Mun olíubyltingin í Bandaríkjunum, leiða til drottnunar Demókrataflokksins?

Spurning sem ég læði að. En þ.e. þekkt að ríkjandi stjórnarflokkar græða á því er vel gengur. Eins og fram hefur komið í fréttum vikunnar, þá stefnir í það á þessum áratug. Að Bandaríkin verði mesta olíuframleiðsluþjóð heimsins. Innan tveggja áratuga er það a.m.k. hugsanlegt að Bandaríkin verði sjálfum sér næg um orku.

---------------------------------------

US energy is changing the world again

Daniel Yergin tekur fram nokkrar staðreyndir um orkubyltinguna sem er að eiga sér stað:

  1. "US oil output has risen 25 per cent since 2008..."
  2. "IEA estimates it will increase a further 30 per cent by 2020, to 11.1m barrels per day."
  3. " US petroleum imports have fallen from 60 per cent of consumption in 2005 to 42 per cent today."
  1. "In a decade, shale gas has risen from 2 per cent of US natural gas production to 37 per cent."
  2. "The US has overtaken Russia as the world’s largest natural gas producer..."
  3. "The development of shale gas and oil involves long supply chains, with substantial sums being spent across the country." - "...more than 1.7m jobs have been created."
  4. "It is these jobs that have made Mr Obama and many state governors supportive of shale gas and tight oil(owing to the density of rocks from which it is produced)."
  1. "The other increasingly important impact is on global competition. US natural gas is abundant and prices are low – a third of their level in Europe and a quarter of that in Japan."
  2. "This is boosting energy-intensive manufacturing in the US, much to the dismay of competitors in both Europe and Asia. "
  3. "Billions of dollars of investment are now slated for US manufacturing because of this inexpensive gas."
  • "The US will continue to be an oil importer for a long time but imports will decline sharply..." - "The US’s imported oil will increasingly come from the western hemisphere, especially Canada, which already supplies almost 30 per cent of total US oil imports."

---------------------------------------

Það er alveg hugsanlegt, að það skelli kreppa á í Bandaríkjunum á nk. ári. Út af "fiscal cliff" þ.e. sjálfvirkar útgjaldalækkanir (skv. samkomulagi Demókrata og Repúblikana haustið 2011, skv. lögum sem þá voru samþykkt af báðum) samtímis því að skattalækkun "Bush" stjórnarinnar rennur út. Samanlagt skilst mér, að skellurinn sé upp á 5% af þjóðarframleiðslu.

Í dag er hagvöxtur ekki nema á bilinu milli 1,5-2%. Þannig, að þessi í 5% samdráttaraðgerð myndi líklega íta hagkerfinu undir "0" í samdrátt.

Það hefur verið ákveðin spenna á alþjóðamörkuðum út af umræðunni á Bandaríkjaþingi, en Obama hefur nú keyrt umræðuna í fullan gang. Og heimtar sínar lausnir.

Það þarf að nást einhver millileið - því það held ég græðir enginn á því, að keyra svo harðar samdráttaraðgerðir snögglega, einmitt núna.

Sérstaklega, þegar uppsveiflan er "raunverulega" að hefjast.

  • En eins og  Yergin útskýrir, er mikill uppgangur í olíu- og gasiðnaðinum, í þeim fylkjum þ.s. hin nýju vinnslusvæði eru.
  • Þetta sé þegar farið að skila nýjum fjárfestingum, í orkufrekri vinnslu - vegna þess að verð á gasi hefur lækkað verulega, því verðið á rafmagni framleitt af gasorkuverum.
  • Þessi tegund af fjárfestingu, komi til með að aukast á nk. árum.
  • Þetta muni skapa nýjar skatttekjur fyrir ríkið - það sé ekkert plat.
  • Það sé óþarfi að taka mjög harkalegan niðurskurð akkúrat núna, því tekjurnar séu á leiðinni á næstu misserum; þá minnki hallinn á bandar. ríkissjóðnum algerlega af sjálfu sér.

---------------------------------------

Ef aftur á móti, ekkert samkomulag verður. "Fiscal cliff" skellur yfir, bandar. hagkerfið sem heild er keyrt yfir í samdrátt. 

Þá sé þó ekki ástæða að ætla, að uppbyggingin sem ég er að tala um að ofan, verði fyrir hnekki.

Heldur, mun þá útkoman líklega verða - - skammvinn kreppa.

  • En kreppa á nk. ári í Bandar. getur verið örlagarýk fyrir evrusvæði - - því hún myndi verulega magna kreppuna þar, sem þegar er til staðar.
  • Það ofan í, samræmdar niðurskurðaraðgerði sem í gangi eru af ríkisstj. þess svæðis.
  • Spurning hvort slík skammvinn kreppa í Bandar. - myndi samt duga til að ganga af vissum gjaldmiðli í Evrópu dauðum? 

 

Ástæða þess að mig grunar að næsti forseti eftir Obama verði Demókrati?

Er einmitt sá uppgangur sem er framundan, og virðist ljóst að mun gæta í vaxandi mæli út það kjörtímabil Obama sem hefst 1. jan. 2013.

Þegar það nálgast lok, á seinni helming ársins 2016, þá ætti sá hagvöxtur að vera búinn að skapa nægilega styrkan viðsnúning. Til þess, að -- allt tal um "hnignun Bandaríkjanna" sé þá rækilega gleymt.

Þá getur staðan verið sú, vegna þess hverjir eru við stjórn.

Að þá standi Demókratar nokkuð með "pálmann" í höndunum.

Demókratar gætu grætt nokkuð rækilega á því, að vera svo heppnir að þetta gerist í þeirra stjórnartíð.

Ég meina, demókratar sem ríkisstjórar, demókratar sem þingmenn, og sá sem Obama mælir með og styður sem næsta forseta; ætti þá að eiga afskaplega góða möguleika á kjöri.

Nema einhver afskaplega lélegur kandídat yrði fyrir valinu.

  • Það gæti því verið framundan tímabil, nokkurrar drottnunar flokks Demókrata innan Bandaríkjanna. 

 

Niðurstaða

Ég skal segja eitt, að ég er afskaplega feginn því. Að Bandaríkin eru að vinna alla þessa olíu, vitandi vits að það þíðir, að hagkerfi Bandaríkjanna mun rísa á ný. Sem leiðir til þess, að þau styrkjast hvort tveggja í senn sem hagkerfi og sjálfsögðu einnig sem herveldi. En öflugt hagkerfi og öflugur her, fer saman.

Ekki vegna óskaplegrar dýrkunar á Bandaríkjunum. Heldur vegna þess, að það mun þá þíða. Að Kína mun ekki drottna yfir heiminum.

Heldur verður heimurinn "duopoly" en ekki "monopoly." Hversu slæmir sem menn telja Kana, þá held ég að drottnun Kínverja væri verulega verri.

---------------------------

Evrópa verður að sjálfsögðu ekkert veldi í framtíðinni. Hún er nú stödd í upphafi langvarandi hnignunarspírals. Að flestum líkindum.

 

Kv.


EUROSTAT segir landsframleiðslu Íslands minnka um 6,5% milli ársfjórðunga!

Það er áhugavert að skoða niðurstöður um stöðu 3. ársfjórðungs sem fram komu á fimmtudag frá EUROSTAT, sjá: GDP down by 0.1% in the euro area and up by 0.1% in the EU27. Ef staða evrusvæðis sem heildar er skoðuð, er efnahagur þess nú statt 0,6% neðan við stöðu 3. fjórðungs 2011. Sem hljómar ekki sem mjög harkaleg kreppa. Á hinn bóginn, dylur það meðaltal misjafnan árangur einstakra ríkja. En þó, hefur á síðustu misserum mjög verulega hægt á í þeim löndum þ.s. enn er vöxtur. Vantar einhverra hluta vegna tölur fyrir Grikkland í samanburðinum, frá fjórðungi til fjórðungs.

  • Takið eftir tölum fyrir Ísland, en skv. tölumr EUROSTAT virðist hafa verið, mun stórfelldari minnkun milli 2. og 3. fjórðunga á Íslandi, en ég hafði gert mér nokkra grein fyrir. 
  • Verður forvitnilegt að sjá, hvort ísl. fjölmiðlar fjalla um þá útkomu?

 

...................1. ársfjórðungur.....2. ársfjórðungur.....3. ársfjórðungur

Evru17...................0.0.....................-0.2..........................-0.1

Belgía....................0.0.....................-0.5...........................0.0

Þýskaland...............0.5......................0.3...........................0.2

Eystland.................0.4......................0.6...........................1.7

Írland...................-0.7......................0.0

Spánn...................-0.4.....................-0.4.........................-0.3

Frakkland...............0.0......................-0.1...........................0.2

Ítalía....................-0.8.....................-0.7..........................-0.2

Kýpur...................-0.6.....................-0.9..........................-0.5

Malta....................-0.3......................1.3

Holland..................0.1......................0.1..........................-1.1

Austurríki...............0.3......................0.1..........................-0.1

Portúgal................-0.1.....................-1.1..........................-0.8

Slóvenía.................0.0......................1.0

Slóvakía.................0.5......................0.6...........................0.6

Finnland.................0.8.....................-1.1...........................0.3

-----------------------------------------------------------------------------

Ísland....................3.6......................0.3...........................-6.5

 

Mér skilst af erlendum fréttum, að franska stjórnin sé fegin niðurstöðunni, en skv. þessu hefur Frakklandi tekist að komast hjá að teljast í kreppu sem skv. Framkv.stj. er 2 fjórðungar samfellt í samdrætti.

Spurning þó hvað gerist á nk. ári, en ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt aðgerðir sem beinast að minnkun ríkishalla í Frakklandi, sem nema um 2% af þjóðarframleiðslu Frakklands.

Miðað við hve lítil hreyfingin er á hagkerfi Frakklands nú, ætti sú aðgerð að taka 2% af þjóðarframleiðslunni með niðurskurði + skattahækkunum, að leiða til nettó útkomunnar "samdráttar."

------------------------

Á móti eru víst skv. fréttum Hollendingar í nokkru áfalli, en þar var búist við mun minni samdrætti en nú mælist eða 0,5%. En þeir fengu þess í stað 1,1%. 

En síðasta ríkisstj. hafði áður en hún hætti, hleypt af stað "sparnaðaraðgerðum" sem eins og áformað er í Frakklandi, eiga að draga úr halla.

Spurning hvort munurinn milli 2. og 3. fjórðungs, sé að einhverju leiti áhrif þeirra aðgerða?

------------------------

Þjóðverjar eru ekki heldur ánægðir, en þeim líst ílla á hve hagvöxtur minnkar þar jafnt og þétt. Ástæða þeirrar minnkunar í hagvexti, virðast vera minnkun eftirspurnar frá viðskiptalöndum Þýskalands í vandræðum.

En þ.e. klassískt orsakasamband, að þegar viðskiptalönd lenda í vanda, þá hafi það einnig neikvæð áhrif á þau lönd sem eru að selja þangað vörur.

------------------------

Austurríki allt í einu sýnir smávegis samdrátt, eftir röð mjög hægs vaxtar.

Virðist hægja á samdrætti á Ítalíu. Vantar þó að sjá tölur fyrir 4. fjórðung, svo ljóst verði hvort þ.e. "trend" þ.e. einhverskonar viðsnúningur. Gæti verið árstíðabundið.

  • Hvergi á evrusvæði er neinn umtalsverður hagvöxtur.
  • Almennt, doði og deifð eða mild kreppa.
  • Fyrir utan löndin í vanda.

 

Niðurstaða

Hvað ætli að hafi gerst á Íslandi milli 2. fjórðungs og þess 3? Þetta eru svakalegar tölur. Maður hefur fundið fyrir því, að hægt hefur á síðan í sumar. En grunaði ekki að það væri svo "hastarlegt."

Sannarlega hafa fiskverð lækkað. Gengið hefur nokkuð verið lækkað á móti. Síðan ný vaxtahækkun. Spurning hvort ísl. hagkerfið sé aftur á niðurleið, í kjölfar þess "stimulus" er það fékk á sl. ári frá hækkandi fiskverðum vs. makríl vs. loðnu?

-----------------------------

Evrusvæði heldur áfram í hægri en að því er virðist "öruggri" kreppu. Ég sé ekkert framundan annað en að sú kreppa haldi áfram. Og að auki, fari versnandi. En fj. ríkja hefur kynnt viðbótarsparnaðaraðgerðir, það ofan í vöxt sem er mjög veikur í besta falli. Getur vart annað en t.d. í Frakklandi, skapað viðsnúning yfir í samdrátt. Kallað á minnkun neyslu o.s.frv.

Spurning á hvaða punkti fjölgun landa í kreppu, leiðir fyrir rest til kreppu einnig í Þýskalandi. En sú útkoma er rökrétt.

Því lönd sem selja lenda alltaf í vanda, þegar löndin sem kaupa eru í kreppu - - nema þau hafi aðra markaði upp á að hlaupa.

Hvar eru þeir þá?

 

Kv.


Bloggfærslur 16. nóvember 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 869833

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband