9.2.2012 | 12:30
Samkomulag á Grikklandi, virðist hafa náðst eftir hádegi í dag, eftir að í morgun leit út fyrir ekkert samkomulag!
Það sem ég sagði fyrir hádegi virðist allt vera úrelt. En skv. Reuters undirrituðu leiðtogar helstu stjórnmálaflokka Grikklands samkomulag, eftir hádegi í dag. Svo þetta er nýskeð.
Sjá frétt Reuters: Greek political leaders agree on bailout reforms
Ekki kemur fram hvað breyttist allt í einu.
En í morgun leit út fyrir ekkert samkomulag.
En einn af meginstjórnmálaflokkunum hafði sett fram ákveðnar kröfur um breytingar.
En kannski, einfaldlega féll Antonis Samaras frá því formaður "Nýs Lýðræðis". Megin hægriflokks Grikklands.
------------------------------------------------------
Samkvæmt fréttum er ekkert samkomulag á Grikklandi. Fundur forsætisráðherra Grikklands og helstu stjórnmálaforingja, sem hófst í gærkveldi lauk í morgun án þess að samkomulag væri undirritað, svo Grikkland hefur ekki samþykkt skilyrði Þrenningarinnar svokölluðu.
Þrenningin er, AGS + Seðlab. Evrópu + Neyðarlánasjóður Evrópu.
Skv. "New Greek demands threaten debt deal" heimtar leiðtogi megin hægri flokks Grikklands, umtalsverðar breytingar. Vill harðari niðurskurð ríkisútgjalda. En neitar að samþykkja lækkun lífeyrisgreiðsla eða svo mikla beina launalækkun, sem krafist er af þrenningunni. Býður sem sagt frekari útgjaldaniðurskurð á móti.
Neitar að undirrita bréf, um það að hann muni virða samkomulagið eftir kosningar.
Hvað vakir fyrir honum?
Líkleg ástæða er sú að þingkosningar eru á Grikklandi innan skamms, þ.e. apríl. Vinstri öfgaflokkar hafa verið að mælast sem hátt sem rúml. 40% samanlagt í könnunum, þ.e. fyrrum kommúnistar og flokkur Trokskýista.
Á sama tíma hefur flokkur Samaras verið að dala í könnunum, kominn niður fyrir 20%.
Ef þ.e. afstaða Samaras að það sé meiri hætta fyrir Grikkland, að næsta ríkisstjórn verði vinstri öfgastjórn, heldur en það að Grikkland verði gjaldþrota.
Þá held ég að ég sé sammála.
Grískir stjórnmálamenn, séu nú farnir að horfa meir á kosningarnar.
Þær séu hin mikilvægari barátta um framtíð Grikklands.
---------------------------------------------
Niðurstaða
Fyrri niðurstaða er úrelt. Það verður að koma í ljós hvað það var sem breyttist, hvort það var knúið eitthvað fram þ.e. tilslakanir.
En eina sem unnt er að gera er að fylgjast áfram með fréttum.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það að skuldatryggingaálag Íslands sé einungis 280 punktar eða 2,8% kemur fram í nýjustu Peningamálum Seðlabanka Íslands. Þetta er mjög áhugavert, skuldatryggingar eru akkúrat þ.s. í orðinu felst, þ.e. trygging sem aðili getur fjárfest í. Svokallaður markaður með skuldatryggingar, myndbyrtir þegar um er að ræða álag sjálfstæðra ríkja líkur þess að þau komist í greiðsluvandræði, og geti ekki greitt upp lán að fullu - eða jafnvel ekki yfirleitt.
Álagið er sem sagt mat á gjaldþrotslíkum, og alltaf betra að það sé metið sem lægst.
Það er einmitt atriði sem hefur verið svo áhugavert að fylgjast með, er þróunin hvað Ísland varðar.
En ekki síður, samanburður við önnur lönd.
----------------------------------
Hitt atriðið sem ég velti fyrir mér, er hvort ekki stefni í svokallaða "stagflation" á evrusvæði. En að kröfu Angelu Merkel, verður evrusvæði nær allt - fyrir utan örfá lönd sem eru í viðunandi skuldastöðu, knúið í að framkvæma "samtímis" niðurskurðar og sparnaðaraðgerðir.
Ég er að velta upp, heildaráhrifunum af því, að svo mörg lönd verða samtímis, að spara og skera niður.
Spurningin er, hvort þetta muni ekki knýja á um stöðugt meiri prentun, þannig að verðbólga fari að aukast á ný á evrusvæði - en í ástandi samdráttar?
En prentun virðist mér eina ráðið sem eftir er í úrræðakystunni!
Hana muni þurfa að auka stöðugt, eftir því sem samdrátturinn mun ágerast!
Þannig, að vaxandi samdrætti muni samtímis fylgja vaxandi verðbólga þ.e. "stagflation."
Auðvitað stöðug og vaxandi rýrnun lífskjara!
Umfjöllun um skuldatryggingaálag Íslands!
Icelandic Market Daily, 19. January 2012
- Myndin að neðan er ekki alveg ný, en áhugavert er að sjá hve hátt álag Íslands fór, síðan sbr. á ferli Íslands þaðan í frá við feril Írlands.
- Það sem síðan vantar er hvað hefur gerst eftir það, en skv. "Icelandic Market Daily" hefur staða Íslands verið mjög stöðug, þ.e. mjög lítið flökt á álagi Íslands frá miðju sl. ári.
- Skv. grein Markit.com hefur álag Írlands lækkað nokkuð og var seint í janúar komið í kringum 600 punkta.
- Miðað við upplýsingar Seðlab. Ísl. sem sennilega eru nýjastar, er álag Íslands þrátt fyrir nokkra lækkun álags Írlands, enn cirka 2-falt lægra.
- Írlandi hefur verið hampað af aðilum á evrusvæði, sem sönnun þess að niðurskurðaraðgerðir og launalækkanir, geti víst snúið efnahag lands við - en smávegis, en þó virkilega aðeins smávegis hagvöxtur á Írlandi mældist á seinni hl. sl. árs.
- Áhugavert að það "showcase" land sé þó enn með 2-falt álag.
Eins og sést á litlu myndinni til hægri, hefur skuldatrygginga-álag ríkja á evrusvæði hækkað töluvert milli jan. 2011 og jan. 2012.
Þetta er áhugaverður samanburður, en hann sýnir að þó svo ímsum fynnist tiltöluleg ró hafa færst yfir evrusvæðið upp á síðkastið, þá er það einungis í samhengi við það ástand sem ríkti í desember sl.
Af hverju hefur álag Íslands lækkað?
Ég þakka þetta gengisfalli krónunnar. En með því snerist viðskiptahalli í afgang, og sá hefur síðan verið rétt svo nægur til að duga fyrir afborgunum af skuldum alla tíð síðan.
Í augum erlendra bankamanna og fjárfesta, er slíkt ástand traustvekjandi.
Og því lengur sem það viðhelst, því meir eykst það traust.
Það er það sem ferill Íslands segir!
Svo öfugt á evrusvæði, að ef þú ert með krónískann viðskiptahalla, sem þér er ekki að takast að snúa við í hagnað, þá smám saman minnkar tiltrú og að því kemur að aðilar fara að óttast um stöðu viðkomandi lands, og svo heldur sá ótti áfram að magnast, ef enn tekst ekki að snúa við í ástandi krýsu.
Verður "STAGFLATION" á evrusvæði?
Sjá grein Markit.Com - Rit Markit.com.
Takið eftir "Fig 1" bls. 2.
"Figure 1 shows that Icelands CDS spreads have outperformed the peripheral countries by some margin over the last two years, and the country recently returned to the capital markets. "
"So are the austerity policies favoured by Angela Merkel and her acolytes mistaken? Possibly, but the experience of Ireland provides evidence in the other direction. The Irish people have been stoic in accepting public spending cuts and tax rises, and their efforts appear to have made Ireland more competitive. Its external position has improved and growth is expected to pick up this year."
Þeir sleppa að nefna þ.s. máli skiptir, að laun á Írlandi raunverulega hafa lækkað.
Svo nefna þeir ekki, að eftirspurn innanlands er enn í samdrætti á Írlandi.
En launalækkanir, hafa minnkað innflutning þannig gert viðskiptajöfnuðinn jákvæðann á ný, ekki þó að hann sé orðinn jákvæður um nærri því eins hátt hlutfall og hérlendis.
Spurning hvort hann er orðinn nægilega stór sá plús til að standa undir skuldum.
"All of the peripheral countries had become uncompetitive compared to Germany and other core countries; hence a painful adjustment is necessary if it they are to stay in the eurozone."
- Eitt er samt, að tiltölulega lítil lönd beiti slíkum úrræðum þ.e. Írland og Eystrasaltslöndin.
- Allt annað er, ef lönd á stærð við Ítalíu og Spán fara að beita þeim.
- En ég ítreka, að innlend eftirspurn á Írlandi er enn í samdrætti, hefur verið samfellt í rúml. 2 ár.
- Ítalía + Spánn eru stærri markaður fyrir Þýskaland, en Bandar. eru.
- Aðgerðir sem draga stórfellt úr innlendri eftirspurn, en þannig snerist viðskiptajöfnuður Írlands við og einnig Eystrasaltslandanna, mun óhjákvæmilega hafa umtalsverð samdráttaráhrif á heildar-eftirspurn innan Evrusvæðis.
- Þetta eru 3. og 5. stærsta hagkerfið eftir allt saman. Þungaviktarlönd.
- Eins og ég hef margsagt áður, þá sé ég virkilega ekki, hvernig Þýskaland sjálft kemst hjá samdrætti - því slíkur viðsnúningur á Ítalíu og Spáni, ef framkvæmanlegur - mun óhjákvæmilega minnka umtalsvert innflutning þeirra landa á þýskum vörum.
En það eru ekki bara Spánn og Ítalía sem munu fara í harðar sparnaðar-aðgerðir, til stendur að Frakkland bætist í þann góða hóp að spara sem mest mega, og að auki standa til nýjar og harðari sparnaðaraðgerðir en fram að þessu í Belgíu. Varla þarf að nefna, að hart er gengið fram í sparnaði í Portúgal, vaskur forsætisráðherra sem er staðráðinn að ganga til verks þar í landi og skera mikið. Svo þekkjum við Grikkland, og allann niðurskurðinn þar.
Við erum að tala um sem sagt, 2. stærsta + 3. stærsta + 5. stærsta hagkerfi evrusvæðis!
Öll 3 í samdráttaraðgerðum samtímis, auk nokkurra smærri hagkerfa.
Það er mjög áhugaverð hagfræðileg tilraun í gangi á evrusvæði!
Það er óhætt að segja það.
Synkróniseraður samdráttur - þetta er svo klikkað!
- Öll þessi minnkun eftirspurnar sem þetta mun framkalla, að sjálfsögðu mun víxlverka frá einu hagkerfi til annars, og minnka verslun innan evrusvæðis.
- Ég get ekki séð að nokkurt aðildarríki evru, nema hugsanlega Finnland, muni sleppa við samdrátt, að vera togað niður af svo öflugri samdráttar-aðgerð.
- En Finnland með sitt Nokia, getur kannski sloppið.
- Sú minnkun eftirspurnar hefur þá að sjálfsögðu þau klassísku áhrif, að lækka verð á eignum, þ.e. fasteignum og samtímis virði fyrirtækja, meðan skuldirnar lækka ekki.
- Þetta mun hafa svipuð áhrif því sem gerðist hér á Íslandi er laun raunlækkuðu vegna falls gengis krónu, en útkoman er hin sama ef laun eða tekjur lækka en skuldir lækka ekki.
- Skuldabyrði því eykst hjá almenningi, og hjá fyrirtækjum, sem magnar samdráttinn enn frekar.
- Þetta er ástæða þess að eftir því sem samdráttur ágerist muni þurfa að auka prentun, því bankar munu verða fyrir því að virði fasteigna sem eru veð munu lækka og því gæði veða versna, samtímis því að skuldurum í erfiðleikum fjölgar.
- Svo að það mun þurfa að prenta stöðugt meir fé og nánast gefa bönkunum, til að halda fjármálakerfinu á floti.
- Þess vegna sýnist mér, að ásamt samdrættinum muni smám saman einnig koma aukin, og svo enn meiri verðbólga.
- Auðvitað gengisfall evru, þó hún hafi hækkað í janúar og hafi hækkað aðeins meir þ.s. af er febrúar, þá er það rökrétt í þvi ástandi sem stefnir í, að gengi hennar muni síðan fara að láta undan, og það fari svo á lækkunartrend.
- Það þarf þó ekki að verða að það verði eiginlegt gengishrun!
Niðurstaða
Ég árétta þá afstöðu mína, að gengisfall krónunnar hafi komið í veg fyrir gjaldþrot Íslands. Hið minnsta fram að þessu. En ef við verðum gjaldþrota, verður það ekki okkur að kenna - en hugsanlegt er að ef framvinda mála í Evrópu, geti sett okkur í slíka stöðu ef verðfall útflutningsafurða verður það mikið. En til þess, þyrfti sennilega verulega dökka útkomu.
Varðandi framvindu mála í Evrópu, er alls ekki öruggt að Angelu Merkel muni takast að klára málið, þannig að sú áætlun í reynd gangi fram. En útlit er fyrir það að nýr leiðtogi muni taka við í Frakklandi, þegar forsetakosningar verða í vor. En sá sem líklegastur er, hefur sett sig upp á móti stefnu Angelu Merkel. Og hefur tjáð sig mjög ákveðið um það, að hann muni ekki standa við þá áætlun, ef og þegar hann kemst til valda. Francois Hollande getur reynst hennar "nemesis".
Sjá: "The Greatest Danger to Merkel Bears the Name Hollande"
Ef Frakkland gengur úr skaftinu, myndi mjög líklega öll áætlun Angelu falla í kjölfarið!
Eins og fram kemur í fréttinni, er mjög sérkennilegt drama í uppsiglingu, en Angela Merkel hefur lýst yfir opinberum stuðningi við Sarkozy, og ætlar að koma fram með honum í einhver skipti, í kosningabaráttunni. Á sama tíma, ætla þýskir kratar, að styðja Hollande.
Þarna er verið að berjast um framtíð Evrópu!
Langt síðan að maður hefur vonast eftir því að sósíalisti vinni sigur í forsetakosningum í Frakklandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 9. febrúar 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 239
- Sl. sólarhring: 240
- Sl. viku: 272
- Frá upphafi: 870094
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar