11.12.2012 | 19:46
Sterk óánægjubylgja á Ítalíu, skv. skoðanakönnun Financial Times!
Það er skemmtileg tilviljun að þessi könnun kemur fram tveim dögum eftir að Silvio Berlusconi hefur kynnt framboð sitt. En þessar niðurstöður geta sýnt að, ef til vill vissi karlinn að nú hefur hann tækifæri. Sem hann ef til vill hafði ekki fyrir 13 mánuðum, er honum var skóflað frá völdum. Með sannarlega frekar ruddalegum hætti.
Takið eftir, að Berlusconi gagnrýnir Monti fyrir þjónkun við stefnu Þýskalands? En lesa má úr könnuninni, reiði hins dæmigerða Ítala gagnvart Þýskalandi en ekki síður gagnvart eigin stjórnvöldum. Hversu rómaður sem Monti er af alþjóðlegum fjölmiðlum þessa stundina.
Þetta er skv. FT/Harris polls.
Líklega virkar sú síða einungis fyrir þá sem hafa keypt sér aðgang að FT.com.
Það eru margvíslegar forvitnilegar niðurstöður.
En rétt er að fókusa á niðurstöður sem varða Ítalíu.
47% Ítala vill endurskoða sambandið við ESB, 72% Ítala segja áhrif Ítalíu of lítil, 83% Ítala telja áhrif Þýskalands of mikil, 74% Ítala telja að Þjóðverjar eigi að gera meira til að aðstoða hinar þjóðirnar við það verk að vinna á kreppunni, 61% Ítala vilja að meira fjármagni sé varið úr sameiginlegum sjóðum ESB til að berjast á kreppunni. Síðan segjast 74% Ítala vantreysta eigin stjv. meðan að einungis 19% þeirra, segjast treysta þeim. 65% Ítala telja stjv. skera of mikið niður og að lokum, 58% Ítala telja eigin fjölskyldu hafa orðið fyrir umtalsverðum búsifjum af völdum niðurskurðar stjv.
Til samanburðar, niðurstöður frá þýskum svarendum.
50% Þjóðverja eru sáttir við hlutverk Þýskal. innan ESB, meðan að meirihluti Þjóðverja eru annaðhvort sáttir með áhrif Þýskalands eða vilja efla þau enn frekar innan ESB, 55% Þjóðverja finnst framlag síns lands þegar vera of mikið, 51% Þjóðverja vilja ekki að sambandið verja meira fé til baráttu gegn kreppunni, og 40% Þjóðverja eru sáttir við getu eigin stjv. til að ráða v. kreppuna meðan 50% eru skeptískir á þá getu, sem er þó mesta mælda traust á eigin stjv. Helmingur Þjóðverja telur niðurskurð eigin stjv. hæfilegan, og ekki síst einungis 19% Þjóðverja telja eigin fjölskyldu hafa orðið harkalega úti af völdum niðurskurðar stjv. meðan að 33% taldi áhrifin lítil.
Kannski veit gamli refurinn Berlusconi hvað hann er að gera?
Berlusconi (í dag um ríkisstj. Monti):
The Monti government has followed the German-centric policies which Europe has tried to impose on other states, and it has created a crisis situation that is much worse than where we were when in government,
- 13. mánuðir liðnir síðan karlinum var skóflað frá?
- Ætli að þeir mánuðir undir Monti, dugi til þess að ítalskir kjósendur fyrirgefi honum?
Sjá punkta tekna úr könnuninni:
1. Spurning: Which of the following statements best describe how you feel about [OWN COUNTRY]s membership to the EU?
- 47% Ítala setur X við - "OWN COUNTRY should renegotiate its membership to the EU"
- 10% Ítala setur X við - "OWN COUNTRY should leave the EU altogether."
- 42% Ítala segur X við - "OWN COUNTRY should keep the same relationship with the EU.
Sömu svör fyrir:
- Bretland: 36%, 37%, 28%.
- Frakkland: 37%, 14%, 50%.
- Spán: 42%, 12%, 46%.
- Þýskaland: 39%, 10%, 50%.
Eins og sést, af stóru löndunum 5 er mestur stuðningur í Bretlandi fyrir því, að fara. Áhugavert að það sé þó ekki hærra hlutfall en þetta.
En Ítalía sker sig úr, þegar fyrsta svarið er skorað. Það vilja ívið flr. endurskoða samskiptin v. ESB. Eina landið fyrir utan Bretland, þ.s. fleiri vilja endurskoða sambandið við ESB en þeir sem eru sáttir.
Við getum auðvitað haft þessi 10% til hliðsjónar sem vilja fara. Sem hluta af þessari óánægjubylgju. Og sagt, 57% Ítala vera óánægða með samskipti Ítalíu við ESB - eins og staða mála er í dag.
-----------------------------------------
4. Spurning: Spurt er um áhrif Ítalíu innan ESB.
- 1% Ítala samþykkir því að áhrif Ítalíu séu of mikil.
- 23% telur áhrif Ítalíu hæfileg.
- 72% Ítala, telur áhrif landsins of lítil.
Til samanburðar, telja 79% Spánverja. Áhrif Spánar of lítil. 49% Breta segja það sama um sitt land. Á móti, telja 54% Frakka áhrif síns lands, hæfileg.
Greinilega er bæði á Ítalíu og á Spáni, bullandi óánægja með þ.s. fólk upplifir sem of lítil áhrif síns lands.
Meðan að Frakkar eru bara nokkuð vel sáttir.
-----------------------------------------
5. Spurning: Spurt er um áhrif Þýskalands.
- 83% Ítala telja áhrif Þýskalands of mikil.
- 83% Spánverja telja áhrif Þýskalands of mikil.
- 55% Frakka og Breta er sama sinnis.
- Meðan, að 16% Þjóðverja eru sammála því.
Fyrir ári, töldu 53% Ítala og 67% Spánverja, áhrif Þýskalands of mikil.
Áhugavert hve þessi óánægja hefur magnast á því ári, sem Monti hefur stýrt Ítalíu.
Örugglega engin tilviljun, að Berlusconi notar einmitt ásökuninan um þjónkun við þýska stefnu á Monti.
-----------------------------------------
7. Spurning: Spurt er um framlag Þýskalands eða "Do you think Germany is showing too much, the right amount or not enough solidarity towards the rest of the eurozone?
- 74% Ítala og 71% Spánverja, telja að Þýskaland sé ekki að gera nóg.
- 31% Breta og 33% Frakka taka undir þetta. En einungis 7% Þjóðverja.
- Á meðan, finnst 55% Þjóðverja þeir þegar gera of mikið. Sem er áhugavert.
Önnur byrtingarmynd hinnar kraumandi óánægju meðal Ítala, og eins og sést - Spánverja einnig. Gagnvart Þýskalandi.
-----------------------------------------
8. Spurning: Spurt er hvort að ESB skuli verja meira fjármagni til að lyfta álfunni úr kreppunni.
- 61% Ítala, 74% Spánvera og 53% Frakka. Eru sammála því. Einungis 24% Þjóðv. og 36% Breta.
- 51% Þjóðverja eru mótfallnir auknum framlögum af hálfu ESB, í því skyni að berjast v. kreppuna.
Norður vs. Suður skipting kemur fram, varðar þessa spurningu.
Síðan er önnur spurning í sama lið, og áhugavert er að allar þjóðirnar eru ósammála því að færa yfirumsjón fjárlaga einstakra ríkja yfir til ESB, sbr. Taka eftir, þarna er verið að spyrja úrtak af fólki frá hverju landi.
67% Breta, 63% Frakka, 50% Ítala, 57% Spánv., og 66% Þjóðverja.
Spurning hvort Merkel hafi útskýrt sína afstöðu nægilega fyrir kjósendum síns lands, en þýsk stjv. hafa farið fremst í flokki, með slíkar hugmyndir.
-----------------------------------------
11. Spurning: um tiltrú aðspurðra um getu eigin stjórnvalda til að berjast við kreppuna:
Merkilegt er hve hátt hlutfall treystir ekki stjv. sínum, sbr:
61% Breta, 62% Frakka, 74% Ítala, 76% Spánverja, 50% Þjóðverja.
Virðist að tiltrú á getu ríkisstjórnar Angelu Merkel sé hæst. En stjv. fá 40% tiltrú Þjóðverja.
En merkilegt, að þrátt fyrir hve margir í fjölmiðlum róma árangur Mario Monti.
- Þá segist einungis 19% Ítala treysta ríkisstjórn sinni, til að leysa málin.
Skýr vísbending þess, að verið geti að Berlusconi raunverulega hafi tækifæri, núna.
-----------------------------------------
12. Spurning: Spurt um niðurskurðaraðgerðir.
65% Ítala og 72% Spánverja, telja niðurskurði of-beitt.
Meðan, að helmingur Þjóðverja, telja þeim beitt að hæfilegu marki.
Það virðist einnig vera tækifæri, til að gagnrýna niðurskurð. Vegna þessarar skýru mælingar um óánægju.
-----------------------------------------
13. Spurning: Um áhrif niðurskurðar á eigin fjölskyldu.
- 58% Ítala og 54% Spánverja, telja að áhrif opinberra niðurskurðaraðgerða, hafi verið mikil eða mjög mikil, á eigin fjölskyldu.
- Meðan að 33% Þjóðverja segja áhrifin hafa verið lítil, og 25% nokkur "moderate".
Þetta getur þítt, að fjölmennir hópar meðal almennings á Ítalíu. Séu ornir foxíllir út af niðurskurðinum.
Hve sterk þessi óánægja virðist, má vera að sé vatn á millu framboðs Berlusconi.
Niðurstaða
Mér sýnist af niðurstöðunum, að miðað við þá miklu upphleðslu óánægju sem virðist hafa átt sér stað á Ítalíu sl. 12 mánuði. Þá sé það a.m.k. hugsanlegt, að kjósendur fyrirgefi Berlusconi.
Sérstaklega, ef hann getur komið fram með sæmilega trúverðuga efnahagsáætlun.
-----------------------------------
- Bendi á, að þessi könnun var að sjálfsögðu gerð, áður en nokkur vissi um framboð Berlusconi.
- Svo hans framboð, hefur engin áhrif á þessi svör.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2012 kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2012 | 00:08
Ítalía og Írland myndu græða mest allra landa á því að yfirgefa evru!
Þetta er niðurstaða úttektar sem Bank of America Merrill Lynch framkvæmdi. Eins og sést, þá tóku þeir leikjafræði-greiningu á stöðu mismunandi ríkja, gagnvart spurningunni um að fara eða vera. Þetta er mjög skemmtileg greining.
Eiginlega, setur framtíð evrunnar í þann hnotskurn.
Að, hennar framtíð snúist í reynd um, að sannfæra Ítalíu um að vera áfram.
Áhugavert er að skv. greiningu þeirra, þá er gróði Spánar ekki nándar nærri eins mikill hlutfallslega af því að fara, eins og á við um Ítalíu.
Þeirra lokaályktun, er nokkurn veginn á þá leið, að Þýskaland hafi mjög takmarkaða getu, til að kaupa Ítalíu til - að vera áfram.
Fáum ætti að koma á óvart, að Þýskaland er það land sem mestu tapar, á því að yfirgefa evru, eða ef hún fellur - einhverra hluta vegna.
Þó skv. greiningu, sé Þýskaland best fært um að, sigla sinn eigin sjó.
Af hverju græðir Ítalía svo mikið?
- Ítalska hagkerfið hafi nú verulegan slaka.
- Samtímis, sé ríkissjóður með afgang af fjárlögum, áður en reiknað sé með kostnaði af skuldum, ríkissjóðurinn sé því mjög vel fær um að fjármagna sig, innan nýs gjaldmiðils.
- Ítalía hafi mikið af góðum fyrirtækjum, sem væru fær um að vaxa hratt, inn í þann slaka sem til staðar er, ef gengið yrði allt í einu verulega hagstæðara.
- Þó að ítalska ríkið skuldi mikið, séu heildarskuldastaða Ítalíu tiltölulega hagstæð, t.d. mikið hagstæðari en Bretlands eða Spánar.
- Það sem haldi aftur af hagvexti, sé skortur á samkeppnishæfni, þ.e. kostnaður per vinnustund eða vinnueiningu, hafi hækkað verulega síðan 2000. Þetta sé meginástæða, núverandi samdráttar í hagkerfinu, því í augnablikinu séu útfl. atvinnuvegir, ekki samkeppnisfærir um verð.
- Vegna ofangreindra þátta, myndi líruvæðing skila snöggri aukningu hagvaxtar. Hratt minnkandi atvinnuleysi. Og ekki síst, þeir vilja meina að Ítalía myndi geta staðið við skuldbindingar sínar.
- Ekki verða gjaldþrota.
Rétt að taka þessu með fjölda saltkorna!
En þessi greining tekur ekki til heildaráhrifa á heimshagkerfið af því, ef Ítalía myndi fara. Þá myndi evran líklega leysast upp.
Lykilatriðið auðvitað er, hvernig evran væri afnumin - - en ef það gerist þannig, að ekki er fyrirfram búið að ákveða, hvað skal gera við skuldbindingar ríkja innan hennar. Gæti skapast mikið vesen í alþjóða bankakerfinu.
- En einfaldasta "trixið" væri að, hvert ríki fengi að skipta sínum evruskuldum yfir í sinn eigin gjaldmiðil.
- Þá yrði ekkert aðildarríkjanna gjaldþrota.
- Því þá myndi gengið falla, þangað til að sjálfbær staða væri komin.
Kannski, ef við ímyndum okkur að Berlusconi verði aftur forsætisráðherra, og hann fari að tala á prívat fundum með Angelu Merkel, um það að hann ætli að taka Ítalíu út úr evru.
Þá væri fræðilega unnt, að sannfæra Ítalíu skv. greiningu Bank of America Merrill Lynch, ef Þýskaland samþykkti aðgerðir, sem myndu stuðla að 20% gengisfalli evrunnar.
En það auðvitað, myndi nokkurn veginn skapa það ástand, sem Þýskaland myndi standa frammi fyrir, ef það sjálft tekur upp Markið á ný - þ.e. hærra gengi og því tapað samkeppnisforskot er það nú hefur.
Þannig að slíkur "díll" sé ekki líklegur til að höfða til Þjóðverja, fyrir utan að þeir hafa algert "antipat" gagnvart verðbólgu.
En segjum, að Berslusconi hafi sett fram úrslitakosti með tímasetningu, þá væri fræðilega unnt að hrinda þeirri aðgerð af stað, að skipulega taka evruna niður.
- Því fylgdi engin boðaföll í alþjóða kerfinu.
Skv. fréttum virðist paník í Brussel v. Berlusconi!
Monti in talks to run for Italian PM
Monti resignation catches rivals off-guard
Það virðist að Monti sé undir miklum þrýstingu um að bjóða sig fram, sem forsætisráðherraefni.
Francois Hollande - "appeared confident Mr Monti would still play a role in politics. Its a pity for the short term, but in one month or two months, it will appear that Mr Monti is able to join a coalition or to go forward to stabilise Italy, he told Reuters news agency."
Herman van Rompuy, president of the European Council, said he did not want to interfere in Italian politics, then added: Mario Monti was a great prime minister of Italy and I hope the policies he put in place will continue after the elections.
Þetta var við athöfnina, er ESB tók á móti verðlaunafé frá Nobel nefndinni.
En Monti stendur frammi fyrir tilboði að bjóða sig fram, frá nýjum flokki sem hefur verið búinn til, af ýmsum áhrifamönnum innan samfélagsins sem ekki hafa verið í pólitík.
Enginn veit auðvitað, hvaða fylgi slíkt framboð myndi fá.
Sumir segja, að það geti fengið - mikið fylgi.
Meðan aðrir benda á, að Monti sé of þurr á manninn og prófessorslegur, samtímis því að dregið hafi úr vinsældum hans, eftir því sem atvinnuleysið hefur aukist og kreppan dýpkað.
En hann er greinilega nánast dýrkaður, af hópi manna. Sem sjá hann sem vissan bjargvætt. Sennilega einna helst, vinum evrunnar á Ítalíu. Sem líta líklega á hann, sem manninn sem geti haldið Ítalíu innan evrunnar.
Auðvitað, vita menn í Brussel af því, hvílíkt lykilríki Ítalía er innan Evru.
Niðurstaða
Það er skemmtileg tímasetning hjá Bank of America Merrill Lynch að koma fram með þessa greiningu. Daginn eftir að Silvio Berlusconi, hefur lýst yfir framboði. Og sett allt í háa loft í ítalskri pólitík.
Það er engin leið að vita fyrirfram hvað hann hyggst fyrir.
Ég er þó alveg viss um það, að það er algerlega rétt. Að Ítalíu myndi farnast ágætlega innan líru.
-----------------------
Á sama tíma væri Þýskaland stóri taparinn, þ.e. skyndilega myndi kostnaður þar aukast. Að auki, myndi líklega sá stóri afgangur af utanríkisviðskiptum sem það viðheldur, hverfa.
Þýskaland gæti lent í samdrætti, með því að allt í einu minnki eftirspurn verulega eftir þeirra varningi.
Á sama tíma, og Ítalía myndi allt í einu geta séð fram á "kröftugan" hagvöxt í nokkur ár, eða þar til slakinn er farinn.
Kv.
Bloggfærslur 11. desember 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 869824
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar