Getum við minnkað óstöðugleika hagkerfisins með jafnvægissjóði? Þannig einnig krónunnar?

Þetta er meginatriði sem ég hef fjallað um áður það er að krónan sýnir hegðunareinkenni svokallaðra auðlyndagjaldmiðla, þ.e. gjaldmiðla auðlyndahagkerfa. En skv. auðlyndahagfræðinni, þá er markið sett við 20% sem hlutfall af útflutningstekjum. Það er, þeir hafa komist að því að ef hlutfall útflutnings frá auðlindanýtingu nær 20% af heildarútflutningi lands, fari sveiflur á tekjum af þeirri auðlind að hafa merkjanleg áhrif á gengi þess gjaldmiðils. Hann verði að auðlyndagjaldmiðli.

Sjá fyrri umfjöllun 14.6.2011 - Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?

Sagt er að krónan sé örgjaldmiðill sem sé leiksoppur spilavítis kapítalista - sem sveifli henni að vild. Ef þ.e. svo að krónan sveiflast vegna þess hve smá hún er, þá ætti rússneska rúblan að vera mjög stöðug, enda Rússland hagkerfi með yfir 100 milljón íbúa:

 Sennilega er Rússland einmitt skýrasta dæmið um auðlyndahagkerfi: Forex Chart

US Dollar vs Russian Ruble Intraday Forex Chart

OECD: Economic Survey of the Russian Federation, 2009 :"Initially, there was the 50% real depreciation of the rouble at the time of the 1998 crisis, which sparked a recovery driven by import substitution and facilitated by substantial underutilisation of capital, allowing rapid growth to occur without high rates of investment."

  1. 1991 sjálfstæði, næstu árin á eftir var uppgangur, en framkv. var umfangsmikil einkavæðing sumir sögðu að ríkiseignir hefðu verið gefnar, en samtímis var uppgangur í hagkerfi heimsins, olíuverð var hátt, rúblan var sterk.
  2. 1998 lyktaði efnahagskrýsu í gjaldþroti og stóru falli rúblunnar, en vandræði Rússlands hefjast í kjölfar svokallaðs dot.com krass, en þá hefst stutt heimskreppa, olíuverð fellur, efnahagsbólan í Rússlandi sem hófst í kjölfar sjálfstæðisins sprakk þá með látum.
  3. Nokkru eftir að Putin tók við, hófst uppgangur á ný, en þetta fylgdi því að efnahagsbati hófst aftur í heiminum, þannig að olíuverð hækkaði á ný, þá steig rúblan aftur.
  4. 2008 krassaði rúblan í annað sinn í kjölfar Lehmans krassins, en þá hófst snögg hnattræn efnahagsdýfa, olíuverð féll.
  5. Síðan 2009 hefur olíuverð risið upp aftur og það þíðir, að rúblan hefur risið eina ferðina enn, og rússn. efnahagur batnað.

 

Ég bendi einnig á eftirfarandi óháðu erlendu rannsókn:

Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay

Þetta er mjög áhugaverð grein fyrir okkur vegna þess, að höfundar taka sérstaklega fyrir öll hrávöru hagkerfi heimsins, og greina gjaldmiðla þeirra skv. þeirri forsendu, hvort virði þeirra stjórnist af verðsveiflum á hrávörumarkaði.

Þetta er lykilpunktur varðandi krónuna, hverskonar ella er hún.

  • Sjá Töflu 2. Þar kemur fram - að krónan er í hópi gjaldmiðla þ.s. ekki er unnt að sanna "0" kenninguna um engin áhrif virðis hrávara á þróun gengis. Fylgni er sterk eða 40,9%.

Þrátt fyrir þetta er fylgnin einna veikust, t.d. mun sterkari fyrir gjaldmiðil Ástralíu. Sem er áhugavert - ekki satt?

Á hinn bóginn, þegar þeir könnuðu nánar orsakasamhengi sbr. Tafla 3, þá kemur í ljós að helmingunartími fyrir Ísland þ.e. sá tími er líður frá verðbreytingu á fiski til breytingar á gengi, er einungis 8. mánuðir. Sem þeir segja mjög skjóta aðlögun.

  • Það segir að 16 mánuðir líði fram að gengisfalli, að jafnaði. Það getur passað, að Ísland haldi að jafnaði út í rúmt ár en við tekjufall hlýtur að skapast viðskiptahalli, og ég get vel keypt að úthald okkar í viðskiptahalla sé að meðaltali rúmt ár, áður en gengið fellur.

Að þeirra mati, sé snöggur aðlögunartími, sterk vísbending þess að það sé örugglega viðkomandi hrávara, sem sé meginstýring gengissveiflna viðkomandi gjaldmiðils.

  • Ath. að hagfræðingarnir taka ekki mið af tekjum okkar af sölu raforku til stóryðju - sem einni er örugglega að hafa umtalsverð áhrif.
  • Þ.s. hlutfall orkufreks iðnaðar er einnig vel yfir 20% af útflutningi, ætti skv. viðmiðunum auðlyndahagfræðinnar, krónan einnig vera auðlyndagjaldmiðill í samhengi áhrifa sveifla í orkufreka geiranum innan okkar atvinnulífs.

Ef orkufrekum iðnaði væri bætt við í púkkið grunar mig að skýringagildi fari vel yfir 60% af heildarsveiflu, jafnvel í um 70%.

Ergo - krónan er hrávöru gjaldmiðill.

 

Getum við minnkað þessar sveiflur?

Exchange Rate in a Resource-Based Economy in the Short-Term: The Case of Russia, Vladimir Popov, New Economic School (NES), 2005

  • Popov leggur til, að gjaldeyrisvarasjóði sé beitt til sveiflujöfnunar, þannig að þegar verð eru hagstæð fyrir aðalútflutningsafturð sé safnað í sjóð, síðan sé sjóðnum varið til að greiða fyrir halla á viðskiptajöfnuði er verður þegar lægðir koma í verð á aðalútflutningsafurð.

Þannig sé unnt að ná fram meiri gengisstöðugleika! Þannig minni meðalverðbólgu.

Þórólfur Matthíasson prófessor bjó til kort sem sýnir tölur sem hann hefur sett saman um dreifingu hagnaðar útgerðarinnar síðan 1997. Ég tek enga ábyrgð á hans tölum: Hagnaður í sjávarútvegi aukist verulega eftir hrun. Auðlindarenta milli 22 og 45 milljarðar.

Punkturinn hjá mér að nota samt þetta graf hans, þó ég viti ekki hvort tölurnar eru réttar, er að þetta sýnir í reynd atriði, sem ef til vill Þórólfur hefði ekki átt að sýna fram á - en það er einmitt hve hagnaður útgerðarinnar er gríðarlega sveiflukenndur. Sjá græna ferilinn, og ef hann fer undir bláa ferilinn, þá er tap.

Ein fræðileg leið væri að endurvekja "Jöfnunarsjóð Sjávarútvegarins" sem starfaði um árabil rámar mig, á 8. áratugnum en var lagður niður síðar, fyrir þrísting frá sjávarútveginum.

  • En fræðilega er unnt að jafna toppa með slíkum sjóð - þ.e. greitt er í hann í toppum, og úr honum til útvegsins í lægðum.
  1. Hlutverk slíks sjóðs væri ekki að vera skattlagning á útveginn - heldur væri hlutverk hans að jafna þessa sveiflutoppa, og þannig að minnka áhrif þeirra sveifla á restina af okkar hagkerfi.
  2. Gróðinn fyrir allmenning, væri aukinn stöðugleiki - þanni minni meðalverðbólga, og þá um leið lægri meðalvextir.

Önnur leið, væri leið Popovs að beita gjaldeyrisvarasjóði sem slikum jöfnunarsjóði. 

  • En sennilega í reynd dugar ekki að tékka fyrir sveiflur sem sjávarútvegur einn skapar.
  • Til að þessi leið hafi einhverja verulega skilvirkni, þá þurfi að láta allar gjaldeyrisskapandi greinar borga í hann.
  • Slíkur sjóður væri í höndum stjórnvalda, ekki eins og "Jöfnunarsjóður Sjávarútvegarins" var, að þá fékk greinin sjálf greiðslur úr honum, þegar ílla áraði.
  • Þannig að ríkisstjórnin myndi nota uppsafnað fé, til að veita greinum tímabundna aðstoð - til að koma þeim í gegnum tímabundna erfiðleika.
  • Að auki myndi hann greiða fyrir tímabundinn halla á viðskiptajöfnuði.

Helsti veikleiki þeirrar leiðar er að - sjóðasöfnun tekur tíma.

Á hinn bóginn eins og Kína hefur sýnt, Japan einnig, er að þegar ríkið skattleggur í reynd útflutning og aðrar gjaldeyrisskapandi greinar, safnar í sjóð - - þá getur sú sjóðasöfnun skapað mjög digra sjóði fyrir rest.

Að auki með því að hleypa ekki öllum hagnaði gjaldeyrisskapandi greina inn í hagkerfið, er genginu haldið lægra en annars væri reyndin, þannig skapað ástand viðskipta-afgangs.

Þetta styrkir að auki gjaldeyrisskapandi greinar í samkeppni við aðrar þjóðir.

Og sjóðasöfnunin, styrkir tiltrú á gjaldmiðlinum - fyrir rest eða einhverja rest, mun hann stíga þrátt fyrir þessa sjóðasöfnun, ef gengið er fljótandi. Vegna trausts áhrifanna, af sjóðasöfnuinni.

 

Niðurstaða

Eins og ég hef margoft sagt, þá sé ég ekki að upptaka evru gagnist okkur. En þó svo sannarlega hafi evran stöðugara gengi, þá vinnst ekki mikið með því fyrir okkur, því áfram er sami óstöðugleiki hagkerfisins sjálfs til staðar eftir sem áður, og mun valda vandræðum eins og hingað til.

En mér sýnist að í okkar tilviki sé evruaðild sennilega meira ógagn en gagn, því innan evru sýnist mér væri erfiðara að ráða við þær stöðugu hagkerfissveiflur sem okkar atvinnuvegir skapa.

Eins og Stiglitz benti okkur á fyrir tveim árum, að í óstöðugu hagkerfi sé skilvirk leið að hafa gjaldmiðil sem tekur sveifluna, án slíks þurfi eitthvað annað að taka þá sveiflu.

Vandinn er, að ef þetta annað tekur hana með síður skilvirkum hætti, getur hagkerfið liðið fyrir - kreppa orðið dýpri en ella, atvinnuleysi meira, lífskjör verri o.s.frv.

Meginatriðið hlýtur að vera lýðan hagkerfisins sjálfs en þ.e. einmitt það sem borgar laun í landinu og skaffar störf, en eins og útkoma Grikklands eða Portúgals sýnir, þá er ekki gengisstöðugleiki allt. Ef hagkerfið í landinu lætur undan, þá hrynja lífskjör almennings, störfin fara, þó gjaldmiðillinn sé stöðugur.

-------------------

Í grein minni að ofan bendi ég á hugsanlegar leiði til þess að minnka þessar sveiflur. En þ.e. einnig til önnur hugsanleg leið, sjá: Tillaga um framtíðarlausn á stýringu krónunnar!

Það er að tengja krónuna við þá þætti sem sveifla henni.

Það er áhugaverð leið byggð á hugmyndum Geffrey Frankel!

 

Kv.


Bloggfærslur 18. febrúar 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 240
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 870095

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband