11.3.2012 | 01:28
Of seint eftir 2005 að bjarga stórfelldur hruni á Íslandi!
En þegar síðla árs 2005 virðast evrópskir bankar hafa verið orðnir tregir til að lána íslensku bönkunum, og þegar hin svokallaða litla krýsa varð 2006 þá skv. orðum Davíðs Oddsonar, rúlluðu bankarnir næstum því allir í einu.
Það sem ég er að segja, er að 3. ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokkk, undir stjórn þeirra félaga Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrínssonar, sem síðan tók við stól forsætisráðherra á árinu 2005 er Davíð fór í Seðlabankann, átti að bregðast við af hörku.
- Þá þegar var hagkerfisbólan komin á flug, þ.e. vaxandi þensla sem kynti undir verðbólgu - því eftirspurn óx hraðar en hagkerfið gat útvegað nýjar bjargir, þannig að verð hækkuðu.
- Í gang var komin víxlverkan milli aukningar útlána, en með því í reynd voru bankarnir stöðugt að búa til meira magn af krónum, í reynd alltof mikið af þeim - og hækkunar vaxta hjá Seðlabanka - sem virtist einungis kunna það eina ráð.
- Vextirnir löðuðu að hvikult fé, sem streymdi inn í hagkerfið, keyrði upp eftirspurn eftir krónum - sem hafði að auki þau hliðaráhrif að auka kaupmátt, sem stuðlaði að enn frekari aukningu neyslu.
- Á sama tíma, falbuðu bankarnir lán á fullu, og eftirspurn eftir lánum til fjármögnunar á neyslu, óx sem aldrei fyrr - en þ.s. kaupmáttur óx á móti, virðist fólk ekki hafa uggað að sér.
- Við ættum flest að muna eftir þessu, en aukin eftirspurn eftir útlánum fór ekki bara í neyslu, heldur varð sprenging í húsnæðislánum, aukinn kaupmáttur leiddi til þess að fj. fólks taldi sig hafa efni á stærra húsnæði, stærri lánum - eftirspurnarbóla varð til á húsnæðismarkaði.
Hver átti að bregðast við?
Ég hef heyrt ímsar afsakanir - t.d. ímissa framóknarmanna sem áður voru í völd í Framsóknarflokknum, og kenna krónunni um ófarirnar.
- Þessu hefur t.d. hann Hallur Magnússon haldið fram, að þ.s. Seðlabankinn var að reyna hefði virkað í hvaða öðrum gjaldmiðli sem er.
Þetta er hlægileg mótbára - en það þarf ekki annað en að skoða hvað gerðist á Írlandi og Spáni, þ.s. svipaðir stjórnarhættir rýktu - þ.e.:
- Að því er virðist algert eftirlitsleysi með útlánum banka.
- Alger skortur á áhyggjum yfir þeim möguleika, að gríðarlegur ofvöxtur í hluta einkahagkerfisins, gæti valdið hagkerfinu og síðan ríkinu búsifjum.
- Stefna stjv. í öllum 3 ríkjum var að keyra á sem mestan hagvöxt.
- Alger blinda fyrir því, að vaxandi viðskiptahalli væri hugsanlega hættuleg þróun.
- Að auki, alger blinda fyrir því að því er virðist, að mjög hröð og jafnharðan stórfelld upphleðsla skulda innan einkahagkerfisins, gæti hugsanlega verið varasöm.
- Málið var, að í öllum 3 löndum var keyrt á mjög svipaðri hagfræði - og í öllum 3 löndum var afleiðingin svipuð, þ.e. gríðarleg tímabundin útþensla á hagkerfinu, sem keyrð var af neyslubólu, mjög hraðri skuldsetningu almennings og atvinnulífs, í öllum 3 löndum urðu mjög stórar húsnæðisbólur; og að lokum var í öllum 3 löndum hrun.
Ég bendi einnig á, en talað hefur verið að sumum með þeim hætti, að hröð hækkun krónunnar þegar Seðlabankinn hækkaði vexti, sanni hve hún er léleg:
- En allir gjaldmiðlar hækka einmitt, þegar seðlabankar taka upp vaxtahækkunarferli.
- Þetta gerði t.d. dollarinn seint á 10. áratugnum, sem var orsök frægra vandræða Argentínu, en þá var Argentína tengd við dollar, og mjög umtalsverð hækkun einmitt dollars gerði útflutningsvörur Argentínu ósamkeppnisfærar, leiddi síðan til gjaldþrots Argentínu árið 2000.
- Varðandi það, að hækkun vaxta leiði til aðkomu hvikuls fjár, sem sanni að krónan enn einu sinni gangi ekki, þá bendi ég aftur á hækkun dollarsins á seinni hl. 10. áratugarins; en hann að sjálfsögðu hækkaði vegna þess að vaxtahækkun skapaði aukna eftirspurn eftir dollar í alþjóðahagkerfinu.
- Eftirspurn sem þannig er búin til er í eðli sínu hvikul.
-------------------------------------------
En svarið við spurningunni að ofan er það, að ríkið - því bar að bregðast við.
- Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að sú stefna að halda áfram að hvetja til hagvaxtar í ástandi, sem þegar einkenndist af augljósri þenslu - var slæm hugmynd.
- Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að vaxandi viðskiptahalli gat ekki gengið til lengdar, hlaut að enda ílla.
- Það var ríkisvaldið sem átti að sjá, að stöðug útlánaþensla bankanna - var ekki að skapa raunverulegan hagvöxt, þó sú útþensla væri að skapa vaxandi mældann hagvöxt.
- Það var ríkið sem átti að sjá, að stöðug aukning skuldsetningar hagkerfisins, gat ekki endað vel.
En ríkjandi hugmyndafræði blindaði, eins og var einnig reyndin á Írlandi og á Spáni:
- Vaxandi hagvöxtur, var litinn velþóknunar-augum - þó svo að atvinnuleysi væri orðið hverfandi, og það þyrfti að flytja inn fullt af fólki til að mæta þeirri umframeftirspurn.
- Það var sagt, að viðskiptahallinn bæri vitni um að íslendingar væru að fjárfesta, og að auknar eignir erlendis, meir en bættu upp þá hröðu skulda-aukningu sem var í gangi.
- Menn þess í stað sannfærðu sjálfa sig um það, að áætlunin um að gera Ísland að ríku bankalandi, væri að heppnast.
Ég ætla ekki að ætla stjórnvöldum að hafa vísvitandi ætlað að gera þjóðinni óleik:
- Þeir sem stjórnuðu, töldu sig vera að sigla þjóðinni inn í nútímann, þ.e. Íslandi frá því að vera hráefna- og matvælaútflytjandi fyrst og fremst, yfir í að vera 21. aldar þjónustuhagkerfi.
- Og ég skil það mæta vel, að sennilega eru vonbrigði þeirra sem leiddu þjóðina inn á þessa braut, mjög sár.
- Í þeim sárindum, leita þeir sér að blóraböggli.
- Nokkrir þeirra telja sig vita hver sá er - þ.e. gjaldmiðillinn.
- Tek fram, að grunnhugmyndin - Ísland bankaland, var ekki endilega brjáluð.
- En framkvæmdin var það!
2005 átti að bregðast hart við:
- Þá var enn unnt að slá á útlánabóluna án þess að risastórt högg myndi af hljótast.
- Það átti sem sagt, að slá á eftirspurn innan hagkerfisins, t.d. með tímabundinni hækkun tekjuskatta. Minnka þannig eftirspurn, með því að minnka þ.s. eftir er af launum þegar skattar hafa verið greiddir. Það hefði þurft að vera veruleg hækkun.
- Ríkið átti auðvitað að framkvæma efnahagsaðgerðir í samráði við Seðlabanka, en samtímis hefði þurft að auka kröfu um lausafjárbindingu og eiginfjárhlutfall - til að neyða bankana til að draga saman seglin hvað útlán varðar.
- Að auki, hefði þurft að knýja bankana til að selja eignir erlendis, en þá var ekki enn skollin á heimskreppa og unnt hefði verið að selja þær á góðu verði.
- Eðlilega hefði hvikult fé leitað úr landi aftur við þessar aðgerðir, og krónan fallið nokkuð við það þ.e. hækkun hennar skilað sér til baka og sennilega e-h rúmlega það.
- Það hefði valdið enn frekari samdrætti neyslu - og þ.s. það var umframeftirspurnin sem var megindrifkraftur verðbólgu á landinu, þó svo að Seðlabankinn hefði ekki lækkað vexti strax endilega í kjölfarið því gengisfallið hefði valdið einhverri tímabundinni verðbólguaukningu, þá hefði verðbólga svo þaðan í frá farið hratt lækkandi og vextir þá farið niður.
En stóra málið er, að þróunin yfir í svokallaða ofurkrónu hefði stöðvast.
Og gengisfallið hefði ekki verið neitt í líkingu við það sem síðar varð, né skerðing lífskjara, og sennilega engin aukning skulda ríkisins.
En ofurkrónan varð til vegna þess, að ríkið kynti undir hagkerfinu - það gerðu bankarnir líka, og samtímis beitti Seðlabankinn bara einu úrræði, þ.e. að hækka vexti.
Sem í samhengi þess að ríkið var að kynda undir og bankarnir samtímis, í reynd virkaði sem þriðja kyndingin.
Sá sem bar ábyrgð á heildarástandinu var ríkisstjórnin - ekki Seðlabankinn.
Það var hún sem bar að taka af skarið!
Eftir að árið 2005 var liðið - var líklega of seint að bjarga stórfelldu hruni!
Niðurstaða
Ástæða hrunsins er að mínu mati stórfelld mistök sem framkvæmd voru af ríkisstjórn Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. En raunverulegur bakgrunnur mistaka þeirra, virðist vera sú hugmyndafræði sem þeir aðhylltust, þ.e. afskiptaleysi. Ríkið átti að halda sér til hliðar - og gefa einkahagkerfinu frýtt spil, til að gera sitt. Meginatriðið hjá ríkinu væri að passa upp á sig. Sannarlega á pappírnum leit stjórnunin mjög vel út, þ.e. lækkandi skuldir og afgangur af ríkinu hvert ár. En, að baki þeim tölum stendur sú staðreynd, að þvert á móti blés ríkið út á þeim árum. Stórfelld aukning var á ríkisútgjöldum. Vegna þess að bólan magnaði einnig upp veltutekjur ríkissjóðs, birtist landsmönnum blekkingin um aðhaldsama stjórnun.
Í reynd lék allt á reiðanum!
Það má vera að þessir snillingar hafi sært krónuna slíku holundarsári, að hún fái ekki aftur upp risið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggfærslur 11. mars 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 869858
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar