Lánshæfi björgunarsjóðs evrusvæðis lækkað!

Rakst á þessa frétt, sem virðist ekki hafa vakið mjög mikla athygli þegar ég var við minn daglega lestur erlendra frétta. En skv. henni hefur eitt þriggja stóru alþjóðlegu lánshæfis-matsfyrirtækjanna, lækkað lánshæfi "ESM" þ.e. hins nýja björgunarsjóðs evrusvæðis.

Skv. Moody's tengist ákvörðunin nýlegri lækkun lánshæfis Frakklands, ásamt því að tekið er tillit til neikvæðra horfa lánshæfismats Þýskalands og Hollands. 

Að sögn Moody's sé lánshæfi sjóðsins háð lánshæfi sterkustu ríkjanna sem standa að baki sjóðnum.

Telegraph - Moody's downgrades rescue funds

Bloomberg - EFSF, European Stability Mechanism Ratings Cut to Aa1 by Moody’s

BBC - Moody's cuts AAA rating of ESM rescue fund

Forbes - Moody's Axes EFSF And ESM, Blames France

Moody's - Moody's downgrades ESM to Aa1 from Aaa and EFSF to (P)Aa1 from (P)Aaa, maintains negative outlook on ratings

 

Engin risafelling um eitt þrep!

En það þíðir samt að björgunarsjóðurinn sem er á sameiginlegri ábyrgð aðildarríkja evrusvæðis, telst ekki lengur skv. Moody's standast kröfur sem gerðar eru um fulla einkunn, þ.e. AAA.

Það áhugaverða við þetta - er að skv. þessu má líklega sjá út sennilegt sameiginlegt lánshæfi evrusvæðis.

Þ.e. ekki alveg 3A heldur 2A plús. 

 Click here to see the full series

Ef við skoðum "Statistical Data Warehouse" Seðlabanka Evrópu, þá standa sameiginlegar skuldir aðildarríkja evru í 91,6%.

Eins og sjá má af myndinni sem ég tók af þeirri síðu. Þá hafa sameiginlegar skuldir hækkað mjög hratt síðustu misserin.

Áhugavert að í sbr. skuldar ísl. ríkið rétt innan við 100%.

Við erum þó að kikna undan því, en þ.s. ekki sést á slíkum yfirlitum - eru ábyrgðir sem ríkin hafa veitt t.d. til "ESM." Sem ekki hafa enn, formlegar orðið að skuldum viðkomandi ríkis. En geta umbreyst þannig.

  • En aftur á móti taka lánshæfis-matsfyrirtækin tillit til slíkra ábyrgða.
  • Og það gerir markaðurinn einnig að líkindum.
  • Að auki eru verulegar ábyrgðir, í tengslum við Seðlabanka Evrópu sjálfan.
  • Sem ef falla á ríkin, mun einnig um muna.

Hin formlega skuldastaða ofangreind segir því ekki nándar nærri alla söguna.

  1. Ef evrusvæði hangir saman!
  2. Ef aðildarlönd í vanda, komast hjá greiðsluþroti - tekst að greiða sitt upp.
  • Þá skipta þessar ábyrgðir ekki miklu máli.

En líkurnar á slæmri útkomu af öðru hvoru tagi, eru "non trivial" þ.e. markaðurinn hlýtur að taka tillit til þeirra, og það komast lánshæfis-matsfyrirtækin ekki heldur hjá að gera.
--------------------------------------

Þetta þíðir að sú aðferð sem hefur verið viðhöfð af aðildarríkjum evrusvæðis:

  • Að gefa út sameiginlegar ábyrgðir.
  • Gefa lánssjóði heimild að lána út á þær.

Er sjálfstæð ógnun við lánshæfi sem og greiðslugetu þeirra landa sem standa að baki því neyðarlánakerfi.

Þannig, að matsfyrirtækin þurfa að rýna mjög rækilega í stöðu þeirra landa, er standa að baki neyðarlánssjóðnum.

 

Það sama á við um þá upphleðslu skuldbindinga sem hefur stöðugt átt sér stað innan Seðlabankakerfis Evrusvæðis í gegnum svokallað "Target 2" kerfi, þ.s. lönd í lausafjárvandræðum geta slegið lán innan kerfisins - -> Sem smám saman hefur verið að þróast í að vera leið til að gera að einhverju leiti skuldir landa í vanda, sameiginlegar.

Mig grunar, að það sé mikið til ástæða þess að verið sé að íta löndum í vanda inn í svokölluð "neyðarlán" svo þau dragi sér ekki í eins miklum mæli fé í gegnum Seðlabankakerfið.

Ef það gerist að land verður gjaldþrota innan kerfisins og hættir að greiða eða standa undir sínum skuldbindingum, þá falla þær sem sagt á hin aðildarlöndin skv. hlutfalli eignar innan kerfisins.

  • Þ.e. kannski ákveðin kaldhæðni í því, að þrátt fyrir andstöðu betur settu landanna, er hægt og rólega að eiga sér stað, uppsöfnun skulda á sameiginlega ábyrgð af hálfu landanna í vanda. 
  • Þeir sem segja ekkert að óttast, halda því þá fram - - að löndin í vanda muni borga sínar skuldir.
  • En markaðurinn og matsfyrirtækin, taka sitt sjálfstæða mat.

 

Niðurstaða

Margir hagfræðingar hafa bent á veikleika þess fyrirkomulags að lána ríkjum í vanda út á ábyrgðir veittar til sameiginlegs sjóðs, að fyrirkomulagið sjálft geti ógnað stöðu þeirra landa sem veita ábyrgðirnar. Skapað "eitrunaráhrif" svokölluð.

Ég hef stundum velt því fyrir mér, af hverju ríkin veittu þá einfaldlega ekki ábyrgðirnar beint til landa í vanda, í stað þess að hafa sjóð sem millilið?

En ábyrgðir má allt eins veita í stað lána, þá sjái löndin í vanda sjálf um að sækja sér lánsfé út á þær veittu ábyrgðir, í stað þess að stofnunin þurfi sem milliliður að standa í slíku - - sem bætir við kostnaði þess milliliðar ofan á lántökukostnað landanna í vanda er fá þessi neyðarlán.

Þá hefði fyrirkomulagið verið "veiting neyðarábyrgða" í stað "neyðarlána."

Þá er allt og sumt sem þarf, að hafa sérfræðinganefnd. Sem fylgist með ríkjunum í vanda, og metur hvenær þau standa undir væntingum þannig að rétt sé að veita frekari ábyrgðir.

Lönd sem taka þátt í fyrirkomulaginu, hafi fyrirfram gert ráð fyrir fyrirframáætluðum ábyrgðum, þannig að ákvarðanataka sé ekki tafsamari en nú er.

Kosturinn, að auki sé sá að einungis séu veittar ábyrgðir eftir þörfum. Fyrirkomulagið hefði þá verið minna íþyngjandi fyrir lánshæfi þátttöku landanna.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. desember 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 869824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband