerfi S-Ameríku annars vegar og hins vegar megin hagkerfi Afríku, síðan Rússland er ræður enn yfir miklum olíu og gaslindum.
Þessi samsetning er örugglega alls engin tilviljun, en Brasilía í dag er land hratt vaxandi að ríkidæmis, og að auki auðlindaríkt.
S-Afríka er land sem mjög miklu máli skiptir á meginlandi Afríku, þ.s. það hefur mjög víðtæk áhrif langt út fyrir eigin landamæri innan Afríku sunnarverðrar. S-Afríka þegar áhrif landsins eru tekin með í reikninginn, einnig ræður yfir miklum auðlindum - þó ekki olíu eða gasi, en margvíslegum öðrum hráefnum.
- Allt eru þetta lönd, sem hafa áhuga á að draga úr veldi Evrópu og Bandaríkjanna.
Mér sýnist þetta vera mjög stórt "challenge" því þau geta reynd í sameiningu nánast skapað hliðstætt / "parallel" hagkerfi við hliðina á því heimshagkerfi sem Bandaríkin hafa ofið með dollarnum sínum.
- Þetta gæti reynst vera frétt ársins - nema auðvitað Ísrael heimskist til að ráðast á Íran.
En ég sé það alveg sem hugsanlegt, að þetta hliðstæða hagkerfi vaxi og vaxi, og eiginlega smám saman sópi því hinu til hliðar.
Hvort það myndi halda sig við þær stofnanir sem Bandaríkin hafa byggt upp þ.e. Heims Viðskiptastofnunina, AGS o.flr. Veit ég ekki.
Möguleiki væri að þau stofnuðu hliðstæðar stofnanir - ef Evrópa og Bandaríkin verða treg til að gefa nægilega eftir völd sín innan þeirra stofnana.
En núna er þetta að hefjast fyrir alvöru, hnignun hinna vestrænnu hagkerfa, þau hin austrænu taki smám saman yfir, og verði drottnandi ekki seinna en frá miðbiki þessarar aldar - sennilega fyrr!
Niðurstaða
Drög að samkomulagi verður undirritað í Nýju Dehli þann 29/3 nk. Þetta getur orðið upphaf að virkilega stóru. Ég held að það sé ekki ofmælt sú lýsing sem ég gef að ofan, að BRIC löndin séu að hóta því að skapa hliðstætt hagkerfi við það vestræna, við hagkerfið þ.s. dollarinn drottnar og Evrópa var að vona að evran myndi geta tekið hugsanlega yfir að einhverju leiti.
Í reynd sópar þetta ekki bara hugsanlega dollarnum til hliðar, heldur evrunni einnig - og öðrum vestrænum gjaldmiðlum.
Ekki endilega þannig að þeir hætti að skipta máli, en staða þeirra þá hnignar í takt við hnignun stöðu vesturlanda.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.3.2012 kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2012 | 01:43
Óttinn um grískt gjaldþrot aftur upp á yfirborðið!
Það er drama í gangi í kringum samninga grískra stjv. og einka-aðila. Ríkisstjórn Grikklands hefur gefið lokafrest fram á fimmtudag. Þá er hótað að beita svokölluðum "collective action clause" þ.e. að gera samkomulagið bindandi á restina af kröfuhöfum - ef ekki tekst að fá alla til að jánka.
- En vandinn er, að það væri "credit event" þ.e. í reynd greiðsluþrot.
- En "credit event" þýðir að svokallaðar skuldatryggingar eru þá greiddar út.
Yfirlísing grískra stjv. um lokafrest "ultimatum" skapaði mikinn óróleika á fjármálamörkuðum á þriðjudag, og varð mesta verðfall sem sést hefur síðan í desember.
En markaðir hafa verið að hækka frekar en hitt nær samfellt síðan um miðjan janúar.
Spurning hvort bjartsýnistímabilið frá miðjum janúar, sé við það að taka endi?
"Greek Finance Minister Evangelos Venizelos has warned the bond exchange was the best deal holders of Greek debt would get and that he would not hesitate to activate laws forcing losses on bond holders who did not willingly sign up.
"Bond holders have until 2000 GMT on Thursday to accept the offer of new bonds, which have a longer maturity and pay a lower rate of interest, for their existing ones."
Evrópskir markaðir:
- The FTSE 100 has closed down 1.86pc at 5,765.80,
- while the CAC 40 in Paris has closed down 3.6pc at 3,362.56 and
- Frankfurt's DAX 30 has finished down 3.4pc.
Bandarískir markaðir:
- The Dow Jones industrial average closed down 1.57pc at 12,759.15,
- while the broader S&P 500 slipped 1.54pc, to close at 1,343.36.
Það voru ímsar pælingar um hugsanlegann kostnað við gjaldþrot!
Ekki síst eftir að þessi "Press release" barst út:
"The Republics representative noted that Greeces economic programme does not contemplate the availability of funds to make payments to private sector creditors that decline to participate in PSI."
Mjög áhugaverð setning, hljómar sem bein hótun um að neita að borga þeim nokkuð, sem neita að taka þátt í afskriftinni.
Sjá einnig frétt: Athens issues threat to bond holdouts
En af slíkri hótun væri framfylgt, væri það beint greiðsluþrot!
Aðilar á lánamörkuðum myndu líta þannig á málið.
Einnig matsfyrirtæki, og mjög lílklega apparatið "International Swaps and Derivatives Association" sem ákveður hvort svokallaður "credit event" hefur átt sér stað, þannig að rétt sé að greiða út skuldatryggingar.
Reikna má með því að markaðir verðir á tánni fram á fimmtudag a.m.k.
Sjá einnig frétt Reuters: Athens, creditor group turn up heat on Greek bondholders
Skv. frétt Reuters hafa blaðamenn þar undir höndum skýrslu frá "nstitute of International Finance" þ.s. áætlað tjón af gjaldþroti Grikklands, sé metið a.m.k. 1.000ma..
Nú er kominn mars, og stóri gjalddagurinn hjá Grikklandi er sá hinn 20.
Niðurstaða
Spenna er allt í einu að magnast á ný í tengslum við Grikkland, en það mun koma í ljós á fimmtudag nk. hve margir einka-aðilar skiluðu sér inn, í skuldaskiptasamninginn sem grísk stjv. hafa verið að bjóða upp á. En stefnt er að því að 100ma. verði afskrifaðar af einka-aðilum. En ef það skila sér ekki allir inn, mun vanta fé upp á að þeir 100ma. náist.
Ef það verður ljóst, að t.d. vantar 10 eða 20ma. upp á, þá fer að vandast málið. Þá þarf líklega enn einn neyðarfundinn, og aðildarríkin þurfa þá væntanlega að ákveða sig hvort þau veita þá viðbótar fjármögnun.
En ef Grikkland lætur verða af hótun sinni um annaðhvort beita "collective action clause" eða að hreinlega að neita að greiða þeim sem ekki taka þátt, nokkurt - sem sagt greiðsluþrot gagnvart þeim tilteknu aðilum, þá má reikna með því að "International Swaps and Derivatives Association" muni tilkynna um "credit event" þanni, að þá verði loks greiddar út skuldatryggingar.
Þetta getur þá orðið áhugavert - en þetta verður þá fyrsta ríkisþrot í þróuðu landi í a.m.k. 60 ár. Enginn veit hvað síðan gerist - Grikkland mun teljast greiðsluþrota þó svo að greitt verði af skuldabréfinu fræga þann 20 mars.
Kannski gerist ekkert mikið - kannski gerist e-h heilmikið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 7. mars 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869858
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar