Hvaða fyrirkomulag tryggir best að bankar leiki sér ekki með krónuna?

Ég hef verið að velta þessu atriði fyrir mér. En þ.e. auðvelt að átta sig á því hvernig viðskiptabankar geta grætt á gengishækkun. En hún stuðlar tímabundið að auknum kaupmætti. Tímabundið - þá meina ég, að slík leið til hækkunar kaupmáttar sé líklega ósjálfbær til lengdar.

Sá aukni kaupmáttur eykur eftirspurn sem þá framkallar aukinn mældann hagvöxt, en fyrir bankana - ekki síst, að eftirspurn eykst eftir nýjum lánum.

En neyslulán eru því miður hluti af aðferð fólks, þegar tekjustaða virðist betri fjölgar þeim sem kaupa nýja hluti með með yfirdrætti eða öðrum neyslulánum. 

Að auki, þíðir aukinn kaupmáttur að fólk telur sig hafa efni á dýrari bíl - stærra húsnæði.

Með öðrum orðum, eftirspurn eykst eftir lánsfé - þar með hagnaður bankanna.

 

Hvor aðferðin er betri til að tryggja að bankar hafi ekki hag af að leika sér með gjaldmiðilinn?

Ég er að velta fyrir mér:

  1. Leið Leigh Harkness, sjá: Er svokallað "kjörgengiskerfi" hentugt fyrir Ísland?
  2. Eða, "full reserve" sbr.:  Betra Peningakerfi.is
  • Ein ástæða þess að mér hefur litist nokkuð vel á aðferð Leigh Harkness er ekki síst, að mér sýnist að sú leið líklega loki á þá aðferð bankanna að spila með gengið til að auka eftirspurn eftir útlánum.

Það er ekki flókið að sjá af hverju, en þ.s. takmarkandi reglan um útlán bankanna miðast við erlendan gjaldeyri í þeirra eigu - t.d. 90% mörk. Þá getur það ekki stuðlar að aukningu útlána að hækka gengið.

Að auki, væri það ekki heldur gróðavænlegt að fella það, því þá hrynur eftirspurn eftir lánum.

Ég vil meina að gengisstöðugleiki væri þá líklegasta sýn þeirra á hámörkun gróða.

 

  • Sannarlega ætti hugmyndin um "full reserve" kerfi að stuðla að miklu aðhaldi að útlánum, gera útlánabólur mun ólíklegri.

En mér sýnist að það geti verið til staðar hvati til að spila með gengið til að græða. Því enn ætti það að gilda að gengishækkun leiði til aukins kaupmáttar, og skili auknum áhuga á lánum meðal almennings og fyrirtækja - þar með því að flr. lán séu tekin.

Vegna þess að í þessu kerfi geta bankar ekki "búið til eigin peninga" og þannig framleitt lán af miklum móð, sem þíði að þeir geta ekki lengur beinlínis "framleitt hagnað."

Þá gæti "að spila með gengið" orðið jafnvel áhugaverðari leið en áður - því þá er búið að minnka svo mjög tækifæri þeirra til hagnaðar með öðrum leiðum.

Ég bendi á, að þeir hafa fullan rétt til að versla eins og þeir vilja með aðra gjaldmiðla, í slíkum viðskiptum gætu þeir spilað með gengið - sýnist mér, ef þ.e. svo að hagnaðarvon er í því sé það ekki ólíklegt.

Það væri gott að fá rökstudd svö við því hvort ég er að vaða sand, eða hvort þetta er ekki ábending um atriði, sem þarf að skoða nánar!

 

Niðurstaða 

Íhugun mín á þessum tveim leiðum sem báðar eiga að geta stórfellt aukið stöðugleika íslensku krónunnar heldur áfram. Eitt sem þarf að huga að, er ekki síst - að draga úr líkum á að bankar leiki sér með gjaldmiðilinn. En það sýnir reynsla okkar gera þeir, ef hagnaðarvon er í því.

Svo trikkið er þá að taka af þeim þann möguleika að geta hagnast á því, að spila slíka leiki.

------------------

Ég held að önnur aðferðin sem ég fjalla um að ofan skili þeirri útkomu, en ég sé ekki að hin augljóslega það geri.

Óska eftir viðbrögðum þeirra sem hafa áhuga á þessari umræðu um vakosti okkar til framtíðar.

 

Kv.


Roger Altman spáir uppgangi í Bandaríkjunum!

Það hafa allt í einu komið fram nokkrar bjartsýnisraddir meðal bandar. hagfræðinga, sem vilja meina að allra síðustu vísbendingar bendi til viðsnúnings í hagkerfinu þar. Nokkur fj. leggur töluvert upp úr því, að atvinnuleysi er skv. ný fram komnum tölum örlítið lægra en það hefur áður mælst í tíð Obama forseta. Goldman Sachs bendir á, að peningamagn í alþjóðakerfinu sé á ný að aukast á dampi sem þeir telja benda til fyrstu stigs í viðsnúningi til baka, frá þeirri niðursveiflu í horfum sem ríkt hafi síðustu mánuði - - (hvað með peningaprentun Federal Reserve?)

 

------------------------------------------------------

Roger Altman - A housing boom will lift the US economy

Hann vill meina að húsnæðismarkaðurinn í Bandar. sé nú komin á botn, og telur líklegt að uppsveifla á honum sé á næsta leiti, sem muni lyfta upp hagvexti í Bandar. um rúmt prósent.

  • "Single family housing starts, for example, averaged 1.4m annually during the 2000-04 period, before the bubble."
  • "After it, they plunged to an average annual rate of 500,000 and stayed there."
  • "New home sales, which previously averaged 900,000 a year, fell to a third of that."
  • "And residential investment, which averaged 4 per cent of US GDP over the 25 years ending in 2005, has accounted for only 2.5 per cent of it since 2008."
  • "Now, however, the cycle is upward, starting with prices. The S&P/Case-Shiller Composite 20 City Home Price index has risen 8 per cent since March.
  • Indeed, Barclays has projected that, by 2015, nominal home prices will exceed their 2006 peak.
  • Home affordability is also way up, as the ratio of mortgage payments to both income and rents has never been more favourable.
  •  Moreover, the relationship of home prices to household income is back to the level of 30 years ago.
  • Rising prices and affordability, of course, lead directly to the buying and building of homes."
  • "Second, the levels of relevant supply have fallen sharply. The number of homes for sale has fallen back to its long-term average of 2m.
  • Yes, there is a larger “shadow inventory” of homes that are in foreclosure or carry delinquent or defaulted mortgages. However, many of these are distressed, in that they have not been physically maintained.
  • This means that the supply has become two-tiered – quality homes and distressed homes. For most buyers, only the first of these two markets is relevant and the supply there is approaching its lowest level since 1992."
  • "Third, housing demand is going to be strong, driven by demographics. The International Monetary Fund forecasts that the US population will increase by 15m during the 2012-17 period, more than the increase of the past five years.
  • The two groups of the population that are growing fastest are the over-55s and the so-called echo boomers, the grandchildren of the baby-boom generation. The first group has the highest rate of home ownership. The second has been renting disproportionately, and is primed to start buying.
  • JPMorgan estimates that 6m new units of housing are needed by 2017 just to serve the bigger population."
  • "Then there is the coming recovery in household formation. According to JPMorgan, this rate was steady at about 1.4m annually from 1958 up to 2007.
  • But, it plunged below 500,000 for the three years following the financial crisis, as young people moved in together or lived with parents.
  • Now it has doubled from that level and estimates of pent-up households are at an all-time high. Most expect formation rates to rise much further still, exceeding the 50-year average for a few years."
  • "Finally, the availability of mortgage credit is starting to improve. Underwriting standards tightened sharply following 2008 and the proportion of home sales that are financed by new mortgages is now at a 10-year low.
  • However, household finances have improved sharply, with debt service ratios returning to pre-crisis levels.
  • Moreover, banks also need the income from originating mortgages. Mortgage credit availability is therefore opening up, which also boosts home sales."

------------------------------------------------------

OK, ég kaupi það að markaðurinn sögulega rétti við sér aftur við aðstæður sbr. við þessar, en vandinn er að hinum megin við Atlantshafið er í gangi mjög alvarleg og að auki versnandi efnahagskrýsa.

Þetta ár hefur hún verið að flestum líkindum megin ástæða þess, að efnahagslífið í Bandar. hefur verið að dala "hlutfallslega" þ.e. að hægja á hagvexti og hægja á nýmyndun starfa.

Það er allt of snemmt, að álykta að það sé ólíklegt að hún gjósi upp aftur - - og leggi sína lamandi hönd á efnahagslíf heimsins enn á ný.

 

Ef hún versnar aftur - sem mér finnst afskaplega líklegt, þá er eitt öruggt að slíkur viðsnúningur tefst.

Síðan er það svokallað "fiscal cliff" þ.e. stórfelldur sjálfvirkur niðurskurður útgjalda Bandar. sem gerist ef aðilar á þingi, ná ekki saman um vægari aðgerð.

En mér skilst að virði samdráttaraðgerða sé um 5% af þjóðarframleiðslu, ekkert smáræði.

Miðað við ný fram komnar niðurstöður AGS að svokallaður margfaldari hafi ekki verið 0,5% heldur á bilinu 0,7-1,7 í þessari kreppu, þ.e. að hver 1% samdráttur útgjalda ríkis hafi í reynd valdið  á bilinu 0,7-1,7% samdrætti efnahagslífs; þá er vel hugsanlegt að Bandar. myndu fara í samdrátt á nk. ári þrátt fyrir stöðuga peningaprentun "Federal Reserve."

Það er meira að segja vel hugsanlegt að "Federal Reserve" hafi hafið þá prentun ekki síst, vegna þess að stofnunin óttast að sá veggur skelli yfir bandar. hagkerfið.

Þetta væri þá pólit. framkölluð kreppa.

 

Með öðrum orðum, óvissa er töluverð - - og óvissa um þætti svo stóra sem þessa, hefur mjög verulega vikt, þegar kemur að ákvörðunum aðila um fjárfestingar af eða á.

Líkur á að tilhneyging sé enn rík að bíða og sjá hvað fram vindur, með öðrum orðum að líklegra sé en ekki að slíkur viðsnúningur a.m.k. frestist.

Hve mikið lengur er ekki gott að sjá, en ef hvort tveggja versnun evrukrýsu og "fiscal cliff" fer saman, þá getur bandar. hagkerfið lent í frekar duglegum samdrætti nk. ár.

Ef ekki verður af "fiscal cliff" en evrurkýsan versnar, en þó án þess að það verði hrun, þá væntanlega halda Bandar. áfram, að dóla í hægagangi.

En ef mál á evrusvæði leysast og samtímis aðilar á Bandar.þingi ná skynsamri lendingu með mál, þá getur það hugsanlega gerst - - að þessi viðsnúningur sem Altman talar um, virkilega muni eiga sér stað á nk. ári.

En ég myndi ekki veðja neinu stóru upp á, að svo verði!

 

Svo sá ég eitt í frétt Wall Street Journal - - Stocks Run Out of Gas

"An unexpectedly steep drop in jobless claims also stoked the rally at the market's open—but the Dow industrials' ensuing rise of more than 80 points was short-lived. The news wasn't as good as it initially appeared, as a Labor Department economist said one large state didn't report additional quarterly figures as expected, which accounted for a substantial part of the decrease."

Sem kasti nokkurri rýrð á þær tölur, að atvinnuleysi hafi í reynd minnkað.

 

Niðurstaða

Spurning hvort að pólitíkin í kringum forsetakosningarnar, sé ef til vill að hafa áhrif á hagfræðinga, en hagfræðingar eru ekki endilega pólit. séð hlutlausir. Miðað við viðbrögð markaðarins í Bandaríkjunum, þá eru gögnin ekki eins jákvæð og fyrstu fréttir bentu til.

Eins og fram kom í rökstuðningi Federal Reserve fyrir peningaprentunaraðgerð þeirri sem nú er í gangi, þá er það ekki síst evrukrýsan sem er að tjóna hagkerfið í Bandar. Með því að búa til stórann óvissuþátt, sem dragi úr fjárfestingum innan Bandar. 

Hún sé að hafa svipuð áhrif víðar um heimshagkerfið. Þó svo að hagkerfi vanalega fari upp aftur eftir að hafa sigið niður, þá er núverandi ástand ekki alveg venjulegt.

Truflandi áhrif evrukrýsunnar séu slík, að engin leið sé að vita hvenær slíkar vísbendingar sem Altman bendir á, koma til að skila sér í aukningu hagvaxtar.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. október 2012

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband