14.3.2012 | 15:38
Eigum við að stofna ríkisolíufélag, vegna Drekasvæðis?
Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins hefur skrifað grein, þ.s. hann fjallar um nauðsyn þess að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða, vegna nýlegra upplýsingar frá Norðmönnum þess efnis, að það sé nær algerlega pottþétt að finna olíu og gas þeirra megin á Jan Mayen hryggnum.
Rannsóknir Norðmanna gefa byr undir væng þeim möguleika, að einnig sé olía og eða gas, á svokölluðu Drekasvæði, sem er sá hluti Jan Mayen hryggjar er liggur innan íslenskrar lögsögu.
Sjá grein Sigmundar Davíðs: Olía
Utanríkisráðuneytið: Framkvæmd Jan Mayen-samningsins og olíuleit á Drekasvæðinu
- "Með samkomulagi landanna um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen frá 22. október 1981 var kveðið á um að mörk landgrunnsins á svæðinu skyldu vera hin sömu og mörk efnahagslögsögu þeirra.
- Jafnframt var afmarkað eins konar sameiginlegt nýtingarsvæði og á Ísland rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á norska hluta svæðisins og Noregur rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á íslenska hluta svæðisins."
Þetta er mjög góður samningur sem íslenska ríkið gerði við Norðmenn 1981.
Skv. honum njótum við 25% tekna á móti Norðmönnum, vegna vinnslu þeirra á sínum hluta Jan Mayen hryggjarins.
Svo strangt til tekið, getum við einfaldlega ákveðið að gera ekki nokkurn skapaðann hlut - láta Norðmenn einfaldlega um þetta sín megin - sætta okkur við okkar 25%, láta þá síðan þegar þeim þóknast, hafa frumkvæði af því að vinna olíuna okkar megin, og þá fáum við 75% á móti 25%.
- Á hinn bóginn er það alger óþarfi, við getum einnig sýnt meira frumkvæði, þegar ljóst er að miklar lýkur eru á olíu og gasi rétt norðan við okkar svæði.
- Því áhugi erlendra olíufyrirtækja er örugglega vaknaður nú fyrir alvöru - og búast má við því að rannsóknarleyfi verði nú þetta ár, eftirsótt - a.m.k. eftirsóttari en áður.
Stofnum ríkisolíufélag!
Þó þetta sé strangt til tekið ekki nauðsynlegt á þessu ári, þá er líklegt að veruleg hreyfing komist á þessi mál á þessu sumri - og það gæti verið gagnlegt að stofna sérstofnun eða ríkisolíufélag til að halda utan um þessi mál sérstaklega.
Þ.s. Ísland sjálft hefur ekki efni á að framkvæma olíuleit eða undirbúa vinnslu, heldur þarf að bjóða út leyfi og síðan vinnsluleyfi - er þ.e. ekki meginatriði hvort þetta væri "Olíustofnun Ríkisins" eða "Ríkisolíufélagið", en meginatriðið væri að öll umsýsla um þau mál sé á einum stað.
Þangað sé safnað fólki sem þekkingu hafi á slíkum málum, leitast sé við að safna sem mestri þekkingu á slíkum málum þangað inn, gera þetta að okkar sérfræðinga-apparati í þeim málum.
Meginhlutverk verði það, að vera milligönguaðili í samningum við olíufyrirtæki - sjá um þá eins og LV sér um orkusölusamninga við stóryðju, og í því að þjónusta þeirra þarfir hér á landi.
Þetta getur smám saman orðið all umsvifamikil starfsemi.
Hversu fljótt getur Ísland farið að græða á þessu?
Það merkilega er að það gerist strax og olía er staðfest í vinnanlegu magni, sem getur verið einhverjum árum áður en olía fer að streyma á land.
En ástæðan er sú, að markaðurinn lítur alltaf fram í tímann.
Um leið og staðfest er olía í vinnanlegu magni, að klár áhugi olíufélaga er um það að vinna hana, og einnig stjórnvalda.
Þá um leið metur markaðurinn upp framtíðartekjur Íslands!.
Það framkallar alveg á nóinu, bætt lánskjör fyrir ríkissjóð og lægra skuldatryggingaálag.
Þannig, að mun fyrr en margir halda, getum við farið að njóta ávinnings í því formi, að ísl. ríkinu bjóðist mun hagstæðari lánskjör en nú til dags, þannig að unnt verði að hefja skuldbreytingur útistandandi lána ríkisins - þannig að greiðslubyrði lækki.
Það þíðir síðan þó svo að tekjur ríkisins séu ekki enn farnar að vaxa beint fyrir tilstuðlan olíumála, að ríkið getur öðlast aukið svigrúm til að bæta heilsugæslu eða verja meira í skólamál, og annað skilt velferðarmálum.
Að auki, þá myndi þetta bæta traust á Íslandi, þannig að þá minnkar væntanlega hætta á umtalsverðu útstreymi fjármagns - ef gjaldeyrishöft eru afnumin.
Þetta getur alveg verið möguleiki innan nk. 2-3 ára. Hver veit, kannski fyrr.
Niðurstaða
Það áhugaverða við olíudraumana er að þeir eru ekki draumsýn lengur. Heldur munum við njóta tekna af vinnslu Norðmanna á Jan Mayen hryggnum, þ.e. 25% á móti 75%. Sem sannarlega yrði gríðarleg búbót fyrir okkur - ef satt er sem sérfræðingur Norðmanna við rannsóknirnar heldur fram, að þar geti verið eins mikil olía og i Barentshafi. Þá dugar þetta eitt til þess að við verðum vellrík á endanum.
En uppgötvanir Norðmanna eiga að hleypa okkur kapp í kinn, því þ.s. finnst okkar megin við miðlínuna, þar eigum við 75% á móti 25%.
Mér finnst eðlilegast að þetta sé unnið í samvinnu við Norðmenn. Að Norska STATOIL sjái um vinnslu. En allt í lagi þó að sjá hvort aðrir bjóði betur.
---------------------------
Ítreka - um leið og olía er fundin, staðfest í vinnanlegu magni, þá förum við að njóta ávinnings.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2012 | 00:26
Bretland íhugar að bjóða 100 ára skuldabréf, jafnvel bréf með ótakmarkaðann gildistíma!
Skv. frétt Financial Times er þetta ekki fyrsta skiptið sem Bretland hefur boðið upp á 100 ára bréf, eða jafnvel bréf án enda gildistíma - sbr. "perpetual." Fjármálaráðherra Breta ætlar víst að rökstyðja þetta með rósamáli, af því tagi að með þessu standi komandi kynslóðum til boða að njóta þeirra ótrúlegu hagstæðu lánskjara sem Bretum stendur til boða nú.
En klárt má túlka þetta með öðrum hætti - þ.e. að verið sé að láta komandi kynslóðir borga fyrir óreiðu núverandi kynslóðar.
UK chancellor looks at 100-year gilt
Britain to offer 100-year gilts
Eldri dæmi um slíkar útgáfur:
- Eftir svokallaða "South Sea Bubble" á 18. öld, þegar breska ríkið lenti á barmi gjaldþrots, var gripið til þess örþrifaráðs, að deifa hluta skuldanna á 100 ár.
- Ríkissjóður Bretlands er víst enn að borga af skuldabréfum sem gefin voru út 1932, í því skyni að endurfjármagna hluta þeirra skulda, sem ríkissjóður Bretlands hafði tekið á sig vegna kostnaðar við Heimsstyrrjöldina Fyrri.
- Enn eru til skuldabréf frá 1853, sem voru gefin út til að endurfjármagna hluta af "South Sea Bubble" skuldunum, sem voru gefin út án endimarka þ.e. án endimarka á gildistíma.
Ef George Osborne gefur út 100 ára bréf, eða jafnvel bréf án afmarkaðs gildistíma - þá verði þau kölluð Osborne bréfin, skv. þeirri hefð sem hafi skapast að nefna slík últra langtímabréf eða bréf án takmarkana, eftir þeim fjármálaráðherra sem lét gefa þau út.
Ætti Ísland að gefa út 100 ára skuldir?
Eða skuldir án tímatakmarkana?
Eigum við ekki að segja, að þetta gefi vissa hugmynd um það, hve alvarlegum augum breska ríkisstjórnin lítur sinn núverandi skuldavanda - fyrst hún er til í að íhugsa slík örþrifaráð.
Sem áður hafa verið nýtt einungis í kjölfar þeirra allra verstu fjárhagslegu áfalla, sem Bretland hefur nokkru sinni orðið fyrir.
Niðurstaða
Ég viðurkenni að þó ég sé fróður um hitt og þetta, vissi ég ekki að Bretland hefði áður gefið út skuldir með gildistíma upp á 100 ár, eða jafnvel bréf með ótakmarkaðann gildistíma.
Þetta er dálítið mögnuð hugmynd.
Fræðilega séð, er með þessu unnt að minnka kostnað við núverandi skuldir, þ.s. langtímalán eru vanalega á lægri vöxtum.
En spurning þó hverjir væru líklegir kaupendur - vart um aðra en stóra banka eða lífeyrissjóði. En erfitt að sjá að slík bréf séu áhugaverð fyrir einstaklinga.
Nema til að parkera peningum, því vextir væru svo lágir. Arðurinn af eigninni lítill.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 14. mars 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869858
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar