16.10.2012 | 23:44
Ríkisstjórn Spánar telur sig búna að finna réttu formúluna "að björgun."
Þetta er áhugaverð hugmynd, en hugmynd ríkisstjórnar Spánar, til að komast í það fé sem Seðlabanki Evrópu hefur lofað að veita. En aðeins gegn því að Spánn hafi fyrst samið við björgunarsjóð evrusvæðis. Er að Spánn muni einungis fara fram á lánalínu frá björgunarsjóðnum. Embættismaður ríkisstjórnar Spánar, vill meira að segja meina, að þetta eitt og sér dugi. Spánn muni líklega ekki þurfa að draga sér neitt fé úr "ESM". Ekkert björgunarlán með öðrum orðum.
"Because the aid would only be a credit line and not immediate payments to Madrid, the scheme is expected to face less political opposition in northern creditor countries."
Og Seðlabanki Evrópu, muni geta hafið kaup á ríkisbréfum Spánar "án takmarkana."
Lykilatriðið er þó enn, hvaða skilyrði um semst milli aðildarríkjanna og Spánar.
Tveir þekktir þingmenn úr ríkisstjórnarflokkum Þýskalands, tóku undir að þetta væri vert íhugunar, en sögðu á móti sagði að samkomulag við björgunarsjóðinn, yrði aldrei án einhverra bindandi skilyrða.
Miðað við þetta, virðist samkomulag ekki í höfn - en að aðilar standi nær því en áður.
Opposition wanes to Spanish aid request
Germany Open to Spanish Precautionary Credit
Moodys holds firm on Spain rating
Þetta var þannig séð bærilega jákvæður dagur - Moody's ákvað að halda mati á lánshæfi Spánar óbreyttu enn um sinn, en horfur eru enn neikvæðar. Moody's vonast einnig eftir því, að áætlun Seðlabanka Evrópu komist til framkv., þegar samkomulag næst milli Spánar og aðildarríkjanna um akkúrat hvaða skilyrði.
Það má reikna með því, að ef ekki verður af því samkomulagi, þá endi Spánn mjög fljótlega eftir að það verður ljóst - í ruslflokki.
En þessar tvær fréttir þ.e. innkoma ríkisstjórnar Spánar "sem virðist pólit. snjöll" - að tveir áhrifamiklir þýskir þingmenn tóku frekar vel í þá tillögu, og ákvörðun Moody's skapaði vellýðunartilfinningu á mörkuðum í dag, sem hækkuðu nokkuð auk þess að gengi evrunnar styrktist gegn helstu gjaldmiðlum.
Niðurstaða
Ef þessi hugmynd gengur upp, að Spánn fái lánalínu frá "ESM" og það rennur í gegnum Þýska þingið, án þess að þar rísi þingmenn upp og setji "óaðgengileg fyrir Spán skilyrði," þá getur árið runnið í gegn til enda. Án þess að evrukrýsan fari á ný á suðupunkt.
Hugsanlega - - þá er að krossa fingur.
Tak þó fram að þó svo geti verið, að Spánn dragi sér ekki fé. Þá í staðinn myndi ríkisstj. Spánar líklega auka á útgáfu ríkisbréfa. Ef ECB tryggir t.d. 3% vexti eða e-h þar um bil, þá myndi það hjálpa mjög ríkisstj. Spánar að ná endum saman.
Spurning hvað aðilar á markaði gera, en ein hugsanleg útkoma er að fj. aðila notfæri sér "kaup ECB" til að losa sig við ríkisbréf Spánar í þeirra eigu, á því sem í þeirra augum verða þá "kostakjör."
Þannig að ECB smám saman eignist nærri allar skuldir Spánar í eigu erlendra aðila.
Þróun ef á sér stað gæti lyft "hárum" í Berlín - - > hvað ef Ítalía fer fram á samskonar prógramm?
-------------------------
Svo má heldur ekki gleyma að skárri staða ríkissjóðs Spánar bindur ekki enda á kreppuna á Spáni. Á Spáni virðist einfaldlega ekki vera mögulegt, að koma niður launakostnaði.
En þar kemur líklega til, að fastráðnir starfsmenn hafa skv. vinnuverndarlöggjöf svo trygga vernd gegn uppsögn, að líklega skapar 25% atvinnuleysi - alls engan þrýsting á laun þeirra. Því fyrirtæki geti ekki hótað því að reka þá, og ráða atvinnulausa í staðinn.
Þannig að þó atvinnuleysið fari versnandi, er það sjáanlega ekki að skapa sambærilega þróun við þá er átti sér stað á Írlandi, að laun lækkuðu.
Þetta eitt og sér getur verið næg ástæða til þess. Að Spánn verði að yfirgefa evruna. Því ef atvinnulíf heldur áfram að spírala niður, mun ekki einu sinni "hagstæð lánakjör" bjarga ríkissjóð Spánar frá gjaldþroti fyrir rest.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.10.2012 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2012 | 00:44
Bretland að sigla út úr ESB?
Ríkisstjórn Bretlands hefur tekið sína fyrstu ákvörðun, þegar kemur að því að "endurheimta vald" sem hefur verið fært til sameiginlegra stofnana. Þetta kemur á sama tíma, og stofnanir ESB eru að móta hugmyndir um stórfellda dýpkun "samstarfsins um evru" - í reynd virðist að hugmyndir séu uppi um að búa til nýtt samband inni í sambandinu.
Ég held að, slíkt geti ekki staðist til lengdar.
En þjóðirnar sem ekki taka þá ákvörðun að taka þátt í þeim samruna, verða þá í vissum skilningi útundan.
Sem getur verið gott eða slæmt, eftir því hvernig litið er á það.
Það sem ég á við, er að líkleg útkoma sé - ef evrusvæði tekst að mynda þann mun þéttari kjarna sem menn dreymir um, þá líklega flosni núverandi Evrópusamband upp.
Eftir verði kjarninn innan evru - sem ekki er einu sinni víst að innihaldi öll núverandi aðildarríki evru.
Stór spurning er þá - hve stór sá kjarni verður, en þ.e. unnt að ímynda sér hann bæði með eða án S-Evr.?
Fleiri fræðilegir möguleikar, eru að einhver landanna sem nú tilheyra ekki evrunni, ákveði að fara inn í púkkið - sætta sig við það sennilega stóra viðbótar fullveldis afsal, jafnvel endanlegt fullveldisafsal, sem það myndi þíða.
Der Spiegel - Britain Losing Allegiance to the EU
FT - Planned justice opt-out sets stage for EU battle
FT - British justice and European courts
Þetta segir FT:
The British government took the first step in its strategy of disengagement from the European Union when it said it would exercise its block opt-out from co-operation on justice and home affairs.
Þetta segir Spiegel:
"In a closed-door meeting with European Commission President José Manuel Durão Barroso in Bonn last Thursday, Merkel explained her proposal to develop a separate budget for the euro zone. Her advisors envision that the money will be earmarked for targeted measures to promote growth in euro-zone countries. If Merkel's idea prevails, it will be a reflection, in terms of fiscal policy, that there are now two European communities under the umbrella of the EU."
Bretar ákveða að yfirgefa samstarfið á sviði "justice of home affairs!"
Áhugavert að þeir velja að skera á þetta tiltekna svið, það þíðir m.a. að þeir stíga út úr svokölluðum "European arrest warrant" þ.e. að geta gefið út handtökuskipun í Bretlandi, sem gildir innan ESB.
Í reynd skyld hugsun því, að fyrirtæki fái heimild til að starfa innan alls svæðisins, með því að hafa heimild til starfsemi í landi sem tilheyrir svæðinu.
Það væntanlega þíðir einnig að klippt er á aðgang að sameiginlegu gagnasafni sem komið hefur verið upp í samstarfi lögregluyfirvalda í Evrópusambandinu, eða það kemur í ljós akkúrat hvað þetta þíðir seinna.
En í kjölfarið á þessu, þurfa bresk stjv. að semja við stofnanir ESB og aðildarríki, að fá til baka það vald, sem Bretland vill endurheimta.
Framkvæmdastjórnin, myndi þá lögformlega flytja samkomulag sem tillögu, svo þingið og Ráðherraráðið geti tekið hana til formlegrar afgreiðslu.
Þetta sjálfsagt á eftir að þvælast inn í önnur mál, en Bretar hafa eitthvað svigrúm - vegna þess að þeir hafa neitunarvald.
Það kemur til af því, að enn gildir um breytingar á sáttmálum eða gerð nýrra, að ef breyting eða nýr sáttmáli skal verða hluti af lagasafni ESB, verða öll ríkin að samþykkja.
Eins og fram kemur í umfjöllun Der Spiegel - - þá hefur Angela Merkel áhuga á að gera breytingu, sem einmitt þarf til samþykki allra ríkja, ekki bara evru 17, heldur ESB 27.
Og það eru margar breytingar framundan, sem þarfnast samþykkis allra.
- Auðvitað er fræðilega mögulegt, að farið sé sama leiðin og þegar svokallaður "Stöðugleika Sáttmáli" var samþykktur, að hann var það einungis af 25 af 27 aðildarríkjum.
- Sem þíðir, að hann er ekki lögformlega hluti af sáttmálum ESB.
- Ef þ.e. gert með nýja sáttmála sem lúta að dýpkun samstarfsins um evru, þá yrði um alveg nýtt samband að ræða, utan um evruna.
- Þ.s. ríki utan evru væru þá ekki meðlimir að því, nema þau myndu kjósa að taka þátt í allri þeirri dýpkun sem þá stendur til.
- Þá getur það farið þannig, að aðildarríki evru þannig séð "ræni evrunni" sem í dag lögformlega tilheyrir ESB.
- Taki hana yfir með öðrum orðum, ég á mjög erfitt með að sjá að ESB myndi lifa slíkt af.
Evruhópurinn, væri þá orðinn að svo ríkjandi hóp innan ESB, tæki í reynd allar ákvarðanir - - nema að löndin utan evru beiti stöðugt "neitunarvaldi" að því marki sem þau geta.
Sem líklega myndi þíða, að "sáttmálum" sem tilheyra evruhópnum eingöngu myndi fjölga stöðugt.
Slíka þróun get ég einungis séð enda með "endalokum ESB" þó sú endalok, séu ekki ósigur fyrir þá sýn á samruna Evrópu sem fyrstu frumkvöðlarnir fóru af stað með á 6. áratugnum. Þvert á móti væri það sigur þeirra sýnar - að hið nýja samband sem tæki evruna að sér, myndaði hugsanlega hin nýju Bandaríki Evrópu; sem menn dreyma nú um að gera að veruleika.
Þau geta heitið "United States of Europe" eða "USE."
Niðurstaða
Hraðinn á þróuninni er að aukast stórfellt innan Evrópu, þ.e. að einn hópurinn þétti samstarfið, meðan að annar líklega standi eftir. Ég sé ekki fyrir mér að svokallað "tveggja stiga ESB" geti gengið upp. Ég á ekki von á, að samstaða náist ekki milli ríkjanna utan evru, og kjarnans innan evru 17. Þannig, að vegferð kjarnans muni leið til þess - - að leiðir muni skilja.
Hvað gerist svo? Ég ætla að veðja á að myndað verði nýtt frýverslunarsvæði í nánum tengslum við hin nýju Bandaríki Evrópu. En þó ekki þannig eins og EES, að þar sé sjálfvirk tilfærsla á reglugerðum.
Þetta er þá sviðsmynd 1. - - önnur getur verið líklegri, þ.e. sviðsmynd 2. Það er, að þetta samrunaferli mistakist, og evran falli innan næstu tveggja ára.
Þá myndi koma afturkippur í samrunaferlið, ekkert yrði af svokölluðu Evrópuríki, jafnvel er það hugsanlegt að í því tilviki myndi ESB einnig taka enda, en í þetta sinn án þess að við taki annað nánara samstarf eða ríki. Þá myndi taka við allt önnur framtíð!
Þetta verður allt að koma í ljós!
----------------------------------
Ps: Áhugaverð frétt Der Spiegel - - bæti inn í rest, en Wolfgang Schäuble var staddur í Singapore, með betliskál við hönd - - leitast við að sannfæra Asíuþjóðir, um að kaupa ríkisbréf aðildarríkja evru í vanda. Ég fastlega reikna með að hann hafi fengið mjög kurteislega orðuð "nei."
Áhugavert að sjá háttsetta framámenn ríkja ESB, fara um heiminn betlandi peninga.
German Finance Minister Rules Out Greek Euro Exit
----------------------------------
Ps2: Áhugaverð ummæli, sem mér fannst ég verða að koma að, einnig í restina:
" Klaas Knot, policymaker at the European Central Bank...if states achieved their targets, issuing common eurozone bonds could be "a serious option", but added: " ...given how remote we still are from the 60% debt target, this will likely be a matter of decades rather than years.""
Þetta er fyrsta sinn sem ég sé svo háttsettann aðila viðureknna að aðildarlönd evrusvæðis - séu komin í langvarandi skuldavanda!
- Ég hef sagt að líklegasta framtíð "nýs sameinaðs ríkis" sé japanskt ástand!
Kv.
Bloggfærslur 16. október 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 869834
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar