Seðlabanki Evrópu segir að efnahagslegur viðsnúningur hefjist á næsta ári!

Ég las mig í gegnum ræðuna hans Mario Draghi sjá Introductory statement to the press conference (with Q&A). Sennilega er eitt stærsta atriðið í henni, að loksins hefur ECB gefist upp á því að halda því fram að viðsnúningur hefjist fyrir lok þessa árs. En þ.e. ekki fyrr en nú að ég sé fyrst Draghi viðurkenna. Að evrusvæði klári þetta ár í samdrætti.

  1. "Based on our regular economic and monetary analyses, we decided to keep the key ECB interest rates unchanged."
  2. "The economic weakness in the euro area is expected to extend into next year."
  3. "In particular, necessary balance sheet adjustments in financial and non-financial sectors and persistent uncertainty will continue to weigh on economic activity."
  4. "Later in 2013 economic activity should gradually recover, as global demand strengthens and our accommodative monetary policy stance and significantly improved financial market confidence work their way through to the economy."
  5. "In order to sustain confidence, it is essential for governments to reduce further both fiscal and structural imbalances and to proceed with financial sector restructuring."

Hann virðist vera að spá því að heimshagkerfið byrji að rétta við sér seinni hluta nk. árs.

Og að auki, að hin samræmda niðurskurðarstefna sem er í gangi innan evrusvæðis, þ.s. löndin eru nær öll að skera niður hallarekstur sinna ríkissjóða - þ.e. nær öll samtímis; muni skila trausti markaða til baka.

Sýn ECB á málin virðist einföld, virðist byggjast á hinni þýsku ríkjandi hagfræði, þ.e. ef í hallarekstri - skera niður.

Ef skuldir hlaðast upp v. hallarekstrar og markaðurinn óttast stöðu þíns lands, þá skera enn meira niður.

--------------------------

Þetta er í reynd mjög merkileg "hagfræði tilraun" en ég veit ekki þess nokkur dæmi.

Að svo mörg lönd á einu svæði, hafi reynst niðurskurð "samtímis."

  • Hann kallar "monetary stance accomodative" en þ.e. ekkert í líkingu við aðgerðir, seðlabanka Bandaríkjanna eða Bretlands.
  • Sem hafa verið að prenta peninga, til þess að viðhalda lægri vöxtum á sínum gjaldmiðilssvæðum, en markaðurinn hefði ákveðið.

Ef maður hefur í huga þær umfangsmiklu prentanir sem eru í gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá er peningastefnan á evrusvæði - miklu mun stífari.

Þó svo virðist ef til vill ekki, með 1% stýrivöxtum.

Þá hefur ECB ekki verið að tryggja "lágvaxtaumhverfi" innan síns peningasvæðis."

Í löndum S-Evrópu, hafa markaðsvextir hækkað verulega, samtímis hafa markaðsvextir lækkað í N-Evrópu. Nú geta bæði ríkissjóðir N-Evr., sem og fyrirtæki og almenningur, tekið lán á ótrúlega hagstæðum kjörum. Samtímis því, að kjörin hafa verulega versnað fyrir sömu aðila í S-Evr.

Þetta er örugglega að draga úr hagkerfum S-Evrópu - - meðan að N-Evr. hagkerfin græða á sennilega lægsta vaxtaumhverfi, sem þau nokkru sinni hafa haft.

  • Þetta er örugglega verulegur hluti skýringarinnar, af hverju S-Evr. hagkerfin dragast svo kröftuglega saman sem þau gera.
  • Meðan að N-evr. hagkerfin, standa betur. 
  • Ekki má gleyma því, að hækkuðu vextirnir, koma sér afskaplega ílla fyrir almenning, fyrirtæki og ríkissjóði - í löndum S-Evr.
  • Er örugglega hluti ástæðu þess, að skuldirnar hækka stöðugt.

En vextir í þessum löndum eru nú - - vel yfir hagvexti.

Meðan, að í N-Evr. eru þeir annaðhvort undir hagvexti, eða rétt ca. jafn hagvextinum.

Þetta er lykilmunur.

Framkallar gerólíka "skuldaþróun."

--------------------------

Ég er alveg viss, að það hefur skipt mjög miklu máli fyrir skuldug fyrirtæki, skulduga einstaklinga og heimili, sem og skulduga ríkissjóði Bandaríkjanna og Bretlands.

Að "Federal Reserve" og "Bank of England" hafa tryggt, lágvaxtaumhverfi innan Bandar. og Bretlands.

Höfum í huga, að lægri vaxtagjöld allra þessara aðila - - að sjálfsögðu þíðir, að neyslustig er hærra en ella.

Að fjárfestingar eru meiri en annars þær væru - og svo má lengi telja.

Þess vegna finnst mér frekar kaldhæðið þegar Mario Draghi "Raupar um - Accomodative monetary stance."

  • Og heldur því fram, að sá muni stuðla að viðsnúningi í Evrópu seinni part nk. árs.
  • Málið er, að peningastefnan er ekkert "accomodative" í samhengi S-Evr.
  • Einungis í samhengi N-Evrópu.

Það er ekki nóg, ef hagkerfi N-Evr. kannski fara að lyftast upp á seinni hl. nk. árs.

Ef hagkerfi S-Evr. eru enn á leið niður í ystu myrkur á sama tíma.

Reyndar leiðir sú útkoma líklega til "áframhaldandi samdráttar" heilt yfir.

--------------------------

Þá fer að koma að einhverjum brotapunkti.

 

Niðurstaða

Það er mjög merkileg hagfræðitilraun í gangi innan evrusvæðis. Þ.e. samræmd niðurskurðarstefna. Og á sama tíma - - er engu, alls engu, til að dreifa. Til að vega þann samdrátt uppi.

En sögulega séð, ganga samdráttaraðgerðir best. Og þ.e. einmitt rétt að nota orðalagið "samdráttaraðgerðir" þegar viðsnúningur er hafinn í einkahagkerfinu.

Því þegar ríkið sker niður, minnkar það efnahagsumsvif af sinni hálfu.

Ef aftur á móti á sama tíma er í gangi aukning í einkahagkerfinu, skiptir þetta ekki svo miklu máli. Einkahagkerfið, vöxtur þess kemur þá á móti. 

En eins og sést á öllum hagtölum á evrusvæði. Eru nær öll hagkerfin nú í samdrætti. Einungis Finnland, Austurríki, Þýskaland og Írland. Sennilega eru ekki í samdrætti.

Þetta er þ.s. ég á við, þegar ég segi - - að ekkert komi á móti. 

Við sömu aðstæður í Bretlandi eða Bandaríkjunum, væru þeir seðlabankar að prenta á fullu. Og þannig að styðja við hagkerfið. 

En þannig forðaði "Federal Reserve" árið 2009 mjög líklega því að samdrátturinn sem þá var í einkahagkerfinu, yrði að einhverskonar "economic meltdown." 

Í Bretlandi er svipað ástand og í evrusvæði, þ.e. efnahagsleg stöðnun, ríkið að skera niður - - en "Bank of England" er að prenta á fullu. Þ.e. lykilmunur.

Prentunin myndar mótvægi þegar ríkið minnkar sín umsvif, í ástandi er einkahagkerfið samtímis er í slæmu ástandi. Eins og málum er háttað í Bretlandi.

Fyrir bragðið hefur samdráttur á Bretlandeyjum orðið þrátt fyrir allt, merkilega lítill.

Sá væri alveg örugglega miklu mun meiri, ef sama peningastefna væri viðhöfð í Bretlandi og sú sem Mario Draghi kallar "accomodative." 

 

Kv.


Kreppan í Evrópu ívið mildari í nóvember heldur en í október!

Ég fylgist reglulega með svokallaðri "Pöntunarstjóra Vísitölu" sem fyrirtækið MARKIT gefur út. En þetta er vísitala eða "index" sem er mjög mikið fylgst með. Skv. tölum október virðist samdráttur í einkahagkerfinu á evrusvæði vera ívið mildari en í nóvember.

Skv. því sem fram kemur, þá er þetta 10. mánuðurinn í röð sem sýnir heilt yfir samdrátt á evrusvæði innan atvinnulífsins.

Vísbendingar séu uppi um að samdráttur hagkerfis evrusvæðis verði meiri á 3. ársfjórðungi en á 2.

Höldum þó til haga, að þó samdráttur minnki þennan mánuðinn, er það samt samdráttur ofan á samdrátt mánaðarins á undan.

 

50 jafngildir stöðugleika, hærra en 50 aukningu, en lægra en 50 samdrætti

Eurozone Composite Output Index: 46.5 (October 45.7, September 46.1)

Samsett vísitala er akkúrat þ.s. það segir, þ.e. vísitala samsett úr pöntunarstjóravísitölu fyrir iðnframleiðslu og pöntunarstjóravísitölu fyrir þjónustustarfsemi.

Þessi sameinaða vísitala, lögð saman fyrir öll aðildarríki evrusvæðis, segir að í nóvember hafi dregið úr pöntunum innan atvinnulífs evrusvæðis um 3,5% sbr. 4,3% í október og 3,9% í september.

Samdráttur í pöntunum heilt yfir atvinnulífið virðist vera að sveiflast á bilinu 3,5% til rúml. 4% per mánuð - - ekki hrun, en þó svo efnahagssamdrátturinn sé ef til vill ekki hraður, virðist hann stöðugur.

Nations ranked by all-sector output growth (Nov.)

  1. Ireland 55.3 2-month low (September Ireland 55.5 20-month high)
  2. Germany 49.2 2-month high (September Germany 47.7 2-month low)
  3. Italy 44.4 3-month low (September Italy 45.6 7-month high)
  4. France 44.3 3-month high (September France 43.5 2-month high)
  5. Spain 43.4 3-month high (September Spain 41.5 2-month high)

Áhugavert að skoða stöðu einstakra landa skv. þessari samræmdu vísitölu, þar greinilega ber Írland algerlega af - - atvinnulíf í aukningu á pöntunum upp á 5,53% sbr. 5,55% í september.

Greinilega er uppgangur í atvinnulífinu á Írlandi. Reyndar er Írland eina landið á evrusvæði, þ.s. má tala um "viðsnúning."

Almenningur er þó mér skilst ekki enn farinn að njóta hans. En svo fremi að uppgangurinn haldi áfram, kemur að því, en óvissan fyrir Írland er augljóst tengd því hvað gerist í hinum löndunum.

----------------------------

Þjóðverjar verða ánægðir með þessar tölur, þ.e. miðað við þessar tölur er hagkerfið sennilega cirka staðnað frekar en í samdrætti. Kannski sleppur Þýskaland út þetta ár við það að hagkerfið mælist á nokkrum fjórðungi í niðursveiflu. En líklega er "vöxtur" ef sá verður enn til staðar vart mælanlegur.

----------------------------

Svo er það Frakkland, Spánn og ÍtalíaEn það merkilega er, að Frakkland virðist komið í þeirra hóp. Það er virkilega, virkilega slæmt.

Til að gefa vísbendingu um hve slæmar þær tölur, sjá: Greece 41.0 4-month low  - en þetta er samdráttur pantana til iðnfyrirtækja í Grikklandi í október. Það er algerlega nýtt þ.e. sl. 2 mánuði, að Frakkland sé að dragast saman á róli, sem nálgast hraða samdráttar í efnahagslífi í Grikklandi.

Ef sú þróun heldur áfram, er það einungis spurning um tíma, hvenær Frakkland sjálft, telst vera í vandræðum.

En skuldir Frakklands sjálfs eru kringum 90% af þjóðarframleiðslu, og þ.e. halli á fjárlögum.

Forseti Frakklands hefur ákveðið að skera þann halla eins og þekkt er, einkum með hækkunum skatta á ríka og atvinnulíf. Sem vart mun hvetja til nýfjárfestinga.

Það stefnir augljóst í samdrátt sýnist mér síðari helming ársins í Frakklandi. Fyrri hlutann, slapp Frakkland við mældan efnahagssamdrátt. En miðað við það, hve harkalega atvinnulífið virðist dragast saman síðan í haust. 

Virðist mér augljóst, að Hollande stendur frammi fyrir því að Frakkland mun formlega teljast í kreppu, þ.e. samdráttur 2 ársfjórðunga í röð skv. venju Framkvæmdastjórnarinnar; við árslok.

Sennilega þó koma ekki staðfestar tölur um það fram, fyrr en í febrúar til mars 2013.

En líklega miðað við þessar tölur, þá stefnir Frakkland í þann sama vanda og t.d. Spánn, að þrátt fyrir niðurskurð verður líklegar en hitt - samt aukning í halla því samdráttur hagkerfisins minnki tekjur meir en skorið var niður fyrir.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, þegar það kemur mjög líklega í ljós, á fyrstu mánuðum nk. árs. Að öll hafi þessi 3 lönd meiri halla en áður var reiknað með. Þrátt fyrir niðurskurðaraðgerðir.

 

Niðurstaða

Þó svo að fréttaskýringar leitist við að sjá jákvætt úr þessum tölum sbr. PMIs signal eurozone recession bottoming out. Þá sýnist mér að slæmu fréttirnar séu mikilvægari í þessu, en sú góða frétt að Írland og Þýskaland séu sennilega í jákvæðum hagvexti út árið 2012.

En skelfilegur samdráttur atvinnulífs Ítalíu, Spánar og Frakklands. Hlýtur að vekja ugg.

En hvert þessara 3. landa er það stórt hagkerfi, að engin leið er að bjarga þeim frá hruni, ef þeirra eigin hagstjórnendur geta því ekki forðað.

Þ.e. engin leið, nema samræmdar risaaðgerðir á hnattrænum grunni. Ekkert sem Evrópa sjálf þ.e. restin af henni, getur gert.

Mig grunar að það verði spenna á mörkuðum einhverntíma á tímabilinu síðari hluta febrúar til miðs mars, þegar mig grunar skv. ofangreindum tölum. Þá verði Frakkland, Spánn og Ítalía; samtímis stödd klárt í efnahagssamdrætti og vaxandi hallavanda.

Kannski helst Þýskaland samt rétt ofan eða við núllið. Ef til vill Austurríki einnig. Og ef Írland heldur áfram að sýna jákvæðar tölur. Þá verði norður vs. suður skiptingin klár.

Frakkland verði augljóslega komið í Suður hópinn.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. desember 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 869825

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband