24.11.2012 | 14:32
Tenging Íslands við orkunet Evrópu með sæstreng væri stórhættulegt tilræði við framtíðar lífskjör og uppbyggingu á Íslandi!
Ég er ekki að tala um kostnaðinn við sæstrenginn sjálfan og hugsanleg líkleg tæknivandamál sem honum fylgja - þ.e. algerlega sjálfstæð umræða, heldur afleiðingar þess fyrir almenning á Íslandi og fyrir Ísland, að tengja landið við orkunet Evrópu. Ég bendi á að uppbygging atvinnulífs hérlendis treystir að mjög miklu leiti á það, að orkan hérlendis sé verulega ódýrari en í Evrópu, jafnvel er orkukostnaður lægri en í Bandaríkjunum. Þó þar hafi hann nú lækkað verulega í seinni tíð, vegna verðfalls á rafmagni framleitt í gasorkuverkum. Út af stórfellt aukinni gasvinnslu sl. 5 ár. Fyrir bragðið, er rafmagnsverðlag orðið gríðarlega samkeppnisfært í Bandaríkjunum, á sama tíma fer það stöðugt hækkandi í Evrópu.
Grundvallarvandamál Íslands er að það er tiltölulega fjarlægt, sem þíðir mikill flutningskostnaður. Sá kemur niður á samkeppnishæfni hvort tveggja í senn, með því að minnka framlegð fyrirtækja því það kostar að koma vörunni á markað, og með því að aðföng eru dýr flutt inn utan frá. Ofan á þetta bætist smæð þjóðarinnar, þ.e. lítill innri markaður takmarkar mjög stærðarhagkvæmni starfsemi er framleiðir fyrir innlendan markað. Að auki, er mjög fábreytt það hvað unnt er að framleiða hér. Svo þörf er fyrir mikinn útflutning til að unnt sé að flytja allt það hvað inn sem tilheyrir nútíma samfélagi.
- Fjarlægðin ásamt smæð innlends vinnumarkaðar og innlends markaðar. Gerir Ísland lítt spennandi í augum alþjóðlegra fjárfesta.
- Til þess að bæta fyrir þá stóru ágalla - - höfum við verið að laða starfsemi til landsins með lágu orkuverði.
- Lága orkuverðið er sjálfur grundvöllur þess, að auka fjölbreytni framleiðslustarfa á Íslandi.
- Ísland er ekki líklegt að sigra á sviði hátækni-iðnaðar. Ég bendi á, að það eru ekki nema nánast hver einasta þróuð þjóð í heiminum, að streitast við að þenja sig inn á það svið, því óskapleg samkeppni.
Sumir hugsa það svo, að það sé gróða að finna í því að selja rafmagnið beint út, og fá fyrir það - það verð sem Evrópumenn eru að borga. En, það góða fólk hefur grunar mig ekki áttað sig á afleiðingum þess, að raforkuverð á Íslandi verði það sama og í Evrópu.
Afleiðingarnar eru ekki bara þær, að orkuverð til almennings hækki 3-falt.
Það er fjöldi annarra slæmra afleiðinga, sem myndu verða stórfelld ógn við framtíðar lífskjör í landinu.
Pælið í þessu:
- Hvað gerist með landbúnað sérstaklega mjólkurframleiðslu, ef raforkuverð er allt í einu orðið 3-falt hærra? Hvaða áhrif hefur það á verðlag á innlendum mjólkurafurðum? Hvernig kemur það við kaunin á almenningi, að mjólkurafurðir verði miklu dýrari? Við erum að tala um allt framleiðsluferli landbúnaðarafurða, mjólkur sem annarra. Sbr. munu kælar verða mun dýrari í rekstri. Einnig frystar sem varðveita vörurnar áður en þær komast til neytenda. Í öllum þessum hækkunum á landbúnaðarvörum sem þá af hlýst felst skerðing lífskjara til almennings.
- Það hefur verið draumur, að auka hérlendis ræktun í gróðurhúsum. Veltið fyrir ykkur, hvað gerist með þá ræktun. Ef raforkuverð verður allt í einu 3-falt hærra? Hver verður samekppnishæfni þess rekstrar eftir það? Er nokkur von fyrir rekstrargrundvöll þaðan í frá?
- Það eru uppi einstaklingar sem hafa áhuga á að framleiða eldsneyti með notkun innlendrar orku. Hvað gerist með þær hugmyndir, er orkuverð hérlendis verður allt í einu 3-falt hærra en áður?
- Síðan kemur að mikilvægum lið, nefnilega fiskvinnslu. Hún rekur sig víðast hvar á rafmagni. Hvaða áhrif hefur það á reksturinn, ef raforkuverð verður allt í einu 3-falt hærra? Hvaða áhrif hefur það á laun starfsmanna í fiskvinnslu, ef raforkukostnaður hennar eykst margfalt? Verður ekki launa"krass" eða að vinnslan leggst af í landi og flyst alfarið út á sjó? Ef hún fer út á sjó, verður fólkið í landi án atvinnu, sem einnig felur í sér lífskjara"krass."
- Síðast en ekki síst, orkufrekur iðnaður. Það þarf vart að taka fram. Að grundvellinum er þá kippt alfarið undan þeim rekstri, þau fyrirtæki munu flytja þá sitt hafurtask til Bandaríkjanna. Þar sem nú er orkuverð mun lægra en í Evrópu. Það mun drepa allar vonir um frekari uppbyggingu slíks iðnaðar hér. Þetta drepur auk þessa, öll þjónustufyrirtækin sérhæfðu sem starfa með núverandi iðjuverum. Þarna fer töluverður fjöldi starfa, án þess að nokkuð komi í staðinn.
- Einhver ef til vill segir, en hagnaður Landsvirkjunar eykst stórfellt, og þar með greiddur arður af LV til ríkisins. Ríkið mun geta mildað höggið með því fé, til valinna greina og hugsanlega að einhverju leiti almennings.
- Þó svo fræðilega geti ríkið niðurgreitt rafmagn að einhverju marki. T.d. til landbúnaðar, einhverju leiti til almennings svo t.d. orkuverð hækki t.d. bara 2-falt.
- Þá er augljóst að um mjög mikla lífskjara skerðingu er að ræða.
- Að auki myndi atvinnuleysi aukast hér verulega þegar sú starfsemi sem ekki borgar sig lengur að reka hérlendis, pakkar saman og fer. Og öll starfsemi sem tengist því leggst af einnig.
- Ekki gleyma því, að mjög líklega leggst af fiskiðnaður á landi, eða að lífskjör fiskvinnslufólks krassa mjög mikið.
- Að einhverju leiti koma tekjur af orkusölunni í stað útfl. tekna af orkufreku vinnslunni. En það skapar engin störf - á móti öllum þeim sem tapast.
Það þarf líka að pæla í því, hver fær tekjurnar:
- Tekjurnar myndast þá innan orkufyrirtækisins Landsvirkjunar, þar sem ísl. pólitísku flokkarnir munu vera í aðstöðu til að víxla með þær, ákveða hverjir fá að njóta ágóða af sbr. hver fær niðurgreiðslur.
- Veltið fyrir ykkur þeirri spillingu sem líklega myndi verða til, í því samhengi.
- Á móti, ef við sköpum útflutningstekjur með því að vinna úr innlendri orku hér innanlands, gróðinn felst í útfluttum afurðum.
- Þá skapast fullt af þekkingarstörfum, almenningur fær atvinnu, og laun. Almenningur fær að njóta gróðans með beinum hætti þannig. En einnig, nýtur áfram gróðans af lágu orkuverði til heimila. Ásamt þeim gróða að sleppa við hækkun landbúnaðarvara. Menn gleyma oft þeim mikla hagnaði fyrir almenning, sem felst í lága orkuverðinu. Það er ígildi umtalsverðra arðgreiðsla til einmitt almennings af orkukerfinu. Þegar v. tökum sbr. v. orkuverð í Evrópu.
- Sannarlega að því marki sem fyrirtækin eru í eigu erlendra aðila, þá fá þeir hagnaðarhlut. Einhver getur verið að horfa á þann þátt. "Flytja hagnaðinn heim" - > en með því að drepa þessa starfsemi, og öll störfin sem þeirri starfsemi fylgir, lækka lífskjör almennings með mun hærra orkuverði, og dýrari landbúnaðarvörum, ásamt mjög verul. aukningu varanlegs atvinnuleysis. Ekki má gleyma spillingunni, sem líklega mun fylgja pólit. úthlutunarkerfinu sem komið yrði upp.
- En við getum aukið á næstu árum okkar hagnað, með frekari uppbyggingu þekkingariðnaðar sem grundvallast á þeim álverum sem þegar eru komin:
- Mér lýst best á að auka hér fullvinnslu á áli, fyrir nokkrum árum var fyrirtækið Alpan hér rekið, sem lagði upp laupana eftir að hafa starfað í nokkurn árafjöld. Ég er ekki endilega að segja að við eigum að endurreisa Alpan. Heldur, að það sé nauðsynlegt, að framleiða úr því áli sem hér er.
- Þannig á að vera mögulegt, að auka þau útfl. verðmæti, svo unnt verði að hífa hér aftur upp lífskjör. Þannig fáum við einnig meira fyrir rafmagnið, sem við seljum til álveranna.
- Ég er að pæla í því, að mynduð verði atvinnusvæði í kringum hvert álver. Þetta krefst ekki beint nýrra álvera, þó það sé alls ekki svo að frá því sjónarmiði séu ný endilega neikvæð. Alls ekki.
- Þá má hugsa það svo, að ef það á að reisa nýtt álver, verði atvinnusvæði með fyrirtækjum sem fullvinna það ál skipulagt samtímis og verið er að skipuleggja að koma álverinu sjálfu á fót.
- Ítreka, að fókus minn er samt frekar á að, reisa atvinnusvæði við þau álver sem þegar eru komin. Þó ég sé ekki endilega að segja, nei við nýju álveri.
- Það má hugsa sér, að þarna sé "tollsvæði" þ.e. innan hliðs sé varan ekki innan lands frá tollsjónarmiði. Svo að fyrirtæki á svæðinu ættu að geta flutt inn aðföng "tollfrjálst."
Smám saman myndist iðnaðarhverfi í kringum hvert álver.
Þ.e. mín framtíð fyrir Ísland - iðnvæðing, að Ísland verði nokkurs konar "Þýskaland" norðursins.
Þetta væru störf er krefðust þekkingar - og yrðu líklega "vel launuð."
Hér verði ástand hás atvinnustigs eins og verið hefur í gegnum árin.
- Þéttbýlið á þeim svæðum þ.s. álverum er fyrir komið - eflist, fyrir tilstuðlan þeirrar starfsemi sem byggist upp í framhaldinu.
- Í kringum þetta þarf að stórfellt efla - verkmenntun á Íslandi. Alla leið niður á grunnskólastig. En fj. þeirra sem hrökklast úr grunnskóla, hentar ekki hefðbundið bóknám, gæti blómstrað á sviði verkmennta. Smíðagreinar, á ég við, að yrði "aðalnámsgrein" hjá þeim - sem færu á "smíðabraut."
- Ath., sbr. v. Þýskaland er ekki út í hött, en á 19. öld átti sér þar stað uppbygging "stálvera" sem í kringum byggðist síðan fullt af annarri starfsemi, sem framleiddi vélar og tæki, vopn einnig.
Stálið var grunnurinn af þýsku iðnvélinni, sem upp byggðist frá og mið miðri 19. öld.
Meðan okkar uppbygging væri á grundvelli áls, nánar grundvölluð með rafmagni frá okkar orkulindum, sem við viljandi höldum nægilega lágu, til þess að sú starfsemi geti þess í stað greitt há laun - þannig fær almenningur gróðann.
Ég er að tala um að klára atvinnuuppbyggingu á Íslandi.
En athugið, öll þessi uppbygging, þeir miklu möguleikar sem í henni geta falist, verða fyrirfram drepnir ef við tengjum landið við orkukerfi Evrópu.
Niðurstaða
Í þeirri umræðu um orkuverð til stóryðju sem hefur átt sér stað hérlendis. Virðist skorta á skilning á því hvað það þíðir, ef orkuverð er fært upp í það sem ríkir í Evrópu.
- Sumir tala á þeim grunni "að við fáum ekkert fyrir orkuauðlindirnar." Eru þá að bera orkuverð til fyrirtækja hérlendis, við orkuverð í Evr. En það góða fólk, gleymir því atriði. Að það er sjálfur grundvöllur þeirrar starfsemi hérlendis. Að orkan til þeirra sé seld miklu mun ódýrar en til sambærilegra fyrirtækja í Evrópu, einnig lægra en til sambærilegra fyrirtækja í Bandaríkjunum - þ.s. þ.e. mun lægra en í Evrópu. Því ef orkuverð er svipað og t.d. í Evrópu. Þá koma fyrirtækin sér frekar fyrir, nær mörkuðum. Fara sennilega til Bandaríkjanna v. lægra orkuverð en í Evr.
- Að auki er unnt að auka mjög mikið innlendan arð af slíkri starfsemi, þar með það sem við fáum fyrir orkuna, með því að byggja upp "framhalds starfsemi" sem framleiðir dýrari vöru úr því áli sem er til staðar hérlendis. Um leið, skapa hér mikinn fj. starfa. Sem er að sjálfsögðu aðferð til að færa "hagnaðinn til almennings."
- Að auki fær almenningur heilmikið út úr því, að orkuverð er mun lægra en gerist og gengur í Evrópu. Ekki bara v. þess að rafmagnsreikningurinn er lægri, heldur eru landbúnaðarvörur hérlendis ódýrari í dag, en ef rafmagnið væri 3-falt hærra. Ekki síst mjólkurvörur. Að auki, geta innlend fyrirtæki í fjölmörgum greinum, greitt hærri laun en þau væru fær um - ef orkuverð hækkar 3-falt. Það er nefnilega valkostur milli launa og orkuverðs.
- Valkosturinn, hver fær hagnaðinn? Almenningur í gegnum hærri laun v. þess að fyrirtæki geta í krafti lágs orkukostnaðar greitt hærri. Að auki hefur fj. starfa grundvöll í ástandi lágs orkuverðs, svo fj. fólks hefur atvinnu sem annars hefði hana ekki - í því felst einnig verulegur hagnaður, traust vinna ásamt launum og starfsþekkingu.
- Eða eiga pólit. hagsmunir fyrst og fremst, að fá hagnaðinn í sínar "klær" svo þeir geti útdeilt þeim, eftir "behag" hverju sinni, til pólit. vildarvina? Á sama tíma, og ríkja mun varanlega stórfellt aukið atvinnuleysi í landinu, og varanlega stórfelld skerðing lífskjara.
Ég hélt að markmiðið væri að draga úr pólit. spillingu, ekki stórfellt auka hana.
Einnig að fjölga framleiðslustörfum hérlendis - - alls ekki að drepa flest þeirra.
Að minnka atvinnuleysi - - alls ekki að stórfellt auka það, gera sambærilegt v. Spán.
Að auka fjölbreytni í innlendri atvinnuuppbyggingu - - alls ekki að drepa þá litlu aukningu í fjölbreytni sem þó hefur átt sér stað.
Skapa framtíð þ.s. Ísland smám saman verður venjulegt hagkerfi með breiðu framboði starfa - - alls ekki að mjókka það mögulega framboð svo mikið, að Ísland verði nánast eingöngu með störf í boði til almennings, á sviðum ferðamennsku og þeirrar þjónustu sem ríki og sveitafélög reka.
Mér sýnist, að með niðurlagningu allrar starfsemi í orkufrekum greinum, og afleiddra starfa einnig. Líklegum flutningi vinnslu út á haf. Að meðalatvinnuleysi á Íslandi myndi stórfellt aukast frá því sem nú er, og verði líklega sambærilegt við það ástand sem rýkti á 4. áratugnum.
Nokkur fj. starfa myndi skapast yfir há ferðamannatímann. En á vetrum væri atvinnuleysi mjög mikið. Nokkur hópur myndi hafa það mjög gott, þ.e. sá pólit. tengdi sem kemst að þeirri tekjulind sem felst í Landsvirkjun, og sér um að útdeila því til þeirra sem njóta velþóknunar viðkomandi.
Þetta er ekki sú framtíð Íslands sem ég vil - - Framsóknarflokkurinn verður að taka mjög harða afstöðu gegn þessum hugmyndum.
- Því þetta er verri hugmynd en - - aðild að ESB.
- Einnig verri hugmynd en - - upptaka evru.
Þetta er í reynd sú versta hugmynd sem fram hefur komið á seinni árum.
Stórfellt og hættulegt tilræði við kjör almennings, ekki síst framtíðarkjör almennings, myndi felast í því að tengja landið við orkukerfi Evrópusambandsins.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 24. nóvember 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 869831
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar