Árás á Íran leiðir líklega til heimskreppu!

Mér finnst aðdragandinn að hugsanlegum átökum við Íran líkjast um margt aðdraganda átaka við Írak Saddam Hussains. En í sjálfu sér er ekkert rangt við það, að Íran hafi áhuga á því að verða kjarnorkuveldi. Enda er Íran með kjarnorkuveldi sem næsta nágranna, Pakistan. Og nokkru lengra í austri er svo annað kjarnorkuveldi, Indland. Svo má nefna Rússland all nokkurn spöl í norðri, og Kína allnokkurn spöl í NA. Í Vestri er svo kjarnorkuveldið Ísrael.

Áhyggjur manna af kjarnorkuvæðingu Írans, eru allt frá ótta sem algengur er í Ísrael um það að Íranar væru líklegir til að gera árás af fyrra bragði vegna trúar á elífa himnavist fyrir þá sem deyja píslarvætti gegn óvinum trúarinnar - yfir í að menn óttast einfaldlega að það íti fleiri löndum í nágrenninu t.d. Tyrklandi jafnvel Saudi Arabíu, í það að afla sér eigin kjarnavopna.

Þær almennu áhyggjur að fjölgun kjarnorkuvelda geri notkun kjarnorkusprengja líklegri í vopnuðum átökum.

Á hinn bóginn veit enginn fyrir algerlega víst - að Íranar hafi það í hyggju að smíða kjarnorkuvopn.

Þeirra áætlanir geta verið algerlega "consistent" við það, að ætla sér að stilla ástandinu þannig upp, að þeir geti smíðað á skömmum tíma, hvenær sem er fj. sprengja.

En svo fremi sem ekki verði á þá ráðist, geti vel verið svo að þeir sjái sér hag af því, að láta vera að stíga það fullnaðarskref.

Það er t.d. vitað að þeir eiga nú umtalsvert magn af auðguðu úrani, sem líklega dugar til að smíða einhvern óþekktann fj. sprengja, þó svo að þeirra búnaður til auðgunar væri eyðilagður. 

Þó þarf að auðga það úran frekar, en vitað er að þeir eiga byrgðir af úrani auðgað allt að 19,75% - sem er nothæft í röntgentæki. Sem er þannig séð gild afsökun til auðgunar að því hlutfalli.

En það kvá víst vera tiltölulega einfalt, að auðga slíkt úran frekar - upp í 90%.

Meginerfiðið sé að koma því úr 1% í 19,75%.

Eftir því sem þeir eiga meir af svokölluðu læknisfræðilegu úrani, verði erfiðara að tryggja að þeir geti ekki smíðað kjarnavopn.

Sem auðvitað varpar því upp sem mótspurningu - er ekki unnt að lifa með kjarnorkuvæddu Íran?

Er Íran klárt verra eða hættulegra en Sovétríkin voru eða Kína Maos?

Bendi á að í Íran er mun minna hættulegt að vera stjórnarandstæðingur - það eru engin gúlög í Íran, Íran er a.m.k. ekki ófrjálsara heldur en Rússland Pútins.

Bæði Rússland og Íran voru fyrir skömmu að halda almennar kosningar, forseta í Rússlandi en þing í Íran. 

Íran er miklu mun lýðræðislegra og frjálslyndara í reynd, heldur en t.d. Saudi Arabía.

Sjá áhugaverða umfjöllun Der Spiegel: Israel, Iran and the Battle for the Bomb

Það er áhugavert að skoða kortið að neðan, sem sýnir landslagið í Íran og næstu löndum!

  1. Eins og sést er Íran fjallgarður eftir fjallgarði.
  2. Það er mjög óvenjulegt að svo fjöllótt land, sé svo þéttbýlt.
  3. Íran er reyndar eina fjöllótta landið í heimssögunni, sem hefur tekist að verða meiriháttar stórveldi, og það ekki bara einu sinni heldur ítrekað.
  4. En fjallshlíðarnar í Íran eru óvenjufrjósamar, vegna þeirrar úrkomu sem þar fellur.
  5. Eins og gefur að skilja, þegar það fer saman að land er fjölmennt og svo fjöllótt, þá er það ekki auðvelt heim að sækja, ef fjölmennur her er til varnar.
  6. Það væri sannkölluð martröð að gera innrás í þetta land.

Til samanburðar sem vel sést, er Írak mjög sléttlent - fyrir utan Kúrdasvæðin. Enda voru Bandaríkin mjög fljót að sækja alla leið til Bagdad, enda fátt um náttúrulegar varnir.

Fræðilega getur ísraelskur her keyrt nokkuð greiðlega í gegnum Sýrland og Írak - en Íran þar úir og grúir af farartálmum.

Og auðvitað, Íranir hafa nóg úr af velja af fjöllum til að grafa inn í, svo mikilvægar burðarstoðir þeirra áætlana séu í sem bestu skjóli fyrir sprengjum.

En Íranar virðast hafa lært af mistökum annarra, og skipulega byggt allt sem máli skiptir niður í jörðina - að auki virðist sem að líkur séu á því, að þeir hafi byggt kópíur af mikilvægum einingum, sem óvíst er að staðsetning þeirra allra séu þekkt.

  • Þess vegna er almennt talið að ekki sé mögulegt að koma í veg fyrir að Íranar smíði sér kjarnorkusprengjur - með loftárásum.
  • Ekkert minna en innrás dugi - og þá þurfi að hertaka stórann hluta landsins, leita vel og vandlega að leynibyrgjum til að sprengja - á meðan að innrásarlið væri undir stöðugum árásum.
  • Að sjálfsögðu þyrfti það að vera fjölmenn innrás - mun fjölmennari en innrás Bandaríkjanna í Írak.

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

Það eina sem mér sýnist ísraelar hafa upp úr því að ráðast á Íran, er:

  1. Íran mun þá örugglega pottþétt smíða kjarnavopn.
  2. Það mun gerast í ástandi stríðs milli Írans og Ísraels. Sem hlýtur að vera umtalsvert hættulegra, en ef Íranar gerast kjarnorkuveldi í ástandi friðar þó það sé óvinveittur friður.
  3. Íran ræður yfir þeirri tækni til að koma gervihnöttum á sporbaug um Jörðina, en þeim hefur a.m.k. tvisvar tekist að skjóta upp einum slíkum. Sem er sönnun þess að þeir geta smíðað eldflaugar sem geta borið kjarnavopn.
  4. Líklega mun heil kynslóð ungra Ísraela láta lífið, eins og átti sér stað í tilviki þjóðverja og japana á fyrri hluta 20. aldar.
  • Mér finnst mjög lílklegt að ef ráðist er á Íran, það verða stórfelldar loftárásir er vitað, og líklega verður mannfall í þúsundum, þá verður auðvitað stórfelld reiðibylgja sem ganga mun í gegnum írönsku þjóðina, þannig að meira að segja þeir sem hafa mótmælt stjórnvöldum Írans, munu svara hiklaust kallinu um að ganga í herinn.
  • Stríð við Íran verður gersamlega ólíkt tel ég fyrri stríðum Ísraels, því íranar munu ekki hætta. Enda munu íranar verða tiltölulega óhultir fyrir innrás, því hún þarf að vera svo stórfelld ef hún ætti að hafa möguleika á því að heppnast, að Ísrael einfaldlega hefur ekki nægann mannafla.
  • Þá tekur við langt stríð þ.s. ég reikna með, að Ísrael verður knúin að eigin mati til að hernema Líbanon, Sýrland og en treysta má því að Hesbollah flokkur shíta í Líbanon mun svara kalli Írana og gera eldflaugaárásir yfir landamærin. Að auki, má reikna með því, að reiðibylgjan muni sannfæra íraska shíta um að ganga í lið með Íran. Svo við erum að tala um óhemju umfangsmikinn skæruhernað sem ísraelski herinn væri stöðugt að eiga við. En íranir munu líklega senda stöðugann straum af aðilum þjálfuðum í skæruhernaði til að berjast við Ísraela. Má reikna með þátttöku íraskra shíta einnig.
  • Ég sé ekki að Ísrael hafi úthald í svo umfangsmikið stríð til langframa. Aftur á móti er ég fremur viss, að Íranar muni eins og er þeir börðust við Saddam Hussain, ekki hætta. Þeir verði eins og N-Víetnamar þegar þeir börðust við Bandaríkjamenn í S-Víetnam í gegnum svokallaðar Viet Cong sveitir, sem í raun og veru voru mestu skipaðar N-víetnömskum hermönnum. Íranir muni gera svipað, meginherinn verji landamærin haldi sig þar innan, en hundruðir þúsunda verði þjálfaðir til að verða skæruliðar og þeir munu fara gegn ísraelum.
  • Þetta var taktík sem skilaði N-Víetnam sigri fyrir rest gegn Bandaríkjunum, og mig grunar að það sama geti endurtekið sig, að fullkominn her muni fyrir rest ekki duga ísraelum þegar þeir eru að kljást við aðila, sem eru tilbúnir til að falla tugum þúsundum saman en halda samt áfram að ráðast að þeim.
  • Ísrael er einfaldlega ekki það fjölmennt. Ég er að segja, þeim myndi smám saman blæða út.

 

Eru Ísraelar nógu heimskir samt til að gera þetta?

Já - hugsanlega. En forsætisráðherra Ísraels virðist hafa sannfært sjáfann sig um það, að "Ísrael verði að vera fyrra til." Sem sagt sú kenning, að íranskir stjórnendur séu hættulegir brjálæðingar, sem séu líklegir að kjósa að falla í stórum hildarleik gegn því að taka með sér óvini trúarinnar.

Á sama tíma er Obama í sérkennilegri klemmu. En hann stendur frammi fyrir kosningum í haust, og á sama tíma liggja frambjóðendur Repúblikana honum á hálsi fyrir að styðja Ísrael ekki nægilega vel. Þetta virðist vera að þrengja hans pólitísku stöðu heima fyrir.

Það getur verið að hann telji sig tilneyddan til að setja upp einhver rauð strik, sem hann lofi forsætisráðherra Ísraels og almenningi í Bandaríkjunum, að kosti stríð.

En ég sé alls ekki að Bandaríkin hafi efni á öðru jafnvel enn dýrara stríði, en sennilega Írak + Afganistan samanlagt.

  • Svo eru það aðrar afleiðingar - en olíuverð er líklegt til að fara í sögulegar hæðir, svo meira sé ekki sagt.
  • Og það er líklegt til að drepa þann hagvöxt sem nú er í Bandaríkjunum, íta Evrópu í enn dýpri kreppu en nú er reyndin, í reynd líklegt til að skapa heimskreppu.

Þetta getur orðið virkilega áhugavert ástand!

 

Niðurstaða

Ef 4 stærsti olíuútflytjandinn allt í einu hættir að flytja út olíu? Ef við bætist olíustopp einnig frá Írak? Munum að ekki er enn kominn full framleiðsla í Lýbíu. Að auki, áhugavert, að eftir kjarnorkuslys sl. árs lokuðu Japanir flestum kjarnorkuverum sínum fyrir utan örfá þau nýjustu, svo þeir hafa í staðinn stóraukið innflutning á olíu. Þannig að á sama tíma, er um að ræða milli ára frá því í fyrra nettó heildaraukningu eftirspurnar í heiminum vegna Japans, þrátt fyrir samdrátt í eftirspurn frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Þannig að útlit getur verið fyrir algert hnattrænt efnahagslegt stórslys, ef ráðist er á Íran.

Bendi fólki á að skoða nýjustu tölur um vaxandi samdrátt í Evrópu, sjá:

Eurozone: Markit Eurozone Services PMI

Eurozone: Markit Eurozone Composite PMI

Slík atburðarás getur ekki mögulega komið á verri tíma fyrir Evrópu.

Bara spennan ein og sér, ef hún heldur áfram að magnast svo olíukaupendur fara að hamstra olíu, það eitt getur dugað til að hífa upp olíuverð heilmikið - sem ef til vill dugar til að íta Evrópu í töluvert verri kreppu en nú virðist útlit fyrir.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. mars 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 869858

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband