Nokkrir þingmenn vilja að embætti forseta sé settar siðareglur!

Eftirfarandi þingmenn ríkisstjórnarflokkanna; Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Atli Gíslason,
Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þráinn Bertelsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson - sem seint geta talist til vina eða aðdáanda núverandi forseta, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þ.s. lagt er til þess að embætti Forsætisráðherra að það embætti beiti sér fyrir setningu siðaregla fyrir embætti Forseta, þó talað sé um það sé gert í samvinnu við embætti Forseta.

Sjá þingsályktunartillögu: 140. löggjafarþing 2011–2012. Þingskjal 1055  —  659. mál.

  1. Ég tel að embætti Forsætisráðherra sé ekki bært til þess, að hafa slik afskipti af embætti Forseta.
  2. En embættin tvö verða að teljast stjórnskipunarlega a.m.k. þannig, að embætti Forsætisráðherra sé ekki skör hærra. Ef e-h er, þá virðist af lestri Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands embætti Forseta í reynd vera, stjórnskipunarlega séð - skör hærra.
  3. En Alþingi sem slíkt - það geti haft slík afskipti.
  • En Alþingi hefur löggjafarvaldið og getur því sett í lög siðareglur fyrir embætti Forseta.
  • En þó aðeins þannig, að það séu siðareglur en ekki tilraun til að endurskrifa eða endurtúlka ákvæði Stjórnarskrár sem gefa Forseta tiltekið vald, eða túlka með takmarkandi hætti hvað þau ákvæði merkja eða þíða.
  • Slíkt getur einungis verið gert með breytingu á Stjórnarsrká Lýðveldisins.

Ef á að fara í slíka vinnu, væri best að það sé gert af samflokks nefnd, sem væri þannig þverpólitísk.

Það á ekki að gera slíka vinnu pólitíska.

Eðlilega gildir um slíka lagasetningu, að Forseti hefur sinn rétt til að vísa málinu til þjóðar.

Þjóðin sé sá aðili sem hafi hið endanlega vald yfir embætti Forseta og auðvitað Alþingi einnig.

 

Niðurstaða

Það má vel vera að ástæða sé til að setja siðareglur á embætti forseta, varðandi kostaðar ferðir - móttöku gjafa - samskipti við fyrirtæki, og þess háttar. En ef hvetja á til að farið sé í slíka vinnu, væri öldungis óeðlilegt að embætti Forseta eða Stjórnarráðið sem slíkt, myndi vinna þetta eins og hverja aðra lagasetningu á vegum Stjórnarráðsins. Enda embætti Forseta með engum hætti undir Stjórnarráðinu.

En Þetta væri vel mögulegt á vegum Alþingis sjálfs, þ.e. þingmannanefndar.

En þ.s. þetta er embætti Forseta, væri mjög óheppilegt að framkvæma slíkt með öðrum hætti, en þeim að málið væri unnið af samflokksnefnd þá í fullri samvinnu við embætti Forseta.

 

Kv.


Ef Írlandi gengur ekki betur, hver er vonin fyrir önnur lönd í vanda á evrusvæði?

Á sl. ári skv. "Central Statistics Office" þ.e. Hagstofu Írlands, þá hækkaði "Gross Domestic Product" um 0,7% en "Gross National Product" lækkaði um 2,5%. Sjá einnig "Quarterly National Accounts."

Sjá einnig: Economy grew by 0.7% in 2011

Og einnig: Ireland dutifully gulped down the nasty medicine but is still in pain

  • Atvinnuleysi er 14,4% skv. tölum frá febrúar 2012.
  • Mældur vöxtur sl. árs virðist einkum hafa verið borin uppi af aukningu í útflutningi, en áhuga vekur að hann dregst saman um rúmt prósent á 4. ársfjórðungi 2011. 
  • Ríkisstjórn Írlands hefur í allt skorið niður útgjöld um, 16,6% af þjóðarframleiðslu síðan 2009. Sem er mjög mikið, eða töluvert meir en sú gríska hefur skorið niður per þjóðarframleiðslu, eða 8%.
  • Ríkið hefur lækkað laun ríkisstarfsmanna um 23%, þar af embættismanna um 9%.
  • Almennt verðlag virðist hafa lækkað frá 2009 um cirka 4%.
  • Tapaður hagvöxtur virðist vera upp á cirka 17%, fram að 2011 frá upphafi kreppu.
  • En írska ríkið virðist þó enn hafa hallarekstur í kringum 10%, þrátt fyrir hinn ótrúlega niðurskurð.

Sem setur upp áhugaverðu spurningu, um skilvirkni niðurskurðarleiðar út úr vandræðum, en klárt er af þessum tölum, að enn þarf að skera niður.

 

CSO birtir bæði tölur yfir GDP og GNP, sem á íslensku myndi kallar, heildar þjóðarframleiðsla vs. heildar þjóðartekjur.

Áhugavert að skoða þetta hlið við hlið:

Þjóðarframleiðsla 2011 - þjóðartekjur 2011.

Q1........1,1%....................-3,8%

Q2........1,1%......................0,7%

Q3.......-1,1%....................-1,9%

Q4.......-0,2%....................-2,2%

"Industry (excluding Building and Construction) grew by 4.5 per cent while Agriculture, Forestry and Fishing increased by 2.0 per cent between 2010 and 2011. However, the remaining sectors of the economy registered declines during 2011. The greatest declines were experienced by Building and Construction (-13.5%) and Public Administration and Defence (-3.3%). Other Services (-2.1%) and
Distribution, Transport and Communications (-1.6%) also registered annual declines between 2010 and 2011."

Sjá hér tölur yfir viðskiptajöfnuð Írlands: Balance of International Payments

 

Miðað við þessar tölur er Írland aftur komið í kreppu, þ.e. skv. reglum Seðlabanka Evrópu telst það vera kreppa, ef hagkerfi er í niðursveiflu 2 ársfjórðunga í röð.

Enn er hallinn á írska ríkinu langt fyrir ofan viðmið þau sem Evrópusambandið sættir sig við, svo enn mun írska ríkisstjórnin þurfa að skera af.

  • Enn er stöðugur samdráttur í neyslu.
  • Skv. fréttum hefur húsnæðisverð hrunið saman um 17,8% frá áramótum til febrúar, þ.e. í janúar: Residential property prices fall at faster rate
  • Þetta mun líklega framkalla enn frekari samdrátt í neyslu.
  • Enn er atvinnuleysi í aukningu. Ekki orðið nein minnkun.

Sem sagt, þó svo að það hafi mælst hagvöxtur fyrri helming sl. árs, þá fann almenningur ekki fyrir því, og miðað við framvinduna mun lífskjörum halda áfram að hnigna.

Þetta er vart nægilega góð framvinda, til þess að líkur séu til þess að írska ríkið geti forðast það, að þurfa að fá annan björgunarpakka - þ.e. "björgun 2."

En skv. núverandi áætlunum, á Írland að geta fjármagnað sig sjálft á mörkuðum á nk. ári.

En miðað við dýpkandi kreppu í Evrópu, þá virðast horfur þessa árs ekki vera bjartar - líkur á annaðhvort nær kyrrstöðu efnahagslega séð eða samdrætti, minni líkur en í fyrra á hagvexti.

Útflutningshagnaður sl. var sára lítill - sem vart er nóg til að standa undir erlendri skuldastöðu.

Versnandi efnahagsástand í Evrópu, dregur frekar en hitt úr útflutningstækifærum.

Svo mér sýnist flest benda til þess að Írland fái "Björgun 2" einhverntíma í haust 2012.

 

Niðurstaða

Það er áhugavert að skoða stöðu Írlands. Því á Írlandi var beitt þeim meðölum og það af krafti, sem Þýskaland og Framkvæmdastjórnin mæla með, sem leið aðildarlanda evrusvæðis í vanda - út úr vandræðum. Á að sögn þeirra er mæla með þeirri leið, að skila þeim ríkjum aftur til baka til öruggs hagvaxtar og út úr skuldakreppu. 

En aðeins ef fyrirmælum er fylgt.

Þ.e. einmitt þ.s. Írland hefur gert.

En samt verður ekki séð annað en það, að Írland sé enn í ósjálfbærum skuldavanda.

Ekki virðist heldur útlitið fyrir hagvöxt vera bjart.

Sem setur upp þá spurningu, hvernig löndum eins og Spáni sem þegar er með nærri 23% atvinnuleysi, á að farnast ef beitt er svipuðum meðölum?

 

Kv.


Bloggfærslur 27. mars 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 869858

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband