15.10.2012 | 01:36
Betra væri að tengja við annað "fast verðmæti" en gull!
Rétt að taka fram að "fast verðmæti" í reynd er ekki verðmæti með fast virði. Heldur, verðmæti sem aldrei verður verðlaust. Einungis "fast" í þeim skilningi.
Það er einmitt punkturinn, að virði svokallaðra "raunverðmæta" sveiflast. Virði þeirra er ekki stöðugt.
Það þíðir þó ekki að tenging við "raunverðmæti" í stað þess að tengja við annan gjaldmiðil, geti ekki verið verð íhugunar. Það sem það þíðir, er að það þarf að hugsa það af skynsemi, akkúrat hvaða verðmæti sé rétt að nota með þeim hætti.
Í reynd verður maður að hafa sömu hugsunina, er ef ætlun væri að tengja við "verðmæti" eins og maður væri að íhuga að tengja við gjaldmiðil annarrar þjóðar, eða körfu af slíkum.
Þ.e. að leita uppi tengingu sem hefur ekki mjög ólíkann sveifluhrynjanda, þeim sem okkar hagkerfi hefur, því tenging við þ.s. hefur mjög ólíkar sveiflur og þær sem viðkomandi hagkerfi hefur - slíkt framkallar ávallt að lokum, klassískar ógnanir við ríkjandi tengingu.
En það reynir ávallt á tengingu í kreppu - - en allar tengingar virka í góðæri.
Kreppa er "prófið" sem raunverulega máli skiptir.
Enn á eftir að koma í ljós hvort gjaldmiðillinn evra virkaði bara í góðæri, eða hvort sá stenst kreppuprófið.
Til að hámarka líkur þess að "tenging" standist kreppuprófið - þá er þumalfingursreglan, að tengja við það sem hefur sem líkastar sveiflur - þeim sveiflum sem ríkja í viðkomandi hagkerfi.
Hvaða grunnverðmæti hafa sveiflutíðni sem er líkust sveiflum okkar hagkerfis!
Gull fellur mjög augljóslega á því prófi - því að gull hækkar alltaf í verði, í alþjóðlegum kreppum.
Í núverandi alþjóðlegu kreppu, hefur gullverð hækkað um prósentu tugi síðan 2008, þ.e. einmitt klassísk ástæða þess að tenging hrynur, að þ.s. tengt er við hækkar meðan að hagkerfið sem býr við tengingu, lendir í kreppu.
Sem dæmi, þá var það einmitt undanfari gjaldþrots Argentínu að dollarinn fór í hækkunarferli, um svipað leiti lenti argentínska hagkerfið í kreppu - því meir sem dollarinn hækkaði, því meir dalaði útfl. iðnaður Argentínu, sem leiddi til hruns í útfl. tekjum -> hrun í skatttekjum ríkisins -> skuldasöfnun þess, svo fyrir rest ríkisþrot.
Ef stjv. ná ekki að höndla hina misvísandi þætti, er leiðin niður að bjargbrúninni hröð eða getur verið það.
----------------------------------
Ef við hugsum málið, þá liggur í augum uppi hvaða verðmæti henta okkar hagkerfi.
Hvaða verðmæti sveiflast líkast þeim sveiflum sem hrjá okkar hagkerfi?
- Fiskur sbr. alþjóðleg fiskverð.
- Ál, sbr. alþjóðlegt álverð.
- Karfa samsett úr þessu ætti að sveiflast öllu jöfnu nokkuð nærri takti sveiflu okkar hagkerfis.
Það er meira að segja til hagfræðileg greining - sem leggur akkúrat til sambærilega tengingu við þetta, þ.e. að svokölluð "hráefnahagkerfi" tengi sig við einmitt þeirra helstu afturðir.
A Proposed Monetary Regime for Small Commodity Exporters: Peg the Export Price (PEP)* Jeffrey Frankel, Harvard University.
Sannarlega nær slík tenging ekki út yfir allt!
- T.d. er engin leið að bæta við ferðamennsku, því þ.e. ekki til nein sambærileg mælivog eins og alþjóðleg fiskverð eða alþjóðlegt álverð, sem unnt er að nota til viðmiðunar.
- Á hinn bóginn, þá ætti þessi samsetning að valda mun sjaldnar eða síður vandræðum, en tenging við gjaldmiðil annarrar þjóðar.
- Því, það sé minni munur að flestum líkindum milli sveiflu þessarar vogar vs. okkar hagkerfis - og líklegrar sveiflu gjaldmiðils annarrar þjóðar vs. okkar hagkerfis.
Málið er að ég er með eina hagfræðilega greiningu í viðbót, einnig greining erlendra aðila:
Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay
- Sjá Töflu 2 - mæld fylgni er sterk eða 40,9%.
Hver er þá stóra sveiflan sem eftir er?
Skv. greiningu Ólafs Margeirssonar hagfræðings, er það bönkunum að kenna, þ.e. endurteknum útlánabólum sem þeir búa til.
Sjá greiningu hans - Grein Ólafs Margeirssonar um "kjörgengiskerfið."
Skoðið mynd sem hann hefur sett upp, sem virðist sýna mjög greinilega tengingu milli gengisfalla og útlánatoppa ísl. bankastofnana í gegnum tíðina.
Sú stýring sem hann leggur til er byggð á hugmynd annars hagfræðings, þ.e. Leigh Harkness.
Í grein Ólafs Margeirrsonar má sjá eina lýsingu á þeirri hugmynd.
Ég sjálfur skrifaði einnig um þá sömu hugmynd - Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?
- Punkturinn er að taka á endurteknum útlánasprengingum bankanna.
- En einnig helst samtímis, loka á að þeir geti leikið sér með gengið þ.e. það sé gróðavænlegt.
- Ég tel að sú leið nái fram báðum markmiðum - þ.e:
- Með því að reglan er að bankarnir geti ekki lánað meir en þeir eiga gjaldeyri fyrir - þá sé komið í veg fyrir að þeir geti búið til meira af krónum, en raunverulega er til fyrir í gjaldeyrissjóðum, sem ávallt leiðir til viðskiptahalla og síðan gengisfalls er gjaldeyrissjóðir tæmast.
- Sú sama regla tel ég að einnig nái fram hinu markmiðinu, því með því að viðmiðið er hvað er til í gjaldeyri, þá sé engin leið að beita því "trixi" að hækka gengi krónunnar til að auka eftirspurn eftir lánum. Þeir skella þá á þeim vegg - að þeim er ekki heimilt að lána meir en þeir eiga sjálfir gjaldeyri fyrir, Leigh Harkness leggur til 90% hámark.
- Reyndar tel ég, að sú regla leiði þá til að vilja sem mestan gengisstöðugleika, því á sama tíma og þeir græða ekki á að hækka gengið, þá tapa þeir einnig á lækkun þess - en þá minnkar eftirspurn eftir lánum; bankar græða á lánastarfsemi.
Niðurstaða
Það getur verið að það fari vel saman, að sameina það tvennt - þ.e. tengingu krónunnar við okkar eigin útfl. afturðir.
Og að beita leið Leigh Harkness, til að loka á að bankarnir "leiki sér með gengið" annarsvegar og hinsvegar, loka á að þeir búi til of mikið magn af krónum þ.e. meira en forsendur eru fyrir.
-------------------------
Tengingin dugar vel þá á þær sveiflur sem útfl. greinarnar skapa.
Meðan, að hin leiðin tekur út þær sveiflur sem bankarnir búa til.
- Sannarlega nær þetta ekki fram því markmiði, að svipta bankana því að "búa til peninga," á hinn bóginn lít ég á þ.s. mikilvægara markmið, að loka á að þeir geti grætt á að leika sér með gengið.
- En ég sé ekki, að auljóst sé að svokallað "full reserve" kerfi, loki þeim möguleika - að bankar geti grætt á þann hátt, að hækka gengið. Sannarlega, minnkar það stórfellt hættu á útlánabólum, að taka upp "full reserve" kerfi. Á móti kemur, að við búum við smáan gjaldmiðil sem þarf ekki mjög stórar upphæðir til að sveifla. Ef gjaldmiðillinn er á markaði - þá ættu þeir geta haft áhrif á gengið, í viðskiptum með gjaldeyri á erlendum mörkuðum. Ef þ.e. ekki heftandi regla í gegnum gjaldeyris-eign, þá sé enn möguleiki á að þeirri leið sé beitt að hækka gengið, með inngripum bankanna inn á markaði með gjaldeyri. En það ætti enn gilda, að hækkað gengi leiðir til aukinnar eftirspurnar eftir lánsfé.
Það ætti að vera mögulegt að skapa smám saman það ástand, að á Íslandi sé ekki að ráði hærri verðbólga en í öðrum löndum.
Ég er ekki að segja að hún verði ekki eitthvað meiri, en það bil á að vera unnt að minnka mikið.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 15. október 2012
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar